Innlent

Björn fagnar góðum árangri tollgæslunnar á Seyðisfirði

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra.
Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra.

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir fíkniefnafundinn í Norrænu dæmi um gott og árangursríkt starf tollgæslu og lögreglu hér á landi. Samstarf við erlendar löggæslustofnanir er einnig mikilvægur þáttur í góðum árangri undanfarið. Maðurinn sem flutti efnin vakti athygli tollvarða þar sem hann hafði hlotið komist í kast við lögin í Evrópu.

„Öflugt greiningarstarf í samvinnu tolls og lögreglu skiptir höfuðmáli í baráttu við alþjóðlega glæpastarfsemi," segir Björn Bjarnason í svari sínu við fyrirspurn Vísis. „Með aðild að Schengen og ákvörðunum um þátttöku í evrópsku lögreglu- og greiningarsamstarfi hefur innlend toll- og löggæsla eflst," segir Björn og bætir því við að lögreglustjórinn a Seyðisfirði hafi staðið vel að þessu máli.

„Tollayfirvöld brugðust við með nauðsynlegum aðgerðum og lögregla á Seyðisfirði nýtur þekkingar og reynslu fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við frekari rannsókn málsins." Björn bætir því við að „skýr stjórnsýsluleg ábyrgð og markviss framkvæmd í eðlilegri samvinnu innan lands og utan skilar þessum góða árangri."



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×