Innlent

Tapa 150 milljónum á ólöglegu niðurhali

Snæbjörn Steingrímsson.
Snæbjörn Steingrímsson. MYND/Anton

Tap íslenskra kvikmynda- og sjónvarpsþáttarétthafa er áætlað um 150 milljónir króna á ári vegna ólöglegs niðurhals. Illa gengur fyrir rétthafa að leita réttars síns.

Snæbjörn Steingrímsson framkvæmdastjóri Smáís, sem eru Samtök myndrétthafa á Íslandi, segir að níu einstaklingar hafi verið sakfelldir hér á landi nýlega fyrir að stela efni frá rétthöfum með því að setja það á netsíður þar sem hver sem er getur náð í efnið.

Félagsmenn í Smáís hafa rétt til dreifingar á kvikmynda- og sjónvarpsefni og tölvuleikjum sem eru á íslenskum markaði.

Nokkuð mörg mál hafa verið kærð og eru nú hjá lögreglu og lögmönnum. Nær öllu íslensku kvikmynda- og sjónvarpsefni hefur verið stolið og sett á vefsíður til niðurhals. Um er að ræða bæði gamallt og nýtt efni, skemmtiefni og heimildarmyndir.

Snæbjörn segir að upp á síðkastið hafi fundist efni á síðum sem eru vistaðar í útlöndum, til dæmis í Tékklandi og Rússlandi. Rétthafaræningjar t.d. í Bretlandi hafa verið dæmdir í margra ára fangelsi fyrir stuld á efni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×