Innlent

Engin hætta á ferðum við Lækjartorg

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að Hafnarstræti 20 við Lækjartorg um þrjúleytið eftir að tilkynnt var um reyk sem þaðan barst.

Þar voru iðnaðarmenn að störfum og voru þeir að skera í sundur járnbita. Við það myndaðist reykur sem fór í skynjara og því fór eldvarnarkerfi af stað. Engin hætta reyndist hins vegar á ferðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×