Fleiri fréttir Samningar geti treyst stöðugleikann Geir Hilmar Haarde forsætisráðherra gerði kjarasamninga á næsta ári að umtalsefni í áramótaávarpi sínu, sem flutt var á Ríkissjónvarpinu, Stöð 2 og Vísi í kvöld. Hann sagði að kjarasamningarnir fælu í sér mikilvægar ákvarðanir í efnahagsmálum. En hann benti á að ábyrgt fólk væri í forystusveitum launamanna og atvinnurekenda sem hefðu skilning á því að samningar þyrftu að byggja á því að treysta stöðugleika. 31.12.2007 20:29 Ég var öskubuska sem átti ekki að vera á ballinu Guðni Ágústsson bar sig vel í Kryddsíldinni fyrir stundu þegar hann talaði um stöðu Framsóknarflokksins. 31.12.2007 15:31 Kryddsíld Stöðvar 2 Hin árlega Kryddsíld stöðvar 2 var send út frá Hótel Borg í dag. Vísir sýndi beint frá henni og geta lesendur Vísis nú horft á hana hér. 31.12.2007 14:02 Fíkniefnalögreglan og tollgæsla menn ársins Fréttastofa Stöðvar 2 útnefndir árlega mann ársins í Kryddsíldinni sem nú stendur yfir og er í beinni útsendingu á Vísi. 31.12.2007 14:15 Engar áramótabrennur í kvöld Rétt í þessu var tekin ákvörðun um að engar brennur verða á höfuðborgarsvæðinu í kvöld vegna veðurs. 31.12.2007 11:40 Áramótaveður Stormsins sleppur til "Mér sýnist að þetta sleppi til" segir Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur hjá 365 aðspurður um skoteldaveðrið í kvöld. 31.12.2007 11:31 Mest lesnu fréttir Vísis á árinu 2007 Vísir hefur tekið saman lista yfir 20 mest lesnu fréttir á vefnum árið 2007. Vísir er einn allra vinsælasti vefur á Íslandi, samkvæmt samræmdri mælingu Modernus, og er vefurinn sífellt að styrkjast og eflast. 31.12.2007 10:00 Annríki hjá björgunarsveitarmönnum á Austurlandi Hundrað og tuttugu björgunarsveitarmenn voru að störfum í gærkvöldi og fram að miðnætti á Austurlandi vegna óveðurs sem þar gekk yfir. Þakplötur fuku víða og varð bæði tjón og húsum og bílum. 31.12.2007 09:58 Ávarp forsætisráðherra og fréttaannáll Stöðvar 2 í beinni Ávarp forsætisráðherra til þjóðarinnar hefst klukkan átta í kvöld. Í beinu framhaldi af ávarpinu hefst fréttaannáll Stöðvar 2. Hægt er að horfa á útsendinguna í beinni á Vísi. 31.12.2007 17:26 Passið ykkur á Miðnæturbombunni Slysavarnarfélagið Landsbjörg hefur kallað inn svokallaða Minæturbombu sem félagið er með í sölu. Bomban er ekki að virka sem skildi og því hefur hún verið innkölluð. 31.12.2007 10:46 Lögreglan rakti fótspor hjá leigubílaþrjóti Tveir voru teknir fyrir ölvunarakstur í borginni í nótt. Einnig voru tvær minniháttar líkamsárásir. 31.12.2007 09:32 Kviknaði í bæjarskrifstofunum í Vogum Slökkviliðið á Suðurnesjum var kallað að bæjarskrifstofunum í Vogum á Vatnsleysuströnd um sex leytið í morgun eftir að nágranni tilkynnti að reykjalykt bærist þaðan. 31.12.2007 09:15 Íslenskur prestur til Kenýa Séra Jakob Á. Hjálmarsson, fyrrum dómkirkjuprestur, heldur á næstu dögum til Kenýa þar sem hann mun starfa sem sjálfboðaliði við fræðslusetur lúthersku kirkjunnar í Pókothéraði næstu þrjá mánuðina. 31.12.2007 09:03 Útilokar ekki kynjakvóta Viðskiptaráðherra útilokar ekki að beita kynjakvóta til að fjölga konum í stjórnum fyrirtækja á þessu kjörtímabili. Tveir dagar eru í að frestur norskra fyrirtækja til að uppfylla kynjakvóta í stjórn rennur út. 30.12.2007 19:14 Á fjórða hundrað björgunarsveitamanna að störfum Yfir 320 björgunarsveitarmenn frá björgunarsveitum Slysavarafélagsins Landsbjargar, auk slökkviliðs og lögreglu, hafa í dag sinnt yfir 220 útköllum um land allt. Ástandið hefur verið verst á höfuðborgarsvæðinu þar sem beiðnir um aðstoð hafa verið um 120. 30.12.2007 19:21 Vindasamt á gamlárskvöld „Þetta hefur verið vindasamt í kortunum síðustu daga og verður vindasamt," segir Sigurður Þ. Ragnarsson, veðurfræðingur hjá 365, um áramótaveðrið. 30.12.2007 17:25 Tafir urðu á flugi í dag Töluverðar seinkanir urðu á millilandaflugi í dag, enda lá flug niðri í allan morgun vegna vonskuveðurs. Þegar dró úr hvassviðri eftir hádegið fór flugvélar í loftið á ný. 30.12.2007 19:37 Fjórir hafa „Vel að verki staðið “ þetta árið Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti fjórum aðilum viðurkenningu Alþjóðahúss í dag. Viðurkenningin, sem ber titilinn ,,Vel að verki staðið", er veitt fyrir lofsverða frammistöðu í málefnum innflytjenda á Íslandi. 30.12.2007 17:15 Tveimur bátum bjargað Giftusamlega tókst að bjarga tveimur bátum sem voru í hættu við höfnina að Grandagarði í dag. 30.12.2007 17:49 Rafmagnsleysi á Vesturlandi Rafmagnslaust varð á Vesturlandi fyrri hluta dags þegar rafmagn fór af Mýralínu í morgun. Vinnuflokkur Rarik frá Borgarnesi fann bilunina fljótlega og lagfærði við erfiðar aðstæður. 30.12.2007 17:02 Kibaki lýstur sigurvegari kosninganna í Kenýa Yfirkjörstjórn í Kenýa lýsti Mwai Kibaki, forseta landsins, sigurvegara í forsetakosningunum, sem fram fóru þar í landi um helgina. 30.12.2007 16:38 Unnið sleitulaust vegna vatnselgs Götum í Hafnarfirði var lokað í dag vegna þess að bæjarlækurinn flæddi yfir. Talsverðar skemmdir hafa orðið á húsum. Magnús Sigurðsson, hjá gröfuþjónustunni Síló, hefur staðið vaktina frá því klukkan fjögur í nótt. „Það er talsvert tjón í sumum húsum þar sem vatn hefur flætt inn. Hér hefur allt stíflast og vatn og klóak lekið um allt," segir hann. „Lagnirnar bera einfaldlega ekki svona mikið vatn," bætir Magnús við. 30.12.2007 15:54 Bátur að sökkva í Reykjavíkurhöfn Lítill trébátur seig á hliðina í höfninni við Granda um þrjúleytið þegar leiki kom að bátnum. Að sögn slökkviliðsins er ekki vitað á þessari stundu hversu mikið báturinn er skemmdur. 30.12.2007 15:26 Ferðalangarnir á Langjökli hólpnir Ferðalangarnir sem höfðu setið fastir í bílum sínum við Langjökul frá því í gær eru nú allir komnir heilu og höldnu um borð í snjóbíla björgunarsveita Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. 30.12.2007 15:02 Sinna 70 útköllum á höfuðborgarsvæðinu Mikið annríki hefur verið hjá björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar í morgun. Um 100 björgunarsveitarmenn sinna nú um 70 útköllum sem borist hafa á höfuðborgarsvæðinu. Einnig hefur verið töluvert um útköll á Suðurnesjum, Akranesi, Borgarnesi, Blönduósi og Selfossi. Útköllin hafa verið af ýmsum toga en mest hefur verið um fok á þakplötum og lausamunum og mikið um vatnstjón. 30.12.2007 14:43 Sonur Bhutto tekur við Nítján ára gamall sonur Benazir Bhutto mun taka sæti hennar sem formaður Þjóðarflokksins í Pakistan. Sonurinn, sem heitir Bilawal Zardari, er sagnfræðinemi við Kristskirkjuháskólann í Oxford. 30.12.2007 14:34 Björgunarsveitamenn að nálgast Langjökul Björgunarsveitir eru nú að koma að ferðalöngum sem hafa setið fastir í bílum sínum við Langjökul frá því í gær. Ferð sveitanna hefur tekið um átta klukkustundir enda færðin afar slæm og veður afleitt. Mælst hafa vindhviður sem eru yfir 70 metrar á sekúndu á leiðinni. Auk sérútbúinna jeppabifreiða eru þrír snjóbílar notaðir til að sækja fólkið. 30.12.2007 13:18 Útlit fyrir að kveikt verði í brennum Útlit er fyrir að hægt verði að kveikja í flestum brennum á landinu þrátt fyrir vonskuveðrið sem spáð er að bresti á síðla gamlárskvölds. 30.12.2007 13:08 Tónleikum til styrktar krabbameinssjúkra frestað vegna veðurs Tónleikum sem halda átti í dag til styrktar krabbameinssjúkra barna hefur verið frestað vegna veðurs. „Okkur þykir þetta mjög leitt, en það þótti bara algert óráð að halda tónleikana í þessu veðri," sagði Einar Bárðarson, skipuleggjandi tónleikana, í samtali við Vísi. 30.12.2007 12:27 Fjörutíu útköll í Reykjavík Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur farið í 40 útköll það sem af er morgninum vegna óveðurs. Flest hefur fokið sem mögulega getur fokið, þar á meðal tré, þakjárnsplötur, gervihnattadiskar og jafnvel bílar. Lögreglan vinnur verkefnin í samstarfi við slökkviliðið og björgunarsveitir og ljóst er að útköllum mun fjölga þegar líður á daginn. 30.12.2007 12:12 Öllu innanlandsflugi aflýst í dag Öllu innanlandsflugi hefur verið aflýst í dag vegna óveðursins sem gengur yfir landið. Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu hefur mikið verið um minniháttar útköll hjá björgunarsveitum, m.a. í Vestmannaeyjum, Borgarnesi, Sandgerði og Suðurnesjum. 30.12.2007 10:42 Erfðaskrá Bhuttos opnuð í dag Búist er við að Benasír Bhutto hafi tilnefnt eftirmann sinn sem formanns Þjóðarflokks Pakistans í erfðaskrá sinni sem verður opnuð í dag. Valið er talið standa á milli eiginmanns hennar, Asifs Alis Zardaris, sons þeirra, Bilals, sem er nítján ára og helsta ráðgjafa hennar, sem heitir Makhdoom Amin Fahim. 30.12.2007 10:17 Segir stjórnarandstöðuna í Kenýa hafa framið versta glæp Mikil óvissa er um úrslit í þing- og forsetakosningum í Kenýa. Forseti landsins, Mwai Kibaki, segir að stjórnarandstaðan hafi framið hinn versta glæp gegn lýðræðinu með því að lýsa yfir sigri í kosningunum. Stjórnarandstaðan segir að ekki sé einleikið hversu langan tíma taki að tilkynna um úrslit. 30.12.2007 10:07 Ók á umferðarstólpa Bifreið var ekið harkalega á steyptan umferðarstólpa á Reykjanesbrautinni rétt austan við Grindavíkurveg um eittleytið í gær og hentist bifreiðin yfir stólpann og hafnaði á hliðinni. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum sakaði ökumann ekki við óhappið en bifreiðin var mikið skemmd og var fjarlægð af vettvangi með kranabifreið. 30.12.2007 10:03 Ellefu menn fastir á Langjökli Björgunarsveitarmenn eru á leið upp að Langjökli til að sækja þangað ellefu manna hóp sem hefur ekki komist lönd né strönd vegna veðurs og færðar. 30.12.2007 09:58 Aurskriða féll á veginn við Dalsmynni Aurskriða féll á veginn við Dalsmynni á Kjalarnesi á tíunda tímanum í morgun. Ekki er vitað til þess að slys hafi orðið en lögreglan er á leið á staðinn til að kanna aðstæður. 30.12.2007 09:52 Ræninginn ekki enn fundinn Lögreglan hefur enn ekki fundið mann sem framdi vopnað rán í verslun Ellefu - ellefu við Grensásvegi á níunda tímanum í gærkvöld, vopnaður veiðihnífi. Þrír starfsmenn voru inni í versluninni og ógnaði maðurinn einni þeirra með hnífnum. Hann hirti af henni lítilræði af reiðufé, eða um 10 þúsund krónur að talið er. 30.12.2007 09:47 Vopnað rán á Grensásvegi Karlmaður vatt sér inn í 11/11 verslun á Grensásvegi á níunda tímanum í kvöld, vopnaður hnífi og ógnaði starfsstúlku. Hann hirti af henni peninga, en ekki er vitað hve mikla. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að enginn hafi slasast. Fjöldi lögreglumanna leiti mannanna í hverfinu og tæknideild sé á vettvangi. 29.12.2007 20:43 Ný lögreglustöð verður reist Til stendur að reisa nýja lögreglustöð í stað þeirrar sem stendur á Hverfisgötu. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra gerir þetta að umtalsefni á vefsíðu sinni í dag. „Á mínu borði er næsta stórverkefni að finna stað fyrir nýja lögreglustöð á höfuðborgarsvæðinu og vinna að því, að hafist verði handa við að reisa hana," segir Björn. 29.12.2007 19:53 Engar reglur um gjafir til stjórnmálamanna Engar reglur eru til um gjafir fyrirtækja til ráðherra og þingmanna og því treyst á hyggjuvit og smekkvísi bæði gefenda og þiggjenda. Landsbankinn færði ráðherrum ríkisstjórnarinnar rauðvínsflösku að gjöf fyrir jólin, sem viðskiptaráðherra segir óheppilegt. 29.12.2007 19:18 Samhæfingastöðin virkjuð vegna slæmrar veðurspár Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð verður virkjuð í nótt og björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar verða jafnframt settar í viðbragsstöðu. 29.12.2007 17:51 Osama bin Laden minnir á sig Osama bin Laden, leiðtogi al Qaeda hryðjuverkasamtakanna sakar Bandaríkjamenn um að vilja ná yfirráðum yfir olíulindum Íraka. 29.12.2007 20:35 Fjöldi sakamála óleyst Fjöldi alvarlegra sakamála sem komu upp á árinu eru enn óleyst eða hafa ekki enn verið send saksóknara til meðferðar. Þeirra á meðal eru gróf nauðgunarmál í Reykjavík og á Selfossi. 29.12.2007 19:11 Löng hefð fyrir því að Landsbankinn gefi jólagjafir Talsmenn Landsbankans segja langa hefð fyrir því að bankinn sendi tilteknum aðilum jólagjafir. Þetta geti verið viðskiptaaðilar, stofnanir, eða einstaklingar sem bankinn á í einhverjum samskiptum við. Þessar gjafir hafi verið með ýmsum hætti undanfarin ár. 29.12.2007 19:01 E-töflur vinsælar á þessum árstíma Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir þau e-pillumál sem hafa komið upp að undanförnu ekki koma sér á óvart. Hins vegar sé það óvænt hve mikið magn hafi fundist í Leifsstöð. 29.12.2007 16:24 Sjá næstu 50 fréttir
Samningar geti treyst stöðugleikann Geir Hilmar Haarde forsætisráðherra gerði kjarasamninga á næsta ári að umtalsefni í áramótaávarpi sínu, sem flutt var á Ríkissjónvarpinu, Stöð 2 og Vísi í kvöld. Hann sagði að kjarasamningarnir fælu í sér mikilvægar ákvarðanir í efnahagsmálum. En hann benti á að ábyrgt fólk væri í forystusveitum launamanna og atvinnurekenda sem hefðu skilning á því að samningar þyrftu að byggja á því að treysta stöðugleika. 31.12.2007 20:29
Ég var öskubuska sem átti ekki að vera á ballinu Guðni Ágústsson bar sig vel í Kryddsíldinni fyrir stundu þegar hann talaði um stöðu Framsóknarflokksins. 31.12.2007 15:31
Kryddsíld Stöðvar 2 Hin árlega Kryddsíld stöðvar 2 var send út frá Hótel Borg í dag. Vísir sýndi beint frá henni og geta lesendur Vísis nú horft á hana hér. 31.12.2007 14:02
Fíkniefnalögreglan og tollgæsla menn ársins Fréttastofa Stöðvar 2 útnefndir árlega mann ársins í Kryddsíldinni sem nú stendur yfir og er í beinni útsendingu á Vísi. 31.12.2007 14:15
Engar áramótabrennur í kvöld Rétt í þessu var tekin ákvörðun um að engar brennur verða á höfuðborgarsvæðinu í kvöld vegna veðurs. 31.12.2007 11:40
Áramótaveður Stormsins sleppur til "Mér sýnist að þetta sleppi til" segir Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur hjá 365 aðspurður um skoteldaveðrið í kvöld. 31.12.2007 11:31
Mest lesnu fréttir Vísis á árinu 2007 Vísir hefur tekið saman lista yfir 20 mest lesnu fréttir á vefnum árið 2007. Vísir er einn allra vinsælasti vefur á Íslandi, samkvæmt samræmdri mælingu Modernus, og er vefurinn sífellt að styrkjast og eflast. 31.12.2007 10:00
Annríki hjá björgunarsveitarmönnum á Austurlandi Hundrað og tuttugu björgunarsveitarmenn voru að störfum í gærkvöldi og fram að miðnætti á Austurlandi vegna óveðurs sem þar gekk yfir. Þakplötur fuku víða og varð bæði tjón og húsum og bílum. 31.12.2007 09:58
Ávarp forsætisráðherra og fréttaannáll Stöðvar 2 í beinni Ávarp forsætisráðherra til þjóðarinnar hefst klukkan átta í kvöld. Í beinu framhaldi af ávarpinu hefst fréttaannáll Stöðvar 2. Hægt er að horfa á útsendinguna í beinni á Vísi. 31.12.2007 17:26
Passið ykkur á Miðnæturbombunni Slysavarnarfélagið Landsbjörg hefur kallað inn svokallaða Minæturbombu sem félagið er með í sölu. Bomban er ekki að virka sem skildi og því hefur hún verið innkölluð. 31.12.2007 10:46
Lögreglan rakti fótspor hjá leigubílaþrjóti Tveir voru teknir fyrir ölvunarakstur í borginni í nótt. Einnig voru tvær minniháttar líkamsárásir. 31.12.2007 09:32
Kviknaði í bæjarskrifstofunum í Vogum Slökkviliðið á Suðurnesjum var kallað að bæjarskrifstofunum í Vogum á Vatnsleysuströnd um sex leytið í morgun eftir að nágranni tilkynnti að reykjalykt bærist þaðan. 31.12.2007 09:15
Íslenskur prestur til Kenýa Séra Jakob Á. Hjálmarsson, fyrrum dómkirkjuprestur, heldur á næstu dögum til Kenýa þar sem hann mun starfa sem sjálfboðaliði við fræðslusetur lúthersku kirkjunnar í Pókothéraði næstu þrjá mánuðina. 31.12.2007 09:03
Útilokar ekki kynjakvóta Viðskiptaráðherra útilokar ekki að beita kynjakvóta til að fjölga konum í stjórnum fyrirtækja á þessu kjörtímabili. Tveir dagar eru í að frestur norskra fyrirtækja til að uppfylla kynjakvóta í stjórn rennur út. 30.12.2007 19:14
Á fjórða hundrað björgunarsveitamanna að störfum Yfir 320 björgunarsveitarmenn frá björgunarsveitum Slysavarafélagsins Landsbjargar, auk slökkviliðs og lögreglu, hafa í dag sinnt yfir 220 útköllum um land allt. Ástandið hefur verið verst á höfuðborgarsvæðinu þar sem beiðnir um aðstoð hafa verið um 120. 30.12.2007 19:21
Vindasamt á gamlárskvöld „Þetta hefur verið vindasamt í kortunum síðustu daga og verður vindasamt," segir Sigurður Þ. Ragnarsson, veðurfræðingur hjá 365, um áramótaveðrið. 30.12.2007 17:25
Tafir urðu á flugi í dag Töluverðar seinkanir urðu á millilandaflugi í dag, enda lá flug niðri í allan morgun vegna vonskuveðurs. Þegar dró úr hvassviðri eftir hádegið fór flugvélar í loftið á ný. 30.12.2007 19:37
Fjórir hafa „Vel að verki staðið “ þetta árið Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti fjórum aðilum viðurkenningu Alþjóðahúss í dag. Viðurkenningin, sem ber titilinn ,,Vel að verki staðið", er veitt fyrir lofsverða frammistöðu í málefnum innflytjenda á Íslandi. 30.12.2007 17:15
Tveimur bátum bjargað Giftusamlega tókst að bjarga tveimur bátum sem voru í hættu við höfnina að Grandagarði í dag. 30.12.2007 17:49
Rafmagnsleysi á Vesturlandi Rafmagnslaust varð á Vesturlandi fyrri hluta dags þegar rafmagn fór af Mýralínu í morgun. Vinnuflokkur Rarik frá Borgarnesi fann bilunina fljótlega og lagfærði við erfiðar aðstæður. 30.12.2007 17:02
Kibaki lýstur sigurvegari kosninganna í Kenýa Yfirkjörstjórn í Kenýa lýsti Mwai Kibaki, forseta landsins, sigurvegara í forsetakosningunum, sem fram fóru þar í landi um helgina. 30.12.2007 16:38
Unnið sleitulaust vegna vatnselgs Götum í Hafnarfirði var lokað í dag vegna þess að bæjarlækurinn flæddi yfir. Talsverðar skemmdir hafa orðið á húsum. Magnús Sigurðsson, hjá gröfuþjónustunni Síló, hefur staðið vaktina frá því klukkan fjögur í nótt. „Það er talsvert tjón í sumum húsum þar sem vatn hefur flætt inn. Hér hefur allt stíflast og vatn og klóak lekið um allt," segir hann. „Lagnirnar bera einfaldlega ekki svona mikið vatn," bætir Magnús við. 30.12.2007 15:54
Bátur að sökkva í Reykjavíkurhöfn Lítill trébátur seig á hliðina í höfninni við Granda um þrjúleytið þegar leiki kom að bátnum. Að sögn slökkviliðsins er ekki vitað á þessari stundu hversu mikið báturinn er skemmdur. 30.12.2007 15:26
Ferðalangarnir á Langjökli hólpnir Ferðalangarnir sem höfðu setið fastir í bílum sínum við Langjökul frá því í gær eru nú allir komnir heilu og höldnu um borð í snjóbíla björgunarsveita Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. 30.12.2007 15:02
Sinna 70 útköllum á höfuðborgarsvæðinu Mikið annríki hefur verið hjá björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar í morgun. Um 100 björgunarsveitarmenn sinna nú um 70 útköllum sem borist hafa á höfuðborgarsvæðinu. Einnig hefur verið töluvert um útköll á Suðurnesjum, Akranesi, Borgarnesi, Blönduósi og Selfossi. Útköllin hafa verið af ýmsum toga en mest hefur verið um fok á þakplötum og lausamunum og mikið um vatnstjón. 30.12.2007 14:43
Sonur Bhutto tekur við Nítján ára gamall sonur Benazir Bhutto mun taka sæti hennar sem formaður Þjóðarflokksins í Pakistan. Sonurinn, sem heitir Bilawal Zardari, er sagnfræðinemi við Kristskirkjuháskólann í Oxford. 30.12.2007 14:34
Björgunarsveitamenn að nálgast Langjökul Björgunarsveitir eru nú að koma að ferðalöngum sem hafa setið fastir í bílum sínum við Langjökul frá því í gær. Ferð sveitanna hefur tekið um átta klukkustundir enda færðin afar slæm og veður afleitt. Mælst hafa vindhviður sem eru yfir 70 metrar á sekúndu á leiðinni. Auk sérútbúinna jeppabifreiða eru þrír snjóbílar notaðir til að sækja fólkið. 30.12.2007 13:18
Útlit fyrir að kveikt verði í brennum Útlit er fyrir að hægt verði að kveikja í flestum brennum á landinu þrátt fyrir vonskuveðrið sem spáð er að bresti á síðla gamlárskvölds. 30.12.2007 13:08
Tónleikum til styrktar krabbameinssjúkra frestað vegna veðurs Tónleikum sem halda átti í dag til styrktar krabbameinssjúkra barna hefur verið frestað vegna veðurs. „Okkur þykir þetta mjög leitt, en það þótti bara algert óráð að halda tónleikana í þessu veðri," sagði Einar Bárðarson, skipuleggjandi tónleikana, í samtali við Vísi. 30.12.2007 12:27
Fjörutíu útköll í Reykjavík Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur farið í 40 útköll það sem af er morgninum vegna óveðurs. Flest hefur fokið sem mögulega getur fokið, þar á meðal tré, þakjárnsplötur, gervihnattadiskar og jafnvel bílar. Lögreglan vinnur verkefnin í samstarfi við slökkviliðið og björgunarsveitir og ljóst er að útköllum mun fjölga þegar líður á daginn. 30.12.2007 12:12
Öllu innanlandsflugi aflýst í dag Öllu innanlandsflugi hefur verið aflýst í dag vegna óveðursins sem gengur yfir landið. Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu hefur mikið verið um minniháttar útköll hjá björgunarsveitum, m.a. í Vestmannaeyjum, Borgarnesi, Sandgerði og Suðurnesjum. 30.12.2007 10:42
Erfðaskrá Bhuttos opnuð í dag Búist er við að Benasír Bhutto hafi tilnefnt eftirmann sinn sem formanns Þjóðarflokks Pakistans í erfðaskrá sinni sem verður opnuð í dag. Valið er talið standa á milli eiginmanns hennar, Asifs Alis Zardaris, sons þeirra, Bilals, sem er nítján ára og helsta ráðgjafa hennar, sem heitir Makhdoom Amin Fahim. 30.12.2007 10:17
Segir stjórnarandstöðuna í Kenýa hafa framið versta glæp Mikil óvissa er um úrslit í þing- og forsetakosningum í Kenýa. Forseti landsins, Mwai Kibaki, segir að stjórnarandstaðan hafi framið hinn versta glæp gegn lýðræðinu með því að lýsa yfir sigri í kosningunum. Stjórnarandstaðan segir að ekki sé einleikið hversu langan tíma taki að tilkynna um úrslit. 30.12.2007 10:07
Ók á umferðarstólpa Bifreið var ekið harkalega á steyptan umferðarstólpa á Reykjanesbrautinni rétt austan við Grindavíkurveg um eittleytið í gær og hentist bifreiðin yfir stólpann og hafnaði á hliðinni. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum sakaði ökumann ekki við óhappið en bifreiðin var mikið skemmd og var fjarlægð af vettvangi með kranabifreið. 30.12.2007 10:03
Ellefu menn fastir á Langjökli Björgunarsveitarmenn eru á leið upp að Langjökli til að sækja þangað ellefu manna hóp sem hefur ekki komist lönd né strönd vegna veðurs og færðar. 30.12.2007 09:58
Aurskriða féll á veginn við Dalsmynni Aurskriða féll á veginn við Dalsmynni á Kjalarnesi á tíunda tímanum í morgun. Ekki er vitað til þess að slys hafi orðið en lögreglan er á leið á staðinn til að kanna aðstæður. 30.12.2007 09:52
Ræninginn ekki enn fundinn Lögreglan hefur enn ekki fundið mann sem framdi vopnað rán í verslun Ellefu - ellefu við Grensásvegi á níunda tímanum í gærkvöld, vopnaður veiðihnífi. Þrír starfsmenn voru inni í versluninni og ógnaði maðurinn einni þeirra með hnífnum. Hann hirti af henni lítilræði af reiðufé, eða um 10 þúsund krónur að talið er. 30.12.2007 09:47
Vopnað rán á Grensásvegi Karlmaður vatt sér inn í 11/11 verslun á Grensásvegi á níunda tímanum í kvöld, vopnaður hnífi og ógnaði starfsstúlku. Hann hirti af henni peninga, en ekki er vitað hve mikla. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að enginn hafi slasast. Fjöldi lögreglumanna leiti mannanna í hverfinu og tæknideild sé á vettvangi. 29.12.2007 20:43
Ný lögreglustöð verður reist Til stendur að reisa nýja lögreglustöð í stað þeirrar sem stendur á Hverfisgötu. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra gerir þetta að umtalsefni á vefsíðu sinni í dag. „Á mínu borði er næsta stórverkefni að finna stað fyrir nýja lögreglustöð á höfuðborgarsvæðinu og vinna að því, að hafist verði handa við að reisa hana," segir Björn. 29.12.2007 19:53
Engar reglur um gjafir til stjórnmálamanna Engar reglur eru til um gjafir fyrirtækja til ráðherra og þingmanna og því treyst á hyggjuvit og smekkvísi bæði gefenda og þiggjenda. Landsbankinn færði ráðherrum ríkisstjórnarinnar rauðvínsflösku að gjöf fyrir jólin, sem viðskiptaráðherra segir óheppilegt. 29.12.2007 19:18
Samhæfingastöðin virkjuð vegna slæmrar veðurspár Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð verður virkjuð í nótt og björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar verða jafnframt settar í viðbragsstöðu. 29.12.2007 17:51
Osama bin Laden minnir á sig Osama bin Laden, leiðtogi al Qaeda hryðjuverkasamtakanna sakar Bandaríkjamenn um að vilja ná yfirráðum yfir olíulindum Íraka. 29.12.2007 20:35
Fjöldi sakamála óleyst Fjöldi alvarlegra sakamála sem komu upp á árinu eru enn óleyst eða hafa ekki enn verið send saksóknara til meðferðar. Þeirra á meðal eru gróf nauðgunarmál í Reykjavík og á Selfossi. 29.12.2007 19:11
Löng hefð fyrir því að Landsbankinn gefi jólagjafir Talsmenn Landsbankans segja langa hefð fyrir því að bankinn sendi tilteknum aðilum jólagjafir. Þetta geti verið viðskiptaaðilar, stofnanir, eða einstaklingar sem bankinn á í einhverjum samskiptum við. Þessar gjafir hafi verið með ýmsum hætti undanfarin ár. 29.12.2007 19:01
E-töflur vinsælar á þessum árstíma Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir þau e-pillumál sem hafa komið upp að undanförnu ekki koma sér á óvart. Hins vegar sé það óvænt hve mikið magn hafi fundist í Leifsstöð. 29.12.2007 16:24