Fleiri fréttir

Umferðarslysum fækkar á höfuðborgarsvæðinu

Umferðarslysum, í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur fækkað um tæplega 15 prósent síðan árið 2000, ef miðað er við fyrstu ellefu mánuði ársins. Árið 2000 voru slysin 997 en 848 í ár. Sé þetta reiknað miðað við 100 þúsund ökutæki er fækkunin enn meiri eða tæplega 44 prósent.

Lögreglan leitar að fimmtugum karlmanni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Hákoni Svani Hákonarsyni. Hákon er 50 ára gamall, 180 sentímetrar á hæð, gráhærður, klæddur í dökka kuldaúlpu og ljósbláar íþróttabuxur.

Rússar sendu Írönum kjarnorkueldsneyti

Íranar fengu í gær fyrstu sendingu af kjarnorkueldsneyti frá Rússum til raforkuframleiðslu. Íranar halda samt sjálfir áfram að auðga úran.

Barnamorðingja leitað á Facebook

Það vakti óhug um allan heim þegar tveir tíu ára gamlir breskir drengir myrtu hinn tveggja ára gamla James Bulger árið 1993.

Meira fé í óskilum

Svo virðist vera sem fjöldi fólks gæti ekki að sér við jólainnkaupin og glati veskjunum sínum af einskærri óheppni. Sófus Gústafsson, eigandi Ísbúðarinnar í Smáralind og Nammi.is, segir að í annarri versluninni hafi fundist veski á laugardaginn með umtalsverðri peningaupphæð. Eigandi veskisins getur sent póst á ritstjorn@visir.is og á þá möguleika á að endurheimta veskið sitt.

Kengúra endaði ævina í hákarlskjafti

Kengúra týndi lífinu í Ástralíu á dögunum á heldur óvenjulegan hátt. Kengúran var á strönd í suðurhluta landsins og hoppaði hún út í brimið og lagðist til sunds. Þá skipti engum togum að stærðar hákarl réðst á dýrið og drap samstundis. Þetta þykja nokkur tíðindi í Ástralíu því afar fátítt er að kengúrur fáist til að koma nálægt sjónum hvað þá að þær stökkvi sjálfviljugar út í.

Búist við miklu hvassviðri

Veður fer versnandi síðdegis í kvöld og má búast við hvassviðri eða jafnvel stormi á vesturlandi, einkum Snæfellsnesi. Veðurhæðin verður mest á þessu svæði um níuleytið. Veðrið mun svo ganga austur yfir landið og má búast við stormi á Austurlandi, Austfjörðum og Suð-Austurlandi í nótt.

Eigandi jólapeninganna er fundinn

Eigandi peninganna sem fundust á bílastæði Kringlunnar er kominn í leitirnar. Kona nokkur fann peningana á bílastæði verslunarmiðstöðvarinnar og hafði samband við Vísi í þeirri von að eigandinn myndi sjá fréttina. Það kom á daginn, ung stúlka hafði týnt peningunum sínum í Kringlunni um svipað leyti og við nánari lýsingu hennar á upphæðinni og hvar hún hafði týnt peningnum kom í ljós að hún er réttmætur eigandi þeirra. Þær hafa nú mælt sér mót og getur unga stúlkan því klárað jólainnkaupin.

Mikið um umferðaróhöpp á Vestfjörðum

Aðfaranótt föstudagsins var bifreið ekið á hús í Hnífsdal. Bifreiðin skemmdist talsvert og einhverjar skemmdir urðu á klæðningu hússins. Ökumaðurinn var handtekinn vegna gruns um ölvun við akstur.

Íslendingar eru yngri en aðrar þjóðir

Meðalaldur Íslendinga er mun lægri en meðalaldur fólks annarra þjóða. Íslendingar eru hlutfallslega fjölmennari í aldurshópnum 0-14 ára en aðrar þjóðir. Í aldurshópnum 15-64 ára er Ísland með svipað hlutfall og aðrar þjóðir. Í aldurshópnum 65 ára og eldri er Ísland með lægsta hlutfall þessara þjóða, eða 11,7% þjóðarinnar, segir í Vefriti fjármálaráðuneytisins.

Snekkja Saddams til sölu

Lystisnekkja Saddams Hussein er nú til sölu fyrir rífa tvo milljarða króna. Undanfarin ár hefur skipið legið í höfn í Frakklandi.

Jólagjafir handa Madeleine

Foreldrar Madeleine McCann halda svo sterkt í vonina um að hún sé enn á lífi að þau hafa keypt handa henni jólagjafir.

Sjö af 1800 ökumönnum undir áhrifum undir stýri

Einungis sjö af um 1800 ökumönnum sem lögregla víðs vegar á Norðurlandi stöðvaði um helgina reyndist undir áhrif áfengis eða fíkniefna. Þetta kemur fram í frétt á vef lögreglunnar.

Ríkið lokað á Þorláksmessu

Vínbúðirnar verða lokaðar á Þorláksmessu og 30. desember, daginn fyrir gamlársdag að þessu sinni. Lögum samkvæmt er óheimilt að hafa opið á sunnudögum í áfengisverslunum.

María og Jósef fá fría gistingu yfir jólin

Hótelkeðjan Travelodge í Bretlandi hefur ákveðið að bjóða öllum pörum sem bera skírnarnöfnin María og Jósef fría gistingu yfir jólin. Um 30 Maríur og Jósefar hafa þegar skráð sig til leiks en Hótelkeðjan segist með þessu vera að bera í bætifláka fyrir hóteliðnaðinn sem stóð sig ekki í stykkinu fyrir 2007 árum þegar María og Jósef komu alls staðar að lokuðum dyrum í Betlehem.

Rússar láta Írana fá kjarnorkueldsneyti

Rússar hafa afhent Írönum fyrstu sendinguna af kjarnorkueldsneyti sem ætlað er að knýja raforkuver í landinu. Eldsneytið var afhent um helgina og segjast Rússar hafa skriflegt loforð frá Írönum um að þeir lofi að nota eldsneytið aðeins til raforkuframleiðslu en ekki til þróunar kjarnavopna.

Milljónir Múslima streyma til Mekka

Milljónir múslima hafa nú safnast saman í Mekka í Sádí Arabíu fyrir árlega trúarathöfn í borginni. Innanríkisráðuneyti landsins hefur lýst því yfir að öryggisvarsla verði stórhert í borginni en búist er við því að tvær og hálf milljón manna muni fara frá Mekka að Arafatfjalli þar sem athöfnin nær hámarki á þriðjudag.

Lieberman styður McCain

Bandarsíski öldungardeildarþingmaðurinn Joe Lieberman hefur lýst yfir stuðningi við John McCain sem býður sig fram í embætti forseta fyrir hönd Repúblikana. Lieberman var Demókrati þegar hann var kjörinn í öldungardeildina en segist nú vera sjálfstæður.

Bandaríkjamenn gáfu ekki heimild til loftárása

Bandaríkjamenn hafa neitað því að hafa gefið Tyrkjum leyfi til loftárása á búðir Kúrískra uppreisnarmanna í Írak. Bandaríska Sendiráðið í Bagdad sendi frá sér yfirlýsingu þar sem segir að herforingjar bandaríkjahers í Írak hafi ekki lagt blessun sína yfir loftárásirnar sem framkvæmdar voru í gær.

Grunaður um íkveikju en neitar staðfastlega

Karlmaður á tvítugs aldri, sem situr í gæsluvarðhaldi í Vestmannaeyjum, grunaður um íkveikju í húsnæði Fiksiðjunnar fyrir helgi, neitar staðfastlega sök. Varðhaldsúrskurður rennur út í dag. Að sögn Lögreglu segist hann hafa verið í húsinu skömmu áður en eldsins varð vart, en neitar að hafa kveikt þar í.

Góð síldveiði á Kiðeyjarsundi

Góð síldveiði er nú á Kiðeyjarsundi, rétt vestan við Stykkishólm, en þar mun síld aldrei hafa verið veidd áður. Þar fanst gríðarlegt magn af síld nýverið, þegar Hafrannsóknastofnun tók á leigu lítinn fiskibát til leitar og sendi tvo fiskifræðinga með honum.

Auknar líkur taldar á eldgosi við Upptyppinga

Þeirra breytinga verður nú vart á járðskjálftavirkninni í Upptyppingum, austan við Öskju, að upptökin eru grynnri en áður. Við upphaf virkninnar fyrr á árinu voru upptökin yfirleitt á 15 til 20 kílómetra dýpi, en hafa verið á 13 til 15 kílómetra dýpi upp á síðkastið.

Kviknaði í bílskúr í Árbænum

Eldur kviknaði í bílskur við Viðarás í Reykjavík undir morgun og var kallað á slökkvilið laust upp úr klukkan sex. Þá logaði mikill eldur í skúrnum og reykur hafði borist inn í áfast íbúðarhús.

Fingur skarst af átta ára stúlku í sundi

Átta ára stúlka gekkst í gærkvöldi undir margra klukkustunda aðgerð þar sem reynt var að festa á hana fingur sem skarst af þegar hún flækti sig í vír við sundlaugarbakka í Laugardalslauginni.

Týndir þú jólapeningunum í Kringlunni?

„Við vorum í Kringlunni í gær sem er ekki í frásögur færandi nema það að við fundum peninga á bílastæðinu sem við vildum gjarnan koma til skila,“ segir kona sem hafði samband við Vísi í dag.

Meintur sprengjumaður slapp frá lögreglu

Lögreglan í Pakistan lýsti í dag eftir manni sem er grunaður um að hafa lagt á ráðin um að sprengja upp flugvél eftir að hann slapp úr haldi lögreglunnar.

2+1 vegur skynsamlegri en tvöföldun

Einn reyndasti vegaverkfræðingur landsins undrast þá ákvörðun stjórnvalda að byggja hraðbraut til Selfoss og Borgarness. Hann segir mun skynsamlegra að gera svokallaðan tvö plús einn veg, þannig væri hægt að fækka banaslysum og auka umferðaröryggi á vegum landsins.

Tvíburarar á jólaballi

Það var mikið um að vera á árlegu jólaballi Tvíburafélagsins sem haldið var í dag. Hátt í hundrað manns voru á ballinu þegar mest var.

Sjá næstu 50 fréttir