Fleiri fréttir Sluppu ómeiddir í bílveltu á Uxahryggjaleið Tveir menn sluppu ómeiddir þegar bíll þeirra fór út af veginum í Meyjarsæti á Uxahryggjaleið í gærkvöldi. 10.12.2007 09:23 Ölvuð og réttindalaus unglingsstúlka undir stýri Tvær kátar unglingsstelpur sem brugðu sér á rúntinn í Hveragrði um helgina þurfa að greiða úr flóknum vandamálum eftir að lögreglan stöðvaði þær. 10.12.2007 09:15 Síld sést í höfninni á Búðardal Sést hefur til síldar í höfninni í Búðardal, við botn Hvammsfjarðar, sem heimamönnum þykja undur og stórmerki, enda Hvammsfjörðurinn þekktur af flestu örðu en fiskisæld. 10.12.2007 08:50 Páfagaukur krafinn um stöðumælisgjöld Málaferli eru nú hafin í grísku borginni Patras þar sem páfagaukurinn Coco er sakborningurinn. 10.12.2007 08:47 Versta olíumengun í sögu Suður-Kóreu Stjórnvöld í Suður-Kóreu glíma nú við verstu olímengun í sögu þjóðarinnar. Megnið af þeim 14.000 tonnum sem láku úr olíutankskipi á Gula hafi eftir árekstur við kranapramma hefur skolað á land á vesturströnd landsins. 10.12.2007 08:34 Tengsl milli tveggja skotárása rannsökuð Lögreglan í tveimur borgum Colorado rannsakar nú hvort tengsl séu á milli tveggja skotárása síðdegis í gær. Árásirnar urðu með skömmu millibili í kirkju og trúboðsstöð. Þrír eru látnir og sex særðir eftir árásirnar. 10.12.2007 07:57 Líklegt að kveikt hafi verið í tíu lúxusbílum og báti Tugmilljóna króna tjón varð í Vogum á Vatnsleysuströnd í gær þegar tíu nýlegir bílar brunnu til kaldra kola. Lögregla segir margt benda til þess að kveikt hafi verið í. "Skítalykt af þessu,“ segja íbúar í Vogunum. 10.12.2007 06:00 Önnur skotárás í Colorado Fjórir særðust í skotárás í borginni Colorado Springs í dag. Fyrr um daginn hafði byssumaður myrt tvo kristniboða í skóla sem er 80 kílómetrum frá kirkjunni þar sem seinni árásin átti sér stað. Lögregla segir ekki útilokað að sami maður hafi verið að verki í bæði skiptin. Enn hefur ekki verið greint frá líðan kirkjugestanna sem skotnir voru. Árásarmanninum er lýst sem hvítum, með dökkan hatt og í dökkum jakka. 9.12.2007 21:50 Svínabóndi fundinn sekur um fjöldamorð Kanadíski svínabóndinn Robert Pickton var í dag sakfelldur fyrir morð á sex konum sem hann drap á bóndabæ sínum fyrir utan borgina Vancouver. Pickton var dæmdur í lífsstíðarfangelsi fyrir ódæðin en hann mun fara á ný fyrir rétt og þá verður hann ákærður fyrir 20 morð en hann er grunaður um að hafa myrt 26 vændiskonur á margra ára tímabili. Bóndinn sem er 58 ára gamall, drap konurnar í sláturhúsi bóndabæjarins, hlutaði þær síðan niður og gaf svínum sínum. 9.12.2007 21:00 Ragnar Magnússon átti alla bílana sem brunnu Ragnar Magnússon, eigandi Kaffi Ólívers og fleiri skemmtistaða í Reykjavík átti alla bílana sem brunni í Vogum í nótt. Hann segist hafa orðið fyrir að minnsta kosti 70 milljóna króna tjóni en tveir bílanna voru safngripir. Hann segir einnig rangt að Annþór Karlsson hafi verið með bílana í sinni vörslu en bílarnir hafi verið á leiðinni í þrif hjá félaga Ragnars sem er með aðstöðu í Hafnargötu. 9.12.2007 18:20 Tjónið líklega um 70 milljónir Mikill eldur kom upp í átta bifreiðum í porti á hafnarsvæðinu í Vogum á Vatnsleysuströnd rétt fyrir klukkan sex í morgun. Ekki er vitað um eldsupptök en talið er að um íkveikju sé að ræða en bílarnir eru björónýtir. Bifreiðarnar voru flest allar nýjar og voru þar meðal annars einn Hummer, tvær BMW bifreiðar og Dodge Viper. Þá brann einnig einn bátur sem var á svæðinu. Tjónið er talið geta numið um 70 milljónum að því er kemur fram hjá Víkurfréttum. 9.12.2007 09:55 Brown í heimsókn í Basra Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, kom í óvænta heimsókn til Íraks í dag. Þar lýsti hann því yfir að Írösk stjórnvöld muni taka við stjórn mála í Basra og nálægum svæðum á næstu vikum. Þar með hafa Bretar afhent Írökum stjórnartaumana í öllum þeim héruðum sem lotið hafa stjórn Breta síðustu ár. 9.12.2007 20:28 Vonar að ekki komi til lokana eða þjónustuskerðingar Hundruð milljóna króna halli er á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en forstjórinn vonar að ekki þurfi að loka miðstöðvum hennar eða skerða þjónustu. Hann tekur ekki undir með þingmanni Vinstri grænna sem segir að verið sé að svelta Heilsugæsluna til einkavæðingar. 9.12.2007 19:27 Margir í Samfylkingu efast um virkjanir í Þjórsá Formaður umhverfisnefndar Alþingis segir fagnaðarefni að framsalssamningar ráðherra síðustu ríkisstjórnar á vatnsréttindum til Landsvirkjunar komi til kasta Alþingis. Ólýðræðislegt hefði verið ef Framsókn hefði komist upp með slík vinnubrögð bakdyramegin, nokkrum dögum fyrir kosningar. Margir innan Samfylkingar hafi efasemdir um virkjanaáform Landsvirkjunar. 9.12.2007 19:23 Players hækkaði mest Fjórtán veitingastaðir hækkuðu verð á matseðlum sínum eftir að lækkun virðisaukaskatts hinn 1. mars sem átti að leiða til þess að ódýrara yrði fyrir landsmenn að snæða á veitingastöðum. 9.12.2007 19:18 Afríkuleiðtogar hafna viðskiptasamningi við ESB Óvissa er um framtíð viðskipta milli Evrópu og Afríku eftir að flestir leiðtogar Afríkuríkja höfnuðu í dag tilboði Evrópusambandsins um nýjan viðskiptasamning. 9.12.2007 18:54 Klippti prestskragann til að mótmæla Mugabe John Sentamu erkibiskup af York hét því í dag að ganga ekki með prestakraga fyrr en Robert Mugabe væri farinn frá sem forseti Zimbabwe. Til að leggja áherslu á orð sín klippti hann prestakraga sinn í beinni útsendingu. 9.12.2007 18:53 Reykjavík hreinust á Norðurlöndum Reykjavík er hreinasta borg á Norðurlöndum. Þetta finnst ferðamönnum sem hingað koma. Danskir sjónvarpsmenn komu til íslensku höfuðborgarinnar og báru hana svo saman við sína eigin. Samanburðurinn var Reykjavík í hag. 9.12.2007 18:52 Biðja vesturlönd að styðja sjálfstæði Kosovo Stjórn og stjórnarandstaða í Kosovo sameinuðust í dag í ákalli til vesturlanda að styðja sjálfstæði Kosovo. Mikil spenna er í héraðinu, en á morgun rennur út frestur til að skera úr um það hvort Kosovo fái sjálfstæði. 9.12.2007 18:49 Tveir létust í skotárás í Colorado Tveir eru látnir og tveir aðrir særðir eftir að byssumaður hóf skothríð í kristniboðaskóla í Denver í Colorado ríki í Bandaríkjunum í dag. Maðurinn sem er talinn hafa verið einn að verki, gekk inn í skólann, skaut fólkið og forðaði sér síðan á hlaupum. Maður og kona létust í árásinni og einn hinna særðu mun vera alvarlega slasaður. 9.12.2007 17:52 Sharif hyggst bjóða sig fram í Pakistan Fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, Nawaz Sharif ætlar að bjóða sig fram í þingkosningunum í landinu í janúar á næsta ári. Sharif hafði reynt að fá alla stjórnarandstöðuflokka landsins til að sameinast um að sniðganga kosningarnar en sú hugmynd fékk ekki hljómgrunn. 9.12.2007 17:12 Bílarnir sagðir í vörslu Annþórs Karlssonar Bifreiðarnar átta sem brunnu í porti í Vogum á Vatnsleysuströnd í morgun, munu hafa verið í eigu eða vörslu Annþórs Kristjáns Karlssonar, samkvæmt heimildum Vísis. Unnið er að rannsókn málsins og mun hún vera á frumstigi og því vildi lögregla ekkert tjá sig um málið að svo stöddu. Portið þar sem sem bílarnir stóðu er við skemmu eina á Hafnargötu 6 við höfnina í Vogum. 9.12.2007 16:47 Íbúar vilja ekki sjá mislæg gatnamót á Bústaðavegi Stjórn íbúasamtaka Bústaðahverfis leggst alfarið gegn framkomnum hugmyndum um byggingu mislægra gatnamóta við Bústaðaveg. Þetta kemur fram í ályktun sem samtökin hafa sent frá sér. Íbúarnir segja slíka framkvæmd hafa í för með sér mikla aukningu umferðar um Bústaðveg sem muni kljúfa hverfið „endanlega í sundur að óbreyttu.“ 9.12.2007 14:26 Breyttir tímar hjá Chavez Hinn litríki forseti Venesúela, Húgó Chavez hefur tekið ákvörðun um að breyta klukkunni í landinu og tekur breytingin gildi í dag. Ákveðið hefur verið að færa klukkuna aftur um hálftíma til þess að nýta dagsljósið betur, að því er forsetinn segir. 9.12.2007 13:43 Nóbelsverðlaunin afhent á morgun Yfirmaður loftslagsráðs Sameinuðu þjóðanna, Rajentra Pachauri, kom til Óslóar í dag til þess að taka á móti friðarverðlaunum Nóbels. Loftslagsráðið og Al Gore fá friðarverðlaunin í ár fyrir starf sitt í tengslum við loftslagsbreytingar. 9.12.2007 12:23 Frú Darwin handtekin við heimkomuna Anne Darwin, eiginkona mannsins sem hvarf í fimm ár, var handtekin við komu sína til Bretlands. Maður hennar, John, var formlega ákærður í gær fyrir að verða sér úti um vegabréf með ólöglegum hætti og fyrir fjársvik. 9.12.2007 12:11 Heilsugæslan í úlfakreppu Stórfelldur niðurskurður blasir við í heilsugæslu höfuðborgarsvæðsins með lokunum miðstöðva og skerðingu á þjónustu, ef ekki kemur til viðbótarfé. Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri grænna segir heilsugæsluna í úlfakreppu og með fjársveltinu sé verið að knýja hana inn í einkavæðingu. 9.12.2007 12:02 Háttsettir talibanar teknir í áhlaupi í Afganistan Sameinaðar sveitir Atlantshafsbandalagsins og afganska stjórnarhersins hafa tekið tvo háttsetta herforingja talibana. Sveitir Kabúl stjórnarinnar og NATO eru í mikilli sókn gegn talibönum í helsta vígi þeirra, Músa Kala. 9.12.2007 10:02 Þjóðarflokkur setur Fogh stólinn fyrir dyrnar Danski þjóðarflokkurinn krefst þess að danska stjórnin verji sem svarar sextíu milljörðum íslenskra króna til þess að hækka laun starfsmanna í félags- og heilbrigðisgeiranum. 9.12.2007 10:00 Sex féllu fyrir sprengju í Pakistan Sex menn féllu fyrir sjálfsvígssprengju í Swat dalnum í norðvesturhluta Pakistans í dag, þeirra á meðal tvö börn og lögreglumaður. 9.12.2007 09:59 Þúsundir berjast við olíuleka Stjórnvöld í Suður-Kóreu hafa sent rúmlega eitt hundrað skip og þúsundir hermanna til að taka þátt í hreinsunarstarfi vegna olíumengunar við ströndina suður af Seoul. 9.12.2007 09:52 Róleg nótt - átta í steininum Nóttin var tiltölulega róleg á höfuðborgarsvæðinu. Átta gistu fangageymslurnar á Hverfisgötunni fyrir ölvun og minniháttar ryskingar. Fimm voru teknir grunaðir um að aka undir áhrifum fíkniefna og tveir fyrir að aka ölvaðir.Þá voru höfð afskipti af sextán vegna ölvunarástands víðs vegar um borgina. 9.12.2007 09:46 Umhverfissinnar hvetja til aðgerða Þúsundir umhverfisverndarsinna mótmæltu á götum Lundúna, Berlínar, Stokkhólms og fleiri borga heimsins í dag. Með mótmælunum vilja unmhverfissinnarnir þrýsta á leiðtoga heimsins sem nú sitja umhverfisráðstefnuna á Balí til þess að grípa til tafarlausra aðgerða gegn vaxandi hlýnun jarðar. 8.12.2007 21:33 Eyðilegging myndbanda rannsökuð Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna mun í samvinnu við leyniþjónustuna CIA rannsaka ástæður þess að myndbandsupptökur af leyniþjónustumönnum að yfirheyra menn grunaða um tengsl við al Kaída voru eyðilagðar. 8.12.2007 20:42 Íbúar hafa ítrekað kallað eftir umbótum Formaður Væntumþykju, félags íbúa í Hátúni, segir að félagið hafi ítrekað kallað eftir auknu eftirliti með íbúum blokkarinnar sem margir hverjir séu veikir og lifi einangruðu lífi. Hann segir ekkert hafa gerst í málunum en tvö ár eru síðan félagið lagði til að sérstöku teymi yrði komið á. Kona fannst látin í Hátúni 10 á miðvikudaginn en talið er að hún hafi dáið viku fyrr. Hafþór Baldvinsson, formaður félagsins, segir að svipað atviki hafi átt sér stað síðasta vetur. 8.12.2007 18:18 Dómkirkjuprestur brýnir fyrir fólki að huga að sínum nánustu reglulega Dómkirkjuprestur segir mikilvægt að fólk hugi að sínum nánustu reglulega til að koma í veg fyrir að mál komi upp á borð við það sem gerðist í Hátúni 10 þegar einstæð kona í kringum fimmtugt lá látin í íbúð sinni í meira en viku án þess að vitað væri um afdrif hennar. 8.12.2007 19:58 Leikið á klukkur Hallgrímskirkju Leikið var á klukkuspil og lúðra í Hallgrímskirkjuturni í tilefni af aðventuhátið kirkjunnar sem haldin var í dag. 8.12.2007 19:54 Dánardægur Lennons og friðarsúlan í frí Í dag eru tuttugu og sjö ár frá því John Lennon aðalforsprakki Bítlanna var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt og eiginkonu hans Yoko Ono í New York í Bandaríkjunum. 8.12.2007 19:51 Vinstrimenn vildu farga Keflavíkurflugvelli Í nýrri bók um Keflavíkurstöðina kemur fram að á árunum eftir stríð hafi vinstrimenn á Íslandi viljað jafna Keflavíkurflugvöll við jörðu og byggja upp alþjóðaflug frá Íslandi á Reykjavíkurflugvelli. 8.12.2007 19:48 Dagsektir á foreldra sem ekki nefna börnin sín Leggja má dagsektir á foreldra sem ekki hafa gefið barni sínu nafn innan sex mánaða frá fæðingu þess og sinna ekki ábendingum yfirvalda um nafngift. Á sjötta tug lagabálka veita heimildir til dagsekta. Margir sjálfstæðismenn og Samtök atvinnulífsins hafa gagnrýnt ákvæði um dagsektir í jafnréttisfrumvarpi félagsmálaráðherra. 8.12.2007 19:40 Prakkarinn Vífill vekur athygli í Ameríku Mál Vífils Atlasonar, sem hringdi í Hvíta húsið og þóttist vera forseti Íslands hefur vakið athygli bandarískra fjölmiðla. The Post Chronicle og fréttastöðin WISTW fjalla um málið í dag og segja sögu stráksins sem hringdi í leyninúmer George Bush og uppskar heimsókn frá lögreglunni á Akranesi í staðinn. 8.12.2007 16:37 John Darwin og leyniklefinn Týndi ræðarinn John Darwin bjó með eiginkonu sinni á Englandi í þrjú ár eftir að hann var talinn hafa látist í sjóslysi. Þegar ættingjar og vinir eiginkonunnar komu í heimsókn snaraðist hann inn í sérútbúinn felustað sem hjónin höfðu búið til. Fylgsnið var vandlega falið á bakvið fataskáp á heimili þeirra hjóna. Þetta kemur fram í viðtali við eiginkonuna í breskum fjölmiðlum í dag. 8.12.2007 15:59 Umferðarslys á Dalvegi Umferðarslys átti sér stað á Dalvegi í Kópavogi fyrir skömmu. Svo virðist sem bíll hafi runnið í hálku á gangandi vegfaranda. Sjúkrabíll var kallaður á vettvang en meiðsli voru minniháttar. 8.12.2007 14:57 Mugabe harðlega gagnrýndur í Lissabon Á leiðtogafundi Evrópusambandsins og Afríkusambandsins sem nú fer fram í Lissabon í Portúgal hafa Evrópskir ráðamenn látið þung orð falla í garð Roberts Mugabe, forseta Zimbabve. 8.12.2007 14:30 Litháar reyndu að flýja land Þrír Litháar sem eru í farbanni vegna gruns um stórtækt búðarhnupl úr verslunum á höfuðborgarsvæðinu fyrir skömmu reyndu í gær að flýja land. Þegar lögreglan í Leifsstöð kom auga á mennina í innritunarsalnum tóku þeir til fótanna og komust undan. 8.12.2007 12:43 Sjá næstu 50 fréttir
Sluppu ómeiddir í bílveltu á Uxahryggjaleið Tveir menn sluppu ómeiddir þegar bíll þeirra fór út af veginum í Meyjarsæti á Uxahryggjaleið í gærkvöldi. 10.12.2007 09:23
Ölvuð og réttindalaus unglingsstúlka undir stýri Tvær kátar unglingsstelpur sem brugðu sér á rúntinn í Hveragrði um helgina þurfa að greiða úr flóknum vandamálum eftir að lögreglan stöðvaði þær. 10.12.2007 09:15
Síld sést í höfninni á Búðardal Sést hefur til síldar í höfninni í Búðardal, við botn Hvammsfjarðar, sem heimamönnum þykja undur og stórmerki, enda Hvammsfjörðurinn þekktur af flestu örðu en fiskisæld. 10.12.2007 08:50
Páfagaukur krafinn um stöðumælisgjöld Málaferli eru nú hafin í grísku borginni Patras þar sem páfagaukurinn Coco er sakborningurinn. 10.12.2007 08:47
Versta olíumengun í sögu Suður-Kóreu Stjórnvöld í Suður-Kóreu glíma nú við verstu olímengun í sögu þjóðarinnar. Megnið af þeim 14.000 tonnum sem láku úr olíutankskipi á Gula hafi eftir árekstur við kranapramma hefur skolað á land á vesturströnd landsins. 10.12.2007 08:34
Tengsl milli tveggja skotárása rannsökuð Lögreglan í tveimur borgum Colorado rannsakar nú hvort tengsl séu á milli tveggja skotárása síðdegis í gær. Árásirnar urðu með skömmu millibili í kirkju og trúboðsstöð. Þrír eru látnir og sex særðir eftir árásirnar. 10.12.2007 07:57
Líklegt að kveikt hafi verið í tíu lúxusbílum og báti Tugmilljóna króna tjón varð í Vogum á Vatnsleysuströnd í gær þegar tíu nýlegir bílar brunnu til kaldra kola. Lögregla segir margt benda til þess að kveikt hafi verið í. "Skítalykt af þessu,“ segja íbúar í Vogunum. 10.12.2007 06:00
Önnur skotárás í Colorado Fjórir særðust í skotárás í borginni Colorado Springs í dag. Fyrr um daginn hafði byssumaður myrt tvo kristniboða í skóla sem er 80 kílómetrum frá kirkjunni þar sem seinni árásin átti sér stað. Lögregla segir ekki útilokað að sami maður hafi verið að verki í bæði skiptin. Enn hefur ekki verið greint frá líðan kirkjugestanna sem skotnir voru. Árásarmanninum er lýst sem hvítum, með dökkan hatt og í dökkum jakka. 9.12.2007 21:50
Svínabóndi fundinn sekur um fjöldamorð Kanadíski svínabóndinn Robert Pickton var í dag sakfelldur fyrir morð á sex konum sem hann drap á bóndabæ sínum fyrir utan borgina Vancouver. Pickton var dæmdur í lífsstíðarfangelsi fyrir ódæðin en hann mun fara á ný fyrir rétt og þá verður hann ákærður fyrir 20 morð en hann er grunaður um að hafa myrt 26 vændiskonur á margra ára tímabili. Bóndinn sem er 58 ára gamall, drap konurnar í sláturhúsi bóndabæjarins, hlutaði þær síðan niður og gaf svínum sínum. 9.12.2007 21:00
Ragnar Magnússon átti alla bílana sem brunnu Ragnar Magnússon, eigandi Kaffi Ólívers og fleiri skemmtistaða í Reykjavík átti alla bílana sem brunni í Vogum í nótt. Hann segist hafa orðið fyrir að minnsta kosti 70 milljóna króna tjóni en tveir bílanna voru safngripir. Hann segir einnig rangt að Annþór Karlsson hafi verið með bílana í sinni vörslu en bílarnir hafi verið á leiðinni í þrif hjá félaga Ragnars sem er með aðstöðu í Hafnargötu. 9.12.2007 18:20
Tjónið líklega um 70 milljónir Mikill eldur kom upp í átta bifreiðum í porti á hafnarsvæðinu í Vogum á Vatnsleysuströnd rétt fyrir klukkan sex í morgun. Ekki er vitað um eldsupptök en talið er að um íkveikju sé að ræða en bílarnir eru björónýtir. Bifreiðarnar voru flest allar nýjar og voru þar meðal annars einn Hummer, tvær BMW bifreiðar og Dodge Viper. Þá brann einnig einn bátur sem var á svæðinu. Tjónið er talið geta numið um 70 milljónum að því er kemur fram hjá Víkurfréttum. 9.12.2007 09:55
Brown í heimsókn í Basra Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, kom í óvænta heimsókn til Íraks í dag. Þar lýsti hann því yfir að Írösk stjórnvöld muni taka við stjórn mála í Basra og nálægum svæðum á næstu vikum. Þar með hafa Bretar afhent Írökum stjórnartaumana í öllum þeim héruðum sem lotið hafa stjórn Breta síðustu ár. 9.12.2007 20:28
Vonar að ekki komi til lokana eða þjónustuskerðingar Hundruð milljóna króna halli er á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en forstjórinn vonar að ekki þurfi að loka miðstöðvum hennar eða skerða þjónustu. Hann tekur ekki undir með þingmanni Vinstri grænna sem segir að verið sé að svelta Heilsugæsluna til einkavæðingar. 9.12.2007 19:27
Margir í Samfylkingu efast um virkjanir í Þjórsá Formaður umhverfisnefndar Alþingis segir fagnaðarefni að framsalssamningar ráðherra síðustu ríkisstjórnar á vatnsréttindum til Landsvirkjunar komi til kasta Alþingis. Ólýðræðislegt hefði verið ef Framsókn hefði komist upp með slík vinnubrögð bakdyramegin, nokkrum dögum fyrir kosningar. Margir innan Samfylkingar hafi efasemdir um virkjanaáform Landsvirkjunar. 9.12.2007 19:23
Players hækkaði mest Fjórtán veitingastaðir hækkuðu verð á matseðlum sínum eftir að lækkun virðisaukaskatts hinn 1. mars sem átti að leiða til þess að ódýrara yrði fyrir landsmenn að snæða á veitingastöðum. 9.12.2007 19:18
Afríkuleiðtogar hafna viðskiptasamningi við ESB Óvissa er um framtíð viðskipta milli Evrópu og Afríku eftir að flestir leiðtogar Afríkuríkja höfnuðu í dag tilboði Evrópusambandsins um nýjan viðskiptasamning. 9.12.2007 18:54
Klippti prestskragann til að mótmæla Mugabe John Sentamu erkibiskup af York hét því í dag að ganga ekki með prestakraga fyrr en Robert Mugabe væri farinn frá sem forseti Zimbabwe. Til að leggja áherslu á orð sín klippti hann prestakraga sinn í beinni útsendingu. 9.12.2007 18:53
Reykjavík hreinust á Norðurlöndum Reykjavík er hreinasta borg á Norðurlöndum. Þetta finnst ferðamönnum sem hingað koma. Danskir sjónvarpsmenn komu til íslensku höfuðborgarinnar og báru hana svo saman við sína eigin. Samanburðurinn var Reykjavík í hag. 9.12.2007 18:52
Biðja vesturlönd að styðja sjálfstæði Kosovo Stjórn og stjórnarandstaða í Kosovo sameinuðust í dag í ákalli til vesturlanda að styðja sjálfstæði Kosovo. Mikil spenna er í héraðinu, en á morgun rennur út frestur til að skera úr um það hvort Kosovo fái sjálfstæði. 9.12.2007 18:49
Tveir létust í skotárás í Colorado Tveir eru látnir og tveir aðrir særðir eftir að byssumaður hóf skothríð í kristniboðaskóla í Denver í Colorado ríki í Bandaríkjunum í dag. Maðurinn sem er talinn hafa verið einn að verki, gekk inn í skólann, skaut fólkið og forðaði sér síðan á hlaupum. Maður og kona létust í árásinni og einn hinna særðu mun vera alvarlega slasaður. 9.12.2007 17:52
Sharif hyggst bjóða sig fram í Pakistan Fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, Nawaz Sharif ætlar að bjóða sig fram í þingkosningunum í landinu í janúar á næsta ári. Sharif hafði reynt að fá alla stjórnarandstöðuflokka landsins til að sameinast um að sniðganga kosningarnar en sú hugmynd fékk ekki hljómgrunn. 9.12.2007 17:12
Bílarnir sagðir í vörslu Annþórs Karlssonar Bifreiðarnar átta sem brunnu í porti í Vogum á Vatnsleysuströnd í morgun, munu hafa verið í eigu eða vörslu Annþórs Kristjáns Karlssonar, samkvæmt heimildum Vísis. Unnið er að rannsókn málsins og mun hún vera á frumstigi og því vildi lögregla ekkert tjá sig um málið að svo stöddu. Portið þar sem sem bílarnir stóðu er við skemmu eina á Hafnargötu 6 við höfnina í Vogum. 9.12.2007 16:47
Íbúar vilja ekki sjá mislæg gatnamót á Bústaðavegi Stjórn íbúasamtaka Bústaðahverfis leggst alfarið gegn framkomnum hugmyndum um byggingu mislægra gatnamóta við Bústaðaveg. Þetta kemur fram í ályktun sem samtökin hafa sent frá sér. Íbúarnir segja slíka framkvæmd hafa í för með sér mikla aukningu umferðar um Bústaðveg sem muni kljúfa hverfið „endanlega í sundur að óbreyttu.“ 9.12.2007 14:26
Breyttir tímar hjá Chavez Hinn litríki forseti Venesúela, Húgó Chavez hefur tekið ákvörðun um að breyta klukkunni í landinu og tekur breytingin gildi í dag. Ákveðið hefur verið að færa klukkuna aftur um hálftíma til þess að nýta dagsljósið betur, að því er forsetinn segir. 9.12.2007 13:43
Nóbelsverðlaunin afhent á morgun Yfirmaður loftslagsráðs Sameinuðu þjóðanna, Rajentra Pachauri, kom til Óslóar í dag til þess að taka á móti friðarverðlaunum Nóbels. Loftslagsráðið og Al Gore fá friðarverðlaunin í ár fyrir starf sitt í tengslum við loftslagsbreytingar. 9.12.2007 12:23
Frú Darwin handtekin við heimkomuna Anne Darwin, eiginkona mannsins sem hvarf í fimm ár, var handtekin við komu sína til Bretlands. Maður hennar, John, var formlega ákærður í gær fyrir að verða sér úti um vegabréf með ólöglegum hætti og fyrir fjársvik. 9.12.2007 12:11
Heilsugæslan í úlfakreppu Stórfelldur niðurskurður blasir við í heilsugæslu höfuðborgarsvæðsins með lokunum miðstöðva og skerðingu á þjónustu, ef ekki kemur til viðbótarfé. Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri grænna segir heilsugæsluna í úlfakreppu og með fjársveltinu sé verið að knýja hana inn í einkavæðingu. 9.12.2007 12:02
Háttsettir talibanar teknir í áhlaupi í Afganistan Sameinaðar sveitir Atlantshafsbandalagsins og afganska stjórnarhersins hafa tekið tvo háttsetta herforingja talibana. Sveitir Kabúl stjórnarinnar og NATO eru í mikilli sókn gegn talibönum í helsta vígi þeirra, Músa Kala. 9.12.2007 10:02
Þjóðarflokkur setur Fogh stólinn fyrir dyrnar Danski þjóðarflokkurinn krefst þess að danska stjórnin verji sem svarar sextíu milljörðum íslenskra króna til þess að hækka laun starfsmanna í félags- og heilbrigðisgeiranum. 9.12.2007 10:00
Sex féllu fyrir sprengju í Pakistan Sex menn féllu fyrir sjálfsvígssprengju í Swat dalnum í norðvesturhluta Pakistans í dag, þeirra á meðal tvö börn og lögreglumaður. 9.12.2007 09:59
Þúsundir berjast við olíuleka Stjórnvöld í Suður-Kóreu hafa sent rúmlega eitt hundrað skip og þúsundir hermanna til að taka þátt í hreinsunarstarfi vegna olíumengunar við ströndina suður af Seoul. 9.12.2007 09:52
Róleg nótt - átta í steininum Nóttin var tiltölulega róleg á höfuðborgarsvæðinu. Átta gistu fangageymslurnar á Hverfisgötunni fyrir ölvun og minniháttar ryskingar. Fimm voru teknir grunaðir um að aka undir áhrifum fíkniefna og tveir fyrir að aka ölvaðir.Þá voru höfð afskipti af sextán vegna ölvunarástands víðs vegar um borgina. 9.12.2007 09:46
Umhverfissinnar hvetja til aðgerða Þúsundir umhverfisverndarsinna mótmæltu á götum Lundúna, Berlínar, Stokkhólms og fleiri borga heimsins í dag. Með mótmælunum vilja unmhverfissinnarnir þrýsta á leiðtoga heimsins sem nú sitja umhverfisráðstefnuna á Balí til þess að grípa til tafarlausra aðgerða gegn vaxandi hlýnun jarðar. 8.12.2007 21:33
Eyðilegging myndbanda rannsökuð Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna mun í samvinnu við leyniþjónustuna CIA rannsaka ástæður þess að myndbandsupptökur af leyniþjónustumönnum að yfirheyra menn grunaða um tengsl við al Kaída voru eyðilagðar. 8.12.2007 20:42
Íbúar hafa ítrekað kallað eftir umbótum Formaður Væntumþykju, félags íbúa í Hátúni, segir að félagið hafi ítrekað kallað eftir auknu eftirliti með íbúum blokkarinnar sem margir hverjir séu veikir og lifi einangruðu lífi. Hann segir ekkert hafa gerst í málunum en tvö ár eru síðan félagið lagði til að sérstöku teymi yrði komið á. Kona fannst látin í Hátúni 10 á miðvikudaginn en talið er að hún hafi dáið viku fyrr. Hafþór Baldvinsson, formaður félagsins, segir að svipað atviki hafi átt sér stað síðasta vetur. 8.12.2007 18:18
Dómkirkjuprestur brýnir fyrir fólki að huga að sínum nánustu reglulega Dómkirkjuprestur segir mikilvægt að fólk hugi að sínum nánustu reglulega til að koma í veg fyrir að mál komi upp á borð við það sem gerðist í Hátúni 10 þegar einstæð kona í kringum fimmtugt lá látin í íbúð sinni í meira en viku án þess að vitað væri um afdrif hennar. 8.12.2007 19:58
Leikið á klukkur Hallgrímskirkju Leikið var á klukkuspil og lúðra í Hallgrímskirkjuturni í tilefni af aðventuhátið kirkjunnar sem haldin var í dag. 8.12.2007 19:54
Dánardægur Lennons og friðarsúlan í frí Í dag eru tuttugu og sjö ár frá því John Lennon aðalforsprakki Bítlanna var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt og eiginkonu hans Yoko Ono í New York í Bandaríkjunum. 8.12.2007 19:51
Vinstrimenn vildu farga Keflavíkurflugvelli Í nýrri bók um Keflavíkurstöðina kemur fram að á árunum eftir stríð hafi vinstrimenn á Íslandi viljað jafna Keflavíkurflugvöll við jörðu og byggja upp alþjóðaflug frá Íslandi á Reykjavíkurflugvelli. 8.12.2007 19:48
Dagsektir á foreldra sem ekki nefna börnin sín Leggja má dagsektir á foreldra sem ekki hafa gefið barni sínu nafn innan sex mánaða frá fæðingu þess og sinna ekki ábendingum yfirvalda um nafngift. Á sjötta tug lagabálka veita heimildir til dagsekta. Margir sjálfstæðismenn og Samtök atvinnulífsins hafa gagnrýnt ákvæði um dagsektir í jafnréttisfrumvarpi félagsmálaráðherra. 8.12.2007 19:40
Prakkarinn Vífill vekur athygli í Ameríku Mál Vífils Atlasonar, sem hringdi í Hvíta húsið og þóttist vera forseti Íslands hefur vakið athygli bandarískra fjölmiðla. The Post Chronicle og fréttastöðin WISTW fjalla um málið í dag og segja sögu stráksins sem hringdi í leyninúmer George Bush og uppskar heimsókn frá lögreglunni á Akranesi í staðinn. 8.12.2007 16:37
John Darwin og leyniklefinn Týndi ræðarinn John Darwin bjó með eiginkonu sinni á Englandi í þrjú ár eftir að hann var talinn hafa látist í sjóslysi. Þegar ættingjar og vinir eiginkonunnar komu í heimsókn snaraðist hann inn í sérútbúinn felustað sem hjónin höfðu búið til. Fylgsnið var vandlega falið á bakvið fataskáp á heimili þeirra hjóna. Þetta kemur fram í viðtali við eiginkonuna í breskum fjölmiðlum í dag. 8.12.2007 15:59
Umferðarslys á Dalvegi Umferðarslys átti sér stað á Dalvegi í Kópavogi fyrir skömmu. Svo virðist sem bíll hafi runnið í hálku á gangandi vegfaranda. Sjúkrabíll var kallaður á vettvang en meiðsli voru minniháttar. 8.12.2007 14:57
Mugabe harðlega gagnrýndur í Lissabon Á leiðtogafundi Evrópusambandsins og Afríkusambandsins sem nú fer fram í Lissabon í Portúgal hafa Evrópskir ráðamenn látið þung orð falla í garð Roberts Mugabe, forseta Zimbabve. 8.12.2007 14:30
Litháar reyndu að flýja land Þrír Litháar sem eru í farbanni vegna gruns um stórtækt búðarhnupl úr verslunum á höfuðborgarsvæðinu fyrir skömmu reyndu í gær að flýja land. Þegar lögreglan í Leifsstöð kom auga á mennina í innritunarsalnum tóku þeir til fótanna og komust undan. 8.12.2007 12:43