Fleiri fréttir

Vilja rannsókn á öryggisbúnaði sundlauga nálægt ám og vötnum

Nokkrir félagar í Stangveiðifélagi Reykjavíkur, sem hefur Varmá í Hveragerði á leigu, vilja að ítarleg rannsókn verði gerð á öryggisbúnaði við allar sundlaugar sem eru nálægt ám eða vötnum þar sem fiskur sé mjög viðkvæmur fyrir klór.

Nashyrningaskítur í boði á eBay

Ýmsir skrýtnir hlutir hafa komið til sölu á uppboðssíðunni eBay í gegnum árin. Þar hefur mátt kaupa ristaða brauðsneið með mynd af jesú, ristaða brauðsneið með mynd af O.J. Simpson og landið Belgíu í heild sinni. Nú geta menn boðið í nashyrningaskít á eBay.

Guinea-Bissau er að breytast í dópríki

Alþjóðasamfélagið hefur vaxandi áhyggjur af þróun mála í landinu Guinea-Bissau á Vesturströnd Afríku. Landið er orðið ein helsta umskipunarstöð á kókaíni fyrir fíkniefnamarkaðinn í Evrópu.

Ekki búist við stóru hlaupi í Skeiðará

Ekki er búist við stóru hlaupi í Skeiðará að þessu sinni. Hlaupið kemur úr Grímsvötnum og síðast þegar hljóp úr lóninu þar í nóvember árið 2004 fylgdi eldgos í kjölfarið.

Bifreið valt eftir að hún hafnaði á ljósastaur

Bifreið var ekið á ljósastaur á Miklubraut á móts við húsnæði 365 miðla á tólfta tímanum í kvöld, með þeim afleiðingum að bifreiðin valt. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar slasaðist ökumaður einungis lítilsháttar. Bifreiðin skemmdist hins vegar mikið og að minnsta kosti tveir ljósastaurar eyðilögðust.

Nýtt Skeiðarárhlaup hafið

Rennsli og rafleiðni hefur vaxið í Skeiðará undanfarna daga og segja sérfræðingar Vatnamælinga Orkustofnunar nú öruggt að Skeiðarárhlaup sé hafið.

Höfðu ekki lagaheimildir til að framselja vatnsréttindi

Ráðherrar í ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins höfðu ekki lagaheimild til þess að framselja vatnsréttindi í neðri hluta Þjórsár til Landsvirkjunar þremur dögum fyrir þingkosningar í vor. Að þessu hefur Ríkisendurskoðun komist eftir að hafa farið fyrir málið.

Slokknar á friðarsúlunni um helgina

Kveikt verður á friðarsúlu Yoko Ono í Viðey í síðasta sinn á þessu ári á laugardaginn kemur og verður fjölbreytt dagskrá á vegum borgarinnar í eynni að þeim sökum

Slapp vel í umferðaróhappi á Selfossi

Ökumaður slapp með skrekkinn þegar bifreið sem hann ók rann út af veginum og hafnaði á ljósastaur á Eyrarvegi á Selfossi um sjöleytið í kvöld. Enginn meiddist við óhappið en bifreiðin stórskemmdist að sögn lögreglunnar.

Slysið á Reykjanesbraut: Tveir í aðgerð

Tveir þeirra sem lentu í umferðarslysinu á Reykjanesbraut á móts við álverið í Straumsvík eru alvarlega slasaðir, að sögn vakthafandi læknis á slysadeild Landspítalans.

Þriggja mánaða fangelsi fyrir hnífstungur

Hæstiréttur dæmdi í dag mann í þriggja mánaða fangelsi fyrir líkamsárás en hann stakk annan mann ítrekað í líkamann með stórum hnífi þannig að hann tvö stungusár á baki, eitt á vinstri síðu, sár á vinstri öxl og tvo litla skurði yfir bringubeini.

Földu fíkniefni í peningaskáp

Karl og tvær konur, sem öll eru á þrítugsaldri, voru handtekin við húsleit í íbúð í miðborginni en þar fundust ætluð fíkniefni.

Árásarmaður handtekinn í Kringlunni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í dag karlmann sem grunaður er um að hafa ráðist á leigubílstjóra við Hátún rétt fyrir klukkan níu í gærkvöldi og veitt honum áverka með eggvopni og hnefa.

Bjarni baðst afsökunar í ræðustól Alþingis

Bjarni Harðarson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að hann hafi mismælt sig þegar hann sagði að sér hefði verið sagt að Árni Sigfússon ætti persónulega hluti í Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar og í Keili. Árni Johnsen, frændi bæjarstjórans benti honum á mistökin.

Missti fót og fékk bætur

Karlmaður fékk í Hæstarétti í dag greiddar rúmar 5 milljónir frá íslenska ríkinu og skurðlækni á Landspítalanum. Maðurinn missti fót í maí árið 1998 sem rekja má til mistaka á aðgerð sem hann fór í árið áður.

Átta ára fangelsi fyrir manndrápstilraun

Hæstiréttur dæmdi í dag Ara Kristján Runólfsson í átta ára fangelsi fyrir manndrápstilraun með því að stinga annan mann tvívegis með hnífi í brjóstkassa að húsi í Hátúni í apríl fyrr á þessu ári.

Árni vill að Bjarni Harðar biðjist afsökunar

Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ sergir Bjarna Harðarson, þingmann Framsóknarflokksins hafa farið með „algjör ósannindi“ á Alþingi í dag. Bjarni sagði í ræðustól að sér hefði verið sagt að Árni ætti persónulega í Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar og í Keili. Árni krefst þess að Bjarni biðjist afsökunar.

Reyndu að smygla 700 gr af kókaíni til landsins

Sex karlmenn af höfuðborgarsvæðinu á aldrinum 25-44 ára hafa verið ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnabrot með því að reyna að smygla rúmum 700 grömmum af kókaíni til landsins.

Sýslumaður vill skerpa á reglum um farbann

Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, segir að skerpa þurfi reglur um farbann. Þetta segir Ólafur eftir að upp komst að Pólverji, grunaður um nauðgun í bænum, rauf farbann í gær og flúði land.

Staðan í málum Þróunarfélagsins verri eftir daginn

Atli Gíslason, þingmaður VG segir að staðan í málefnum Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar og sala þess á eignum á vellinum sé verri ef eitthvað er í dag en hún var í gær, þrátt fyrir skýrslu forsætisráðherra um málið.

Pólverji í nauðgunarmáli stunginn af úr landi

Einn af pólverjunum þremur sem grunaðir eru um nauðgun á Selfossi er stunginn af úr landinu. Eftir að gæsluvarðhald rann út yfir honum og tveimur félögum hans rann út fyrir skömmu voru þeir úrskurðaðir í farbann.

Tilræði í París verk hugleysingja

Michele Alliot-Marie, innanríksiráðherra Frakklands, fordæmdi í dag sprengjuárás sem gerð var á lögmannsskrifstofu í vesturhluta Parísar og sagði hana verk hugleysinga.

Hlíðarfjall opnað í dag

Skíðaveturinn hefst í Hlíðarfjalli á Akureyri í dag þegar opnað verður fyrir almenning í lyfturnar Fjarkann, Auði og Stromplyftu.

Stjórnsýsluúttekt á Þróunarfélaginu

Ríkisendurskoðun hyggst fara í stjórnsýsluúttekt á Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar og sölu þess á eignum á Keflavíkurflugvelli. Þetta kom fram í máli Lúðvíks Bergvinssonar, þingflokksformanns Samfylkingarinnar, í umræðum eftir skýrslu forsætisráðherra um Þróunarfélagið.

Herjólfur úr slipp í dag

Viðgerðir á Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi eru á undan áætlun og verður henni siglt úr slipp í Hafnarfirði síðdegis í dag. Áætlunarferðir hefjast svo aftur á hádegi á morgun.

Samningur Háskólavalla gegn ótakmarkaðri veðheimild

Samningur Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar við Háskólavelli um kaup á fasteignum á gamla varnarsvæðinu fyrir rúma 14 milljarða króna er gegn fullri ótakmarkaðri veðheimild sem þýðir að eigandinn getur veðsett eignina að fullu.

Lögregla grunar ákveðinn mann um árásina

Manns sem réðst á leigubílstjóra við Hátún rétt fyrir klukkan níu í gærkvöldi er enn leitað. Lögregla segist hafa einn mann grunaðann í málinu en lýsing leigubílstjórans á manninum kom lögreglunni á sporið.

Sveinki rekinn fyrir að segja „hó hó hó!"

Jólasveinn í ástralskri verslunarmiðstöð var rekinn á dögunum fyrir að segja „hó hó hó" og syngja jólalög fyrir börnin í búðinni. Jólasveinninn var í vinnu hjá jólasveinaþjónustu í borginni Canberra og yfirmenn þar á bæ höfðu tilkynnt jólasveinunum sínum að eftirleiðis ættu þeir að segja „ha ha ha" í stað „hó hó hó".

Best að neyta græns tes í hófi

Umhverfisstofnun varar við ofneyslu á grænu tei í töflu-, duft- eða vökvaformi og segir það geta valdið skaða á lifrinni.

Sjá næstu 50 fréttir