Fleiri fréttir

Tvennt þungt haldið á gjörgæslu eftir árekstur

Þrennt slasaðist alvarlega í mjög hörðum árekstri tveggja bíla í vestanverðu Árbæjarhverfi í Reykjavík í nótt og liggur ökumaður annars bílsins og farþegi úr hinum þungt haldin á gjörgæsludeild Landsspítalans.

Slagsmál við Sparisjóðinn í Keflavík

Lögreglan stöðvaði slagsmál unglinga við Sparisjóðinn í Keflavík í kvöld. Hópur ungs fólks safnaðist þar saman og sló í brýnu milli þeirra. Lögreglan verst allra frétta af málinu að svo stöddu.

Bangsakennarinn heldur heim til sín

Breski kennarinn, Gillian Gibbons, er farin frá Khartoum og er á leið heim til Bretlands. Gibbons var dæmd fyrir að vanvirða múslimatrú í Súdan með því að leyfa nemendum sínum að kalla bangsann sinn Múhameð.

Flutningaskipið Axel er stórskemmt

Flutningaskipið Axel, sem strandaði við Höfn í Hornafirði í síðustu viku, er stórskemmt og óvíst hvort hægt verður að gera við það hér á landi. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Höggið sem skipið varð fyrir var svo mikið að það tókst á loft. Talið er að tjónið nemi tugum milljóna króna, en útgerðarfélagið sem gerir skipið út leitar nú tilboða í viðgerðir. Skýrslutökum yfir áhöfn skipsins átti að ljúka í dag en óvíst er hvenær sjópróf fara fram.

Minningarathöfn í Keflavíkurkirkju lokið

Minningarathöfn um Kristin Veigar Sigurðsson, litla drenginn sem lést eftir umferðarslys í Keflavík á föstudag, er lokið. Athöfnin hófst klukkan sex í kvöld. Að sögn Sigfúsar B. Ingvasonar, prests í Keflavíkurkirkju var mikill samhugur í fólki og var kirkjan um það bil full. Nokkrir af aðstandendum Kristins Veigars voru við athöfnina en fólk kom víða að til að vera viðstatt.

Æðstu menn í FL Group funda í höfuðstöðvum Baugs

Á þessari stundu funda allir æðstu menn FL Group í höfuðstöðvum Baugs á Túngötu. Þar eru saman komnir, til að mynda stjórnarformaðurinn Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarmennirnir Þorsteinn Jónsson og Magnús Ármann, Hannes Smárason, núverandi forstjóri, Jón Sigurðsson, núverandi aðstoðarforstjóri og verðandi forstjóri, Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs, og Skarphéðinn Berg Steinarsson. Búast má við að fundað verði fram eftir kvöldi, en heimildir Vísis herma að framtíð FL Group verði ljós í kvöld eða strax í fyrramálið.

Mennirnir látnir lausir

Mennirnir sem handteknir voru í gærkvöldi og færðir til yfirheyrslu vegna banaslyssins á Vesturgötu i Reykjanesbæ á föstudaginn verða látnir lausir í köld.

Fjögur vitni handtekin í Keflavík

Lögreglan á Suðurnesjum handtók í gærkvöldi fjóra menn og færði til yfirheyrslu vegna banaslyssins á Vesturgötu í Reykjanesbæ á föstudaginn. Mennirnir eru taldir búa yfir upplýsingum í málinu en maðurinn sem grunaður er um að hafa ekið á Kristinn Veigar Sigurðsson, fjögurra ára, neitar því að hafa verið undir stýri.

„Í lok dags“ fellur niður

Viðskiptaþátturinn „Í lok dags" í umsjá Sindra Sindrasonar sem er venjulega á dagskrá Vísis daglega klukkan 16:30, fellur niður í dag af óviðráðanlegum orsökum. Þátturinn verður næst á dagskrá á morgun.

Stefnir í dómsmál vegna virkjana í Þjórsá

Útlit er fyrir að þeir landeigendur við Þjórsá, sem andvígir eru þremur virkjunum í neðri hluta árinnar sem Landsvirkjun hyggst reisa, leiti til dómstóla með mál sitt.

Langar ræður tæki til að reyna að laga valdajafnvægi

Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs telur Alþingi hafa horfið tvo til þrjá áratugi aftur í tímann með auknu valdboði meirihlutans á Alþingi og því að framkvæmdavaldið líti í vaxandi mæli á Alþingi sem afgreiðslustofnun.

Loftlagsbreytingar valda meiri skaða en heimsstyrjaldir

Þær loftlagsbreytingar sem menn standa frammi fyrir á jörðinni munu valda meiri eyðileggingu en báðar heimsstyrjaldirnar gerðu. Þetta segir Sir Nicholas Stern, ráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar í loftlagsmálum.

Réð undirmann sinn og var sjálfur meðmælandi

Ráðning verkefnisstjóra tómstundamála hjá Kópavogsbæ hefur vakið umtal í bænum. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar eru ósáttir við vinnubrögðin en þeir segja aðkomu formanns Íþrótta og tómstundaráðs Kópavogs orka tvímælis. Formaðurinn, Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarfulltrúi, er jafnframt skólastjóri í Lindaskóla og yfirmaður Örnu Margrétar Erlingsdóttur, sem var ráðinn í starfið. Auk þess var Gunnsteinn skráður meðmælandi á umsókn hennar. 14 umsækjendur voru um starfið og mælti fulltrúi Samfylkingarinnar með Hrafnhildi Ástþórsdóttur í á þeim forsendum að hún væri hæfasti umsækjandinn, með meiri menntun og reynslu en Arna Margrét.

Pútín: Kosningarnar voru lögmætar

Vladímír Pútín, forseti Rússlands, blés á gagnrýnisraddir frá Evrópusambandinu og Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu í dag og sagði þingkosningar í landinu lögmætar.

Lögreglan vissi ekki um boðaða komu herskárra nýnasista

„Nei ég hef nú ekkert heyrt um þetta en málið er enn í rannsókn,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson hjá lögreglunni í Reykjavík. Rasistasíðan skapari.com hefur boðað komu herskárra nýnasista hingað til lands í vetur.

Allir trúnaðarmenn Strætó hættir

Fimm trúnaðarmenn Strætó BS eru hættir sem trúnaðarmenn félagsins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu. Deilur hafa verið á milli trúnaðarmannanna og yfirstjórnar Strætó.

Forseti Súdans náðar Gibbons

Forseti Súdans náðaði í dag bresku kennslukonuna Gillian Gibbons sem dæmd hafði verið fyrir guðlast við kennslu í landinu. Gibbons verður sleppt úr haldi síðar í dag eftir því sem breskir miðlar greina frá

Gagnrýna forseta og aðra þingflokka fyrir að rjúfa samstöðu

Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs gagnrýnir forseta Alþingis og formenn allra þingflokka fyrir að rjúfa hefð um samstöðu um breytingar á þingsköpum og leggja fram frumvarp án samkomulags við stærsta stjórnarandstöðuflokkinn.

ESB gagnrýnir kosningabaráttuna í Rússlandi

Evrópusambandið og kosningaeftirlitsmenn gagnrýna framkvæmd þingkosninga í Rússlandi en þar vann flokkur Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta, Sameinað Rússland, yfirburðasigur og hlaut nærri tvo þriðju atkvæða.

Nýr orkuskóli tekur til starfa

Reykjavik Energy Graduate School of Sustainable Systems, orkuskóli á framhaldsstigi í eigu Orkuveitu Reykjavíkur, Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík, tók til starfa með formlegum hætti í dag

Bónus gefur 25 milljónir kr.

Bónus færir nú Hjálparstarfi kirkjunnar og Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Kópavogs, Hafnarfjarðar og Akureyrar 25 milljónir króna að gjöf.

Chavez tapaði naumlega í Venesúela

Hugo Chavez beið lægri hlut í kosningunum í Vensúela um helgina en umdeildar breytingar hans á stjórnarskránni voru felldar með naumum meirihluta atkvæðá. 51% voru á móti en 49% meðmætlir tillögum forsetans.

Stórsigur Pútin staðfestur

Þegar nær öll atkvæði hafa verið talin í rússnesku þingkosningunum er ljóst að Sameinað Rússland, flokkur Vladimir Putin forseta, hefur farið með stórsigur af hólmi.

Saga smyglskútunnar gefin út

Bók um Pólstjörnumálið svokallaða kemur út hjá forlaginu Skugga í lok vikunnar. Ragnhildur Sverrisdóttir blaðamaður skrifaði bókina.

Drengurinn sem lést

Drengurinn sem lét lífið í bílslysinu í Keflavík á föstudaginn hét Kristinn Veigar Sigurðsson.

Putin vann stórsigur

Sameinað Rússland - flokkur Pútíns forseta - hlaut ríflega sextíu prósent atkvæða í rússnesku kosningunum í dag.

Missaga um skemmdir á bíl sínum

Pólverjinn sem er í haldi lögreglunnar vegna ákeyrslunnar í Keflavík á föstudag, hefur orðið missaga við yfirheyrslur hjá lögreglunni, samkvæmt heimildum Vísis.

Sjá næstu 50 fréttir