Fleiri fréttir

Íslendingar gætu þurft að draga verulega úr flugumferð

Íslensk flugfélög gætu þurft að draga verulega úr flugumferð ef tillögur Evrópusambandsins um takmörkun á útblæstri flugvéla ná fram að ganga. Flugmálastjóri segir tillögurnar vera ósanngjarnar gagnvart Íslendingum og að þær gangi illa upp.

Ísland í fimmta sæti yfir velmengandi þjóðir

Ísland eru í fimmta sæti yfir velmegandi þjóðir heims samkvæmt sameiginlegu mati Efnahagssamvinnu- og framfarastofnunarinnar, OECD, Hagstofu Evrópusambandsins og tveggja annarra alþjóðastofnana.

Hjálpsemi vina og nágranna verið ómetanleg

Bóndinn á Stærra Árskógi segir að hvatning og hjálpsemi vina og nágranna hafi reynst honum ómetanleg. Stuðningur fólksins hafi bjargað honum frá því að gefast upp.

Brown baðst afsökunar

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, segir landa sína ekkert þurfa að óttast þó diskar frá skattinum með persónuupplýsingar um hálfa þjóðina hafi horfið fyrir þremur vikum. Hann baðst afsökunar á atvikinu og þeim áhyggjum sem það hefði valdið hjá 25 milljón Bretum.

Telur að Þróunarfélagi hafi verið heimilt skv. lögum að selja eignir

Stjórnarformaður Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar segir að félaginu sé heimilt samkvæmt lögum að selja fasteignir á Keflavíkurflugvelli og að það hafi verið gert að undangegnum auglýsingum. Um 80 prósent af fasteignum á svæðinu hafa þegar verið seld fyrir rúmlega 15 milljarða króna.

Brutust inn og stálu níu svalafernum á Siglufirði

Þrír piltar voru dæmdir í Héraðsdómi Norðurlands vestra fyrir þjófnað í dag. Piltarnir brutust inn í skíðaskála Skíðafélags Siglufjarðar í Skarðsdal á Siglufirði og stálu þaðan 8 talstöðvum af gerðinni Topcom með hleðslutækjum, vefmyndavél, tveimur Peavy hátölurum fyrir kallkerfi, ADSL afruglara með fjarstýringu, drifreim fyrir snjósleða, tvennum skíðagleraugum og níu svalafernum.

Erlendum ferðamönnum fjölgar um 15 prósent milli ára

Erlendum ferðamönnum sem koma til landsins í gegnum Keflavíkurflugvöll fjölgaði um rúmlega 15 prósent á fyrstu tíu mánuðum þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Þetta leiða tölur Ferðamálastofu í ljós.

Bílvelta á Breiðholtsbraut

Einn var fluttur á slysadeild eftir að bifreið valt á gatnamótum Breiðholtsbrautar og Skógarsels um tvöleytið í dag. Ekki er vitað hvort hann hafi slasast alvarlega. Að sögn slökkviliðsins var einn bíll frá þeim sendur á staðinn til að hreinsa olíu sem lak úr bílnum.

REI og GGE áttu hæsta tilboðið

Reykjavik Energy Invest, Geysir Green Energy og samstarfsaðili þeirra First Gen Corporation átti hæsta tilboð í sextíu prósenta hlut filippseyska ríkisins í stærsta jarðavarmafyrirtæki Filippseyja, PNOC-EDC. Eftir því sem fram kemur í filippseyskum fréttamiðlum hljóðaði tilboðið upp á 58,5 milljarða pesóa eða rúma 84 milljarða íslenskra króna.

Chirak sætir spillingarrannsókn

Jacques Chirac, fyrrverandi forseta Frakklands var í dag formlega tilkynnt að hann sætti rannsókn vegna meintra spillingamála í tíð hans sem borgarstjóri Parísar.

MSN-perri dæmdur í skilorðsbundið fangelsi

Karlmaður á fimmtugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa sært blygðurnarsemi 17 ára pilts með því að klæmast við hann á MSN-spjallrásinni í september og október í fyrra.

Taserbyssur sagðar hættulitlar

Rannsóknir á Taser byssunum svokölluðu sem lama fólk í stutta stund með rafstuði, benda til að þær séu hættulitlar.

Opinberum sjóðum ekki treystandi

„Björgólfur hefði tekið jafn vel í hugmynd um framleiðslu dagskrárefnis ef hún hefði komið frá Ara Edwald forstjóra 365," segir Ásgeir Friðgeirsson.

Lagt til að 24 ára reglan verði afnumin

Paul Nikolov, varaþingmaður Vinstri - grænna og fyrsti innflytjandinn sem tekur sæti á þingi, mælti í dag á Alþingi fyrir frumvarpi að breytingum á lögum um réttarstöðu útlendinga.

Kærasta Murats hótar lögsókn

Kærasta Roberts Murats segist hafa verið á fundi Votta Jehóva 16 kílómetra frá íbúð McCann fjölskyldunnar þegar Madeleine var rænt. Michaela Walczuch hótar lögsókn vegna ásakana um að hún hafi sést með stúlkuna tveimur dögum eftir að hún hvarf 3. maí síðastliðinn. Sviðsljósið hefur nú aftur beinst að Walczuch og kærasta hennar Robert Murat sem var fyrstur opinberlega grunaður í málinu.

Brýnt að taka á vanda á húsnæðismarkaði

Borgarstjóri segir brýnt að taka á vanda þeirra sem standa hvað höllustum fæti á húsnæðismarkaði. Hann vill tryggja stöðu leigjenda og fjölga íbúðum hjá Félagsbústöðum.

Segir Pólverjana boðaða á fundinn á fölskum forsendum

„Það voru engin læti af minni hálfu. Við vorum bara að árétta það að starfsmenn okkar væru ekki í stéttarfélaginu,“segir Benedikt Sveinsson framkvæmdastjóri Stál í stál en honum var hent út af fundi sem félag vélstjóra og málmtæknimanna hélt með pólskum starfsmönnum fyrirtækisins í gær. 12 Pólverjar vinna hjá Stál í stál en af þeim eru aðeins fjórir stálsmiðir.

Hart deilt í umræðum um forvarnir

Umræða um forvarnarmál á Alþingi varð að heiftúðlegri deilu milli heilbrigðisráðherra annars vegar og þingmanna Framsóknarflokksins og Vinstri - grænna hins vegar.

Þess vegna pískum við stúlkuna

Stjórnvöld í Saudi-Arabíu hafa gefið skýringar á því af hverju refsidómur yfir nítján ára stúlku sem var nauðgað var stórlega þyngdur. Sjö menn nauðguðu stúlkunni alls fjórtán sinnum eftir að hafa rænt henni upp í bíl sinn.

Fimm dýrustu lóðir höfuðborgarsvæðisins kosta 425 milljónir

Mjög hefur færst í vöxt að auðfólk kaupi einbýlishús á flottum lóðum, rífi þau og byggi ný glæsihýsi. Á undanförnum tveimur árum hafa fimm slíkar lóðir, þrjár á Seltjarnarnesi og tvær í Fossvoginum, gengið kaupum og sölum fyrir 425 milljónir. Þetta eru dýrustu einbýlishúsalóðir höfuðborgarinnar.

Jarðhitasvæði ekki skemmd eftir skjálfta

Jarðhitasvæði Selfyssinga virðist ekkert hafa skemmst í skjálftahrinunni sem hófst á Selfossi í gærkvöldi. Jarðvísindamenn telja hana ekki vera forboða frekari jarðhræringa.

Skoða fasteignakaup á Keflavíkurflugvelli

Formaður fjárlaganefndar Alþingis hyggst láta þingnefndina kanna fasteignakaup Þorgils Óttars Mathiesens, bróður Árna Mathiesens fjármálaráðherra, á Keflavíkurflugvelli og hefur jafnframt óskað eftir því að bæði Ríkisendurskoðun og efnahags- og skattanefnd Alþingis komi að málinu.

Faldi lottóvinninginn fyrir konunni

Bandarísk kona hefur farið í mál við eiginmann sinn eftir að hún leitaði að nafni hans á netinu og komst að því að hann hefði unnið 640 milljónir íslenskra króna í lottó.

Nýr framkvæmdastjóri hjá SI

Jón Steindór Valdimarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins frá og með næstu mánaðamótum.

Mannhæðahár sporðdreki fannst í Þýskalandi

Evrópskir vísindamenn hafa fundið gríðarstóra steingerða kló af 2,5 metra löngum sjávarsporðdreka í þýskri námu. Fyrirbærið er talið 390 milljón ára gamalt samkvæmt líffræðitímaritinu Biology Letters. Dýrið sem hefur verið nefnt Jaekelopterus rhenaniae hélt sig líklegast til í ám eða fenjalendi.

SAS fær falleinkunn í öryggismálum

Norskur sérfræðingur í flugöryggismálum segir að það sé aðeins tímaspursmál hvenær stórslys verði hjá SAS flugfélaginu vegna stórfelldra galla í öryggismálum.

Híbýli rónanna verða rifin

„Ég mun sakna húsanna. Þetta er að mörgu leyti mjög sérstakt hverfi þarna þar sem nokkrir af frægustu rónum landsins bjuggu,“ segir Guðmundur Týr Þórarinsson í Götusmiðjunni.

Ístak hefur lokað mig af

Íbúar við Grettisgötuna sem eiga baklóðir að bílastæðahúsi því sem reist var á Stjörnubíóreitnum svokallaða eru mjög óánægðir með fráganginn við baklóðir sínar. "Ístak hefur eiginlega lokað mig af hvað varðar aðgengi að baklóð minni," segir Hjördís Jóhannsdóttir íbúi á Grettisgötu 83.

Skemmdarverk á TVG lestunum í Frakklandi

Þær fregnir berast nú frá Frakklandi að fjöldi skemmdarverka hafi verið unnin á TGV hraðlestarkerfinu þar í landi, en tekist hefur að halda þessu kerfi gangandi í verkfallinu.

Spellvirki á hraðahindrunum upplýst

Þrír menn hafa játað að hafa rifið upp hraðahindrun af götu í þorlákshöfn fyrir rúmum hálfum mánuði. Þeir frömdu verknaðinn að næturlagi og beittu kúbeinum til að rífa hana upp, en hún var boltuð ofan í götuna.

Jarðskjálfti upp á 3,5 á Richter við Selfoss

Jarðskjálfta hefur orðið vart á Selfossi í alla nótt og mældist sá sterkasti um þrír á Richter um klukkan hálf fimm í morgun. Sterkasti skjálftinn við upphaf hrynunnar mældist 3,5 á áttunda tímanum í gærkvöldi.

Segir margt gott í fjárhagsáætlun en undrast annað

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur segist ánægður með margt í fjárhagsáætlun meirihlutans sem kynnt var í dag. „Þessi fjárhagsáætlun var að miklu leyti undirbúin af okkur í gamla meirihlutanum undir minni stjórn þannig að eðlilega er margt í henni sem ég er sáttur við.," segir Vilhjálmur. Hann segist hins vegar vera ósáttur við nokkur atriði.

Fleiri skjálftar á Selfossi

Jörð hefur skolfið á Selfossi í kvöld en klukkan 21.40 hófst önnur hrina þar sem stærsti skjálftinn var 3 á Richter. Fleiri skjálftar, litlu minni fylgdu strax í kjölfarið. Fyrri skjálftahrinan hófst um klukkan sjö í kvöld í og við nágrenni Selfoss og Þorlákshöfn. Um er að ræða tíu skjálfta, stærsti skjálftinn á þessu svæði var upp á 2,7 á Richter. Skjáltarnir eru grunnir og fundust því mjög vel á Selfossi og nágrenni.

Sjá næstu 50 fréttir