Fleiri fréttir

Það má víst segja negri

Lögreglustjórinn í Tromsö, í Noregi, hefur verið gagnrýndur fyrir að segja mönnum sínum að það sé í lagi að nota orðið negri.

Rannveig Rist: Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur

„Þetta eru vonbrigði fyrir okkur, mikil vonbrigði,“ sagði Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi í samtali við Heimi Má Pétursson, fréttamann Stöðvar 2, um þá ákvörðun Landsvirkjunar að hætta öllum viðræðum um sölu á raforku til nýrra álvera á suðvesturlandi.

Jarðhræringar í Yellowstone

Bráðið hraun virðist vera að ýta upp leifunum af fornu eldfjalli í Yellowstone þjóðgarðinum í Bandaríkjumum.

Fimm bíla árekstur við Kringluna

Fimm bílar skullu saman um rétt við Kringluna um hálfsexleytið í dag. Að sögn lögreglu er um aftanákeyrslur að ræða. Ekki er vitað til þess að neinn hafi slasast í óhappinu.

Toys"R"Us innkallar hættulegar perlur

Verslunin Toys"R"Us hefur tilkynnt Neytendastofu um að hún hefur ákveðið að innkalla föndurperlur sem geta reynst lífshættulegar ef börn gleypa þær.

Rukkun fyrir þyrlubjörgun

Portúgalski flugherinn hefur rukkað fiskimann um eina komma tvær milljónir króna fyrir að bjarga honum af bát sínum þegar hann fékk botlangakast.

Unglingar og netið undir smásjá í Finnlandi

Umræðan í Finnlandi eftir fjöldamorðin í Jokela menntaskólanum í Tuusula fyrr í vikunni snýst nú um hvar ábyrgð á því efni sem birt er á netinu liggur. Þetta segir Bryndís Hólm fréttaritari Stöðvar 2 á staðnum. Morðinginn birti myndband á YouTube stuttu fyrir skotárásina þar sem hann gaf til kynna hvað var í vændum.

Finna rækjur til ?

Írskur líffræðingur heldur því fram að rækjur og önnur skeldýr finni til sársauka ef þau eru soðin lifandi.

Nýr kafli í atvinnusögu þjóðarinnar

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra segir þá ákvörðun Landsvirkjunar að hefja viðræður um raforkusölu frá virkjunum, sem á að reisa í neðri Þjórsá, til fyrirtækja sem hafa áhuga á að reka netþjónabú eða verksmiðju til kísilhreinsunar hér á landi sýna að nýr kafli sé hafinn í atvinnusögu þjóðarinnar.

Flautaði á kyrrstæðan bíl og fékk hrákaslummu að launum

Mjög margir ökumenn eru til fyrirmyndar enda haga flestir akstri sínum með þeim hætti að sómi er að segir lögreglan þó eru alltaf einhverjir sem ekki falla í þann hóp og í tilkynningu frá lögreglunni eru tekin nokkur dæmi af þeim sem ekki hafa verið til fyrirmyndar undanfarið.

Áhöfn íslensku vélarinnar í Tsjad leyst úr haldi

Þrír áhafnarmeðlimir íslensku flugvélarinnar í afríkuríkinu Tsjad sem grunaðir voru um að ræna afrískum börnum, hafa verið leystir úr haldi. Belgískur flugstjóri sem er á batavegi á frönskum herspítala í landinu eftir hjartavandamál er einnig frjáls að yfirgefa landið.

Skerðir möguleika á byggingu nýrra álvera

Landsvirkjun hefur ákveðið að hætta öllum viðræðum um sölu á raforku til nýrra álvera á suðvesturlandi og ræða þess í stað við netþjónafyrirtæki og fyrirtæki á sviði kísilhreinsunar fyrir sólarrafala. Ákvörðunin hefur afgerandi áhrif á möguleika byggingu nýrra álvera á suðvesturhorninu.

Þetta var ekki fyndið

Sænsk sjónvarpskona hefur verið dæmd í 200 þúsund króna sekt fyrir að sprauta vatni framan í Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra, og börn hans.

Tryggja verður stöðu íslenskunnar í stjórnarskrá

Íslensk málnefnd telur mjög brýnt að staða íslenskrar tungu verði tryggð í stjórnarskránni og telur mikilvægt að Íslendingar sofni ekki á verðinum gagnvart tungunni. Þetta kemur fram í ályktun nefndarinnar um stöðu tungunnar fyrir árið 2007.

Kúrdar ljá máls á að leggja niður vopn

Skæruliðar hins svokallaða Kúrdiska verkamannaflokks segjast reiðubúnir að hefja samningaviðræður sem gætu orðið til þess að þeir legðu niður vopn.

Sólböð hægja á öldrun

Sólböð geta seinkað öldrun um allt að fimm ár, samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð var í Bretlandi.

Málefni REI rædd á eigendafundi OR eftir viku

Stjórn Orkuveitunnar ákvað á fundi sínum í dag að boða til eigendafundar Orkuveitunnar eftir viku þar sem ræða á áfram málefni REI, útrásararms Orkuveitunnar, og hvernig útrás fyrirtækisins verður fyrir komið.

Einn af fjórum segja Bush versta forsetann

Tæplega einn af hverjum fjórum, eða 24 prósent þátttakenda í könnun á vegum CNN sjónvarpsstöðvarinnar, segja að George Bush sé versti forseti í sögu Bandaríkjanna. Fjórðungur segir Bush standa sig illa en 40 prósent segja Bush hins vegar standa sig vel miðað við fyrirrennara hans. Einungis eitt prósent segja Bush besta forseta í sögu Bandaríkjanna.

Raforkan úr Þjórsá fer ekki til álvers

Landsvirkjun hefur tekið ákvörðun um að raforkan sem fæstu með virkjun í neðri hluta Þjórsár fari annað hvort til netþjónabúa eða til kísilhreinsunar. Landsvirkjun segir ljóst að eftirspurn sé langt umfram framboð og því sé ekki hægt að mæta óskum allra og því hafi verið ákveðið að hefja ekki viðræður við álframleiðendur.

Dæmd fyrir að smygla mjög hreinu kókaíni

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag karlmann í 20 mánaða fangelsi og tvær konur í eins árs fangelsi hvora fyrir að hafa reynt að smygla inn í landið nærri sjö hundruð grömmum af mjög hreinu kókaíni frá Hollandi í febrúar á þessu ári. Konurnar voru gripnar við tollaeftirlit á Keflavíkurflugvelli og reyndust efnin bæði innanklæða á þeim og innvortis.

Vildu bæjarstjórann úr starfi vegna dóms

Minnihlutinn á Álftanesi krefst þess að bæjarstjórinn fái lausn frá störfum nú þegar vegna dóms Héraðsdóms Reykjaness um launadeilu bæjarstjórans við fyrrverandi starfsmann sinn.

Reykjanesbær getur ekki keypt meirihluta í HS

Heitar umræður urðu á opnum fundi um málefni Hitaveitu Suðurnesja í gærkvöldi. Forstjóri fyrirtækisins segir hugmyndir um að Reykjanesbær kaupi meirihluta í fyrirtækinu gangi ekki upp.

Sýknuð af því að sparka í punginn á Prófastinum

Kona var sýknuð af ákæru um líkamsárás í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Hún var sökuð um að hafa í júlí 2005 sparkað í klof manns á skemmtistaðnum Prófastinum í Vestmannaeyjum. Í ákæru segir að sparkið hafi verið svo fast að maðurinn sem fyrir því varð hafi misst andann, hnigið niður í gólfið og „pissað blóðlituðu þvagi,“ eftir atlöguna.

Mesta flóðahættan í Englandi liðin hjá

Flóðin á austurströnd Englands eru nú í rénun. Opnað hefur verið fyrir vegi sem flæddi yfir og íbúar eru að snúa aftur á heimili sín eftir að hafa yfirgefið þau. Fjöldi vega lokaðist um stund þegar flóðin náðu hámarki og vatn flæddi inn í fjölmargar byggingar og heimili.

Fundað um útrásarmál hjá stjórn OR

Stjórnarfundur hófst í Orkuveitunni núna klukkan 12. Vænta má að þar verði tekist á um útrásarmálin og samrunamálin sem mjög hafa verið í umræðunni.

Fjörutíu daga fangelsi fyrir bílstuld og ölvunarakstur

Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands í morgun dæmdur í 40 daga fangelsi fyrir að hafa stolið bíl á Selfossi og ekið honum drukkinn og án ökuréttinda áleiðis til Reykjavíkur uns lögregla stöðvaði hann.

Björgólfur Guðmundsson styrkir RÚV

Björgólfur Guðmundsson athafnamaður hefur gert samning við Ríkisútvarpið um að styrkja félagið næstu þrjú ár til þess að stórefla íslenska dagskrárgerð í sjónvarpi.

Óttast að fleiri árásir fylgi í kjölfarið

Kyrkonkyla skólinn í finnska bænum Kyrkslatt hefur verið rýmdur vegna hótunar. Lögregla er sögð taka hótunina alvarlega en Finnar eru enn í sárum vegna skotárásar í bænum Tuusula þar sem níu lágu í valnum.

Fundu landaverksmiðju í Þorlákshöfn

Lögreglan á Selfossi handtók í gær karlmann af erlendum uppruna eftir að 140 lítrar af landa og 75 lítrar af gambra fundust heimili hans í Þorlákshöfn í gær.

Gæslumenn sækja Puma-þyrlu

Flugáhöfn frá Landhelgisgæslunni er nú í Noregi að sækja Puma-þyrlu sem bætast mun í flugflota Gæslunnar um leið og veðurskilyrði verða til flugs yfir hafið.

Saksóknari gagnrýnir Kastljósið

Helgi Magnússon hjá efnhagsbrotadeild ríkislögreglustjóra hefur sent frá sér greinargerð vegna fréttaskýringar sem birtist í Kastljósinu á miðvikudagskvöld. Telur hann umfjöllunin einhliða og villandi.

Vilja alþjóðaflugvöll á Suðurlandi

Samgöngunefnd Sambands sunnlenskra sveitarfélaga hvetur til þess að hafinn verði undirbúningur að gerð alþjóðaflugvallar á Suðurlandi.

Arnold í dómsmáli gegn Bush

Arnold Schwarzenegger ríkisstjóri Kaliforníu leiðir nú hóp 14 ríkisstjóra í málaferlum þeirra gegn Bush-stjórninni.

Sjá næstu 50 fréttir