Fleiri fréttir

Þriðja mest lesna blaðið

Danmörk Lesendahópur Nyhedsavisen, systurblaðs Fréttablaðsins í Danmörku, heldur áfram að vaxa. Samkvæmt nýrri könnun er blaðið með 550 þúsund lesendur, en í síðustu könnun mældist það með 503 þúsund lesendur.

Einn farþegi Titanic á lífi

Annar af tveimur eftirlifandi farþegum skipsins Titanic lést 16. október síðastliðinn á bresku hjúkrunarheimili.

Musharraf vill kosningar 15. febrúar

„Pakistanar munu ganga að kjörborðinu þann 15. febrúar næstkomandi,“ segir Pervez Musharraf forseti og hershöfðingi landsins. Musharraf tilkynnti um þetta eftir að George W. Bush Bandaríkjaforseti hafði lagt hart að honum að halda kosningar í janúar, eins og búið var að ákveða.

Smyglskútumenn í sex vikna gæsluvarðhald

Bjarni Hrafnkelsson, Einar Jökull Einarsson og Guðbjarni Traustason, sem allir eru grunaðir um aðild að smyglskútumálinu á Fáskrúðsfirði, voru í dag dæmdir í sex vikna gæsluvarðhald, fram til 20. desember.

Finnsk börn í miklu áfalli eftir skotárás

Gunnþóra Hafsteinsdóttir sem kennir í grennd við Jokela-menntaskólann segir finnsk börn í miklu áfalli eftir að átján ára gamall piltur skaut átta manns til bana í skotárás í gær. Hún segir erfitt að horfast í augu við það sem hefur gerst.

Fundað um málefni orkufyrirtækjanna

Sjálfstæðisfélögin í Reykjanesbæ héldu fjölmennan fund um málefni Hitaveitu Suðurnesja í Njarðvíkurskóla í kvöld. Frummælendur á fundinum voru Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar og stjórnarformaður Hitaveitu Suðurnesja, Ásgeir Margeirsson, forstjóri Geysis Green Energy, og Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja.

Tony Blair tekur kaþólska trú

Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands mun taka kaþólska trú, líklega fyrir lok þessa mánaðar.

Þrír nazistar fengu lífstíðar fangelsi

Hæstiréttur Ítalíu staðfesti í dag lífstíðar fangelsisdóm yfir þrem foringjum í SS sveitum nazista sem myrtu 560 íbúa þorpsins Sant 'Anna di Stazzema í Toscana héraði.

Tólf ára gamall drengur slasaðist í árekstri við bíl

Tólf ára gamall drengur slasaðist þegar hann hjólaði harkalega á bifreið í Reykjanesbæ um klukkan tvö í dag. Drengurinn skall á bifreiðinni og mun hafa rotast en ekki skaðast að öðru leyti. Hann var ekki með reiðhjólahjálm.

Bifreið brann í Engjaseli

Bifreið brann til kaldra kola í Engjaseli rétt fyrir klukkan fimm í dag. Að sögn slökkviliðsins var bifreiðin mannlaus þegar eldurinn kom upp en eldsupptök eru ekki kunn.

Nýtt leikrit eftir Havel

Nýtt leikrit eftir Vaclav Havel, fyrrverandi forseta Tékklands kemur í bókabúðir síðar í þessum mánuði.

Mannréttindi samþætt í utanríkisstefnuna

Mannréttindi eiga að vera samofin öllu atferli í utanríkisstefnu Íslendinga, sagði utanríkisráðherra þegar hann gaf Alþingi skýrslu um utanríkismál í dag. Formaður Vinstri grænna segir sömu hernaðarhyggjuna og áður ráða áherslum ríkisstjórnarinnar í varnarmálum.

Dómur yfir bílaþjófi mildaður

Hæstiréttur mildaði dóm yfir karlmanni sem sakfelldur var fyrir að stela bíl og keyra hann í klessu. Maðurinn var dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi í Hæstarétti eins og í héraðsdómi en í héraðsdómi voru þrír mánuðir af dómnum óskilorðsbundnir

Milljóna tjón af völdum hraðahindrana

Hraðahindrandir á götum höfuðborgarinnar valda skemmdum á strætisvögnum upp á margar milljónir króna á ári hverju. Verst er ástandið á leið 28 í Kópavogi en þar hafa þrír gírkassar eyðilagst það sem af er þessu ári. Hver viðgerð kostar um eina milljón. Strætó bs. og borgaryfirvöld funda um málið á næstunni.

Dómi vegna blygðunarbrots vísað heim í hérað

Hæstiréttur hefur ómerkt og sent heim í hérað dóm yfir karlmanni sem dæmdur var í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir húsbrot, brot gegn blygðunarsemi og barnaverndarlögum.

Bruninn á Grettisgötu: Eigandinn vaktaði húsið

Sigurður Ólason eigandi Grettisgötu 61 sem kviknaði í í nótt segist sjálfur hafa vaktað húsið í vikunni. Hann sagði i leigjendum upp um mánaðarmótin og enginn hefur verið í húsinu síðan um helgina.

Tófan Birta aflífuð af lögreglu

"Þetta var algjör óþarfi," segir Kristján Einarsson grenjaskytta á Flateyri en tófan Birta, sem hann hefur haft sem húsdýr í garði sínum frá því í vor, var aflífuð í gær.

Sex mánaða fangelsi fyrir árás með glerflösku

Hæstiréttur staðfesti í dag hálfs árs fangelsisdóm héraðsdóms yfir karlmanni sem ákærður var fyrir líkamsárás. Manninum var gefið að sök að hafa slegið annan karlmann með glerflösku í andlitið þannig að hún brotnaði og fórnarlambið hlaut tvo alldjúpa skurði fyrir ofan vinstra auga.

Sjö létust þegar brú í Dubai hrundi

Sjö manns létust og meira en 15 manns slösuðust þegar brú sem var í byggingu féll saman í Dubai fyrr í dag. Samkvæmt heimildum lögreglu virðist hrun brúarinnar vera afleiðing galla í byggingarvinnunni.

Félagasamtök barna með geðraskanir styrkt

Jón Gnarr hleypti í dag af stokkunum verkefninu Þú gefur styrk sem er á vegum Sparisjóðsins og félagasamtaka barna og unglinga með geðraskanir. Jón hefur tekið þátt í starfi ADHD samtakanna, sem eru ein þeirra samtaka sem styrkt eru í ár. Samtökin eru til stuðnings fólki með athyglisbrest og ofvirkni.

Dagur og Bryndís ávarpa starfsfólk OR

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Bryndís Hlöðversdóttir, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur ætla á eftir að ávarpa starfsmenn OR í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Bæjarháls. Tilefnið eru þær hræringar sem átt hafa sér stað í tengslum við dótturfyrirtæki OR, Reykjavík Energy Invest.

Skaut hvert fórnarlamb mörgum sinnum

Finnska lögreglan sagði á blaðamannafundi í dag að fjöldamorðinginn sem varð átta að bana í menntaskóla í Tuusula í gær hafi ætlað að drepa eins marga og hann gæti. Hann hafi skotið hvert fórnarlamb mörgum sinnum, í einu fórnarlambanna fundust 20 byssukúlur. Það sýni hversu brjálaður og ofbeldisfullur Pekka-Eric Auvinen hafi verið.

DV braut alvarlega gegn siðareglum BÍ

Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hefur komist að því þeirri niðurstöðu að DV hafi brotið alvarlega gegn siðareglum félagsins í umfjöllun um karlmann í blaðinu fjóra daga í ágúst og september síðastliðnum.

10 boðorð mafíunnar

Þegar mafíuforinginn Salvatore Lo Piccolo var handtekinn á Sikiley á mánudag fundu lögreglumennirnir vélritað blað þar sem á voru hin tíu boðorð mafíunnar.

Dillandi göngulag kvenna villandi

Dillandi göngulag kvenna er líklegt til að vekja athygli karlmanna á konum, en er ekki merki um að þær séu tilbúinar að ala af sér börn. Rannsókn við Queen háskólann í Ontarío í Kanada leiddi þetta í ljós en í henni var meðal annars skoðað magn kynhormóna í munnvatni kvenna.

Íbúðalánsjóður veitti 13.500 viðbótarlán á fimm árum

Íbúðalánsjóður veitti alls 13.500 viðbótarlán vegna íbúðakaupa á árunum 1999 til 2004. Þetta kemur fram í svari Jóhönnu Sigurðardóttur, félagsmálaráðherra við fyrirspurn Birkis J. Jónssonar, alþingismanns, um félagslegar íbúðir og málefni íbúðalánasjóðs.

Byssumaðurinn skildi eftir sjálfsmorðsbréf

Finnska lögreglan segir að byssumaður sem varð átta manns að bana í menntaskóla í Tuusula í gær hafi skrifað sjálfsmorðsbréf áður en hann framdi ódæðin. Hún hefur einnig til rannsóknar hatursfull skrif sem hann skildi eftir sig á internetinu þar sem hann lýsti vanþóknun sinni á samfélaginu.

Lagt til að kaup á vændi verði gert refsivert

Lagt er til að Íslendingar innleiði hina svokölluðu sænsku leið og geri kaup á vændi refisvert samkvæmt frumvarpi sem lagt hefur verið fram á Alþingi. Alls standa níu þingmenn úr þremur flokkum á bak frumvarpið.

Lögreglumenn á Selfossi sýknaðir eftir bumbuslagsmál

Tveir lögreglumenn frá Selfossi voru í dag sýknaðir af tæplega 16 milljón króna skaðabótakröfu frá konu sem heldur því fram að örorka sem hún hlaut eftir slys árið 2003 megi rekja til fyllerísláta lögreglumannanna.

Skipulagstillögur á Kársnesi formlega slegnar út af borðinu

Á fundi skipulagsnefndar Kópavogs síðastliðinn þriðjudag var tekin formleg ákvörðun um að hafna skipulagstillögunum sem lagðar voru fram í júlí um breytt aðal-, deili- og svæðisskipulag fyrir hafnarsvæði Kársness. Þetta var staðfest á fundi bæjarráðs í dag. Tillögurnar féllu í grýttan jarðveg hjá íbúum á Kársnesinu og bárust bæjaryfirvöldum um 1700 athugasemdir vegna málsins. Ákveðið var að draga í land með uppbyggingu á nesinu og var sú ákvörðun staðfest formlega á þriðjudag.

Skorinn upp á höfði í stað hnés

Emanuel Didas sem lagður var inn á sjúkrahús í Tansaníu eftir mótorhjólaslys og beið eftir hnéuppskurði liggur nú meðvitundarlaus á gjörgæslu eftir uppskurð á höfði. Spítalinn gerði þessi afdrifaríku mistök eftir að nöfnum tveggja sjúklinga var ruglað saman, en mennirnir bera sama fornafn.

Tveir látnir eftir þyrluslys á Ítalíu

Tveir eru látnir eftir að bandarísk þyrla hrapaði til jarðar á Ítalíu í dag. Þyrlan var að gerðinni Blackhawk og hrapaði til jarðar á norðurhluta Ítalíu með 10 manns um borð. Að minnsta kosti tveir þeirra eru látnir samkvæmt heimildum lögreglu.

Neyðarástand í Georgíu

Neyðarástand ríkir nú í Tblisi höfuðborg Georgíu eftir að átök milli lögreglu og stjórnarandstæðinga í mótmælum í gær. Öll mótmæli eru nú bönnuð í landinu og einungis ríkissjónvarpið getur sent út efni.

Segir ráðherra skaða samningsstöðu Íslands

Misvísandi skilaboð ráðherrra varðandi afstöðu til íslenska ákvæðisins í loftlagssamningi Sameinuðu þjóðanna getur skaðað samningsstöðu Íslands. Þetta kom fram í máli Sivjar Friðleifsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, á Alþingi. Sagði hún ráðherrana tala í kross.

Landsvirkjun skiptir yfir í dollara

Ríkisfyrirtækið Landsvirkjun hættir að nota krónuna sem starfrækslumynt um áramót og skiptir yfir í bandaríkjadollar. Þetta gerist samhliða ákvörðun um að færa bókhald samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum, sem veldur því að heimsmarkaðsverð á áli hefur framvegis mun meiri áhrif á efnahag fyrirtækisins.

Sjá næstu 50 fréttir