Fleiri fréttir

Leggst gegn Bitrunvirkjun

Skipulags- og byggingarnefnd Hveragerðisbæjar leggst alfarið gegn fyrirhugaðri Bitruvirkjun á Hengilssvæðinu þar sem hún er talin hafa veruleg skaðleg áhrif á möguleika Hveragerðis og nágrennis sem íbúða- og ferðamannasvæðis.

Ósvífin og siðlaus ákvörðun hjá bönkunum

Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, vill láta kanna hvort bankar hafi lagalega heimild til að meina íbúðakaupendum að yfirtaka húsnæðislán. Segir hún að ákvörðun bankanna sé bæði ósvífin og siðlaus og bitni verst á þeim sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð. Mun hún ræða málið við viðskiptaráðherra.

Hefur hryggbrotið meira en 150 menn

Serbnesk kona hefur hryggbrotið meira en 150 menn, af því að hún hefur ekki enn fundið draumaprinsinn. Milunka Dabovic er 38 ára. Hún býr hjá móður sinni í bænum Maskova í miðhluta Serbíu. Milunka fékk fyrsta bónorðið þegar hún var 14 ára gömul og síðan þá hafa þau streymt til hennar.

Myndband á YouTube talið tengt skotárás í Finnlandi

Tveir hið minnsta eru látnir og einhverjir særðir eftir að 18 ára piltur hóf skotárás í Jokela-skólanum í bænum Tuusula í Suður-Finnlandi. Meðal þeirra sem urðu fyrir skoti var skólastjórinn.

Dæmdur hafnarstjóri heldur starfinu

Hafnarstjórinn á Raufarhöfn var í Héraðsdómi Norðurlands Eystra í dag dæmdur til að greiða 150 þúsund krónur í ríkissjóð fyrir tollalagabrot. Hafnarstjórinn keypti 32 lítra af vodka af skipverjum togara sem lá í Raufarhafnarhöfn og kom fyrir í áhaldahúsi bæjarins.

Happanærur og keðjutölvupóstar vinsælust

Happa nærbuxur og áframsending keðjutölvupósta eru meðal vinsælustu hjátrúum Breta. Meira en helmingur þeirra sem tóku þátt í nýrri rannsókn segja að þeir trúi því að ef þeir fylgi sérstökum hefðum verði þeir heppnir, eða komist hjá óheppni. Hjátrú í sambandi við Internetið og drykkju er meira áberandi hjá yngra fólki samkvæmt rannsókninni.

Aðgerðin vel heppnuð

Læknar á Indlandi hafa framkvæmd umfangsmikla aðgerð á tveggja ára stúlku sem fæddist með fjórar hendur og jafn marga fætur. Afgangslimir voru fjarlægðir. Aðgerðin mun hafa gengið vonum framar.

Ljósastaurar standast ekki Evrópustaðla

Ljósastaurar við vegi eins og Reykjanesbraut, Vesturlandsveg og víðar standast ekki Evrópustaðla. Þeir eru taldir hættulegir og hafa aldrei verið árekstrarprófaðir.

Vill að Ísland sækist eftir undanþáguákvæði í komandi loftlagssamningum

Íslensk stjórnvöld eiga að freista þess að fá aftur undanþáguákvæði vegna takmarkana á losun gróðurhúsaloftegunda þegar loftlagssamningur Sameinuðu þjóðanna verður endurnýjaður árið 2012. Þetta kom fram í máli Geirs H. Haarde, forsætisráðherra, í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.

Mótmæli ef neyðarlög ekki afnumin

Stjórnarandstæðingar í Pakistan köstuðu í morgun niður stríðshanskanum og skoruð á Musharraf forseta landsins að afnema neyðarlög sem hann setti um síðustu helgi. Umfangsmikil mótmæli verða boðuð á næsta þriðjudag gangi hann ekki að kröfunni.

Lífrænum loðdýraúrgangi breytt í útflutningsverðmæti

Íslensk loðdýrarækt breytir sjö þúsund tonna úrgangi í fimmhundruð milljóna króna útflutningsverðmæti, segja loðdýrabændur. Þeir segja aðgerðir umhverfissinna gegn loðdýrabúum í Evrópu aðeins hrekja slíkan rekstur til ríkja þar sem eftirlit er ekkert.

Þjóðarsorg í Afganistan

3 daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Afganistan eftir að 41 hið minnsta týndi lífi í sjálfsvígssprengjuárás norður af höfuðborginni Kabúl í gær. Árásin eru sú mannskæðasta í landinu síðan fjölþjóðlegt herlið - undir forystu Bandaríkjamanna - gerði innrás 2001 og steypti stjórn Talíbana. Þeir segjast ekki bera ábyrgð á ódæðinu.

Mótmælt í Georgíu

Óeirðalögreglumenn notuðu táragas, vatnsþrýstidælur og kylfur til að dreifa mótmælendum í Tíblisi, höfuðborg Georgíu í morgun. Mótmælt var þar í morgun - sjötta daginn í röð. Afsagnar Mikhaíls Saakashvilis forseta, er krafist vegna ásakan um spillingu og einræðistilburði.

Þegar farnir að krefjast hæstu vaxta

Sparisjóðir og Frjálsi fjárfestingarbankinn eru þegar farnir að krefjast hæstu vaxta ef íbúðalán með 4,15 prósenta vöxtum skipta um hendur vegna íbúðakaupa eins og Kaupþing hefur boðað frá og með næstu mánaðamótum.

Mikill skilningur og vilji en engar efndir

„Þeir lýstu yfir miklum skilningi á málinu, sögðu að það skorti ekki vilja og að þetta væri ágæt áminning um hvert vandamálið væri. Mín túlkun er sú að í krafti þessara yfirlýsinga þá hljóti þeir að bregðast við," segir Gylfi Páll Hersir, stjórnarmaður í Aðstandendafélagi heimilisfólks á hjúkrunarheimilinu Skjóli, um fund með fjárlaganefnd í morgun vegna vanda hjúkrunarheimila landins.

Eins og að stela DVD úr verslun

Þeir sem standa í ólöglegum skráarskiptum á netinu og hlaða niður íslenskum sjónvarpsþáttum eru rekjanlegir, rétt eins og þeir sem kaupa barnaklám á netinu. Fólk áttar sig oft ekki á því að þátttaka og viðskipti við starfsemi af þessu tagi getur verið afbrot í sjálfu sér. Þetta segir Ari Edwald forstjóri 365 miðla um ólöglegt niðurhal myndefnis á netinu.

Ökumenn taka ekki tillit til forgangsakreina Strætó

Lagt er til að forgangsakreinar fyrir strætisvagna og leigubíla verði sérstaklega skilgreindar í umferðarlögum samkvæmt frumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi. Töluvert hefur borið á því að ökumenn taki ekki tillit til þesara akreina. Verði frumvarpið samþykkt munu þeir ökumenn sem nýta sér akreinarnar í heimildarleysi verða sektaðir.

Halldór vill meira samstarf við Rússa

Halldór Ásgrímsson framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar segir að Norðurlöndin verði að finna leiðir til að hafa Rússa með í samstarfinu á Eystrasaltssvæðinu.

Olíuleki út frá pakkningu leiddi til þess að þrýstingur féll

Fokker-flugvél Flugfélags Íslands, sem þurfti nauðlenda á Egilsstaðaflugvelli í gærkvöld, heldur til Reykjavíkur síðar í dag. Í ljós hefur komið að olíuleiki út frá pakkningu varð þess valdandi að olíuþrýstingur í öðrum hreyfli vélarinnar féll skömmu eftir að hún lagði upp frá Egilsstöðum.

Flugvirkjar á leið austur

Flugvirkjar frá Flugfélagi Íslands eru nú á leið til Egilsstaða til að skoða og gera við Fokker-vélina, sem lenti þar skömmu eftir flugtak í gær vegna þess að annar hreyfill hennar bilaði.

Eldur í jeppa í Fossvogi

Stór nýlegur jeppi skemmdist töluvert eftir að eldur kom upp i honum mannlausum á bílastæði í Fossvogshverfi í Reykjavík í gærkvöldi.

Ekið á hross við Akureyri í gær

Hross drapst eftir að vöruflutningabíll ók á það á þjóðveginum norðan við Akureyri í gærkvöldi. Ökumaðurinn slapp ómeiddur en bíllinn skemmdist eitthvað.

Fáfnismenn verða Vítisenglar um áramót

Mótorhjólasamtökin Fafner Iceland MC munu væntanlega verða tekin inn í Hells' Angels um áramótin næstu. Heimildarmenn Vísis sem þekkja vel til málsins segjast fullvissir um að þetta standi til. Gerist það mun Fáfnisheitið hverfa af vestum meðlima Fáfnis og Hells' Angels merkið koma í staðinn.

Uppdópaður á flótta með þýfi

Ölvaður og lyfjaður ökumaður reyndi að stinga lögregluna á höfuðborgarsvæðinu af upp úr klukkan fjögur í nótt, ók yfir tvenn gatnamót á móti rauðu ljósi og öfugu megin í gegnum hringtorg, uns hann gafst upp á Hringbrautinni.

Danir tóku þátt í tilraunum nasista í Buchenwald

Samstarf Dana við Þjóðverja á tímum nasista og seinni heimstryjaldarinnar var umtalsvert meira en Danir hafa hingað til viljað viðurkenna. Ný bók afhjúpar meðal annars þátttöku Dana í lyfjatilraunum á sígaunum í Buchenwald útrýmingarbúðunum.

Ný pláneta fundin sem líkist jörðinni

Stjörnmufræðingar hafa uppgvötvað nýja plánetu sem er í aðeins fjörutíu og eins ljósárs fjarlægð frá jörðunni. Það sem athygli vekur er að sólkerfið sem plánetan tilheyrir, líkist mjög okkar sólkerfi.

Hélt að mín síðasta stund væri runnin upp

Davíð Davíðsson, einn farþeganna sem voru um borð í Fokker vél Flugfélags Íslands sem nauðlenti á Egilsstaðaflugvelli í kvöld segist hafa haldið að hans síðasta stund væri runnin upp þegar flugfreyjan tilkynnti að nauðlending á landi væri fyrirhuguð og bað fólk um að halla sér fram í sætum sínum. Hann segir áhöfn vélarinnar hafa staðið sig með sóma en gagnrýnir flugfélagið fyrir að gera ekki betur við farþegana þegar vélin hafði lent heilu og höldnu.

Vítisengill í Leifsstöð með morðingjamerki á vestinu

Annar Vítisengillinn sem var hér á landi í vor og Vísir sagði frá í gær var á meðal þeirra sem reyndu að komast inn í landið á föstudaginn var. Hann hefur nú öðlast full réttindi innan samtakanna auk þess sem hann skartar merki sem þýðir að hann hafi myrt í þágu félaga sinna.

Flugmálastjórn segir ásakanir slökkviliðsmanna rangar

Flugmálastjórnin á Keflavíkurflugvelli hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að ásakanir þær sem komi fram í ályktun fulltrúaráðs Landssambands slökkviliðsmanna séu rangar. Ekki hafi verið dregið úr öryggiskröfum á flugvellinum og þvert á móti hafi viðbúnaður við hreinsun og hálkuvarnir á flugbrautum verið aukinn.

Andlát: Marta G. Guðmundsdóttir

Marta G. Guðmundsdóttir kennari og Grænlandsjökulsfari lést á krabbameinsdeild Landspítalans í gær, 37 ára að aldri.

Ekið á gangandi vegfaranda á Bústaðavegi

Gangandi vegfarandi varð fyrir bíl á Bústaðavegi á móts við Grímsbæ fyrir stundu. Að sögn lögreglu liggja engar upplýsingar fyrir um líðan hins slasaða en hann er þó með meðvitund. Ekkert liggur heldur fyrir um tildrög slyssins.

Óttast um öryggi flugfarþega á Keflavíkurflugvelli

Fækkað hefur um tæplega helming á vöktum slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli frá brotthvarfi hersins. Kæmi upp alvarlegt flugslys á vellinum myndi slökkvilið vallarins einungis hafa mannskap til að berjast við eld utanfrá, ekki bjarga fólki. Þetta segir Borgar Valgeirsson formaður félags slökkviliðsmanna á Keflavíkurflugvelli.

Sjá næstu 50 fréttir