Fleiri fréttir Herforingja hunsa Sameinuðu þjóðirnar Herforingjastjórnin í Burma hefur hafnað beiðni sérlegs sendiherra Sameinuðu þjóðanna um þríhliða viðræður við Aung San Suu Kyi, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu. 6.11.2007 19:14 Ósmekklegt að draga Geir inn í málið Forsætisráðherra var tilkynnt um samning um samruna REI og Geysis Green Energy áður en kynningarfundur var haldinn á samrunanum í byrjun október. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir ósmekklegt að draga forsætisráðherra inn í málið. 6.11.2007 19:09 Mannskæð hópslagsmál kvenna Ófrísk kona beið bana og tvær aðrar slösuðust alvarlega í hópslagsmálum þrjátíu ungra kvenna í Los Angeles í gær. 6.11.2007 19:02 Villi sagði Geir frá samrunanum í „tveggja manna tali“ Geir Haarde segir fráleitt að halda því fram að hann hafi lagt blessun sína yfir samruna Geysis Green Energy og REI. Hann segir að Vilhjálmur Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur hefði ekki kynnt honum efnislega fyrirætlanir um samrunann áður en kynningarfundur var haldinn um málið fyrir borgarstjórnarmeirihlutann. Vilhjálmur hafi reyndar minnst á fyrirætlanirnar í „tveggja manna tali“, án þess að fara efnislega yfir málið. Þetta kom fram í viðtali sem Geir veitti í kvöldfréttum RÚV. Geir hefur neitað að tjá sig um málið við Vísi og fréttastofu Stöðvar 2 í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. 6.11.2007 18:41 Enn eitt dauðafley á Miðjarðarhafi Að minnsta kosti 50 Afríkumenn létu lífið í bát sem þeir reyndu að sigla frá Senegal til Kanaríeyja. 6.11.2007 17:58 Umhverfisráðherra hnekkir ákvörðun Skipulagsstofnunar Umhverfisráðuneytið hefur hnekkt ákvörðun Skipulagsstofnunar um að fyrirhuguð virkjun í Hverfisfljóti skuli ekki sæta mati á umhverfisáhrifum. Í úrskurði ráðuneytisins kemur fram að ráðuneytið telji að umhverfisáhrif framkvæmdanna geti orðið umtalsverð og því verði ekki komist hjá því að fallast á kröfu kærenda um að framkvæmdin sæti mati á umhverfisáhrifum. 6.11.2007 17:22 Danir og Norðmenn auka herstyrk sinn í Afganistan Norðmenn ætla að auka liðsstyrk sinn í Afganistan á næsta ári. Þangað á meðal annars að senda tvær eða þrjár þyrlur. 6.11.2007 17:16 Gísli Marteinn: Björn Ingi er konungur smjörklípunnar Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, deildi hart á Björn Inga Hrafnsson á borgarstjórnarfundi í dag vegna REI-málsins og kallaði Björn Inga meðal annars konung smjörklípunnar. 6.11.2007 17:09 Lögreglan myndar Skagfirðinga Dagurinn virðist hafa verið rólegur hjá helstu lögregluembættum landsins. Á Sauðárkróki eru menn að prófa sig áfram með hraðamyndavél sem er nýjasta græja embættisins. Myndavélin hefur fest nokkra skagfirðingi á ólöglegum hraða það sem af er degi. 6.11.2007 16:49 Kenýska lögreglan ásökuð um fjöldamorð Kenýska lögreglan hefur verið ásökuð um tengingu við morð sem líktust aftökum á næstum 500 manns í Nairobi á síðustu fimm mánuðum. Þarlend mannréttindasamtök settu ásökunina fram eftir rannsókn á hvarfi hundruð manna úr Mungiki klíkunni. 6.11.2007 16:31 Evrópa verður að herða sig gegn hryðjuverkum Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vill að Evrópuríki herði baráttuna gegn hryðjuverkum með því að ráðast á vefsíður öfgasamtaka. 6.11.2007 15:53 Fjórtán teknir fyrir ölvunarakstur um helgina Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók alls fjórtán ökumenn fyrir ölvunarakstur um síðustu helgi. Í öllum tilvikum var um að ræða karlmenn á aldrinum 22 til 47 ára. 6.11.2007 15:53 Sprengja grandar meira en 90 í Afghanistan Meira en 90 manns eru látnir eða slasaðir eftir sjálfsmorðssprengingu í norðurhluta Afghanistan í dag. Að minnsta kosti fimm meðlimir afghanska þingsins létust í tilræðinu sem varð í bænum Baghlan. Fleiri þingmenn munu hafa slasast. 6.11.2007 15:26 Þriðjungur ökumanna ók of hratt á Korpúlfsstaðavegi Um þriðjungur ökumanna sem ók um Korpúlfsstaðaveg á einni klukkstund eftir hádegi í gær reyndist aka of hratt og á von á sektum. Eftir því sem segir í frétt lögreglunnar voru brot 37 manna mynduð þar sem þeir óku vestur Korpúlfsstaðaveg til móts við Bakkastaði. 6.11.2007 15:23 Jóhannes í Bónus ósáttur með ritstjóra Morgunblaðsins Jóhannes Jónsson hefur sent frá sér grein þar sem hann undrast vinnubrögð Styrmis Gunnarssonar ritstjóra Morgunblaðsins. Skyldi þetta vera enn ein ofsóknin af hálfu ritstjórans í garð fyrirtækja fjölskyldu minnar? Spyr Jóhannes og heldur því einnig fram að fréttamat Morgunblaðsins ráðist af persónulegri óvild ritstjórans. 6.11.2007 15:21 Funda með fjárlaganefnd vegna manneklu á hjúkrunarheimilum Fulltrúar frá Aðstandendafélögum heimilisfólks á hjúkrunarheimilunum Skjóli og Droplaugarstöðum í Reykjavík og Holtsbúð í Garðabæ ganga í fyrramálið á fund fjárlaganefndar Alþingis vegna manneklu á hjúkrunarheimilunum þremur og víðar. 6.11.2007 15:11 Alþingi staðfestir bráðabirgðalög vegna raflagna á varnarsvæðinu Alþingi staðfesti í dag bráðarbirgðalög ríkisstjórnarinnar frá því í júlí um notkun raflagna og raffanga á gamla varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli. 6.11.2007 15:05 Eiturefni í náttúru Norðurlanda Í nýrri skýrslu sem gefin er út á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar kemur í ljós að hættuleg eiturefni eru í náttúru Norðurlanda. 6.11.2007 15:01 Mega skoða berar stelpur Kristnir þrýstihópar í Bandaríkjunum eru æfir yfir því að varnarmálaráðuneytið hefur ákveðið að leyfa að tímarit eins og Playboy og Penthouse verði seld í herstöðvum sínum. 6.11.2007 14:49 Íslendingar í slagtogi við einn frægasta rasista Bandaríkjanna Heimasíðan skapari.com, sem hefur vakið mikla athygli undanfarna daga fyrir ýmiss konar rasískan áróður sem þar er að finna er haldið út af einum þekktasta talsmanni þjóðernishyggju í Bandaríkjunum. 6.11.2007 14:27 Kexpakkar kallaðir inn Nathan & Olsen hefur af öryggisástæðum kallað inn tiltekna tegund af súkkulaðikremkexi sem nefnist Crawford´s vegna ótta við að í einhverjum kexkökum kunni að leynast örsmáir bútar af vír. 6.11.2007 14:21 OR gerir athugasemdir við leiðara Moggans Orkuveita Reykjavíkur hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem gerðar eru athugasemdir vegna „meinlegs misskilnings eða vanþekkingar sem fram kemur hjá leiðarahöfundi Morgunblaðsins í dag," eins og það er orðað. 6.11.2007 14:02 Staðfesti að Vilhjálmur hafi kynnt REI málið fyrir forsætisráðherra Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, þáverandi borgarstjóri, kynnti samruna Geysis Green Energy og Reykjavík Energy Invest fyrir Geir H. Haarde, forsætisráðherra, áður en kynningarfundur var haldinn um málið fyrir þáverandi borgarstjórnarmeirihluta. Þetta staðfesti Jón Kristinn Snæhólm, fyrrverandi aðstoðarmaður Vilhjálms, í samtali við Vísi. 6.11.2007 13:53 Vill ekki tjá sig um vitneskju sína um REI-mál Geir H. Haarde forsætisráðherra vill ekki tjá sig um ummæli Björns Inga Hrafnssonar, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins, um vitneskju Geirs um samruna REI og Geysis Green Energy. 6.11.2007 13:18 Byggja varnargarð vegna eldgoss á Jövu Verkamenn á eyjunni Jövu á Indónesíu keppast nú við að koma upp varnarmúrum í hlíðum eldfjalls sem talið er að muni gjósa á næstu klukkustundum. 6.11.2007 13:12 Bhutto til Islamabad en ræðir ekki við Musharraf Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, fór til Islamabad í morgun en sagðist við brottförina ekki mundu ræða við Musharraf forseta, sem nú ríkir í skjóli neyðarlaga. 6.11.2007 12:59 Óvenjuleg halastjarna sést með berum augum Óvenjuleg halastjarna, sem að jafnaði er svo dauf að hún sést ekki nema í öflugum sjónaukum, sést nú allt í einu með berum augum, ef skyggni er gott. 6.11.2007 12:54 Baugur aldrei fengið úthlutað lóð í Reykjavík Baugur hefur aldrei fengið úthlutað lóð í Reykjavík undir matvöruverslun samkvæmt yfirlýsingu frá forstjóra Haga. 6.11.2007 12:35 Aukin eftirspurn hækkar matvælaverð Matvælaverð mun hækka í framtíðinni þar sem eftirspurn eftir landbúnaðarvörum mun aukast á sama tíma og vatn til framleiðslunnar verður af skornum skammti segir Martin Hawthorn, yfirmaður stefnumótunar ensku bændasamtakanna. 6.11.2007 12:15 Ekki hægt að yfirtaka íbúðalán á lægri vöxtum en nú gilda Kaupþing hefur tekið fyrir þann möguleika að íbúðakaupendur geti yfirtekið húsnæðislán við bankann á lægri vöxtum en nú gilda. Talið er að þetta geti gert fólki erfitt að selja eignir sínar. 6.11.2007 12:08 Maddie – Vettvangnum spillt á einum klukkutíma Sönnunargögnum í íbúð McCann hjónanna í Praia da Luz var algjörlega spillt á innan við einum klukkutíma eftir að hvarf Madeleine uppgötvaðist. Þetta er haft eftir tveimur fyrstu lögreglumönnunum sem komu á vettvang við upphaf rannsóknarinnar. 6.11.2007 11:58 Áhrif fíkniefnafundar kemur fram eftir tvo mánuði Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir að það komi í ljós eftir einn til tvo mánuði hvaða áhrif umtalsverður fíkniefnafundur á síðustu vikum hafi á fíkniefnamarkaðinn. 6.11.2007 11:50 Toys 'R' Us á Íslandi tekur Bindeez úr sölu Toys 'R' Us leikfangaverslunin, sem opnaði í Kópavogi fyrir skemmstu, hefur ákveðið að taka svokölluð Bindeez leikföng úr sölu. Þetta er gert eftir ábendingar um að hættulegt sé fyrir börn að stinga perlum sem fylgja leikfanginu upp í sig. 6.11.2007 11:32 Auðvelt að fá jólasveina en vantar Grýlu Jólasveinaþjónustur eru nú að fara í fullan gang fyrir jólavertíðina. Yfirjólasveinninn Sæmundur Magnússon hjá jólasveinaþjónustunni Jólasveinarnir segir að ekkert þýði að auglýsa eftir fólki til að leika jólasveina, fólk leiti til hans af afspurn ef það hafi áhuga á að leika jólasvein; „Annað hvort hefurðu þetta í þér eða ekki. Nú sárvantar hins vegar Grýlu.“ 6.11.2007 11:22 Sakar Neytendasamtökin um hótanir Formaður Tannlæknafélags Íslands segir Neytendasamtökin hafa staðið í hótunum í tengslum við könnun samtakanna á verðskrá tannlækna. Samtökin birtu lista þeirra tannlækna sem ekki svöruðu könnuninni. Eðlileg vinnubrögð segir formaður Neytendasamtakanna. 6.11.2007 11:09 Framtíð Caitlin litlu ræðst eftir þrjár vikur „Það kemur fyrir að ég horfi löngunar augum á fólkið koma til landsins. Þá er ég að vona að hann gefist bara upp og hún birtist allt í einu. Ég veit þetta hljómar hálf geðveikislega en ég sveiflast bara upp og niður alla daga,“ segir Dagbjört Rós Halldórsdóttir sem stendur í forræðisdeilu við bandarískan eiginmann sinn. 6.11.2007 11:08 Saman í forvali vegna nýs Herjólfs Vestmannaeyjabær og Vinnslustöðin hafa komist að samkomulagi um að taka saman þátt í forvali vegna útboðs á rekstri ferju sem ætlað er að sigla milli Eyja og Bakkafjöru. 6.11.2007 11:03 Býður bakið á sér fyrir auglýsingar Breskur maður býður nú fyrirtækjum möguleikann á að auglýsa á baki sínu með húðflúri. Jonathan Mothers er 25 ára og vill fá 123 milljónir til að halda húðflúrinu á bakinu fyrir lífstíð. Mothers ætlar sér að ferðast fyrir peningana og segir að hann muni sýna bakið á sér eins mörgum og hann mögulega getur. 6.11.2007 11:01 Segir forsætisráðherra hafa vitað um samruna fyrir kynningarfund Geir H. Haarde forsætisráðherra var tilkynnt um samruna REI og Geysir Green Energy áður en frægur kynningarfundur var haldinn um samrunann í stöðvarstjórahúsi Orkuveitunnar þar sem saman voru komnir meirihlutinn í borgarstjórn, yfirstjórn Orkuveitunnar og fulltrúar Akraness og Borgarbyggðar. 6.11.2007 10:46 Mikill verðmunur milli tannlækna Allt að þrefaldur verðmunur er á þjónustu tannlækna samkvæmt könnun Neytendasamtakanna. Fjöldi tannlækna neitaði að senda samtökunum upplýsingar um verðskrá. 6.11.2007 10:13 Býður þrjár milljónir fyrir kynmök með hestum Lögreglan í Tromsö rannsakar nú mál manns sem grunaður er um að hafa boðið nokkrum reiðskólum allt að 300 þúsund norskar krónur, yfir þrjár milljónir íslenskra króna, fyrir að fá að hafa mök við hesta. 6.11.2007 10:02 Tuttugu handteknir í hryðjuverkamáli á Ítalíu Ítalska lögreglan handtók í morgun 20 manns, allt útlendinga, sem grunaðir eru um að tilheyra íslömskum hryðjuverkahópum sem skipulögðu sjálfsmorðsárásir í Írak og Afganistan 6.11.2007 09:14 Konungur Saudi-Arabíu hittir páfann Abdullah konungur Saudi-arabíu mun hitta páfann að máli í dag en þetta mun í fyrsta sinn í sögunni sem slíkt gerist. 6.11.2007 08:42 Kynferðisleg misnotkun í skóla Oprah Winfrey Spjallþáttadrottningin Oprah Winfrey er miður sín þessa daganna eftir að í ljós kom að ein af forstöðukonum stúlknaskóla hennar í Suður-Afríku hefði misnotað nemendur skólans kynferðislega. 6.11.2007 08:30 Fölsk síða með danadrottningu á Myspace Hin vinsæla vefsíða Myspace hýsir falskar heimasíður af norrænu kóngafólki svo sem Margréti Þórhildi Danadrottingu og Jóakim prins. 6.11.2007 08:14 Sjá næstu 50 fréttir
Herforingja hunsa Sameinuðu þjóðirnar Herforingjastjórnin í Burma hefur hafnað beiðni sérlegs sendiherra Sameinuðu þjóðanna um þríhliða viðræður við Aung San Suu Kyi, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu. 6.11.2007 19:14
Ósmekklegt að draga Geir inn í málið Forsætisráðherra var tilkynnt um samning um samruna REI og Geysis Green Energy áður en kynningarfundur var haldinn á samrunanum í byrjun október. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir ósmekklegt að draga forsætisráðherra inn í málið. 6.11.2007 19:09
Mannskæð hópslagsmál kvenna Ófrísk kona beið bana og tvær aðrar slösuðust alvarlega í hópslagsmálum þrjátíu ungra kvenna í Los Angeles í gær. 6.11.2007 19:02
Villi sagði Geir frá samrunanum í „tveggja manna tali“ Geir Haarde segir fráleitt að halda því fram að hann hafi lagt blessun sína yfir samruna Geysis Green Energy og REI. Hann segir að Vilhjálmur Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur hefði ekki kynnt honum efnislega fyrirætlanir um samrunann áður en kynningarfundur var haldinn um málið fyrir borgarstjórnarmeirihlutann. Vilhjálmur hafi reyndar minnst á fyrirætlanirnar í „tveggja manna tali“, án þess að fara efnislega yfir málið. Þetta kom fram í viðtali sem Geir veitti í kvöldfréttum RÚV. Geir hefur neitað að tjá sig um málið við Vísi og fréttastofu Stöðvar 2 í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. 6.11.2007 18:41
Enn eitt dauðafley á Miðjarðarhafi Að minnsta kosti 50 Afríkumenn létu lífið í bát sem þeir reyndu að sigla frá Senegal til Kanaríeyja. 6.11.2007 17:58
Umhverfisráðherra hnekkir ákvörðun Skipulagsstofnunar Umhverfisráðuneytið hefur hnekkt ákvörðun Skipulagsstofnunar um að fyrirhuguð virkjun í Hverfisfljóti skuli ekki sæta mati á umhverfisáhrifum. Í úrskurði ráðuneytisins kemur fram að ráðuneytið telji að umhverfisáhrif framkvæmdanna geti orðið umtalsverð og því verði ekki komist hjá því að fallast á kröfu kærenda um að framkvæmdin sæti mati á umhverfisáhrifum. 6.11.2007 17:22
Danir og Norðmenn auka herstyrk sinn í Afganistan Norðmenn ætla að auka liðsstyrk sinn í Afganistan á næsta ári. Þangað á meðal annars að senda tvær eða þrjár þyrlur. 6.11.2007 17:16
Gísli Marteinn: Björn Ingi er konungur smjörklípunnar Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, deildi hart á Björn Inga Hrafnsson á borgarstjórnarfundi í dag vegna REI-málsins og kallaði Björn Inga meðal annars konung smjörklípunnar. 6.11.2007 17:09
Lögreglan myndar Skagfirðinga Dagurinn virðist hafa verið rólegur hjá helstu lögregluembættum landsins. Á Sauðárkróki eru menn að prófa sig áfram með hraðamyndavél sem er nýjasta græja embættisins. Myndavélin hefur fest nokkra skagfirðingi á ólöglegum hraða það sem af er degi. 6.11.2007 16:49
Kenýska lögreglan ásökuð um fjöldamorð Kenýska lögreglan hefur verið ásökuð um tengingu við morð sem líktust aftökum á næstum 500 manns í Nairobi á síðustu fimm mánuðum. Þarlend mannréttindasamtök settu ásökunina fram eftir rannsókn á hvarfi hundruð manna úr Mungiki klíkunni. 6.11.2007 16:31
Evrópa verður að herða sig gegn hryðjuverkum Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vill að Evrópuríki herði baráttuna gegn hryðjuverkum með því að ráðast á vefsíður öfgasamtaka. 6.11.2007 15:53
Fjórtán teknir fyrir ölvunarakstur um helgina Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók alls fjórtán ökumenn fyrir ölvunarakstur um síðustu helgi. Í öllum tilvikum var um að ræða karlmenn á aldrinum 22 til 47 ára. 6.11.2007 15:53
Sprengja grandar meira en 90 í Afghanistan Meira en 90 manns eru látnir eða slasaðir eftir sjálfsmorðssprengingu í norðurhluta Afghanistan í dag. Að minnsta kosti fimm meðlimir afghanska þingsins létust í tilræðinu sem varð í bænum Baghlan. Fleiri þingmenn munu hafa slasast. 6.11.2007 15:26
Þriðjungur ökumanna ók of hratt á Korpúlfsstaðavegi Um þriðjungur ökumanna sem ók um Korpúlfsstaðaveg á einni klukkstund eftir hádegi í gær reyndist aka of hratt og á von á sektum. Eftir því sem segir í frétt lögreglunnar voru brot 37 manna mynduð þar sem þeir óku vestur Korpúlfsstaðaveg til móts við Bakkastaði. 6.11.2007 15:23
Jóhannes í Bónus ósáttur með ritstjóra Morgunblaðsins Jóhannes Jónsson hefur sent frá sér grein þar sem hann undrast vinnubrögð Styrmis Gunnarssonar ritstjóra Morgunblaðsins. Skyldi þetta vera enn ein ofsóknin af hálfu ritstjórans í garð fyrirtækja fjölskyldu minnar? Spyr Jóhannes og heldur því einnig fram að fréttamat Morgunblaðsins ráðist af persónulegri óvild ritstjórans. 6.11.2007 15:21
Funda með fjárlaganefnd vegna manneklu á hjúkrunarheimilum Fulltrúar frá Aðstandendafélögum heimilisfólks á hjúkrunarheimilunum Skjóli og Droplaugarstöðum í Reykjavík og Holtsbúð í Garðabæ ganga í fyrramálið á fund fjárlaganefndar Alþingis vegna manneklu á hjúkrunarheimilunum þremur og víðar. 6.11.2007 15:11
Alþingi staðfestir bráðabirgðalög vegna raflagna á varnarsvæðinu Alþingi staðfesti í dag bráðarbirgðalög ríkisstjórnarinnar frá því í júlí um notkun raflagna og raffanga á gamla varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli. 6.11.2007 15:05
Eiturefni í náttúru Norðurlanda Í nýrri skýrslu sem gefin er út á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar kemur í ljós að hættuleg eiturefni eru í náttúru Norðurlanda. 6.11.2007 15:01
Mega skoða berar stelpur Kristnir þrýstihópar í Bandaríkjunum eru æfir yfir því að varnarmálaráðuneytið hefur ákveðið að leyfa að tímarit eins og Playboy og Penthouse verði seld í herstöðvum sínum. 6.11.2007 14:49
Íslendingar í slagtogi við einn frægasta rasista Bandaríkjanna Heimasíðan skapari.com, sem hefur vakið mikla athygli undanfarna daga fyrir ýmiss konar rasískan áróður sem þar er að finna er haldið út af einum þekktasta talsmanni þjóðernishyggju í Bandaríkjunum. 6.11.2007 14:27
Kexpakkar kallaðir inn Nathan & Olsen hefur af öryggisástæðum kallað inn tiltekna tegund af súkkulaðikremkexi sem nefnist Crawford´s vegna ótta við að í einhverjum kexkökum kunni að leynast örsmáir bútar af vír. 6.11.2007 14:21
OR gerir athugasemdir við leiðara Moggans Orkuveita Reykjavíkur hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem gerðar eru athugasemdir vegna „meinlegs misskilnings eða vanþekkingar sem fram kemur hjá leiðarahöfundi Morgunblaðsins í dag," eins og það er orðað. 6.11.2007 14:02
Staðfesti að Vilhjálmur hafi kynnt REI málið fyrir forsætisráðherra Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, þáverandi borgarstjóri, kynnti samruna Geysis Green Energy og Reykjavík Energy Invest fyrir Geir H. Haarde, forsætisráðherra, áður en kynningarfundur var haldinn um málið fyrir þáverandi borgarstjórnarmeirihluta. Þetta staðfesti Jón Kristinn Snæhólm, fyrrverandi aðstoðarmaður Vilhjálms, í samtali við Vísi. 6.11.2007 13:53
Vill ekki tjá sig um vitneskju sína um REI-mál Geir H. Haarde forsætisráðherra vill ekki tjá sig um ummæli Björns Inga Hrafnssonar, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins, um vitneskju Geirs um samruna REI og Geysis Green Energy. 6.11.2007 13:18
Byggja varnargarð vegna eldgoss á Jövu Verkamenn á eyjunni Jövu á Indónesíu keppast nú við að koma upp varnarmúrum í hlíðum eldfjalls sem talið er að muni gjósa á næstu klukkustundum. 6.11.2007 13:12
Bhutto til Islamabad en ræðir ekki við Musharraf Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, fór til Islamabad í morgun en sagðist við brottförina ekki mundu ræða við Musharraf forseta, sem nú ríkir í skjóli neyðarlaga. 6.11.2007 12:59
Óvenjuleg halastjarna sést með berum augum Óvenjuleg halastjarna, sem að jafnaði er svo dauf að hún sést ekki nema í öflugum sjónaukum, sést nú allt í einu með berum augum, ef skyggni er gott. 6.11.2007 12:54
Baugur aldrei fengið úthlutað lóð í Reykjavík Baugur hefur aldrei fengið úthlutað lóð í Reykjavík undir matvöruverslun samkvæmt yfirlýsingu frá forstjóra Haga. 6.11.2007 12:35
Aukin eftirspurn hækkar matvælaverð Matvælaverð mun hækka í framtíðinni þar sem eftirspurn eftir landbúnaðarvörum mun aukast á sama tíma og vatn til framleiðslunnar verður af skornum skammti segir Martin Hawthorn, yfirmaður stefnumótunar ensku bændasamtakanna. 6.11.2007 12:15
Ekki hægt að yfirtaka íbúðalán á lægri vöxtum en nú gilda Kaupþing hefur tekið fyrir þann möguleika að íbúðakaupendur geti yfirtekið húsnæðislán við bankann á lægri vöxtum en nú gilda. Talið er að þetta geti gert fólki erfitt að selja eignir sínar. 6.11.2007 12:08
Maddie – Vettvangnum spillt á einum klukkutíma Sönnunargögnum í íbúð McCann hjónanna í Praia da Luz var algjörlega spillt á innan við einum klukkutíma eftir að hvarf Madeleine uppgötvaðist. Þetta er haft eftir tveimur fyrstu lögreglumönnunum sem komu á vettvang við upphaf rannsóknarinnar. 6.11.2007 11:58
Áhrif fíkniefnafundar kemur fram eftir tvo mánuði Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir að það komi í ljós eftir einn til tvo mánuði hvaða áhrif umtalsverður fíkniefnafundur á síðustu vikum hafi á fíkniefnamarkaðinn. 6.11.2007 11:50
Toys 'R' Us á Íslandi tekur Bindeez úr sölu Toys 'R' Us leikfangaverslunin, sem opnaði í Kópavogi fyrir skemmstu, hefur ákveðið að taka svokölluð Bindeez leikföng úr sölu. Þetta er gert eftir ábendingar um að hættulegt sé fyrir börn að stinga perlum sem fylgja leikfanginu upp í sig. 6.11.2007 11:32
Auðvelt að fá jólasveina en vantar Grýlu Jólasveinaþjónustur eru nú að fara í fullan gang fyrir jólavertíðina. Yfirjólasveinninn Sæmundur Magnússon hjá jólasveinaþjónustunni Jólasveinarnir segir að ekkert þýði að auglýsa eftir fólki til að leika jólasveina, fólk leiti til hans af afspurn ef það hafi áhuga á að leika jólasvein; „Annað hvort hefurðu þetta í þér eða ekki. Nú sárvantar hins vegar Grýlu.“ 6.11.2007 11:22
Sakar Neytendasamtökin um hótanir Formaður Tannlæknafélags Íslands segir Neytendasamtökin hafa staðið í hótunum í tengslum við könnun samtakanna á verðskrá tannlækna. Samtökin birtu lista þeirra tannlækna sem ekki svöruðu könnuninni. Eðlileg vinnubrögð segir formaður Neytendasamtakanna. 6.11.2007 11:09
Framtíð Caitlin litlu ræðst eftir þrjár vikur „Það kemur fyrir að ég horfi löngunar augum á fólkið koma til landsins. Þá er ég að vona að hann gefist bara upp og hún birtist allt í einu. Ég veit þetta hljómar hálf geðveikislega en ég sveiflast bara upp og niður alla daga,“ segir Dagbjört Rós Halldórsdóttir sem stendur í forræðisdeilu við bandarískan eiginmann sinn. 6.11.2007 11:08
Saman í forvali vegna nýs Herjólfs Vestmannaeyjabær og Vinnslustöðin hafa komist að samkomulagi um að taka saman þátt í forvali vegna útboðs á rekstri ferju sem ætlað er að sigla milli Eyja og Bakkafjöru. 6.11.2007 11:03
Býður bakið á sér fyrir auglýsingar Breskur maður býður nú fyrirtækjum möguleikann á að auglýsa á baki sínu með húðflúri. Jonathan Mothers er 25 ára og vill fá 123 milljónir til að halda húðflúrinu á bakinu fyrir lífstíð. Mothers ætlar sér að ferðast fyrir peningana og segir að hann muni sýna bakið á sér eins mörgum og hann mögulega getur. 6.11.2007 11:01
Segir forsætisráðherra hafa vitað um samruna fyrir kynningarfund Geir H. Haarde forsætisráðherra var tilkynnt um samruna REI og Geysir Green Energy áður en frægur kynningarfundur var haldinn um samrunann í stöðvarstjórahúsi Orkuveitunnar þar sem saman voru komnir meirihlutinn í borgarstjórn, yfirstjórn Orkuveitunnar og fulltrúar Akraness og Borgarbyggðar. 6.11.2007 10:46
Mikill verðmunur milli tannlækna Allt að þrefaldur verðmunur er á þjónustu tannlækna samkvæmt könnun Neytendasamtakanna. Fjöldi tannlækna neitaði að senda samtökunum upplýsingar um verðskrá. 6.11.2007 10:13
Býður þrjár milljónir fyrir kynmök með hestum Lögreglan í Tromsö rannsakar nú mál manns sem grunaður er um að hafa boðið nokkrum reiðskólum allt að 300 þúsund norskar krónur, yfir þrjár milljónir íslenskra króna, fyrir að fá að hafa mök við hesta. 6.11.2007 10:02
Tuttugu handteknir í hryðjuverkamáli á Ítalíu Ítalska lögreglan handtók í morgun 20 manns, allt útlendinga, sem grunaðir eru um að tilheyra íslömskum hryðjuverkahópum sem skipulögðu sjálfsmorðsárásir í Írak og Afganistan 6.11.2007 09:14
Konungur Saudi-Arabíu hittir páfann Abdullah konungur Saudi-arabíu mun hitta páfann að máli í dag en þetta mun í fyrsta sinn í sögunni sem slíkt gerist. 6.11.2007 08:42
Kynferðisleg misnotkun í skóla Oprah Winfrey Spjallþáttadrottningin Oprah Winfrey er miður sín þessa daganna eftir að í ljós kom að ein af forstöðukonum stúlknaskóla hennar í Suður-Afríku hefði misnotað nemendur skólans kynferðislega. 6.11.2007 08:30
Fölsk síða með danadrottningu á Myspace Hin vinsæla vefsíða Myspace hýsir falskar heimasíður af norrænu kóngafólki svo sem Margréti Þórhildi Danadrottingu og Jóakim prins. 6.11.2007 08:14