Fleiri fréttir Discovery snýr aftur til jarðar Geimskutlan Discovery er nú á leið til jarðar eftir 11 daga dvöl við alþjóðlegu geimstöðina. Heimferðin tekur tvo daga en áætlað er að Discovery muni lenda við Kennedy geimferðarmiðstöðina í Flórída um klukkan sex síðdegis á miðvikudaginn. 5.11.2007 21:31 Múslimar reyna að bjarga jólunum Áhrifamikil samtök kristinna manna og múslima í Bretlandi ætla að reyna að bjarga jólunum frá pólitískri rétthugsun. 5.11.2007 21:30 Bandaríski flugherinn kyrrsetur F-15 orrustuþotur Bandaríski flugherinn hefur bannað allt ónauðsynlegt flug F-15 orrustuþotna eftir að þota af þeirri gerð brotlenti í Missouri fylki á föstudaginn. Ekki liggur fyrir hvað olli því að þotan hrapaði. 5.11.2007 20:53 Lendingargjöld hafa lítil áhrif á umferð einkaþotna Hækkun lendingargjalda á Reykjavíkurflugvelli mun ekki draga úr umferð einkaþotna um flugvöllinn að mati Gísla Reynissonar, forstjóra Nordic Partners. Félagið á meðal annars Icejet sem rekur fimm einkaþotur. Gísli segir þörf á öðrum aðgerðum ef draga á úr lendingum á vellinum. 5.11.2007 20:42 Hann lagaði útsýnið Þýski eftirlaunaþeginn var ekki ánægður með útsýnið úr sumarbústaðnum sínum skammt frá Luebeck. 5.11.2007 20:22 Lést af völdum fuglaflensuveirunnar Þrjátíu ára gömul indónesísk kona lést af völdum fuglaflensuveirunnar, H5N1, í bænum Tangerang fyrir vestan Jakarta, höfuðborg landsins í dag. Alls hafa 90 látið lífið í Indónesíu vegna fuglaflensunnar en 112 hafa greinst með H5N1 veiruna þar í landi. 5.11.2007 19:41 Ekki óhætt að senda Batman í sjóinn Það kom babb í bátinn þegar verið var að taka nýjustu Batman myndina upp í Hong Kong á dögunum. 5.11.2007 19:30 Útköll vegna rjúpnaskyttna ekki vandamál Formaður skotveiðifélagsins segir það ekki vandamál þó að björgunarsveitir hafi farið í ellefu útköll vegna rjúpnaveiðimanna síðan veiðitímabilið hófst, þar sem mun fleiri veiðimenn á ferðinni á sama tíma en venjulega. 5.11.2007 19:12 Hnattvæðing er tækifæri fyrir Norðurlöndin Sífellt hnattvæddari heimur hefur í för með sér miklar áskoranir, en einnig áhættu. En fyrir Norðurlönd þýðir hnattvæðingin þó aðallega aukin tækifæri. 5.11.2007 18:57 Hverflar Fljótsdalsstöðvar snúast Kárahnjúkavirkjun hóf raforkuframleiðslu í dag, sjö mánuðum á eftir áætlun. Jökulsá á Dal, sem í árþúsundir hefur runnið um Jökuldal, steypist nú í sexhundruð metra háum neðanjarðarfossi á aflvélar Fljótsdalsstöðvar og sameinast svo Lagarfljóti. 5.11.2007 18:45 Vilja selja öskur Tarzans -hlustið Erfingjar bandaríska rithöfundarins Edgars Rice Burroughs vilja gera Tarzan öskur leikarans Johnnys Weissmuller að vernduðu vörumerki svo þeir geti selt það í auglýsingar, sem farsímahringingu og í tölvuleiki. 5.11.2007 18:20 Fimmtán umferðaróhöpp frá hádegi Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um fimmtán umferðaróhöpp frá hádegi í dag til klukkan sex síðdegis. Í öllum tilvikum nema einu var um minniháttar árekstur að ræða. 5.11.2007 18:17 Farsímatruflarar seljast eins og heitar lummur Farsímatruflarar seljast orðið svo vel í Bandaríkjunum að farsímafyrirtækin eru farin að hafa af því verulegar áhyggjur. 5.11.2007 17:50 Forseti Íslands með fyrirlestur í New Orleans Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, flutti í dag fyrirlestur á ársþingi bandarísku samtakanna um jarðvegsvísindi, Soil Science Society of America. Í fyrirlestrinum fjallaði forseti meðal annars um reynslu Íslendinga við að þróa nýtingu hreinnar orku. 5.11.2007 17:50 Hafnaði blóðgjöf og dó Tuttugu og tveggja ára gömul bresk kona lést á sjúkrahúsi í síðasta mánuði eftir að hafa fætt heilbrigða tvíbura. 5.11.2007 17:11 Hnífstungumaður áfram í gæsluvarðhaldi Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð héraðsdóms þess efnis að Ari Kristján Runólfsson skuli sæta gæsluvarðhalds uns endanlegur dómur fellur í máli hans. Ari var í sumar dæmdur í sex ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps en hann stakk mann og særði lífshættulega í Hátúni í apríl síðastliðnum. 5.11.2007 17:01 Rónalög numin úr gildi Ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp um að lög um meðferð ölvaðra manna og drykkjusjúkra verði felld úr gildi þar sem þau eru barn síns tíma. 5.11.2007 16:20 Vill hækka lendingargjöld til að fækka einkaþotum Kristján L. Möller samgönguráðherra hefur í hyggju að hækka lendingargjöld á Reykjavíkurflugvelli, meðal annars til þess að draga úr lendingum einkaþotna á vellinum. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 5.11.2007 16:00 Danskir flutningabílstjórar loka landamærum Um 200 Danskir vöruflutningabílstjórar lokuðu í dag mörgum landamærastöðvum Danmerkur með því að leggja þar trukkum sínum. 5.11.2007 15:44 Siðanefnd BÍ: RÚV braut ekki siðareglur blaðamanna Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands(BÍ) úrskurðaði í dag að frétt Sjónvarpsins, þann 26.júlí síðastliðinn, um samtökin Saving Iceland hefði ekki brotið gegn siðareglum félagsins. 5.11.2007 15:34 Norðmenn sagðir þjálfa menn til morða Í leynilegri skýrslu norsku lögreglunnar er öryggisfyrirtæki sem tveir Norðmenn stjórna sakað um að þjálfa fólk í pyntingum og að hafa tekið að sér að myrða fólk í Afganistan fyrir bandarísk stjórnvöld. 5.11.2007 15:22 Tafir á flugi vegna bilunar í rafmagni flugstjórnarmiðstöðvar Umferð um íslenska flugstjórnarkerfið var takmörkuð og tafir urðu á flugi frá Keflavíkuflugvelli vegna truflunar sem kom upp í rafmagni Flugstjórnarmiðstöðvarinnar í Reykjavík fyrr í dag. 5.11.2007 15:07 Fjórir handteknir vegna innbrots í skartgripaverslun Um hálf níu í gærkvöld barst lögreglu tilkynning um að brotist hefði verið inn í skartgripaverslun við Lækjargötu í Hafnarfirði. Innbrotsþjófar höfðu farið þar inn og haft á brott með sér skartgripi og úr. Síðar um kvöldið voru fjórir karlmenn handteknir vegna gruns um aðild að innbrotinu. Þýfið úr versluninni fannst þeim. Mennirnir voru færðir á lögreglustöð þar sem af þeim var tekin skýrslar. Að því loknu voru þeir látnir lausir. Að sögn lögreglu telst málið upplýst. 5.11.2007 15:03 Valdamesti Vítisengill Danmerkur heimsótti Ísland - fleiri hafa fylgt í kjölfarið Meðlimir í Vítisenglunum virðast sumir hverjir hafa sloppið í gegn um nálarauga lögregluyfirvalda þrátt fyrir markvissar aðgerðir sem miða að því að koma í veg fyrir heimsóknir þeirra. Ef marka má heimasíðu eins þekktasta engils Norðurlanda, Jörn „Jönke“ Nielsen, kom hann til Íslands árið 1999. Þá virðast að minnsta kosti tveir meðlimir frá Noregi hafa dvalist hér á landi í vor. 5.11.2007 14:51 Átta útköll á fjórum dögum hjá Ingunni „Þetta er meira en undanfarin ár," segir Bjarni Daníelsson, formaður Björgunarsveitarinnar Ingunnar á Laugarvatni, sem staðið hefur í ströngu frá því á fimmtudag við að bjarga rjúpnaveiðimönnum af hálendinu fyrir ofan uppsveitir Árnessýslu. Frá því að rjúpnaveiðitímabilið hófst á fimmtudag og þar til í nótt var sveitin kölluð út átta sinnum vegna rjúpnaveiðimanna í vandræðum. 5.11.2007 14:50 Mótmæla hækkun á aðstöðugjöldum Iceland Express mótmælir fyrirvaralausri hækkun aðstöðugjalda í Flugstöð Leifs Eiríkssonar harðlega. Forstjóri félagsins segir að félaginu hafi ekki verið tilkynnt um hækkunina fyrr en 9. október þrátt fyrir að hún hafi tekið gildi 1. október. Hækkunin er sögð nema 56%, úr 450 krónum á hvern farþega í 700 krónur. Flugfélagið segir hækkunina nema fleiri hundruð milljónum á ári fyrir flugfélögin og viðskiptavini þeirra. 5.11.2007 14:43 Forsætisráðherra Pakistan segir kosningar á áætlun Shaukat Aziz forsætisráðherra Pakistan sagði í dag að þingkosningar yrðu á áætlun þrátt fyrir að neyðarlög hafi verið sett á í landinu. Vesturlönd hafa lýst yfir áhyggjum af ástandinu í landinu eftir að Pervez Musharraf setti herlög á í landinu á laugardag. Azia sagði á blaðamannafundi að kosningarnar yrðu samkvæmt ákætlunum en tilgreindi ekki hvort þær yrðu í janúar eins og til stóð. 5.11.2007 14:38 Æðsti foringi mafíunnar á Sikiley handtekinn Æðsti foringi mafíunnar á Sikiley var handtekinn ásamt syni sínum og tveim öðrum mafíuforingjum í dag. 5.11.2007 14:31 Annar Íslendingurinn var með 46 klukkustundur af barnaklámi Íslendingarnir tveir sem handteknir voru í mars, vegna tengsla við alþjóðlegan barnaklámshring, eru báðir búsettir á höfuðborgarsvæðinu 5.11.2007 13:46 Sektaður fyrir árás á leigubílsstjóra Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann til þess að greiða 180 þúsund krónur í sekt fyrir að hafa ráðist á leigubílsstjóra í september í fyrra. Jafnframt var hann dæmdur til að greiða leigubílsstjóranum 100 þúsund krónur í miskabætur. 5.11.2007 13:23 Grófu í háspennustreng í miðbænum Rafmagnstruflanir urðu í miðborginni rétt um klukkan eitt í dag þegar grafið var í háspennustreng. 5.11.2007 13:18 Vildi gista fangageymslur Karlmaður sem krafðist þess að vera færður í fangaklefa var í hópi tuttugu karla sem lögreglan hafði afskipti af um helgina vegna brota gegn lögreglusamþykkt Reykjavíkurborgar. 5.11.2007 12:59 Mikill uppgangur í Sólheimum Tuttugu og fimm þúsund manns heimsóttu Sólheima í Grímsnesi í sumar, sem er þyrping húsa með einungis hundrað íbúa. Reykvíkingar þyrftu að laða til sín nálega tuttugu og fimm milljónir ferðamanna á ári hverju til að ná sama árangri í ferðaþjónustu. 5.11.2007 12:48 Sveitarfélög sýni samstöðu í kjaramálum Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir samstöðu sveitarfélaga í kjaramálum mikilvægari en flest annað, ekki síst nú þegar mikil þensla er í atvinnulíifnu í sumum landshlutum en öðrum ekki. Þetta kom fram í ræðu hans á fjármálaráðstefnu Sambandsins sem hófst í morgun. 5.11.2007 12:39 Áfengisfrumvarpið virðist fá lítinn hljómgrunn á þingi Vísir hefur kannað afstöðu þingmanna til frumvarps Sigurðar Kára Kristjánssonar og fleiri þingmanna sem lögleiðir sölu léttvíns og bjórs í matvöruverslunum. Aðeins 28 þingmenn af 63 sáu sér fært að svara fyrirspurninni og þar af vildu tveir þeirra ekki opinbera afstöðu sína. Flestir þeirra sem svöruðu eru á móti hugmyndinni og raunar er enginn þeirra fylgjandi frumvarpinu án þess að vera meðflutningsmaður þess. 5.11.2007 12:39 DNA frá Madeleine finnst í fatahrúgu DNA spor frá Madeleine McCann hefur fundist í fatahrúgu skammt frá Faro flugvellinum í Portúgal. Þetta hefur aukið bjartsýni foreldra hennar, Kate og Gerry, á að Madeleine sé enn á lífi. 5.11.2007 12:16 Þrjú ungmenni dæmd fyrir peningafals Hérðasdómur Reykjavíkur dæmdi í dag þrjú ungmenni fyrir peningafals. Þau reyndu að koma fölsuðum peningum í umferð í Bónusverslun við Holtagarða. Ein hinna ákærðu vann á kassa í versluninni þegar málið komst upp. 5.11.2007 12:14 Vísar orðum landlæknis á bug Sighvatur Björgvinsson, forstjóri Þróunarsamvinnustofnunar, vísar á bug gagnrýni landlæknis um að aðstoð í Malaví skili litlum árangri. 5.11.2007 12:13 Fiskverkun leggst af á Bíldudal eftir nokkurra mánaða starfsemi Fiskverkun, sem endurreist var á Bíldudal í vor eftir tveggja ára hlé, er aftur að leggjast af og hefur öllum starfsmönnum verið sagt upp. Þetta er enn eitt áfallið í atvinnumálum staðarins. 5.11.2007 12:00 Embætti borgarritara aftur lagt niður Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði fram þá tillögu á fundi borgarráðs á fimmtudag að samþykkt yrði að leggja niður stöðu borgarritara. Hún var endurvakin í lok júní í sumar í borgarstjóratíð Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar. 5.11.2007 11:40 Þýsk kirkja slær út skakkan turn Þýsk kirkja hefur nú náð titlinum af Skakka turninum í Pisa sem sú bygging sem hallar mest í heiminum. Sérfræðingar frá Heimsmetabók Guinness hafa staðfest þetta. 5.11.2007 11:33 Leikbær vísar gagnrýni um rasisma á bug Elías Þór Þorvarðarson, framkvæmdastjóri Leikbæjar, segist hafa orðið var við gagnrýni á auglýsingar sem hann birtir nú í fjölmiðlum. Í þeim er það tekið fram að starfsfólks Leikbæjar tali og skilji íslensku. 5.11.2007 11:09 Hátt í 150 sektaðir fyrir hraðakstur í Hvalfjarðargöngum Hundrað fjörutíu og fjórir ökumenn eiga von á sektum þar sem þeir voru voru staðnir að hraðakstri í Hvalfjarðargöngum frá miðvikudegi til föstudags í síðustu viku. 5.11.2007 10:55 Vífilsstaðavatn friðlýst Vífilsstaðavatn í Garðabæ hefur verið friðlýst og sömuleiðis næsta nágrenni vatnsins, alls um 188 hektara svæði. 5.11.2007 10:31 Vöruskiptahalli minnkar áfram frá fyrra ári Bráðabirgðatölur Hagstofu Íslands sýna að vöruskiptahalli í október reyndist 6,5 milljarðar sem er um tveimur og hálfum milljarði króna minni halli en í fyrra. 5.11.2007 10:18 Sjá næstu 50 fréttir
Discovery snýr aftur til jarðar Geimskutlan Discovery er nú á leið til jarðar eftir 11 daga dvöl við alþjóðlegu geimstöðina. Heimferðin tekur tvo daga en áætlað er að Discovery muni lenda við Kennedy geimferðarmiðstöðina í Flórída um klukkan sex síðdegis á miðvikudaginn. 5.11.2007 21:31
Múslimar reyna að bjarga jólunum Áhrifamikil samtök kristinna manna og múslima í Bretlandi ætla að reyna að bjarga jólunum frá pólitískri rétthugsun. 5.11.2007 21:30
Bandaríski flugherinn kyrrsetur F-15 orrustuþotur Bandaríski flugherinn hefur bannað allt ónauðsynlegt flug F-15 orrustuþotna eftir að þota af þeirri gerð brotlenti í Missouri fylki á föstudaginn. Ekki liggur fyrir hvað olli því að þotan hrapaði. 5.11.2007 20:53
Lendingargjöld hafa lítil áhrif á umferð einkaþotna Hækkun lendingargjalda á Reykjavíkurflugvelli mun ekki draga úr umferð einkaþotna um flugvöllinn að mati Gísla Reynissonar, forstjóra Nordic Partners. Félagið á meðal annars Icejet sem rekur fimm einkaþotur. Gísli segir þörf á öðrum aðgerðum ef draga á úr lendingum á vellinum. 5.11.2007 20:42
Hann lagaði útsýnið Þýski eftirlaunaþeginn var ekki ánægður með útsýnið úr sumarbústaðnum sínum skammt frá Luebeck. 5.11.2007 20:22
Lést af völdum fuglaflensuveirunnar Þrjátíu ára gömul indónesísk kona lést af völdum fuglaflensuveirunnar, H5N1, í bænum Tangerang fyrir vestan Jakarta, höfuðborg landsins í dag. Alls hafa 90 látið lífið í Indónesíu vegna fuglaflensunnar en 112 hafa greinst með H5N1 veiruna þar í landi. 5.11.2007 19:41
Ekki óhætt að senda Batman í sjóinn Það kom babb í bátinn þegar verið var að taka nýjustu Batman myndina upp í Hong Kong á dögunum. 5.11.2007 19:30
Útköll vegna rjúpnaskyttna ekki vandamál Formaður skotveiðifélagsins segir það ekki vandamál þó að björgunarsveitir hafi farið í ellefu útköll vegna rjúpnaveiðimanna síðan veiðitímabilið hófst, þar sem mun fleiri veiðimenn á ferðinni á sama tíma en venjulega. 5.11.2007 19:12
Hnattvæðing er tækifæri fyrir Norðurlöndin Sífellt hnattvæddari heimur hefur í för með sér miklar áskoranir, en einnig áhættu. En fyrir Norðurlönd þýðir hnattvæðingin þó aðallega aukin tækifæri. 5.11.2007 18:57
Hverflar Fljótsdalsstöðvar snúast Kárahnjúkavirkjun hóf raforkuframleiðslu í dag, sjö mánuðum á eftir áætlun. Jökulsá á Dal, sem í árþúsundir hefur runnið um Jökuldal, steypist nú í sexhundruð metra háum neðanjarðarfossi á aflvélar Fljótsdalsstöðvar og sameinast svo Lagarfljóti. 5.11.2007 18:45
Vilja selja öskur Tarzans -hlustið Erfingjar bandaríska rithöfundarins Edgars Rice Burroughs vilja gera Tarzan öskur leikarans Johnnys Weissmuller að vernduðu vörumerki svo þeir geti selt það í auglýsingar, sem farsímahringingu og í tölvuleiki. 5.11.2007 18:20
Fimmtán umferðaróhöpp frá hádegi Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um fimmtán umferðaróhöpp frá hádegi í dag til klukkan sex síðdegis. Í öllum tilvikum nema einu var um minniháttar árekstur að ræða. 5.11.2007 18:17
Farsímatruflarar seljast eins og heitar lummur Farsímatruflarar seljast orðið svo vel í Bandaríkjunum að farsímafyrirtækin eru farin að hafa af því verulegar áhyggjur. 5.11.2007 17:50
Forseti Íslands með fyrirlestur í New Orleans Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, flutti í dag fyrirlestur á ársþingi bandarísku samtakanna um jarðvegsvísindi, Soil Science Society of America. Í fyrirlestrinum fjallaði forseti meðal annars um reynslu Íslendinga við að þróa nýtingu hreinnar orku. 5.11.2007 17:50
Hafnaði blóðgjöf og dó Tuttugu og tveggja ára gömul bresk kona lést á sjúkrahúsi í síðasta mánuði eftir að hafa fætt heilbrigða tvíbura. 5.11.2007 17:11
Hnífstungumaður áfram í gæsluvarðhaldi Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð héraðsdóms þess efnis að Ari Kristján Runólfsson skuli sæta gæsluvarðhalds uns endanlegur dómur fellur í máli hans. Ari var í sumar dæmdur í sex ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps en hann stakk mann og særði lífshættulega í Hátúni í apríl síðastliðnum. 5.11.2007 17:01
Rónalög numin úr gildi Ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp um að lög um meðferð ölvaðra manna og drykkjusjúkra verði felld úr gildi þar sem þau eru barn síns tíma. 5.11.2007 16:20
Vill hækka lendingargjöld til að fækka einkaþotum Kristján L. Möller samgönguráðherra hefur í hyggju að hækka lendingargjöld á Reykjavíkurflugvelli, meðal annars til þess að draga úr lendingum einkaþotna á vellinum. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 5.11.2007 16:00
Danskir flutningabílstjórar loka landamærum Um 200 Danskir vöruflutningabílstjórar lokuðu í dag mörgum landamærastöðvum Danmerkur með því að leggja þar trukkum sínum. 5.11.2007 15:44
Siðanefnd BÍ: RÚV braut ekki siðareglur blaðamanna Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands(BÍ) úrskurðaði í dag að frétt Sjónvarpsins, þann 26.júlí síðastliðinn, um samtökin Saving Iceland hefði ekki brotið gegn siðareglum félagsins. 5.11.2007 15:34
Norðmenn sagðir þjálfa menn til morða Í leynilegri skýrslu norsku lögreglunnar er öryggisfyrirtæki sem tveir Norðmenn stjórna sakað um að þjálfa fólk í pyntingum og að hafa tekið að sér að myrða fólk í Afganistan fyrir bandarísk stjórnvöld. 5.11.2007 15:22
Tafir á flugi vegna bilunar í rafmagni flugstjórnarmiðstöðvar Umferð um íslenska flugstjórnarkerfið var takmörkuð og tafir urðu á flugi frá Keflavíkuflugvelli vegna truflunar sem kom upp í rafmagni Flugstjórnarmiðstöðvarinnar í Reykjavík fyrr í dag. 5.11.2007 15:07
Fjórir handteknir vegna innbrots í skartgripaverslun Um hálf níu í gærkvöld barst lögreglu tilkynning um að brotist hefði verið inn í skartgripaverslun við Lækjargötu í Hafnarfirði. Innbrotsþjófar höfðu farið þar inn og haft á brott með sér skartgripi og úr. Síðar um kvöldið voru fjórir karlmenn handteknir vegna gruns um aðild að innbrotinu. Þýfið úr versluninni fannst þeim. Mennirnir voru færðir á lögreglustöð þar sem af þeim var tekin skýrslar. Að því loknu voru þeir látnir lausir. Að sögn lögreglu telst málið upplýst. 5.11.2007 15:03
Valdamesti Vítisengill Danmerkur heimsótti Ísland - fleiri hafa fylgt í kjölfarið Meðlimir í Vítisenglunum virðast sumir hverjir hafa sloppið í gegn um nálarauga lögregluyfirvalda þrátt fyrir markvissar aðgerðir sem miða að því að koma í veg fyrir heimsóknir þeirra. Ef marka má heimasíðu eins þekktasta engils Norðurlanda, Jörn „Jönke“ Nielsen, kom hann til Íslands árið 1999. Þá virðast að minnsta kosti tveir meðlimir frá Noregi hafa dvalist hér á landi í vor. 5.11.2007 14:51
Átta útköll á fjórum dögum hjá Ingunni „Þetta er meira en undanfarin ár," segir Bjarni Daníelsson, formaður Björgunarsveitarinnar Ingunnar á Laugarvatni, sem staðið hefur í ströngu frá því á fimmtudag við að bjarga rjúpnaveiðimönnum af hálendinu fyrir ofan uppsveitir Árnessýslu. Frá því að rjúpnaveiðitímabilið hófst á fimmtudag og þar til í nótt var sveitin kölluð út átta sinnum vegna rjúpnaveiðimanna í vandræðum. 5.11.2007 14:50
Mótmæla hækkun á aðstöðugjöldum Iceland Express mótmælir fyrirvaralausri hækkun aðstöðugjalda í Flugstöð Leifs Eiríkssonar harðlega. Forstjóri félagsins segir að félaginu hafi ekki verið tilkynnt um hækkunina fyrr en 9. október þrátt fyrir að hún hafi tekið gildi 1. október. Hækkunin er sögð nema 56%, úr 450 krónum á hvern farþega í 700 krónur. Flugfélagið segir hækkunina nema fleiri hundruð milljónum á ári fyrir flugfélögin og viðskiptavini þeirra. 5.11.2007 14:43
Forsætisráðherra Pakistan segir kosningar á áætlun Shaukat Aziz forsætisráðherra Pakistan sagði í dag að þingkosningar yrðu á áætlun þrátt fyrir að neyðarlög hafi verið sett á í landinu. Vesturlönd hafa lýst yfir áhyggjum af ástandinu í landinu eftir að Pervez Musharraf setti herlög á í landinu á laugardag. Azia sagði á blaðamannafundi að kosningarnar yrðu samkvæmt ákætlunum en tilgreindi ekki hvort þær yrðu í janúar eins og til stóð. 5.11.2007 14:38
Æðsti foringi mafíunnar á Sikiley handtekinn Æðsti foringi mafíunnar á Sikiley var handtekinn ásamt syni sínum og tveim öðrum mafíuforingjum í dag. 5.11.2007 14:31
Annar Íslendingurinn var með 46 klukkustundur af barnaklámi Íslendingarnir tveir sem handteknir voru í mars, vegna tengsla við alþjóðlegan barnaklámshring, eru báðir búsettir á höfuðborgarsvæðinu 5.11.2007 13:46
Sektaður fyrir árás á leigubílsstjóra Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann til þess að greiða 180 þúsund krónur í sekt fyrir að hafa ráðist á leigubílsstjóra í september í fyrra. Jafnframt var hann dæmdur til að greiða leigubílsstjóranum 100 þúsund krónur í miskabætur. 5.11.2007 13:23
Grófu í háspennustreng í miðbænum Rafmagnstruflanir urðu í miðborginni rétt um klukkan eitt í dag þegar grafið var í háspennustreng. 5.11.2007 13:18
Vildi gista fangageymslur Karlmaður sem krafðist þess að vera færður í fangaklefa var í hópi tuttugu karla sem lögreglan hafði afskipti af um helgina vegna brota gegn lögreglusamþykkt Reykjavíkurborgar. 5.11.2007 12:59
Mikill uppgangur í Sólheimum Tuttugu og fimm þúsund manns heimsóttu Sólheima í Grímsnesi í sumar, sem er þyrping húsa með einungis hundrað íbúa. Reykvíkingar þyrftu að laða til sín nálega tuttugu og fimm milljónir ferðamanna á ári hverju til að ná sama árangri í ferðaþjónustu. 5.11.2007 12:48
Sveitarfélög sýni samstöðu í kjaramálum Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir samstöðu sveitarfélaga í kjaramálum mikilvægari en flest annað, ekki síst nú þegar mikil þensla er í atvinnulíifnu í sumum landshlutum en öðrum ekki. Þetta kom fram í ræðu hans á fjármálaráðstefnu Sambandsins sem hófst í morgun. 5.11.2007 12:39
Áfengisfrumvarpið virðist fá lítinn hljómgrunn á þingi Vísir hefur kannað afstöðu þingmanna til frumvarps Sigurðar Kára Kristjánssonar og fleiri þingmanna sem lögleiðir sölu léttvíns og bjórs í matvöruverslunum. Aðeins 28 þingmenn af 63 sáu sér fært að svara fyrirspurninni og þar af vildu tveir þeirra ekki opinbera afstöðu sína. Flestir þeirra sem svöruðu eru á móti hugmyndinni og raunar er enginn þeirra fylgjandi frumvarpinu án þess að vera meðflutningsmaður þess. 5.11.2007 12:39
DNA frá Madeleine finnst í fatahrúgu DNA spor frá Madeleine McCann hefur fundist í fatahrúgu skammt frá Faro flugvellinum í Portúgal. Þetta hefur aukið bjartsýni foreldra hennar, Kate og Gerry, á að Madeleine sé enn á lífi. 5.11.2007 12:16
Þrjú ungmenni dæmd fyrir peningafals Hérðasdómur Reykjavíkur dæmdi í dag þrjú ungmenni fyrir peningafals. Þau reyndu að koma fölsuðum peningum í umferð í Bónusverslun við Holtagarða. Ein hinna ákærðu vann á kassa í versluninni þegar málið komst upp. 5.11.2007 12:14
Vísar orðum landlæknis á bug Sighvatur Björgvinsson, forstjóri Þróunarsamvinnustofnunar, vísar á bug gagnrýni landlæknis um að aðstoð í Malaví skili litlum árangri. 5.11.2007 12:13
Fiskverkun leggst af á Bíldudal eftir nokkurra mánaða starfsemi Fiskverkun, sem endurreist var á Bíldudal í vor eftir tveggja ára hlé, er aftur að leggjast af og hefur öllum starfsmönnum verið sagt upp. Þetta er enn eitt áfallið í atvinnumálum staðarins. 5.11.2007 12:00
Embætti borgarritara aftur lagt niður Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði fram þá tillögu á fundi borgarráðs á fimmtudag að samþykkt yrði að leggja niður stöðu borgarritara. Hún var endurvakin í lok júní í sumar í borgarstjóratíð Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar. 5.11.2007 11:40
Þýsk kirkja slær út skakkan turn Þýsk kirkja hefur nú náð titlinum af Skakka turninum í Pisa sem sú bygging sem hallar mest í heiminum. Sérfræðingar frá Heimsmetabók Guinness hafa staðfest þetta. 5.11.2007 11:33
Leikbær vísar gagnrýni um rasisma á bug Elías Þór Þorvarðarson, framkvæmdastjóri Leikbæjar, segist hafa orðið var við gagnrýni á auglýsingar sem hann birtir nú í fjölmiðlum. Í þeim er það tekið fram að starfsfólks Leikbæjar tali og skilji íslensku. 5.11.2007 11:09
Hátt í 150 sektaðir fyrir hraðakstur í Hvalfjarðargöngum Hundrað fjörutíu og fjórir ökumenn eiga von á sektum þar sem þeir voru voru staðnir að hraðakstri í Hvalfjarðargöngum frá miðvikudegi til föstudags í síðustu viku. 5.11.2007 10:55
Vífilsstaðavatn friðlýst Vífilsstaðavatn í Garðabæ hefur verið friðlýst og sömuleiðis næsta nágrenni vatnsins, alls um 188 hektara svæði. 5.11.2007 10:31
Vöruskiptahalli minnkar áfram frá fyrra ári Bráðabirgðatölur Hagstofu Íslands sýna að vöruskiptahalli í október reyndist 6,5 milljarðar sem er um tveimur og hálfum milljarði króna minni halli en í fyrra. 5.11.2007 10:18