Fleiri fréttir

Sluppu ómeiddir frá strandi

Tveir sjómenn sluppu ómeiddir þegar þriggja tonna trilla þeirra, Ella HF 22 strandaði á svonefndum Hrakhólma út af Álftanesi á tíunda tímanum í gærkvöldi.

Veitingamenn funduðu á Ölstofunni

Veitingamenn hittust í dag á fundi til að fara yfir sín mál í kjölfar umræðu um skemmtanahald í miðborginni. Fundurinn var haldinn á Ölstofu Kormáks og Skjaldar og var vel sóttur að sögn eins fundarmanna. Niðurstaða fundarins er sú að stefnt verður að því að stofna formlega félag veitingamanna í Reykjavík í byrjun næstu viku. Félaginu verður ætlað að berjast fyrir hagsmunum veitingamanna á ýmsum vettvangi. Þeir hafa hingað til verið hluti af Félagi Hótel og Veitingamanna en telja nú að hagsmunum sínum sé betur borgað í nýju félagi.

Dan Rather krefst skaðabóta frá CBS

Bandaríski fréttaþulurinn Dan Rather hefur höfðað mál á hendur sjónvarpsstöðinni CBS fyrir samningsbrot. Krefst hann þess að stöðin greiði honum um 4,4 milljarða króna í skaðabætur.

Sjúkraflutningavél villtist af leið

Flugmaður sjúkraflutningavélar sem átti að lenda með sjúkling á Ísafirði villtist af leið í gær og hóf aðflug á Akureyri áður en mistökin uppgötvuðust. Málið er litið alvarlegum augum.

Formlegri leit að Steve Fossett hætt

Yfirvöld í Nevada fylki í Bandaríkjunum hafa fyrirskipað að formlegri leit að ævintýramanninum og auðjöfrinum Steve Fossett skuli hætt. Fossett hefur verið leitað í tvær vikur en án árangurs.

Madeleine málið tekur nýja stefnu

Rannsókn portúgölsku lögreglunnar á hvarfi Madeleine McCann virðist hafa tekið nýja stefnu. Samkvæmt heimildum Sky News fréttastofunnar hefur portúgalska lögreglan ekki lengur í hyggju að kalla foreldra stúlkunnar til yfirheyrslu.

Ekki reynt að koma í veg fyrir skráningu hlutafjár Straums í evrum

Seðlabankastjóri segir að ekki sé verið að koma í veg fyrir að Straumur Burðarás skrái hlutafé sitt í evrum, heldur sé gloppa í lögunum og þeim þurfi að breyta. Hann telur ekki æskilegt að önnur fjármálafyrirtæki hérlendis feti í fótspor Straums, slíkt myndi skaða hagstjórnina í landinu.

Næstráðandi Rauðu Kmerana handtekinn

Næstráðandi Rauðu Kmeranna í Kambódíu var handtekinn í dag. Eftir er að ákveða hvort hann verði kærður fyrir þjóðarmorð. Sérstakur dómstóll Sameinuðu þjóðanna rannsakar nú fjöldamorð Kmeranna á valdatíma þeirra.

Gasa-ströndin óvinasvæði

Ísraelar hafa skilgreint Gasa-ströndina sem óvinasvæði vegna síendurtekinna eldflaugaárása Hamas-liða á Ísrael þaðan. Hamas-liðar segja þetta stríðsyfirlýsingu. Ákvörðun Ísraela gæti leitt til þess að þeir lokuðu fyrir vatni, eldsneyti og rafmagn til svæðisins.

Áform um verslanakjarna á Barónsreit

Nýrri verslanamiðstöð á stærð við hálfa Kringluna er ætlað efla mannlíf í miðborg Reykjavíkur með því að soga fólkið úr úthverfunum. Samson Properties vonast til að fá að byggja hana upp á næstu þremur árum á Barónsreit, milli Laugavegar og Skúlagötu.

Óttast að vettvangsferðir leggist af

Fræðslustjóri óttast að vettvangsferðir grunnskólanna leggist af ef grunnskólum verði gert að greiða fyrir þær. Dæmi eru um að slíkar ferðir kosti nemendur allt að 16 þúsund krónur.

Leita að manni sem féll í Sogið

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Suðurlandi leita nú manns er féll í Sogið, við Bildsfell rétt eftir klukkan 17:00 í dag. Ekkert hefur sést til mannsins síðan hann fór í ánna. Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út.

Þjóðverjar greiða Gyðingum skaðabætur

Þýsk stjórnvöld ákváðu í dag að greiða öllum þeim Gyðingum sem voru í nauðungarvinnu í Þýskalandi á tímum nasista skaðabætur. Hver og einn fær um 176 þúsund krónur í sinn hlut en heildargreiðslur geta numið allt að 9 milljörðum króna.

72 fjölskyldur borga bíl útvarpsstjóra

Afnotagjöld 72 fjölskyldna í hverjum mánuði duga rétt til að borga af mánaðarlegri rekstrarleigu RÚV á glæsibifreið þeirri sem stofnunin greiðir undir Pál Magnússon útvarpsstjóra. Þetta jafngildir því að afnotagjöld allra íbúða á Reynimel 72 til 84 renni í bílasjóð Páls. Einn íbúi á Reynimel 74 segir kostnað við bíl Páls algjörlega út í hött.

Stálu hársnyrtivörum og sokkum

Nokkuð var um innbrot í höfuðborginni í gær. Meðal annars var brotist inn í þrjá bíla og þaðan stolið radarvara, veski og rafgeymi. Þá var brotist inn í fyrirtæki í austurborginni og þar teknar hársnyrtivörur, sokkar og smáræði af skiptimynt.

Erdogan vill ekki mismuna konum út af höfuðklútum

Tayyip Erdogan forsætisráðherra Tyrklands varði í dag fyrirhugaðar breytingar sínar á stjórnarskrá landsins, en veraldlega þenkjandi gagnrýnendur hans eru æfir yfir því að hann hafi aflétt banni við því að kvenkyns háskólanemar gangi með höfuðklút.

Kompásmál: Eðlilegt að endurskoða lög

Það er óheppileg staða sem nú er uppi að lögmaður sem sætir ákæru vegna kynferðisbrota, geti verið verjandi manna, sem ákærðir eru fyrir svipuð brot. Þetta segir Birgir Ármannsson, formaður allsherjarnefndar Alþingis. Lög um meðferð opinberra mála verða endurskoðuð á komandi þingi og Birgir segir eðlilegt að þetta mál verði skoðað í því samhengi.

Ákærður fyrir tvær líkamsárásir

Tæplega tvítugur piltur hefur verið ákærður fyrir tvær líkamsárásir en báðar árásirnar áttu sér stað síðastliðið vor. Málið var dómtekið fyrir Héraðsdómi Vestfjarða í morgun.

Kompáslögmaður tjáir sig ekki

Vísir hafði í dag samband við lögmanninn sem var til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kompás í gærkvöldi og gaf honum færi á því að tjá sig um umfjöllun þáttarins. Lögmaðurinn vildi ekki tjá sig um málið. Hann sagði að það væri vegna skipunar dómarans í málinu sem hann er sakborningur í. Lögmaðurinn kvaðst ekki hafa séð umræddann Kompásþátt. Hann er nú staddur erlendis ásamt fjölskyldu sinni.

Kjósa græn svæði frekar en geðfatlaða

Svandís Svavarsdóttir fulltrúi VG í skipulagsráði Reykjavíkurborgar segir mikla þörf fyrir sambýli fyrir geðfatlaða. Hún kaus hins vegar gegn byggingu slíks heimilis í Laugardalnum á fundi skipulagsráðs í morgun.

Kemur á óvart að verjandi Kompáslögmannsins tjái sig

Ritstjórn Kompás segir að það komi verulega á óvart að verjandi lögmannsins sem var til umfjöllunar í Kompás í gær hafi sent frá sér yfirlýsingu vegna þáttarins. Í yfirlýsingunni tjái hann sig um efnisatriði sakamáls sem nú er fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Bíll líbansks þingmanns sprengdur í loft upp

Líbanski þingmaðurinn Antoine Ghanem, sem var mikill andstæðingur Sýrlandsstjórnar, lést í sprengjutilræði í Beirút í morgun. Fimm aðrir létust og minnst fjórir særðust þegar bíll Ghanems sprakk. Hús í nágrenninu skemmdust og kviknaði í minnst fjórum bílum.

OJ Simpson fyrir dómara

OJ Simpson voru nú áðan birtar ákærur gegn honum fyrir rétti í Nevadafylki í Bandaríkjunum vegna þjófnaðar á minjagripum á hótelherbergi í Las Vegas síðastliðinn fimmtudag. Dómarinn fór fram á 10 milljóna króna tryggingu gegn lausn hans.

Kusu gegn auknum réttindum Guantanamofanga

Öldungadeild bandaríska þingsins felldi í dag tillögu um að veita föngum í Guantanamo rétt til að fá úr málum sínum skorið fyrir bandarískum dómstólum. Lögin hefðu verið afturhvarf frá einu af lykilatriðum í stríðinu gegn hryðjuverkum, en þau hefðu veitt grunuðum erlendum hryðjuverkamönnum Habeas corpus, sem felur í sér grundvallarvernd gegn handahófskenndu varðhaldi án dómsúrskurðar, og pyndingum.

Tveir dæmdir fyrir fíkniefnalagabrot á Sauðárkróki

Kona á fimmtugsaldri var í Héraðsdómi Norðurlands vestra í dag dæmd í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir fíkniefnalagabrot. Við húsleit á heimili konunnar í síðastliðnum aprílmánuði fann lögreglan kannabisefni, hass og amfetamín. Þá var tæplega tvítugur karlmaður einnig fundinn sekur fyrir brot á fíkniefnalögum.

Vill að Lögmannafélagið taki upp mál Kompáslögmanns

Atli Gíslason, alþingismaður og lögmaður segir að næg næg úrræði séu fyrir hendi hjá Lögmannafélagi Íslands til að grípa inn í mál lögfræðings sem ákærður hefur verið fyrir kynferðisbrot. Í Kompás í gær kom fram að maðurinn sé verjandi annara meintra kynferðisbrotamanna þrátt fyrir að mál hans sjálfs sé í vinnslu.

Dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi

Karlmaður á þrítugsaldri var í Héraðsdómi Norðurlands vestra í dag dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Maðurinn játaði brot sitt fyrir dómi en hann hefur fimm sinnum áður fengið dóm vegna annarra brota.

Aron Pálmi fer ekki á Reykjalund

Aron Pálmi Ágústsson fer ekki á Reykjalund eins áætlanir stóðu til. Eins og áður hefur verið greint frá var búið var að sækja um fyrir Aron en hann mun sjálfur hafa beðist undan vistinni. Einar S. Einarsson, talsmaður RJF hópsins, sem unnið hefur í þágu Arons upp á síðkastið, staðfesti þetta við Vísi. Aron mun í staðinn á næstunni einbeita sér að þriggja mánaða íslenskunámi sem hann hefur skráð sig í. Vonir standa svo til að hann geti hafið nám við Háskóla Íslands um áramótin.

Dætur Pavarottis véfengja erfðaskrá

Þrjár dætur Luciano Pavarottis af fyrra hjónabandi deila nú um erfðaskrá hans eftir að í ljós kom að hann ánafnaði eiginkonu sinni eignir í Bandaríkjunum sem metnar eru á tvo milljarða.

VG vilja ekki sambýli fyrir geðfatlaða

Fulltrúar Vinstri-Grænna í skipulagsráði Reykjavíkurborgar greiddu atkvæði gegn byggingu sambýlis fyrir sex geðfatlaða einstaklinga við Holtaveg í morgun.

Adnan og Sana eru skilin

Adnan og Sana Klaric eru skilin. Þau búa í bænum Zenica í Bosníu. Adnan er 32. ára og Sana 27. Adnan ákvað að skilja við Sönu eftir að hann komst að því að hún hafði verið að daðra við karlmann á netinu. Sana ákvað að skilja við Adnan eftir að hún komst að því að hann hafði verið að daðra við konu á netinu.

Veitingamenn funda á eftir

Veitingamenn í miðborginni munu hittast klukkan 15:00 í dag á Ölstofu Kormáks og Skjaldar og stofna hagsmunasamtök. Veitingamenn eru margir hverjir orðnir langþreyttir á ummælum lögregluyfirvalda og stjórnmálamanna um ástandið í miðborginni og fyrirhugaðar breytingar á skemmtanalöggjöfinni. Þeir ætla á fundinum að stilla saman strengi sína, velja sér talsmann og hafja samstillta baráttu gegn skerðingu á atvinnufrelsi sínu að sögn heimildarmanns Vísis sem mun sækja fundinn á eftir.

Lýsa Gaza strönd óvinasvæði

Ríkisstjórn Ísraels hefur lýst Gaza ströndina óvinasvæði í kjölfar síendurtekinna eldflaugaárása á landið frá vígamönnum Hamas á Gaza. Ákvörðunin gæti leitt til þess að Ísraelar loki fyrir flutning á vatni, eldsneyti og rafmagni til svæðisins.

Lést í bílslysi í Reykhólasveit

Ökumaðurinn sem slasaðist alvarlega í umferðarslysinu sem átti sér stað á mánudaginn var við bæinn Klukkufell í Reykhólasveit er látinn. Hinn látni var tvítugur karlmaður af erlendu bergi brotinn. Lögreglan á Vestfjörðum rannsakar tildrög slyssins.

Móðir yfirgefnu stúlkunnar var myrt

Lík móður stúlkunnar sem var yfirgefin á lestarstöð í Ástralíu á laugardag fannst í dag. Lögreglan hafði leitað konunnar frá því á laugardag og fann lík hennar í skotti bíls við heimili fjölskyldunnar á Nýja Sjálandi. Bíllinn er skráður á föður stúlkunnar sem er þriggja ára.

Ráðuneytin fara fram úr fjárhagsáætlun

Á fundi fjárlaganefndar Alþingis í morgun var tekin fyrir framkvæmd fjárlaga fyrstu sex mánuði ársins. Þar kom fram að 134 liðir af 434 eru komnir fram úr áætlun. Gunnar Svavarsson, formaður nefndarinnar, segir þetta aukningu frá því í fyrra þegar 106 liðir voru komnir fram úr á sama tíma.

Eyddu vitlausu fóstri

Tveir ítalskir læknar sem eyddu heilbrigðu fóstri fyrir slysni eiga yfir höfði sér kæru vegna vanrækslu í starfi. Í aðgerðinni, sem fór fram í júní, ætluðu læknarnir sér að eyða tvíbura sem greinst hafði með Downs heilkenni. Eftir sónarskoðun skiptu læknarnir um stað og hófu aðgerðina, en eyddu hinum tvíburanum sem var heilbrigður.

Síðasti eftirlifandi Rauði Khmerinn kærður

Sérstakur dómstóll á vegum Sameinuðu þjóðanna sem rannsakar nú fjöldamorð Rauður Khmeranna í Kambódíu hefur kært fyrrverandi næstæðsta yfirmann þeirra fyrir glæpi gegn mannkyni.

Fleiri láta fjarlægja tattoo

Fjöldi þeirra sem láta fjarlægja húðflúr hér á landi hefur aukist töluvert síðustu ár og er búist við frekari aukningu á næstu árum. Yfirleitt er laser aðferðum beitt en þær geta verið bæði sársaukafullar, kostnaðarsamar og tímafrekar. Þetta er svipuð þróun og Í Bandaríkjunum þar sem aukningin hefur orðið gífurleg.

Segir Kompás þátt ósmekklegan

Einar Gautur Steingrímsson, lögmaður mannsins sem Kompás fjallaði um í þætti sínum í gær, segir að umbjóðandi sinn kannist ekki við tvær þeirra stúlkna sem fjallað var um í þættinum.

Lífetanólstöðin ekki opin almenningi strax

Lífetanólstöðin sem opnuð var fyrir tveimur dögum verður ekki opin almenningi fyrr en eftir nokkrar vikur. Forstjóri Brimborgar segir að um tilraunaverkefni sé að ræða og eftir eigi að að kanna, tollafyrirkomulag á tvíorkubílum og etanóli, áhuga almennings og ekki síður áhuga olíufélaganna.

Ferðir sendifulltrúa takmarkaðar

Bandarískum sendifulltrúum í Írak er nú bannað að ferðast utan Græna svæðisins svokallaða í Bagdad. Þetta var ákveðið eftir að írösk yfirvöld bönnuðu starfsemi verktakafyrirtækisins Blackwater í landinu. Fyrirtækið hefur annast gæslu sendifulltrúa.

Töf á skráningu hlutafjár Straums í evrum

Töf verður á fyrirhugaðri skráningu hlutafjár Straums í evrum vegna lögfræðilega athugasemda sem Seðlabankinn gerði um framkvæmdina. Forsvarsmenn Straums vísa því alfarið á bug að Seðlabankinn reyni að setja félaginu hömlur í þessum efnum.

Mótvægisaðgerðirnar brandari

Mótvægisaðgerðir ríkistjórnarinnar eru brandari, segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Árni Johnsen. Hann segir ekki samræmi í aðgerðunum og óeðlilegt að taka Vestfirði fram yfir aðrar sjávarbyggðir.

Sjá næstu 50 fréttir