Fleiri fréttir Móðir finnst látin á sama stað og dóttir hennar nokkrum vikum áður Móðir táningsstúlku sem fannst látin á lestarteinum í Bretlandi fyrir fimm vikum fannst í gær látin á sama stað. Hin sautján ára Natasha Coombs hvarf þegar hún var á leið heim eftir kvöldstund með vinkonum sínum á veitingastað í Ipswich þann 27. júlí. Tveimur vikum áður hafði hún hætt með kærastanum sínum, og var leið yfir því. Hún fannst svo 10. ágúst í kjarri nálægt lestarteinum í nágrenninu. Hún hafði orðið fyrir lest. 19.9.2007 10:38 Varað við íslensku leiðinni Framkvæmdastjóri samtaka veiðimanna á Grænlandi (KNAPK) varar í viðtali við grænlenska útvarpið sterklega við fyrirhuguðum breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfi landsins. Það muni leiða til ástands eins og á Íslandi þar sem nokkrir barónar eigi allan kvótann. 19.9.2007 10:33 :-) 25 ára í dag Broskallinn góðlegi sem hóf líf sitt sem tölvutákn er 25 ára í dag. Glaðlega andlitið sem birtist yfirleitt á hlið er nú notaður í milljörðum tölvupósta á degi hverjum. Hann var skapaður af prófessor Scott Fahlman, tölvusérfræðingi í Pittsburg í Bandaríkjunum. 19.9.2007 10:28 GSM allan Hringveginn Stöðugt bætast við nýir sendar fyrir GSM-farsímaþjónustuna á Hringveginum. Samgönguráðuneytið áætlar að í árslok verði boðið uppá GSM-þjónustu á öllum Hringveginum. 19.9.2007 10:28 Ristu upp blaðaböggla Margir borgarbúar fengu ekki dagblöðin sín í morgun því einhverjir spellvirkjar tóku sig til í nótt, fóru víða um borgina og ristu upp blaðaböggla, sem biðu blaðburðarfólksins. 19.9.2007 08:44 Gullhornin fundin-fjögur handtekin Lögreglan í Danmörku hefur fundið Gullhorn þau sem stolið var um síðustu helgi og hefur handtekið fjóra, tvo karla og tvær konur vegna málsins. Einnig hefur fundist 9000 ára gamall rafskartgripur í líki skógarbjörns úr innbrotinu. 19.9.2007 07:50 Einfrumungur drepur þrjá drengi Heilbrigðisyfirvöld í Flórída aðvara nú fólk um að halda sig frá vötnum sem eru meir en 28 gráðu heit á Orlando-svæðinu því lífshættulegur einfrumungur hefur tekið sér bólfestu í þeim. Aðvörunin kemur í kjölfar þess að þrír ungir drengir hafa látist með skömmu millibili af völdum þessa einfrumungs. 19.9.2007 07:46 Bifhjólamaður á gjörgæslu Bifhjólamaður slasaðist á Fáskrúðsfirði í dag þegar hann féll af hjóli sínu á Skólavegi laust fyrir klukkan fimm í dag. Maðurinn, sem er um þrítugt, var fluttur með sjúkrabíl til Egilsstaða og þaðan með sjúkraflugi á Landspítalann í Fossvogi. Hann er nú á gjörgæslu en er ekki talinn alvarlega slasaður. 18.9.2007 21:11 Kristjana sigraði í Veðravon Um fimm þúsund Íslendingar tóku þátt Veðravon, veðurleik veðurstofu Stöðvar 2 og Vísis. Sigurvegarinn í leiknum var Kristjana Margrét Harðardóttir, Reykjavík, en hún reyndist ötulasti veðurathugunarmaðurinn enda gerði hún 93 veðurathuganir af 93 mögulegum. 18.9.2007 20:22 Elsti maður heims 112 ára í dag Japaninn Tomoji Tanabe, sem er talinn vera elsti núlifandi karlmaðurinn, hélt upp á 112 ára afmæli sitt í dag. Hann hefur aldrei snert áfengi og segir það vera leyndarmálið á bak við langlífi sitt. 18.9.2007 20:21 Fjöldi tungumála í útrýmingarhættu Málvísindamenn óttast að á komandi árum muni fjöldi tungumála í útrýmingarhættu aukast hratt. Mörg eru nú þegar nánast útdauð. Þeir hafa skilgreint fimm svæði í heiminum þar sem vandamálið er hvað verst. Tungumál frumbyggja í norðurhluta Ástralíu er talið vera í hvað mestri útrýmingarhættu. 18.9.2007 20:03 Kærðir fyrir að brjóta viðskiptabann á Íran Bandarísk yfirvöld kærðu í dag hollenskt fyrirtæki fyrir brjóta gegn viðskiptabanni Bandaríkjamanna á Íran. Hollenska fyrirtækið keypti flugvélaparta frá Bandaríkjunum og endurseldi þá til Írans. Eigandi fyrirtækisins á yfir höfði sér 50 ára fangelsi og sekt upp á allt að 65 milljónir króna verði hann fundinn sekur. 18.9.2007 19:08 Óttast um móður yfirgefnu stúlkunnar Óttast er um afdrif móður stúlkunnar sem var skilin eftir á brautarpalli í Melbourne í Ástralíu nýlega. Leitað er að föðurnum um allan heim. Pabbinn sem skildi fjögurra ára dóttur sína, Qian Xun Xue, eftir á brautarpalli í Melbourne er enn ekki kominn fram, þó leitað sé um allan heim. 18.9.2007 18:46 Ver barnaníðinga en sætir ákæru sjálfur um kynferðisafbrot Lögmaður sem er ákærður um kynferðisafbrot gegn fjórum unglingsstúlkum hefur tekið að sér að verja meinta barnaníðinga þótt hann sæti sjálfur rannsókn vegna meintra kynferðisafbrota. 18.9.2007 18:45 Breska stjórnin ver sparifjáreigendur Breska stjórnin hefur heitið sparifjáreigendum því að þeir muni ekki tapa innistæðum sínum hjá Northern Rock, bankanum sem hefur staðið tæpt undanfarna daga. 18.9.2007 18:44 Íslendingar sitja lengi á skólabekk Ástralir og Íslendingar sitja lengst allra á skólabekk og engin þjóð ver jafn miklu af þjóðartekjum í að koma börnunum í gegnum grunn- og framhaldsskóla en Íslendingar. 18.9.2007 18:42 Vilja hætta við smíði Grímseyjarferju Vaxandi stuðningur er innan samgöngunefndar alþingis við að smíði fyrirhugaðrar Grímseyjarferju verði hætt. Grímseyingar segja skipið ekki henta vegna veðurs og ónógrar burðargetu. 18.9.2007 18:39 Vanhæfur? Bæjarstjórn Kópavogs hefur falið bæjarlögmanni að kanna hvort eðlilega hafi verið staðið að ráðningu aðstoðarskólastjóra í bænum. 18.9.2007 18:32 Brú selur Nokia allt hlutafé í Enpocket Nokia er að kaupa allt hlutafé í Enpocket, en Brú, dótturfyrirtæki Straums-Burðaráss er einn stærsti hluthafinn þar. Um það bil fimmtíu Íslendingar eiga hlut í félaginu. 18.9.2007 18:30 Hlíðaskóli fyrirmynd á Norðurlöndum í kennslu fyrir heyrnarskerta Hlíðaskóli hefur unnið markvisst frumkvöðlastarf í skólamálum á Íslandi á þann veg að heyrnarskert, heyrnarlaus og daufblind börn taka þátt í kennslustundum með heyrandi og sjáandi nemendum skólans. 18.9.2007 18:30 Ákært í fjórum líkamsárásarmálum í Reykjanesbæ Fjórar ákærur vegna líkamsárása voru þingfestar í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Allar árásirnar áttu sér stað í Reykjanesbæ. Nokkra athygli vekur að rúm þrjú ár eru liðin frá einni árásinni. 18.9.2007 17:47 Evrópusambandið endurskoðar innflutningsbann Sérfræðingar hjá Evrópusambandinu munu endurskoða innflutningsbann á breskar landbúnaðarvörur um næstu mánaðamót. Evrópusambandið lokaði á allan innflutning á fersku kjöti, búfénaði og mjólkurafurðum frá Bretlandseyjum í síðustu viku eftir að gin-og klaufaveikismit greindist á nautgripabúi í suðurhluta Englands. 18.9.2007 17:40 Tímamótabreyting á stjórnarskrá Zimbabwe Stærsti stjórnarandstöðuflokkur Zimbabwe segir að náðst hafi samkomulag við ríkisstjórnina um lagabreytingu á stjórnarskránni. Um er að ræða tímamótabreytingu sem kemur flestum mjög á óvart. Breytingarnar munu gera sameiginlegt framboð til þing- og forsetakosninga mögulegar árið 2008. Þær munu meðal annars leiða af sér fjölgun þingmanna. 18.9.2007 17:07 Ekið á barn við Lönguhlíð Ekið var á barn á mótum Lönguhlíðar og Mávahlíðar laust fyrir klukkan fimm í dag. Í fyrstu var óttast að barnið hefði slasast alvarlega. 18.9.2007 17:07 Fáfnisfauti týndur Jón Trausti Lúthersson, sem kenndur er við bifhjólasamtökin Fáfni, átti að mæta fyrir Héraðsdómi Reykjaness í dag. Samkvæmt heimildum Vísis er hann ákærður fyrir tvær líkamsárásir sem áttu sér stað í Keflavík. 18.9.2007 17:00 Opna Schengen fyrir ríki Austur-Evrópu Stefnt er að því að aðildarríki Evrópusambandsins í Austur-Evrópu fái fullan aðgang að Schengen-samstarfinu á næsta ári. Þetta var meðal annars sem kom fram á ráðherrafundi um Schengen málefni í Brussel í dag. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, sat fundinn fyrir hönd Íslands. 18.9.2007 16:59 Jónas: Borga ekki fyrr en ég hef lokið afplánun Jónas Garðarsson, sem Hæstiréttur hefur dæmt í þriggja ára fangelsi og til að greiða 10 milljónir í skaðabætur fyrir að vera valdur að dauða Matthildar Viktoríu Harðardóttur og Friðriks Hermannsonar þegar skemmtibáturinn Harpa sökk í Viðeyjarsundi, segist ekki ætla að greiða krónu í skaðabætur fyrr en hann hafi lokið afplánun sinni. 18.9.2007 16:40 Írakar endurskoða öryggisfyrirtæki Yfirvöld í Írak segja að þau muni endurskoða stöðu allra öryggisfyrirtækja í einkaeigu sem stunda rekstur í landinu. Yfirlýsingin kemur eftir að byssubardagi öryggisvarða í Baghdad kostaði átta óbreytta borgara lífið. Ríkisstjórnin sagði að hún vildi komast að því hvort fyrirtækin færu eftir lögum í landinu. 18.9.2007 16:29 Tölvupóstar frá svikahröppum sífellt grófari Mörg þúsund tilkynningar hafa borist ríkislögreglustjóra það sem af er þessu ári vegna tölvupósta þar sem reynt er að hafa af fólki fé. Bréfin verða sífellt grófari að sögn aðstoðarríkislögreglustjóra og í þeim nýjustu er fólki hótað lífláti. 18.9.2007 16:22 Löggur reknar í kippum Héraðsstjórinn í Uttar Pradesh héraði í Indlandi hefur rekið um 10.500 lögregluþjóna úr starfi á einni viku. Héraðsstjórinn segir að þeir hafi keypt sér embættin til þess að geta hagnast á mútum og öðru ólöglegu athæfi. Yfir 22000 lögregluþjónar eru enn til rannsóknar og viðbúið að einhverjir þeirra verði einnig reknir. 18.9.2007 15:43 Reyna að forðast reynslulausn barnaníðings Brynjar Níelsson, skipaður verjandi Ágústs Magnússonar, segir að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu dragi að gefa út kæru á hendur Ágústi, dæmdum barnaníðingi, til að koma í veg fyrir að hann fái reynslulausn úr fangelsi. 18.9.2007 15:34 Lögreglan varar við svikapóstum Ríkislögreglustjóri hefur gefið út viðvörun vegna tölvupósta frá svikahröppum sem innihalda morðhótanir. Í póstunum er fólki hótað lífláti greiði það ekki háa upphæð inn á bankareikning erlendis. Nokkuð hefur borið á því að Íslendingar hafi fengið slíkar hótanir í gegnum tölvupóst að sögn lögreglu. Fólk er hvatt til að svara ekki þessum bréfum. 18.9.2007 15:34 Athyglina aftur á leitina að Madeleine Fjölskylda Madeleine McCann kallaði í dag eftir því að endi yrði bundinn á stjórnlausar vangaveltur um málið og að athygli yrði aftur beint að leit stúlkunnar. Clarence Mitchell talsmaður fjölskyldunnar sagði að vangaveltur um hvort Kate og Gerry McCann hefðu harmað dóttur sína væru eins „fáránlegar og þær væru fjarstæðukenndar.“ 18.9.2007 15:18 Ekkert spurst til brottrekna Rússans Ekkert hefur spurst til rússneska mannsins sem rekinn var úr landi í síðustu viku. Eiginkona hans óttast að hann verði settur í fangelsi í Rússlandi þar sem hann er frá Tjeténíu. Lögreglan meinaði henni að kveðja hann á Leifsstöð. 18.9.2007 14:58 Sádi-Arabískar konur vilja ökubanni aflétt Konur í Sádi-Arabíu berjast nú í fyrsta sinn fyrir því að fá ökubanni kvenna í konungsríkinu verði aflétt. Meðlimir í nefnd sem beitir sér fyrir þessum rétti kvenna munu leggja fram beiðni við þingið fyrir sunnudag, en þá er þjóðhátíðardagur landsins. 18.9.2007 14:18 Hrakfalladagur í Reykjavík Piltur á grunnskólaaldri handleggsbrotnaði þegar hann féll af þaki fyrirtækis í austurborginni í gær. Talið er að pilturinn hafi verið að príla með fyrrgreindum afleiðingum. 18.9.2007 14:00 Rússar óttast stríðsátök í Íran Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússa lét í dag hafa eftir sér að hann hræddist yfirvofandi hættu á stríði í Íran eftir samtal við franska utanríkisráðherrann, Bernard Kouchner. Á sunnudag ollu ummæli Kouchners um Íran mikilli spennu í Teheran, en hann sagði að heimurinn yrði að „undirbúa sig fyrir það versta, og það versta væri stríð.“ 18.9.2007 13:56 Fékk fálkaorðu fyrir rannsóknir á náttúru Íslands Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson sæmdi í gær dr. Jack Ives riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir rannsóknir á náttúru landsins og samvinnu við íslenska fræðimenn. 18.9.2007 13:49 Þriðji maðurinn handtekinn í Simpson málinu Karlmaður á sextugsaldri var handtekinn í Las Vegas í Bandaríkjunum í dag í tengslum við vopnað rán sem framið var á hótelherbergi í borginni á fimmtudag. O.J. Simpson var handtekinn í fyrrakvöld fyrir meinta aðild að ráninu á The Palace Station hótelinu. 18.9.2007 13:37 Nágrannar ósáttir við flutning hússins að Bergstaðastræti Verslunareigendur og íbúar við Klapparstíg eru ósáttir við það hversu illa flutningur hússins frá Hverfisgötu að Bergstaðastræti var undirbúinn. Ari Magnússon, eigandi verslunarinnar Antíkmunir, telur að fólk í nágrenninu hefði átt að vera aðvarað. 18.9.2007 13:02 Laun hækka mest á Norðurlöndum Kjarasamningar á öllum Norðurlöndum hafa verið endurnýjaðir á þessu ári að Íslandi undanskyldu, eftir því sem fram kemur i frétt á vef Samtaka atvinnulífsins. 18.9.2007 12:48 Tólf tíma tók að flytja húsið Um tólf tíma tók að flytja tæplega hundrað ára gamalt hús frá Hverfisgötu yfir á Bergastaðastræti í Reykjavík í nótt. Eigandi verktakafyrirtækis sem sá um flutninginn segir þrengsli í miðbænum hafa valdið töfunum. 18.9.2007 12:42 Um 40 ólöglegir iPhone símar í notkun á Íslandi Samkvæmt heimildum Vísis eru um fjörutíu óskráðir og ólöglegir iPhone símar í notkun hér á landi. Símarnir voru keyptir í Bandaríkjunum en vegna samnings sem Apple gerði við farsímafyrirtæki þar í landi eru símarnir læstir fyrir notkun erlendis. Tölvuhakkarar hafa fundið leið til að komast framhjá þessari læsingu og lekið þeim upplýsingum á netið. Svo virðirst sem allnokkrir óþreyjufullir aðilar hér á landi hafi nýtt sér þerssar upplýsingar, aflæst Iphone símanum og hafið notkun á honum hér á landi. 18.9.2007 12:16 Abe áfram á sjúkrahúsi Shinzo Abe forsætisráðherra Japans verður áfram á spítala og alls óvíst er hvenær hann kemur aftur til vinnu. 18.9.2007 12:10 Biðraðir minnka við Northern Rock Hlutabréfaverð í Northern Rock bankanum í Bretlandi hækkaði á ný í morgun eftir að bresk stjórnvöld hétu því að sparifjáreigendur myndu engu tapa á viðskiptum sínum við bankann. 18.9.2007 12:10 Sjá næstu 50 fréttir
Móðir finnst látin á sama stað og dóttir hennar nokkrum vikum áður Móðir táningsstúlku sem fannst látin á lestarteinum í Bretlandi fyrir fimm vikum fannst í gær látin á sama stað. Hin sautján ára Natasha Coombs hvarf þegar hún var á leið heim eftir kvöldstund með vinkonum sínum á veitingastað í Ipswich þann 27. júlí. Tveimur vikum áður hafði hún hætt með kærastanum sínum, og var leið yfir því. Hún fannst svo 10. ágúst í kjarri nálægt lestarteinum í nágrenninu. Hún hafði orðið fyrir lest. 19.9.2007 10:38
Varað við íslensku leiðinni Framkvæmdastjóri samtaka veiðimanna á Grænlandi (KNAPK) varar í viðtali við grænlenska útvarpið sterklega við fyrirhuguðum breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfi landsins. Það muni leiða til ástands eins og á Íslandi þar sem nokkrir barónar eigi allan kvótann. 19.9.2007 10:33
:-) 25 ára í dag Broskallinn góðlegi sem hóf líf sitt sem tölvutákn er 25 ára í dag. Glaðlega andlitið sem birtist yfirleitt á hlið er nú notaður í milljörðum tölvupósta á degi hverjum. Hann var skapaður af prófessor Scott Fahlman, tölvusérfræðingi í Pittsburg í Bandaríkjunum. 19.9.2007 10:28
GSM allan Hringveginn Stöðugt bætast við nýir sendar fyrir GSM-farsímaþjónustuna á Hringveginum. Samgönguráðuneytið áætlar að í árslok verði boðið uppá GSM-þjónustu á öllum Hringveginum. 19.9.2007 10:28
Ristu upp blaðaböggla Margir borgarbúar fengu ekki dagblöðin sín í morgun því einhverjir spellvirkjar tóku sig til í nótt, fóru víða um borgina og ristu upp blaðaböggla, sem biðu blaðburðarfólksins. 19.9.2007 08:44
Gullhornin fundin-fjögur handtekin Lögreglan í Danmörku hefur fundið Gullhorn þau sem stolið var um síðustu helgi og hefur handtekið fjóra, tvo karla og tvær konur vegna málsins. Einnig hefur fundist 9000 ára gamall rafskartgripur í líki skógarbjörns úr innbrotinu. 19.9.2007 07:50
Einfrumungur drepur þrjá drengi Heilbrigðisyfirvöld í Flórída aðvara nú fólk um að halda sig frá vötnum sem eru meir en 28 gráðu heit á Orlando-svæðinu því lífshættulegur einfrumungur hefur tekið sér bólfestu í þeim. Aðvörunin kemur í kjölfar þess að þrír ungir drengir hafa látist með skömmu millibili af völdum þessa einfrumungs. 19.9.2007 07:46
Bifhjólamaður á gjörgæslu Bifhjólamaður slasaðist á Fáskrúðsfirði í dag þegar hann féll af hjóli sínu á Skólavegi laust fyrir klukkan fimm í dag. Maðurinn, sem er um þrítugt, var fluttur með sjúkrabíl til Egilsstaða og þaðan með sjúkraflugi á Landspítalann í Fossvogi. Hann er nú á gjörgæslu en er ekki talinn alvarlega slasaður. 18.9.2007 21:11
Kristjana sigraði í Veðravon Um fimm þúsund Íslendingar tóku þátt Veðravon, veðurleik veðurstofu Stöðvar 2 og Vísis. Sigurvegarinn í leiknum var Kristjana Margrét Harðardóttir, Reykjavík, en hún reyndist ötulasti veðurathugunarmaðurinn enda gerði hún 93 veðurathuganir af 93 mögulegum. 18.9.2007 20:22
Elsti maður heims 112 ára í dag Japaninn Tomoji Tanabe, sem er talinn vera elsti núlifandi karlmaðurinn, hélt upp á 112 ára afmæli sitt í dag. Hann hefur aldrei snert áfengi og segir það vera leyndarmálið á bak við langlífi sitt. 18.9.2007 20:21
Fjöldi tungumála í útrýmingarhættu Málvísindamenn óttast að á komandi árum muni fjöldi tungumála í útrýmingarhættu aukast hratt. Mörg eru nú þegar nánast útdauð. Þeir hafa skilgreint fimm svæði í heiminum þar sem vandamálið er hvað verst. Tungumál frumbyggja í norðurhluta Ástralíu er talið vera í hvað mestri útrýmingarhættu. 18.9.2007 20:03
Kærðir fyrir að brjóta viðskiptabann á Íran Bandarísk yfirvöld kærðu í dag hollenskt fyrirtæki fyrir brjóta gegn viðskiptabanni Bandaríkjamanna á Íran. Hollenska fyrirtækið keypti flugvélaparta frá Bandaríkjunum og endurseldi þá til Írans. Eigandi fyrirtækisins á yfir höfði sér 50 ára fangelsi og sekt upp á allt að 65 milljónir króna verði hann fundinn sekur. 18.9.2007 19:08
Óttast um móður yfirgefnu stúlkunnar Óttast er um afdrif móður stúlkunnar sem var skilin eftir á brautarpalli í Melbourne í Ástralíu nýlega. Leitað er að föðurnum um allan heim. Pabbinn sem skildi fjögurra ára dóttur sína, Qian Xun Xue, eftir á brautarpalli í Melbourne er enn ekki kominn fram, þó leitað sé um allan heim. 18.9.2007 18:46
Ver barnaníðinga en sætir ákæru sjálfur um kynferðisafbrot Lögmaður sem er ákærður um kynferðisafbrot gegn fjórum unglingsstúlkum hefur tekið að sér að verja meinta barnaníðinga þótt hann sæti sjálfur rannsókn vegna meintra kynferðisafbrota. 18.9.2007 18:45
Breska stjórnin ver sparifjáreigendur Breska stjórnin hefur heitið sparifjáreigendum því að þeir muni ekki tapa innistæðum sínum hjá Northern Rock, bankanum sem hefur staðið tæpt undanfarna daga. 18.9.2007 18:44
Íslendingar sitja lengi á skólabekk Ástralir og Íslendingar sitja lengst allra á skólabekk og engin þjóð ver jafn miklu af þjóðartekjum í að koma börnunum í gegnum grunn- og framhaldsskóla en Íslendingar. 18.9.2007 18:42
Vilja hætta við smíði Grímseyjarferju Vaxandi stuðningur er innan samgöngunefndar alþingis við að smíði fyrirhugaðrar Grímseyjarferju verði hætt. Grímseyingar segja skipið ekki henta vegna veðurs og ónógrar burðargetu. 18.9.2007 18:39
Vanhæfur? Bæjarstjórn Kópavogs hefur falið bæjarlögmanni að kanna hvort eðlilega hafi verið staðið að ráðningu aðstoðarskólastjóra í bænum. 18.9.2007 18:32
Brú selur Nokia allt hlutafé í Enpocket Nokia er að kaupa allt hlutafé í Enpocket, en Brú, dótturfyrirtæki Straums-Burðaráss er einn stærsti hluthafinn þar. Um það bil fimmtíu Íslendingar eiga hlut í félaginu. 18.9.2007 18:30
Hlíðaskóli fyrirmynd á Norðurlöndum í kennslu fyrir heyrnarskerta Hlíðaskóli hefur unnið markvisst frumkvöðlastarf í skólamálum á Íslandi á þann veg að heyrnarskert, heyrnarlaus og daufblind börn taka þátt í kennslustundum með heyrandi og sjáandi nemendum skólans. 18.9.2007 18:30
Ákært í fjórum líkamsárásarmálum í Reykjanesbæ Fjórar ákærur vegna líkamsárása voru þingfestar í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Allar árásirnar áttu sér stað í Reykjanesbæ. Nokkra athygli vekur að rúm þrjú ár eru liðin frá einni árásinni. 18.9.2007 17:47
Evrópusambandið endurskoðar innflutningsbann Sérfræðingar hjá Evrópusambandinu munu endurskoða innflutningsbann á breskar landbúnaðarvörur um næstu mánaðamót. Evrópusambandið lokaði á allan innflutning á fersku kjöti, búfénaði og mjólkurafurðum frá Bretlandseyjum í síðustu viku eftir að gin-og klaufaveikismit greindist á nautgripabúi í suðurhluta Englands. 18.9.2007 17:40
Tímamótabreyting á stjórnarskrá Zimbabwe Stærsti stjórnarandstöðuflokkur Zimbabwe segir að náðst hafi samkomulag við ríkisstjórnina um lagabreytingu á stjórnarskránni. Um er að ræða tímamótabreytingu sem kemur flestum mjög á óvart. Breytingarnar munu gera sameiginlegt framboð til þing- og forsetakosninga mögulegar árið 2008. Þær munu meðal annars leiða af sér fjölgun þingmanna. 18.9.2007 17:07
Ekið á barn við Lönguhlíð Ekið var á barn á mótum Lönguhlíðar og Mávahlíðar laust fyrir klukkan fimm í dag. Í fyrstu var óttast að barnið hefði slasast alvarlega. 18.9.2007 17:07
Fáfnisfauti týndur Jón Trausti Lúthersson, sem kenndur er við bifhjólasamtökin Fáfni, átti að mæta fyrir Héraðsdómi Reykjaness í dag. Samkvæmt heimildum Vísis er hann ákærður fyrir tvær líkamsárásir sem áttu sér stað í Keflavík. 18.9.2007 17:00
Opna Schengen fyrir ríki Austur-Evrópu Stefnt er að því að aðildarríki Evrópusambandsins í Austur-Evrópu fái fullan aðgang að Schengen-samstarfinu á næsta ári. Þetta var meðal annars sem kom fram á ráðherrafundi um Schengen málefni í Brussel í dag. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, sat fundinn fyrir hönd Íslands. 18.9.2007 16:59
Jónas: Borga ekki fyrr en ég hef lokið afplánun Jónas Garðarsson, sem Hæstiréttur hefur dæmt í þriggja ára fangelsi og til að greiða 10 milljónir í skaðabætur fyrir að vera valdur að dauða Matthildar Viktoríu Harðardóttur og Friðriks Hermannsonar þegar skemmtibáturinn Harpa sökk í Viðeyjarsundi, segist ekki ætla að greiða krónu í skaðabætur fyrr en hann hafi lokið afplánun sinni. 18.9.2007 16:40
Írakar endurskoða öryggisfyrirtæki Yfirvöld í Írak segja að þau muni endurskoða stöðu allra öryggisfyrirtækja í einkaeigu sem stunda rekstur í landinu. Yfirlýsingin kemur eftir að byssubardagi öryggisvarða í Baghdad kostaði átta óbreytta borgara lífið. Ríkisstjórnin sagði að hún vildi komast að því hvort fyrirtækin færu eftir lögum í landinu. 18.9.2007 16:29
Tölvupóstar frá svikahröppum sífellt grófari Mörg þúsund tilkynningar hafa borist ríkislögreglustjóra það sem af er þessu ári vegna tölvupósta þar sem reynt er að hafa af fólki fé. Bréfin verða sífellt grófari að sögn aðstoðarríkislögreglustjóra og í þeim nýjustu er fólki hótað lífláti. 18.9.2007 16:22
Löggur reknar í kippum Héraðsstjórinn í Uttar Pradesh héraði í Indlandi hefur rekið um 10.500 lögregluþjóna úr starfi á einni viku. Héraðsstjórinn segir að þeir hafi keypt sér embættin til þess að geta hagnast á mútum og öðru ólöglegu athæfi. Yfir 22000 lögregluþjónar eru enn til rannsóknar og viðbúið að einhverjir þeirra verði einnig reknir. 18.9.2007 15:43
Reyna að forðast reynslulausn barnaníðings Brynjar Níelsson, skipaður verjandi Ágústs Magnússonar, segir að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu dragi að gefa út kæru á hendur Ágústi, dæmdum barnaníðingi, til að koma í veg fyrir að hann fái reynslulausn úr fangelsi. 18.9.2007 15:34
Lögreglan varar við svikapóstum Ríkislögreglustjóri hefur gefið út viðvörun vegna tölvupósta frá svikahröppum sem innihalda morðhótanir. Í póstunum er fólki hótað lífláti greiði það ekki háa upphæð inn á bankareikning erlendis. Nokkuð hefur borið á því að Íslendingar hafi fengið slíkar hótanir í gegnum tölvupóst að sögn lögreglu. Fólk er hvatt til að svara ekki þessum bréfum. 18.9.2007 15:34
Athyglina aftur á leitina að Madeleine Fjölskylda Madeleine McCann kallaði í dag eftir því að endi yrði bundinn á stjórnlausar vangaveltur um málið og að athygli yrði aftur beint að leit stúlkunnar. Clarence Mitchell talsmaður fjölskyldunnar sagði að vangaveltur um hvort Kate og Gerry McCann hefðu harmað dóttur sína væru eins „fáránlegar og þær væru fjarstæðukenndar.“ 18.9.2007 15:18
Ekkert spurst til brottrekna Rússans Ekkert hefur spurst til rússneska mannsins sem rekinn var úr landi í síðustu viku. Eiginkona hans óttast að hann verði settur í fangelsi í Rússlandi þar sem hann er frá Tjeténíu. Lögreglan meinaði henni að kveðja hann á Leifsstöð. 18.9.2007 14:58
Sádi-Arabískar konur vilja ökubanni aflétt Konur í Sádi-Arabíu berjast nú í fyrsta sinn fyrir því að fá ökubanni kvenna í konungsríkinu verði aflétt. Meðlimir í nefnd sem beitir sér fyrir þessum rétti kvenna munu leggja fram beiðni við þingið fyrir sunnudag, en þá er þjóðhátíðardagur landsins. 18.9.2007 14:18
Hrakfalladagur í Reykjavík Piltur á grunnskólaaldri handleggsbrotnaði þegar hann féll af þaki fyrirtækis í austurborginni í gær. Talið er að pilturinn hafi verið að príla með fyrrgreindum afleiðingum. 18.9.2007 14:00
Rússar óttast stríðsátök í Íran Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússa lét í dag hafa eftir sér að hann hræddist yfirvofandi hættu á stríði í Íran eftir samtal við franska utanríkisráðherrann, Bernard Kouchner. Á sunnudag ollu ummæli Kouchners um Íran mikilli spennu í Teheran, en hann sagði að heimurinn yrði að „undirbúa sig fyrir það versta, og það versta væri stríð.“ 18.9.2007 13:56
Fékk fálkaorðu fyrir rannsóknir á náttúru Íslands Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson sæmdi í gær dr. Jack Ives riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir rannsóknir á náttúru landsins og samvinnu við íslenska fræðimenn. 18.9.2007 13:49
Þriðji maðurinn handtekinn í Simpson málinu Karlmaður á sextugsaldri var handtekinn í Las Vegas í Bandaríkjunum í dag í tengslum við vopnað rán sem framið var á hótelherbergi í borginni á fimmtudag. O.J. Simpson var handtekinn í fyrrakvöld fyrir meinta aðild að ráninu á The Palace Station hótelinu. 18.9.2007 13:37
Nágrannar ósáttir við flutning hússins að Bergstaðastræti Verslunareigendur og íbúar við Klapparstíg eru ósáttir við það hversu illa flutningur hússins frá Hverfisgötu að Bergstaðastræti var undirbúinn. Ari Magnússon, eigandi verslunarinnar Antíkmunir, telur að fólk í nágrenninu hefði átt að vera aðvarað. 18.9.2007 13:02
Laun hækka mest á Norðurlöndum Kjarasamningar á öllum Norðurlöndum hafa verið endurnýjaðir á þessu ári að Íslandi undanskyldu, eftir því sem fram kemur i frétt á vef Samtaka atvinnulífsins. 18.9.2007 12:48
Tólf tíma tók að flytja húsið Um tólf tíma tók að flytja tæplega hundrað ára gamalt hús frá Hverfisgötu yfir á Bergastaðastræti í Reykjavík í nótt. Eigandi verktakafyrirtækis sem sá um flutninginn segir þrengsli í miðbænum hafa valdið töfunum. 18.9.2007 12:42
Um 40 ólöglegir iPhone símar í notkun á Íslandi Samkvæmt heimildum Vísis eru um fjörutíu óskráðir og ólöglegir iPhone símar í notkun hér á landi. Símarnir voru keyptir í Bandaríkjunum en vegna samnings sem Apple gerði við farsímafyrirtæki þar í landi eru símarnir læstir fyrir notkun erlendis. Tölvuhakkarar hafa fundið leið til að komast framhjá þessari læsingu og lekið þeim upplýsingum á netið. Svo virðirst sem allnokkrir óþreyjufullir aðilar hér á landi hafi nýtt sér þerssar upplýsingar, aflæst Iphone símanum og hafið notkun á honum hér á landi. 18.9.2007 12:16
Abe áfram á sjúkrahúsi Shinzo Abe forsætisráðherra Japans verður áfram á spítala og alls óvíst er hvenær hann kemur aftur til vinnu. 18.9.2007 12:10
Biðraðir minnka við Northern Rock Hlutabréfaverð í Northern Rock bankanum í Bretlandi hækkaði á ný í morgun eftir að bresk stjórnvöld hétu því að sparifjáreigendur myndu engu tapa á viðskiptum sínum við bankann. 18.9.2007 12:10