Fleiri fréttir

Abdullah Gul nýr forseti Tyrklands

Tyrkneska þingið kaus rétt í þessu fyrrverandi íslamistann Abdullah Gul sem forseta landsins. Gul hefur undanfarin ár gegnt embætti utanríkisráðherra fyrir AK flokkinn. Frá árinu 2002, þegar AK flokkurinn komst til valda, hefur hann sannað sig sem öflugan diplómat og meðal annars verið í fararbroddi í viðræðum um inngöngu Tyrklands í Evrópusambandið.

Norskir diplómatar sendir heim frá Eþíópíu

Eþíópísk stjórnvöld hafa vísað sex norskum sendiráðsstarfsmönnum af níu úr landi, en þau saka Norðmenn um að reyna að kynda undir ófriði á austurodda Afríku.

Skattaparadísir gefi upplýsingar um Íslendinga

Í bígerð eru upplýsingasamningar milli Norðurlandanna og ýmissa skattaparadísa á borð við Guernsey, Jersey, Mön og Aruba. Hvert Norðurlandanna þar á meðal Ísland munu gera sjálfstæða tvíhliða samninga við þessar eyjar en samkvæmt frétt frá fjármálaráðuneytinu er ætlunin að berjast gegn alþjóðlegum skattaflótta með þessum hætti.

Fóðurblandan má kaupa Kornhlöðuna

Samkeppniseftirlitið telur ekki ástæðu til þess aðhafast nokkuð vegna kaupa Fóðurblöndunnar á öllum hlutum Mjólkurfélags Reykjavíkur og Kornax ehf. í Kornhlöðunni.

Farið yfir eftirlitskerfi vegna erlendra verkamanna

Félagsmálaráðherra ætlar að láta fara yfir mál þeirra erlendu verkamanna, sem slösuðust í rútuslysinu í fyrradag. Grunur leikur á að hluti þeirra hafi ekki haft tilskilin leyfi til að starfa á Íslandi. Þá á jafnframt að fara yfir eftirlitskerfið.

Komu upp um ránskvendi í Reykjanesbæ

Lögreglan á Suðurnesjum hefur haft hendur í hári 18 ára stúlku konu sem hafði plataða sig inn á eldra fólk í Reykjanesbæ og stolið frá því fjármunum.

Talibanar tala aftur um afdrif gísla

Fulltrúar talibana og Suður-kóreustjórnar hófu samningaviðræður á ný í morgun um afdrif nítján gísla frá Suður-Kóreu, sem talibanar hafa í haldi í Afganistan.

Suður-Kóreumönnunum verður sleppt

Talbanar í Afganistan hafa fallist á að sleppa 19 suður-kóreskum gíslum gegn því að Suður-Kórea dragi herlið sitt frá landinu fyrir lok þessa árs. Þá samþykkti suður-kóresk sendinefnd ýmis önnur skilyrði, svo sem að yfirvöld myndu koma í veg fyrir að þegnar þeirra stunduðu trúboð í Afganistan. Kóresk yfirvöld greindu frá þessu í morgun.

Bróðirinn bollaði kærustuna

Tveir þýskir bræður hafa verið ákærðir annarsvegar fyrir nauðgun og hinsvegar þáttöku í nauðgun í heila tvo mánuði. Konan var kærasta yngri bróðurins sem efaðist um stærð sína og getu í bólinu. Hann vildi hinsvegar ekki missa kærustuna.

Seltjarnarnesbær býður börnum og unglingum tómstundastyrki

Öllum börnum og ungmennum á aldrinum 6-18 ára á Seltjarnarnesi stendur nú til boða 25 þúsund króna tómstundastyrkur til að stunda skipulagt íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarf. „Býður þessi styrkur börnum upp á aukið valfrelsi, fjölbreytni og stuðlar að jafnrétti í samfélaginu.

Laun ráðamanna og embættismanna hækkuðu um 2,6%

Kjararáð úrskurðaði fyrir skömmu að laun þeirra sem heyra undir ráðið myndu hækka þann 1. júlí s.l. um 2,6% að meðaltali. Laun nokkurra embættismanna voru einnig hækkuð um 3 launaflokka en það þýðir samsvarandi launahækkun. Í fyrstu frétt hér um málið urðu þau mistök að prósentu og launaflokkahækkun var lögð saman í dæmi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Er beðist velvirðingar á þeim mistökum.

Vill herinn ekki heim strax

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, vill ekki setja nein tímamörk á veru breska hersins í Írak. Í bréfi til Sir Menzies Campbells, leiðtoga Frjálslynda demókrataflokksins, sagði Brown að herinn hefði enn skyldum að gegna í Írak, og því óviðeigandi að ákveða brottfarardaginn.

Aron Pálmi fer á Reykjalund

Aron Pálmi Ágústsson er á leiðinni á Reykjalund. Sæmundur Pálsson í RJF hópnum, eða Sæmi Rokk eins og hann er yfirleitt kallaður, staðfesti í samtali við Vísi að búið væri að sækja um fyrir hann. „Við munum tala við Guðlaug Þór og sjá hversu fljótt við getum komið honum inn í tryggingakerfið," segir Sæmundur í samtali við Vísi.

Enn eitt metið í fjölda skráðra háskólanema

Úlit er fyrir að enn eitt metið verði slegið í fjölda skráðra háskólanema hér á landi nú í haust. Samkvæmt tölum háskólanna eru hátt í 19 þúsund nemar skráðir til náms í sjö háskólum landsins og hefur þeim fjölgað um 1500 manns eða um níu prósent á milli ára.

Demantur vel yfir eitt kíló

Stærsti demantur sem nokkrusinni hefur litið dagsins ljós fannst í demantanámu í Suður-Afríku í gær. Hann er sagður helmingi stærri en Cullinan demanturinn sem hefur átt metið hingaðtil. Risademanturinn verður fluttur til Jóhannesarborgar undir strangri öryggisgæslu.

Missa svefn yfir græjunum

Breskir unglingar eru að missa svefn vegna allra raftækjanna í svefnherberginu þeirra, og skemma þar með heilsu sína. Þrjátíu prósent unglinga á aldrinum 12-16 ára fá einungis 4 til 7 tíma svefn, í stað 8 eða 9 eins og mælt er með.

Leyniþjónusta ritskoðar bók um Friðrik krónprins

Leyniþjónusta dönsku lögreglunnar mun að öllum líkindum lesa yfir handrit að bók sem fyrrverandi lífvörður Friðriks krónprins er að skrifa. Bókin mun bera nafnið "Í leyniþjónustu hans hátignar." Útgefandi bókarinnar segist hafa lesið um það í fjölmiðlum að leyniþjónustan hefði áhyggjur af uppljóstrunum.

Földu 1,7 kg af kókaíni á aðaljárnbrautarstöðinni í Kaupmannahöfn

Íslenska kókaínparið sem nú er í haldi í Kaupmannahöfn faldi 1,7 kg af kókaíni á aðaljárnbrautarstöðinni í borginni. Parið hefur neitað að tjá sig um málið í yfirheyrslum hjá rannsóknardeild miðborgarlögreglunnar. Samkvæmt upplýsingum frá Hendrik Svind, yfirmanni deildarinnar, má rekja upphaf málsins til þess að lögreglumenn höfðu tilefni til að hafa afskipti af hinum 36 ára gamla Íslendingi á kaffihúsi við Vesterbro og fundu í fyrstu rúmlega sjö grömm af kókaíni í fórum hans.

Ránskvendi í Garðabæ í gærkvöld

Ung kona, sem sagðist vera að safna fyrir góðgerðarfélag í Garðabæ í gærkvöldi, stal fjármunum af einum húsráðanda og komst undan. Þegar hann hafði efasemdir um söfnunina bað hún um að fá að fara á klósettið, sem húsráðandi leyfði henni, en í leiðinni komst hún í veski hans, sem lá á hillu, og hreinsaði allt fémætt úr því.

Hústökufólk í Garðabæ

Fíkniefnaneytendur hafa einhverja síðustu daga brotist inn í einbýlishús í Garðabæ, þar sem þeir gerðu sig heimakomna, en heimilisfólk var í útlöndum.

Bush segir ófrægingarherferð hafa hrakið Gonzales úr embætti

George Bush Bandaríkjaforseti sagði í dag að blóðþyrstir demókratar á bandaríska þinginu hefðu hrakið dómsmálaráðherrann Alberto Gonzales úr starfi sínu. Gonzales og Bush eru vinir og samstarfsmenn til margra ára. Bush lýsti í dag yfir miklum vonbrigðum með að Gonzales skuli hafa sagt af sér eftir tvö og hálft ár í starfi.

Tyrkneski herinn varar við uppgangi öfgafullra múslima

Yfirmaður tyrkneska hersins varaði í dag við því að ill öfl í landinu væru að grafa undan tyrkneska ríkinu. Hershöfðinginn, Yasar Buyukanit sagði þetta í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag. Hann tilgreindi ekki hvaða öfl hann ætti við en á morgun er búist við því að þingmenn á tyrkneska þinginu kjósi Abdullah Gul sem forseta landsins. Gul er fyrrverandi íslamisti.

Sápa sett í nýja gosbrunninn í Reykjanesbæ

Einhverjir framtakssamir einstaklingar tóku sig til í kvöld og settu mikið magn af sápu í nýja gosbrunninn við Vatnestorg í Reykjanesbæ í kvöld. Sápan freyddi út á torgið og skapaðist mikið umferðaröngþveiti í kjölfar uppátækisins. Kalla þurfti til slökkvilið sem sprautaði sápunni í burtu. Lögreglan segir brunninn stórhættulegan.

Heiðruðu minningu Rhys Jones

Tveimur ungum mönnum sem grunaðir eru um að hafa skotið Rhys Jones, ellefu ára pilt, til bana í Liverpool í síðustu viku hefur verið sleppt úr haldi gegn tryggingu. Liðsmenn knattspyrnuliðsins Everton, uppháhaldsliðs drengsins, heiðruðu minningu hans í dag.

Samgöngubætur í Norðurárdal

Fjórar einbreiðar brýr, nokkrar blindhæðir og hættulegar beygjur heyra sögunni til þegar nýbyggingu þjóðvegar eitt í Norðurárdal í Skagafirði lýkur í haust.

Hafa hert rannsókn sína á upptökum skógarelda

Yfirvöld í Grikklandi hafa hert rannsókn sína á upptökum skógarelda sem geisað hafa þar í landi síðan á föstudag. Að minnsta kosti sextíu manns hafa látið lífið í eldunum.

Eitt af eldri húsum á Akureyri verður rifið

Eitt af eldri húsum miðbæjarins á Akureyri verður rifið á næstu vikum. Íbúi segir stórslys í uppsiglingu en húsið hefur staðið í niðurníðslu um langa hríð.

Leysir ekki vandann að dreifa skemmtanahaldi um borgina

Lögreglan dreifði liði sínu víðar en í miðborgina um helgina vegna óláta við dansleikjahald í Hlégarði í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi. Lögreglan varð fyrir grjótkasti á Nesinu. Samfylkingarmenn segja að þetta sýni að það leysi ekki vanda miðborgarinnar að dreifa skemmtanahaldi um höfuðborgarsvæðið.

Eftirliti ábótavant í farþegaflutningum

Framkvæmdastjóri eins stærsta rútubílafyrirtækis landsins segir eftirliti ábótavant í farþegaflutningum. Dæmi séu um óskoðaða hópferðabíla í akstri.

Leitin að Þjóðverjunum er ein umfangsmesta leit björgunarmanna hér á landi

Leitin að Þjóðverjunum tveimur á Öræfajökli er með þeim umfangsmeiri sem farið hafa fram hér á landi. Mikill tækjabúnaður var notaður við leitina og álag á leitarmenn var óvenju mikið. Á þriðja hundrað manns kom að leitinni og vann meðal annars lögregla í Þýskalandi að rannsókn málsins í félagi við lögreglu hér á landi sem vann úr vísbendingum.

Brýnt að grípa til aðgerða í Bessastaðabrekku

Forstöðumaður Rannsóknarnefndar umferðarslysa telur brýnt að grípa til aðgerða til að auka umferðaröryggi um Bessastaðabrekku. Þar valt í gær rútubíll með rúmlega 30 manns um borð og slösuðust margir.

Grunur um að verkamennirnir séu ólöglegir

Grunur leikur á að stór hluti þeirra erlendu verkamanna sem lentu í rútuslysinu í Bessastaðabrekku í gær séu ekki skráðir með löglegum hætti til starfa hér á landi. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun hefur málið verið skoðað í dag en ekki hefur enn verið haft samband við Arnarfell, sem er fyrirtækið sem fólkið starfaði hjá. Það verður gert á morgun og er vonast til að málið skýrist þá.

Munaði aðeins hársbreidd að ekki hlaust mannskaði

Brunamálastjóri segir að brýnt sé að bæta eldvarnir á meðferðarheimilinu Stuðlum, enda sé staðurinn notaður til að læsa fólk inni. Aðeins munaði sekúndum að illa færi þegar eldur kom upp á Stuðlum í gær.

Reynir og sme saman í brúnni

Reynir Traustason hefur verið ráðinn ritstjóri á dagblaðinu DV. Hann mun þá starfa við hlið núverandi ritstjóra blaðsins, Sigurjóns M. Egilssonar. Reynir hefur undanfarið verið ritstjóri Mannlífs en hann mun láta af því starfi 1. september þegar hann tekur við DV.

Tekinn ölvaður í tvígang sama daginn

Karl um fertugt var tekinn í tvígang fyrir ölvunarakstur á laugardag. Að sögn lögreglu var hann fyrst stöðvaður árla morguns í Kópavogi. Þá var hann færður á lögreglustöð en sleppt nokkru síðar. Maðurinn lét hins vegar ekki segjast og „tók til við drykkju og axarsköft á nýjan leik, eins og segir í tilkynningu frá lögreglunni og settist aftur ölvaður undir stýri um kvöldmatarleytið.

Yfirdráttarlán heimila ekki eins há og talið var

Yfirdráttarlán heimila jukust minna á milli mánaða en áður var talið og eru þau svipuð og þau voru í upphafi ársins. Í síðustu viku var skýrt frá því að yfirdrátturinn hafi verið í sögulegu hámarki í lok júlí, en miðað við endurskoðaðar tölur frá Seðlabankanum eru þau rúmum fjórum miljörðum lægri en talið var. Frá þessu er greint í hálffimmfréttum Kaupþings.

Hæstiréttur fellst á flýtimeðferð gegn Samkeppniseftirlitinu

Hæstiréttur féllst í dag á beiðni Mjólkursamsölunnar, Auðhumlu og Osta- og smjörsölunnar um flýtimeðferð á máli sem fyrirtækin hafa höfðað gegn Samkeppniseftirlitinu. Fyrirtækin krefjast þess að forstjóri Samkeppniseftirlitsins og aðrir starfsmenn víki sæti við rannsókn sem nú stendur yfir á ætluðum brotum fyrirtækjanna gegn samkeppnislögum.

Góður hagnaður af ruslinu

Sorpu hagnaðir um nærri 65 milljónir króna á fyrri helmingi ársins sem erum sex sinnum meiri hagnaður en á sama tíma í fyrra. Þá var hann rúmar ellefu milljónir.

Sjá næstu 50 fréttir