Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda Ekið var á gangandi vegfarenda, konu, á gatnamótum Sundlaugarvegar og Hrísateigs um klukkan tvö í dag. Þegar lögregla kom á staðinn var konan með meðvitund og var hún flutt á slysadeild til aðhlynningar. Ekki hafa fengist nánari fréttir af líðan konunnar. 18.8.2007 17:05 Ekki heimsmet, en Íslandsmet Tilraun til að setja heimsmet í hvísluleik í í garði Listasafns Einars Jónssonar á menningarnótt mistókst í dag en aðeins 600 manns hvísluðust á. Tæplega ellefu hundruð hefði þurft til að slá metið. Þá brenglaðist setningin sem hvíslað var í meðförum þátttakenda, en hún byrjaði sem -heimsmet í reykjavík - en þegar yfir lauk hafði það breyst í - er þetta komið. 18.8.2007 16:56 Lýst eftir þýskum ferðamönnum Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir tveimur þýskum ferðamönnum, þeim Matthias Hinz og Thomas Grundt. Þeir hugðust ferðast um Ísland og meðal annars fara í ísklifur og fjallgöngur í nágrenni Skaftafells og Vatnajökuls. Ekkert hefur spurst til þeirra í þrjár vikur. 18.8.2007 16:25 Fjör í Latabæjarhlaupi Latabæjarhlaupið vakti mikla kátínu á meðal þeirra fjölmörgu krakka sem hlupu kílómeters langa brautina í dag. Hlaupið fór fram fyrir framan aðalbyggingu Háskóla Íslands og eins og sjá má á myndinni voru það ánægðir krakkar sem komu í mark að loknu hlaupi. 18.8.2007 15:38 Miklar tafir í heimsins stærsta kjarnorkuveri eftir jarðskjálfta Búist er við að eitt ár líði þangað til starfsemi í stærsta kjarnorkuver í heimi, Kashiwazaki-Kariwa kjarnorkuverinu í Japan, kemst á skrið eftir jarðskjálftann sem reið yfir Japan í síðasta mánuði. 18.8.2007 14:51 Fellibylurinn Dean sækir í sig veðrið Íbúar á karabísku eyjunni Jamaica búa sig nú undir það versta en fellibylurinn Dean nálgast nú strendur landsins óðfluga og mun hann skella á eyjunni á sunnudag. Veðurfræðingar óttast að Dean verði þá búinn að færa sig í aukana og hætta er á því að hann verði orðinn að fimmta stigs fellibyl á morgun. 18.8.2007 14:38 Samskip áfrýja dómi um bætur vegna missis framfæranda Samskip hafa áfrýjað dómi sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 15. maí síðastliðinn en þá var fyrirtækinu gert að greiða ekkju skipverja sem fórst með Dísarfellinu árið 1997 tæpar tvær milljónir króna í bætur vegna missis framfæranda. 18.8.2007 14:19 Heimför Endeavour mögulega flýtt Heimför geimskutlunnar Endeavour verður að öllum líkindum flýtt vegna fellibylsins Dean sem ríður nú yfir Karabíska hafið. Ef svo færi myndi skutlan lenda á þriðjudaginn í stað miðvikudags í næstu viku. 18.8.2007 13:54 Menningarnótt gengin í garð Menningarnótt Reykjavíkurborgar hófst með formlegum hætti í Norræna húsinu núna klukkan eitt. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson setti hátíðina formlega en að lokinni setningu koma Lay Low og Eivör Pálsdóttir fram. Lögregla er með mikinn viðbúnað vegna hátíðarinnar og verður götum í miðbænum lokað fyrir bílaumferð. 18.8.2007 12:42 Flugræningjar gefast upp Tveir menn sem rændu tyrkneskri flugvél á leið frá norður Kýpur til Istanbúl hafa nú gefist upp. Ekki er ljóst hvaðan flugræningjarnir eru eða hver tilgangurinn var með ráninu. 18.8.2007 12:21 Rússar í hringferð um landið Rússnesku sprengjuflugvélarnar sem flugu inn í íslenskt flugumsjónarsvæði í gær flugu inn í eftirlitssvæðið norð austur af Íslandi, fyrst í vesturátt og beygðu svo til suðurs milli Íslands og Grænlands og fóru hringferð um landið. 18.8.2007 12:04 Þýskri konu rænt í Kabúl Þýskri konu var rænt af óþekktum byssumönnum á götum Kabúl, höfuðborgar Afganistans. Konan, sem er talin vera hjálparstarfsmaður, var brottnumin í suðvesturhluta borgarinnar þar sem mörg hjálparsamtök hafa aðsetur. Engar frekari upplýsingar hafa verið gefnar varðandi málið að svo stöddu, en innanríkisráðuneyti landsins skýrði frá mannráninu fyrir skömmu. 18.8.2007 11:49 Einn látinn og sex saknað í hótelbruna Einn maður lét lífið og sex er saknað eftir að eldur eyðilagði hótel í Cornwall á Englandi í nótt. Hvass vindur magnaði eldinn sem gjöreyðilagði hótelið, sem er í ferðamannabænum Newquay á norðurströnd Cornwall. Áttatíu og sex hótelgestir komust út en enn er óljóst um afdrif sex manna. 18.8.2007 11:18 Flugi Rússa mótmælt Samtök hernaðarandstæðinga á Íslandi hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem flugi rússneskra herflugvéla í grennd við landið er mótmælt harðlega. samtökin segja flug á borð við þetta skapa hættu og tilgangurinn sé enginn. Þá eru íslensk stjórnvöld gagnrýnd fyrir að hafa átt frumkvæði að heræfingunum hér á landi á dögunum. 18.8.2007 11:02 12 þúsund manns á hlaupum um borgina Um tólf þúsund manns hlaupa nú mislangar vegalengdir í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis og hafa þáttakendur aldrei verið fleiri. Fjölgun er á þáttakendum í öllum vegalengdum og segir Svava Oddný Ásgeirsdóttir, starfsmaður hlaupsins, að allt hafi gengið eins og best sé á kosið. 18.8.2007 10:46 Kuml finnst í Arnarfirði Kuml fannst í Arnarfirði seint í gær. Hópur kvikmyndagerðarmanna frá sjónvarpsstöðinni Discovery voru í Hringsdal við gerð leikinnar heimildarmyndar ásamt íslenskum fornleifafræðingum þegar þeir grófu sig óvænt niður á kuml við hlið þess sem fannst í fyrra. 18.8.2007 10:14 Kosið í Kasakstan Kjósendur í Kasakstan ganga að kjörborðinu í þingkosningum í dag, í fyrsta sinn eftir að völd þingsins voru aukin samkvæmt nýrri stjórnarskrá. Um eitt þúsund kosningaeftirlitsmenn á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu fylgjast með því að allt fari vel fram. 18.8.2007 10:03 Hvetja fólk til að halda stillingu sinni Stjórnvöld í Perú hafa beðið fólk á skjálftasvæðum að bíða rólegt eftir hjálpargögnum. Uppþot varð við dreifingu hjálpargagna í gær og fólk hefur látið greipar sópa um verslanir. Hópur fólks stöðvaði vörubíla hlaðna hjálpargögnum við útjaðar bæjarins Pisco í gær og rændi því sem í bílunum var. 18.8.2007 09:55 Bílvelta í Eyjafirði Bíll valt við Hólshús frammi í Eyjafirði um fjögur leytið í nótt. Ökumaður náði ekki að beygja inn á Eyjafjarðarbraut og fór bíllinn fór út af veginum og fór nokkrar veltur. Tveir voru í bílnum og slasaðist annar talsvert. Báðir mennirnir voru í beltum. Bíllinn er talinn ónýtur. 18.8.2007 09:49 20 eða 50 þúsund? Mikið fjölmenni var í Laugardalnum í gærkvöldi þegar Kaupþing stóð fyrir stórtónleikum á Laugardalsvelli. Skipuleggjendur segja að tæplega fimmtíu þúsund manns hafi verið á vellinum en lögregla segir þá tölu fullháa, nær lagi sé að tala um að tuttugu þúsund manns hafi mætt á tónleikana. Einar Bárðarson, skipuleggjandi tónleikana, segist aftur á móti vera fullviss um að yfir 40 þúsund manns hafi verið á vellinum. 18.8.2007 09:37 Lögreglan þurfti að brjóta sér leið inn í bíl Lögreglan handtók tvennt í nótt sem leið eftir æsilegan eltingaleik um Breiðholtshverfið. Klukkan fimmtán mínútur í tvö gáfu lögreglumenn bifreið í efra Breiðholti stöðvunarmerki. Bílstjórinn sinnti því í engu og upphófst þá snörp eftirför sem lauk ekki fyrr en bílstjórinn hafði komið sér í sjálfheldu í Hólahverfi. 18.8.2007 09:16 Menningarnótt gengið vel Nú stendur yfir menningarnótt í höfuðborginni í blíðskaparveðri. Þúsundir Reykvíkinga og nærsveitungar nutu þeirrar dagskrár sem boðið var upp á í dag og njóta enn. Fram til þessa hafa hátíðarhöldin gengið vel fyrir sig. 18.8.2007 18:54 Dreymdi eigandann nóttina eftir fornleifafund Framkvæmdir við vatnsveitu leiddu til þess að Harald Haraldsson, bóndi á Svarfhóli í Laxárdal, skammt frá Búðardal, fann heillegan spjótsodd á dögunum. Ekki er vitað um aldur oddsins, en hann hefur nú verið sendur á Þjóðminjasafnið. 18.8.2007 11:30 Telja að mastur auki líkur á krabbameini Íbúar við Háteigsveg eru ósáttir við fyrirhugað farsímamastur í götunni. Íbúasamtök í hverfinu hafa sent erindi til borgarinnar sem vísar til rannsókna sem segja fjórfalt meiri líkur á krabbameini búi fólk í nálægð við farsímamöstur. 18.8.2007 06:45 Hrókeringar á útitaflinu „Okkur þykir þetta mjög undarlegt enda veit ég ekki hvað fólk ætlar að gera við einn kóng,“ segir Elín Gísladóttir, forstöðumaður sundlaugarinnar á Akureyri en hvíti kóngurinn úr útitafli sundlaugargarðsins hvarf á dögunum. 18.8.2007 06:15 Fullorðnir verða börn á Akureyri „Það hefur sjaldan verið jafn mikið fjör í leikhúsinu. Það hreinlega iðar af lífi,“ segir Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri á Akureyri, en leikfélag Akureyrar æfir nú stíft fyrir fyrstu frumsýningu haustsins. Þar er á ferðinni leikritið Óvitar eftir Guðrúnu Helgadóttur sem skartar 17 stórleikurum á barnsaldri. 18.8.2007 06:00 400 þúsund tonn af útblæstri á ári hverju Útblástur koldíoxíðs vegna olíuhreinsistöðvar á Vestfjörðum stangast á við markmið stjórnvalda um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 18.8.2007 06:00 Volgur bjór í Austurstræti „Kælirinn var tekinn í burtu núna í vikunni að beiðni borgarstjórnar,“ segir Þorkell Freyr Sigurðsson, aðstoðarverslunarstjóri í Vínbúðinni í Austurstræti. 18.8.2007 05:45 Ók á kerrur og sofnaði síðan Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var um miðnætti í fyrrinótt tilkynnt um ökumann í annarlegu ástandi. Hann var þá staddur á Langatanga í Mosfellsbæ. 18.8.2007 05:00 Hjálpin berst hægt til jarðskjálftasvæða Meira en 500 lík höfðu fundist á jarðskjálftasvæðunum í Perú í gær. Ættingjar leita látinna ástvina. Forseti Perú lofar því að enginn þurfi að líða skort. 18.8.2007 05:00 Bíður fyrirtöku í Hæstarétti Einn mannanna þriggja sem var handtekinn í verslun á Akureyri á miðvikudag var dæmdur í tveggja ára fangelsi vegna líkamsárásar í vor þar sem fingur var klipptur af fórnarlambinu. Maðurinn áfrýjaði þeim dómi til Hæstaréttar sem mun að líkindum taka málið fyrir í haust. 18.8.2007 05:00 Unglingur afplánar dóm á Kvíabryggju Fimmtán ára síbrotadrengur mun afplána fangelsisdóm á Kvíabryggju innan um fullorðna fanga. Það brýtur í bága við mannréttindasamninga SÞ en Íslendingar hafa sett fyrirvara við þá vegna þess að hér er ekkert unglingafangelsi. 18.8.2007 04:45 Dráp á hundi kært til lögreglu Eigendur chihuahua-tíkur sem drepin var, af bull-mastiff-tík, við Rauðavatn fyrr í vikunni ætla að kæra drápið á henni til lögreglu. 18.8.2007 04:30 Allar stöður eru mannaðar Kennaralið Ísaksskóla er fullmannað segir Edda Huld Sigurðardóttir skólastjóri hans. „Hér eru allar stöður mannaðar; bæði stöður kennara, skólaliða og annarra. 18.8.2007 04:15 Harðorð kvörtun læknis vegna ofsaskrifa lögmanns Læknir hefur sent úrskurðarnefnd Lögmannafélags Íslands harðorða kvörtun vegna bréflegra ummæla lögmanns í sinn garð. Hann telur að sér vegið með dónalegum hætti. 18.8.2007 03:30 Límdu sig við byggingu Sex umhverfisverndarsinnar límdu hendur sínar fastar við dyr á byggingu sem hýsir samgöngudeild miðborgar London í Bretlandi í gær. Nokkrir hlekkjuðu sig við dyrnar og einhverjir klifruðu upp á þak að sögn lögreglu. Tíu voru handteknir. 18.8.2007 03:00 Pantaði fjölda flugferða á stolin kortanúmer Breskur karlmaður var í gær dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að stela kortanúmerum viðskiptavina sinna á bar í London til þess að bóka flugferðir til Íslands. Maðurinn var í gæsluvarðhaldi í viku áður en hann var dæmdur. 18.8.2007 02:30 Sárast að missa uppáhaldshænuna Þeim Gíslínu Magnúsdóttur og Gísla Óskarssyni, frístundabændum í Vestmannaeyjum, var illa brugðið þegar þau fóru að athuga með búfénað sinn á fimmtudagskvöld. Hundur hafði komist í hænurnar þeirra og drepið fimm. 18.8.2007 01:15 Tveggja ára vinna skilaði árangri „Ég er að klára að mála núna en ég byrjaði að gera upp húsið í septemberlok 2005,“ segir Sigurður Sigurðsson, fyrrverandi eigandi Bergstaðastrætis 19. 18.8.2007 01:00 Meðlim Baader-Meinhof sleppt Þýskur dómstóll ákvað í gær að gefa fyrrverandi meðlim hryðjuverkasamtakanna Rauðu herdeildarinnar, einnig þekkt sem Baader-Meinhof, skilorðslausn úr fangelsi. 18.8.2007 01:00 HIV próf fyrir giftingu Pör sem ætla að gifta sig í nígerísku biskupakirkjunni verða fyrst að gangast undir HIV próf. Talsmenn kirkjunnar segja skilyrðið sett til að fólk geti tekið upplýsta ákvörðun áður en það gengur í hjónaband. Samkvæmt fréttavef BBC munu fleiri kristnar kirkjur í Nígeríu hafa svipaðar reglur. 17.8.2007 23:45 Landhelgisgæsluþyrlan Gná sótti sjúklinga á haf út Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti tvo sjúklinga út á haf í kvöld. Óskað var eftir aðstoð vegna sjómanns um borð í þýska togaranum Sebastes M. en hann var talinn hafa einkenni frá botnlanga. 17.8.2007 22:53 Áhyggjur af heilsu fólks á Ólympíuleikunum vegna mengunar Einhverjir gestir Ólympíuleikanna í Beijing 2008 geta átt það á hættu að verða fyrir alvarlegum heilsubresti sökum mikillar loftmengunar í borginni. Dr. Michal Krzyzanowski, yfirmaður Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar, hefur varað fólk við. Hann segir að þeir sem þjáist af hjarta-og æðasjúkdómum ættu að fara sérstaklega varlega og eins getur loftmengunin valdið astmaköstum. 17.8.2007 22:11 Vörubíll valt í Þorlákshöfn Vörubíll valt við hringtorgið í Þorlákshöfn rétt eftir klukkan níu í kvöld. Að sögn lögreglunnar á Selfossi er ekki vitað um tildrög slyssins. Lögregla er nú á staðnum en ekki er talið að slys hafi orðið á fólki. 17.8.2007 21:32 Handtökuskipun gefin út á dóttur Saddam Hussein Alþjóðalögregan Interpol hefur gefið út handtökuskipun á elstu dóttur Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks. Raghad Saddam Hussein, sem flúði land þegar Bandaríkjamenn gerðu innrás í Írak árið 2003, er meðal annars sökuð um hryðjuverk sem og önnur brot. 17.8.2007 20:33 Sjá næstu 50 fréttir
Ekið á gangandi vegfaranda Ekið var á gangandi vegfarenda, konu, á gatnamótum Sundlaugarvegar og Hrísateigs um klukkan tvö í dag. Þegar lögregla kom á staðinn var konan með meðvitund og var hún flutt á slysadeild til aðhlynningar. Ekki hafa fengist nánari fréttir af líðan konunnar. 18.8.2007 17:05
Ekki heimsmet, en Íslandsmet Tilraun til að setja heimsmet í hvísluleik í í garði Listasafns Einars Jónssonar á menningarnótt mistókst í dag en aðeins 600 manns hvísluðust á. Tæplega ellefu hundruð hefði þurft til að slá metið. Þá brenglaðist setningin sem hvíslað var í meðförum þátttakenda, en hún byrjaði sem -heimsmet í reykjavík - en þegar yfir lauk hafði það breyst í - er þetta komið. 18.8.2007 16:56
Lýst eftir þýskum ferðamönnum Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir tveimur þýskum ferðamönnum, þeim Matthias Hinz og Thomas Grundt. Þeir hugðust ferðast um Ísland og meðal annars fara í ísklifur og fjallgöngur í nágrenni Skaftafells og Vatnajökuls. Ekkert hefur spurst til þeirra í þrjár vikur. 18.8.2007 16:25
Fjör í Latabæjarhlaupi Latabæjarhlaupið vakti mikla kátínu á meðal þeirra fjölmörgu krakka sem hlupu kílómeters langa brautina í dag. Hlaupið fór fram fyrir framan aðalbyggingu Háskóla Íslands og eins og sjá má á myndinni voru það ánægðir krakkar sem komu í mark að loknu hlaupi. 18.8.2007 15:38
Miklar tafir í heimsins stærsta kjarnorkuveri eftir jarðskjálfta Búist er við að eitt ár líði þangað til starfsemi í stærsta kjarnorkuver í heimi, Kashiwazaki-Kariwa kjarnorkuverinu í Japan, kemst á skrið eftir jarðskjálftann sem reið yfir Japan í síðasta mánuði. 18.8.2007 14:51
Fellibylurinn Dean sækir í sig veðrið Íbúar á karabísku eyjunni Jamaica búa sig nú undir það versta en fellibylurinn Dean nálgast nú strendur landsins óðfluga og mun hann skella á eyjunni á sunnudag. Veðurfræðingar óttast að Dean verði þá búinn að færa sig í aukana og hætta er á því að hann verði orðinn að fimmta stigs fellibyl á morgun. 18.8.2007 14:38
Samskip áfrýja dómi um bætur vegna missis framfæranda Samskip hafa áfrýjað dómi sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 15. maí síðastliðinn en þá var fyrirtækinu gert að greiða ekkju skipverja sem fórst með Dísarfellinu árið 1997 tæpar tvær milljónir króna í bætur vegna missis framfæranda. 18.8.2007 14:19
Heimför Endeavour mögulega flýtt Heimför geimskutlunnar Endeavour verður að öllum líkindum flýtt vegna fellibylsins Dean sem ríður nú yfir Karabíska hafið. Ef svo færi myndi skutlan lenda á þriðjudaginn í stað miðvikudags í næstu viku. 18.8.2007 13:54
Menningarnótt gengin í garð Menningarnótt Reykjavíkurborgar hófst með formlegum hætti í Norræna húsinu núna klukkan eitt. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson setti hátíðina formlega en að lokinni setningu koma Lay Low og Eivör Pálsdóttir fram. Lögregla er með mikinn viðbúnað vegna hátíðarinnar og verður götum í miðbænum lokað fyrir bílaumferð. 18.8.2007 12:42
Flugræningjar gefast upp Tveir menn sem rændu tyrkneskri flugvél á leið frá norður Kýpur til Istanbúl hafa nú gefist upp. Ekki er ljóst hvaðan flugræningjarnir eru eða hver tilgangurinn var með ráninu. 18.8.2007 12:21
Rússar í hringferð um landið Rússnesku sprengjuflugvélarnar sem flugu inn í íslenskt flugumsjónarsvæði í gær flugu inn í eftirlitssvæðið norð austur af Íslandi, fyrst í vesturátt og beygðu svo til suðurs milli Íslands og Grænlands og fóru hringferð um landið. 18.8.2007 12:04
Þýskri konu rænt í Kabúl Þýskri konu var rænt af óþekktum byssumönnum á götum Kabúl, höfuðborgar Afganistans. Konan, sem er talin vera hjálparstarfsmaður, var brottnumin í suðvesturhluta borgarinnar þar sem mörg hjálparsamtök hafa aðsetur. Engar frekari upplýsingar hafa verið gefnar varðandi málið að svo stöddu, en innanríkisráðuneyti landsins skýrði frá mannráninu fyrir skömmu. 18.8.2007 11:49
Einn látinn og sex saknað í hótelbruna Einn maður lét lífið og sex er saknað eftir að eldur eyðilagði hótel í Cornwall á Englandi í nótt. Hvass vindur magnaði eldinn sem gjöreyðilagði hótelið, sem er í ferðamannabænum Newquay á norðurströnd Cornwall. Áttatíu og sex hótelgestir komust út en enn er óljóst um afdrif sex manna. 18.8.2007 11:18
Flugi Rússa mótmælt Samtök hernaðarandstæðinga á Íslandi hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem flugi rússneskra herflugvéla í grennd við landið er mótmælt harðlega. samtökin segja flug á borð við þetta skapa hættu og tilgangurinn sé enginn. Þá eru íslensk stjórnvöld gagnrýnd fyrir að hafa átt frumkvæði að heræfingunum hér á landi á dögunum. 18.8.2007 11:02
12 þúsund manns á hlaupum um borgina Um tólf þúsund manns hlaupa nú mislangar vegalengdir í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis og hafa þáttakendur aldrei verið fleiri. Fjölgun er á þáttakendum í öllum vegalengdum og segir Svava Oddný Ásgeirsdóttir, starfsmaður hlaupsins, að allt hafi gengið eins og best sé á kosið. 18.8.2007 10:46
Kuml finnst í Arnarfirði Kuml fannst í Arnarfirði seint í gær. Hópur kvikmyndagerðarmanna frá sjónvarpsstöðinni Discovery voru í Hringsdal við gerð leikinnar heimildarmyndar ásamt íslenskum fornleifafræðingum þegar þeir grófu sig óvænt niður á kuml við hlið þess sem fannst í fyrra. 18.8.2007 10:14
Kosið í Kasakstan Kjósendur í Kasakstan ganga að kjörborðinu í þingkosningum í dag, í fyrsta sinn eftir að völd þingsins voru aukin samkvæmt nýrri stjórnarskrá. Um eitt þúsund kosningaeftirlitsmenn á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu fylgjast með því að allt fari vel fram. 18.8.2007 10:03
Hvetja fólk til að halda stillingu sinni Stjórnvöld í Perú hafa beðið fólk á skjálftasvæðum að bíða rólegt eftir hjálpargögnum. Uppþot varð við dreifingu hjálpargagna í gær og fólk hefur látið greipar sópa um verslanir. Hópur fólks stöðvaði vörubíla hlaðna hjálpargögnum við útjaðar bæjarins Pisco í gær og rændi því sem í bílunum var. 18.8.2007 09:55
Bílvelta í Eyjafirði Bíll valt við Hólshús frammi í Eyjafirði um fjögur leytið í nótt. Ökumaður náði ekki að beygja inn á Eyjafjarðarbraut og fór bíllinn fór út af veginum og fór nokkrar veltur. Tveir voru í bílnum og slasaðist annar talsvert. Báðir mennirnir voru í beltum. Bíllinn er talinn ónýtur. 18.8.2007 09:49
20 eða 50 þúsund? Mikið fjölmenni var í Laugardalnum í gærkvöldi þegar Kaupþing stóð fyrir stórtónleikum á Laugardalsvelli. Skipuleggjendur segja að tæplega fimmtíu þúsund manns hafi verið á vellinum en lögregla segir þá tölu fullháa, nær lagi sé að tala um að tuttugu þúsund manns hafi mætt á tónleikana. Einar Bárðarson, skipuleggjandi tónleikana, segist aftur á móti vera fullviss um að yfir 40 þúsund manns hafi verið á vellinum. 18.8.2007 09:37
Lögreglan þurfti að brjóta sér leið inn í bíl Lögreglan handtók tvennt í nótt sem leið eftir æsilegan eltingaleik um Breiðholtshverfið. Klukkan fimmtán mínútur í tvö gáfu lögreglumenn bifreið í efra Breiðholti stöðvunarmerki. Bílstjórinn sinnti því í engu og upphófst þá snörp eftirför sem lauk ekki fyrr en bílstjórinn hafði komið sér í sjálfheldu í Hólahverfi. 18.8.2007 09:16
Menningarnótt gengið vel Nú stendur yfir menningarnótt í höfuðborginni í blíðskaparveðri. Þúsundir Reykvíkinga og nærsveitungar nutu þeirrar dagskrár sem boðið var upp á í dag og njóta enn. Fram til þessa hafa hátíðarhöldin gengið vel fyrir sig. 18.8.2007 18:54
Dreymdi eigandann nóttina eftir fornleifafund Framkvæmdir við vatnsveitu leiddu til þess að Harald Haraldsson, bóndi á Svarfhóli í Laxárdal, skammt frá Búðardal, fann heillegan spjótsodd á dögunum. Ekki er vitað um aldur oddsins, en hann hefur nú verið sendur á Þjóðminjasafnið. 18.8.2007 11:30
Telja að mastur auki líkur á krabbameini Íbúar við Háteigsveg eru ósáttir við fyrirhugað farsímamastur í götunni. Íbúasamtök í hverfinu hafa sent erindi til borgarinnar sem vísar til rannsókna sem segja fjórfalt meiri líkur á krabbameini búi fólk í nálægð við farsímamöstur. 18.8.2007 06:45
Hrókeringar á útitaflinu „Okkur þykir þetta mjög undarlegt enda veit ég ekki hvað fólk ætlar að gera við einn kóng,“ segir Elín Gísladóttir, forstöðumaður sundlaugarinnar á Akureyri en hvíti kóngurinn úr útitafli sundlaugargarðsins hvarf á dögunum. 18.8.2007 06:15
Fullorðnir verða börn á Akureyri „Það hefur sjaldan verið jafn mikið fjör í leikhúsinu. Það hreinlega iðar af lífi,“ segir Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri á Akureyri, en leikfélag Akureyrar æfir nú stíft fyrir fyrstu frumsýningu haustsins. Þar er á ferðinni leikritið Óvitar eftir Guðrúnu Helgadóttur sem skartar 17 stórleikurum á barnsaldri. 18.8.2007 06:00
400 þúsund tonn af útblæstri á ári hverju Útblástur koldíoxíðs vegna olíuhreinsistöðvar á Vestfjörðum stangast á við markmið stjórnvalda um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 18.8.2007 06:00
Volgur bjór í Austurstræti „Kælirinn var tekinn í burtu núna í vikunni að beiðni borgarstjórnar,“ segir Þorkell Freyr Sigurðsson, aðstoðarverslunarstjóri í Vínbúðinni í Austurstræti. 18.8.2007 05:45
Ók á kerrur og sofnaði síðan Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var um miðnætti í fyrrinótt tilkynnt um ökumann í annarlegu ástandi. Hann var þá staddur á Langatanga í Mosfellsbæ. 18.8.2007 05:00
Hjálpin berst hægt til jarðskjálftasvæða Meira en 500 lík höfðu fundist á jarðskjálftasvæðunum í Perú í gær. Ættingjar leita látinna ástvina. Forseti Perú lofar því að enginn þurfi að líða skort. 18.8.2007 05:00
Bíður fyrirtöku í Hæstarétti Einn mannanna þriggja sem var handtekinn í verslun á Akureyri á miðvikudag var dæmdur í tveggja ára fangelsi vegna líkamsárásar í vor þar sem fingur var klipptur af fórnarlambinu. Maðurinn áfrýjaði þeim dómi til Hæstaréttar sem mun að líkindum taka málið fyrir í haust. 18.8.2007 05:00
Unglingur afplánar dóm á Kvíabryggju Fimmtán ára síbrotadrengur mun afplána fangelsisdóm á Kvíabryggju innan um fullorðna fanga. Það brýtur í bága við mannréttindasamninga SÞ en Íslendingar hafa sett fyrirvara við þá vegna þess að hér er ekkert unglingafangelsi. 18.8.2007 04:45
Dráp á hundi kært til lögreglu Eigendur chihuahua-tíkur sem drepin var, af bull-mastiff-tík, við Rauðavatn fyrr í vikunni ætla að kæra drápið á henni til lögreglu. 18.8.2007 04:30
Allar stöður eru mannaðar Kennaralið Ísaksskóla er fullmannað segir Edda Huld Sigurðardóttir skólastjóri hans. „Hér eru allar stöður mannaðar; bæði stöður kennara, skólaliða og annarra. 18.8.2007 04:15
Harðorð kvörtun læknis vegna ofsaskrifa lögmanns Læknir hefur sent úrskurðarnefnd Lögmannafélags Íslands harðorða kvörtun vegna bréflegra ummæla lögmanns í sinn garð. Hann telur að sér vegið með dónalegum hætti. 18.8.2007 03:30
Límdu sig við byggingu Sex umhverfisverndarsinnar límdu hendur sínar fastar við dyr á byggingu sem hýsir samgöngudeild miðborgar London í Bretlandi í gær. Nokkrir hlekkjuðu sig við dyrnar og einhverjir klifruðu upp á þak að sögn lögreglu. Tíu voru handteknir. 18.8.2007 03:00
Pantaði fjölda flugferða á stolin kortanúmer Breskur karlmaður var í gær dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að stela kortanúmerum viðskiptavina sinna á bar í London til þess að bóka flugferðir til Íslands. Maðurinn var í gæsluvarðhaldi í viku áður en hann var dæmdur. 18.8.2007 02:30
Sárast að missa uppáhaldshænuna Þeim Gíslínu Magnúsdóttur og Gísla Óskarssyni, frístundabændum í Vestmannaeyjum, var illa brugðið þegar þau fóru að athuga með búfénað sinn á fimmtudagskvöld. Hundur hafði komist í hænurnar þeirra og drepið fimm. 18.8.2007 01:15
Tveggja ára vinna skilaði árangri „Ég er að klára að mála núna en ég byrjaði að gera upp húsið í septemberlok 2005,“ segir Sigurður Sigurðsson, fyrrverandi eigandi Bergstaðastrætis 19. 18.8.2007 01:00
Meðlim Baader-Meinhof sleppt Þýskur dómstóll ákvað í gær að gefa fyrrverandi meðlim hryðjuverkasamtakanna Rauðu herdeildarinnar, einnig þekkt sem Baader-Meinhof, skilorðslausn úr fangelsi. 18.8.2007 01:00
HIV próf fyrir giftingu Pör sem ætla að gifta sig í nígerísku biskupakirkjunni verða fyrst að gangast undir HIV próf. Talsmenn kirkjunnar segja skilyrðið sett til að fólk geti tekið upplýsta ákvörðun áður en það gengur í hjónaband. Samkvæmt fréttavef BBC munu fleiri kristnar kirkjur í Nígeríu hafa svipaðar reglur. 17.8.2007 23:45
Landhelgisgæsluþyrlan Gná sótti sjúklinga á haf út Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti tvo sjúklinga út á haf í kvöld. Óskað var eftir aðstoð vegna sjómanns um borð í þýska togaranum Sebastes M. en hann var talinn hafa einkenni frá botnlanga. 17.8.2007 22:53
Áhyggjur af heilsu fólks á Ólympíuleikunum vegna mengunar Einhverjir gestir Ólympíuleikanna í Beijing 2008 geta átt það á hættu að verða fyrir alvarlegum heilsubresti sökum mikillar loftmengunar í borginni. Dr. Michal Krzyzanowski, yfirmaður Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar, hefur varað fólk við. Hann segir að þeir sem þjáist af hjarta-og æðasjúkdómum ættu að fara sérstaklega varlega og eins getur loftmengunin valdið astmaköstum. 17.8.2007 22:11
Vörubíll valt í Þorlákshöfn Vörubíll valt við hringtorgið í Þorlákshöfn rétt eftir klukkan níu í kvöld. Að sögn lögreglunnar á Selfossi er ekki vitað um tildrög slyssins. Lögregla er nú á staðnum en ekki er talið að slys hafi orðið á fólki. 17.8.2007 21:32
Handtökuskipun gefin út á dóttur Saddam Hussein Alþjóðalögregan Interpol hefur gefið út handtökuskipun á elstu dóttur Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks. Raghad Saddam Hussein, sem flúði land þegar Bandaríkjamenn gerðu innrás í Írak árið 2003, er meðal annars sökuð um hryðjuverk sem og önnur brot. 17.8.2007 20:33