Fleiri fréttir Flugvél hlekktist á í Nýjadal Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð að Nýjadal, skammt frá Sprengisandi, á ellefta tímanum í gærkvöld þegar að flugvél þar hlekktist á í flugtaki. Fjórir útlendingar voru um borð í flugvélinni og voru meiðsl þeirra minniháttar að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli. Rannsóknarnefnd flugslysa rannsakar nú aðdraganda slyssins. 6.8.2007 13:42 Abbas og Olmert funda Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, komu saman til viðræðan í Jeríkó á Vesturbakkanum í morgun. Mikil öryggisgæla er við fundarstaðinn en svo háttsettir fulltrúar Ísraela og Palestínumanna hafa ekki fundað í palestínskri borg í mörg ár. 6.8.2007 12:42 Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð á Þjóðhátíð í nótt Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til Vestmannaeyja rétt fyrir klukkan 5 í nótt til að sækja mann sem hafði verið fluttur á sjúkrahúsið með höfuðáverka eftir slys og í framhaldi var hann fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík. 6.8.2007 12:42 190 þúsund byssur týndar Bandarísk hermálayfirvöld hafa týnt 190 þúsund skotvopnum sem sett voru í hendur íraskra lögreglu- og hermanna. Byssurnar átti að nota til að tryggja öryggi íraskra borgara en nú er óttast að þær séu notaðar til að myrða þá og bandaríska hermenn. 6.8.2007 12:31 Átak gegn nauðgunum á Þjóðhátíð Karlahópur Femínistafélags Íslands stóð í fyrsta sinn fyrir forvarnarátakinu Karlmenn segja nei við nauðgunum á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um helgina. Engin nauðgun hefur verið kærð. 6.8.2007 12:24 Neyðarástand vegna elda í Dubrovnik Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í króatísku hafnarborginni Dubrovnik þar sem miklir skógareldar loga nú. Gríðarlegir skógareldar hafa logað í Suður-Evrópu það sem af er sumri og ekki hafa þeir verið verri í þeim hluta álfunnar fyrr. 6.8.2007 12:11 Fluttur á slysadeild eftir að flugeldur sprakk við jörðu Einn drengur var fluttur á slysadeild þegar flugeldur sprakk við jörðu á flugeldasýningu á Akureyri í gær með þeim afleiðingum að drengurinn fékk hluta af honum í kviðinn. Í dagbók lögreglunnar segir að drengurinn hafi ekki slasast alvarlega. 6.8.2007 11:29 Evrópusambandið bannar útflutning á landbúnaðarvörum frá Bretlandi Evrópusambandið hefur ákveðið að banna útflutning á fersku kjöti, lifandi skepnum og mjólkurvörum frá öllu meginlandi Bretlands tímabundið, vegna gin- og klaufaveiki sem greindist á bóndabæ nærri Guildford í Surrey fyrir utan London í síðustu viku. 6.8.2007 11:21 Eldur í sumarbústað við Vesturhópsvatn Lögreglunni á Blönduósi barst tilkynning um eld í sumarbústaði við Vesturhópsvatn klukkan tvö í nótt. Að sögn lögreglumanna gekk vel að slökkva eldinn og engin slys urðu á fólki. 6.8.2007 10:36 Maðurinn sem fannst meðvitundarlaus er vaknaður Rúmlega sextugur karlmaður, sem fannst meðvitundarlaus á miðri götu í Breiðholti í gærkvöldi, er á batavegi. Hann er vaknaður og kominn úr öndunarvél. Ekki er vitað hvað kom fyrir manninn en lögreglan vonast til að geta yfirheyrt hann í dag. 6.8.2007 10:30 Gusmao nýr forsætisráðherra Austur-Tímor Xanana Gusmao, fyrrverandi forseti Austur-Tímor, verður nýr forsætisráðherra landsins. Jose Ramos-Horta, forseti, hefur falið flokkabandalagi undir forystu Gusmaos að mynda nýja ríkisstjórn. Enginn einn flokkur fékk hreinan meirihluta á þingi í kosningum fyrir rúmum mánuði. 6.8.2007 10:29 Ökuréttindalaus á 139 km hraða Lögreglan hafði afskipti af ökumanni á Heiðmerkurvegi á þriðja tímanum í nótt. Maðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglumanna og var honum því veitt eftirför. 6.8.2007 10:27 Uppreisnarhópar í Darfúr óska eftir friðarviðræðum Uppreisnarhópar í Darfúr-héraði í Súdan hafa óskað eftir friðarviðræðum við stjórnvöld í Súdan. Samningamenn á vegum Afríkubandalagsins og Sameinuðu þjóðanna greindu frá þessu í morgun. Fulltrúar hópanna luku funda nú í Tansaníu og munu hafa komist að samkomulagi um sameiginlegar kröfur. 6.8.2007 10:24 Féll af svölum á annarri hæð Maður féll af annarri hæð fjölbýlishúss í Kópavogi rétt fyrir klukkan fjögur í nótt. Maðurinn var í teiti og fór út af svalir hússins til að fá sér frískt loft. Hann klifraði svo upp á svalarhandriðið með fyrrgreindum afleiðingum. Lögreglan segir að hann hafi sloppið ótrúlega vel miðað við aðstæður. 6.8.2007 10:22 Neyðarástand vegna skógarelda í Króatíu Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í króatísku hafnarborginni Dúbrovik þar sem miklir skógareldar loga nú og ógna úhverfum hennar. Björgunarsveitarmenn bíða nú skipana frá borgarstjóra um að byrja að flytja íbúa á brott frá heimilum sínum í hlíðum umhverfis borgina. 6.8.2007 10:19 Maðurinn sem féll í Glerárgljúfur enn hætt kominn Karlmaður sem féll í Glerárgljúfur skammt ofan Akureyrar á móts við öskuhaugana í Glerárdal á laugardagsmorgun er enn alvarlega slasaður og haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítala-Háskólasjúkrahúss. Björgunarsveitarmenn aðstoðuðu lögreglu og sjúkraflutningamenn að ná manninum upp úr gljúfrinu og notuðu til þess sigbúnað. 6.8.2007 10:02 Hátíðarhöld hafa víðast hvar farið vel fram Hátt í ellefu þúsund manns voru í Herjólfsdal í gærkvöldi. Formaður þjóðhátíðarnefndar man varla eftir annari eins þjóðhátíð en veðrið hefur leikið við gesti og allt gengið vonum framar. Nokkur erill hefur þó verið hjá lögreglunni líkt og á Akureyri og Neskaupsstað. 6.8.2007 09:58 Hóta að myrða gíslana Uppreisnarmenn Talíbana hóta því að myrða 21 Suður-Kóreumann sem þeir hafa í gíslingu ef Bush Bandaríkjaforseti og Karzai, forseti Afganistans, fyrirskipi ekki að fangelsaðir Talíbanar fái frelsi. Forsetarnir funda nú í Camp David í Bandaríkjunum um ástandið í Afganistan. 6.8.2007 09:57 Banaslys varð á Laugarvatnsvegi Ungur karlmaður lét lífið þegar hann ók bíl sínum út af og velti honum á Laugarvatnsvegi til móts við Þóroddsstaði á áttunda tímanum í morgun. Ökumaðurinn var einn í bíl sínum en talið er að hann hafi kastast út úr bílnum. 6.8.2007 09:45 Reynt að bjarga sautján námaverkamönnum Björgunarsveitarmenn í Kína reyna nú að bjarga 17 námuverkamönnum sem eru fastir í járnbrautargöngum í Hubei eftir að vatn flæddi inn í þau. Þrjátíuogfimm mönnum var bjargað fljótlega og þeir færðir á sjúkrahús til aðhlynningar. Mennirnir sautján sem enn eru fastir eru sagðir við góða heilsu enn sem komið er og enginn þeirra er í bráðri lífshættu. Fyrir aðeins fjórum dögum var sextíu og níu kínverskum kolanámumönnum bjargað úr námugöngum sem hafði flætt inn í. 5.8.2007 19:36 Bandarískt Uppgjör við Hitaveitu Suðurnesja Bandarísk stjórnvöld hafa gert upp hitareikning sinn við Hitaveitu Suðurnesja. Lokagreiðslan hljóðaði upp á tíu milljónir dollara sem samið var um vegna samningsrofs Bandaríkjahers við brotthvarf varnarliðsins. 5.8.2007 19:34 Brown vonar að hægt sé að koma í veg fyrir faraldur Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, sagði í dag að hann væri vongóður um að hægt væri að hefta útbreiðslu gin- og klaufaveiki sem kom upp á föstudaginn og koma þannig í veg fyrir faraldur. 5.8.2007 19:33 Ýmis umferðarlagabrot á Sauðárkróki Nærri fjörtíu ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur, og önnur umferðarlagabrot í umdæmi lögreglunnar á Sauðárkróki það sem af er helgi. Mikil umferð hefur verið um héraðið, og hefur lögregla verið með nánast samfellt eftirlit með henni. Allmargir ökukmenn hafa verið stöðvaðir til að kanna hvort þeir séu í ökufæru ástandi, en enginn hefur reynst vera undir áhrifum áfengis eða lyfja. 5.8.2007 19:09 Enginn ágreiningur í ríkisstjórninni segir Þorgerður Katrín Nokkur ágreiningsefni hafa komið upp meðal stjórnarflokkanna og telja sumir stjórnmálaskýrendur að tökin á stjórnarliðum séu ekki jafn ákveðin og áður. Menntamálaráðherra segir að einhugur sé í stjórninni og að stjórnarsamstarfið hafi farið vel af stað. 5.8.2007 19:06 Bjóða hátt í hundrað manns í kjötsúpuveislu Um verslunarmannahelgina liðlega tvöfaldast mannfjöldinn í Vestmannaeyjum. Bærinn iðar af lífi og söngurinn er víða. Húsráðendur á Túngötu tuttugu og eitt í Vestmannaeyjum, víla ekki fyrir sér að bjóða hátt í hundrað manns í kjötsúpuveislu. 5.8.2007 18:59 Erill á Neistaflugi í nótt en mannlífið gott í dag og líka á Einni með öllu Erill var hjá lögreglu á Neistaflugi í Neskaupstað í nótt vegna ölvunar, en í dag hefur verið góð stemmning á hátíðarsvæðinu og fjölskyldufólk notið skemmtunar. Sömu sögu er að segja af Akureyri, en lögreglan segir að allt hafi gengið að óskum. 5.8.2007 18:55 Mikið líf í mýrarboltanum á Ísafirði Það gekk mikið á í dag á Ísafirði þegar Evrópumeistaramótið í mýrarbolta fór þar fram í ágætu veðri. Mýrarboltinn líkist knattspyrnu að flestu leyti nema hvað völlurinn er eitt drullusvað og því er oft erfitt að senda boltann milli manna. Mörkin koma líka ekki alltaf á færibandi því boltinn fer stundum hægt í rennblautri forinni. 5.8.2007 18:50 Íslendingur vill gefa ókunnugum Pólverja annað nýra sitt Íslenskur karlmaður vill gefa Pólverja annað nýra sitt en Pólverjinn fékk alvarlega sýkingu við störf sín hér á landi, sem leiddi til þess að bæði nýrun skemmdust og taka þurfti neðan af báðum fótum hans. Læknir á Landspítalanum segir þetta stórmerkileg tíðindi því þetta er í fyrsta sinn sem Íslendingur býðst til að gefa ókunnugum manni líffæri með þessum hætti. 5.8.2007 18:45 Enn flæðir í Suður-Asíu Flóð vegna monsúnregns halda áfram að hrella íbúa Bangladesh og Indlands. Tala látinna er nú komin hátt í þrjúhundruð og fleiri og fleiri neyðast til þess að yfirgefa heimili sín. 5.8.2007 18:30 Madelaine leitað Portúgalska lögreglan hefur sett aukinn kraft í leitina að hinni fjögurra ára gömlu Madeleine McCann sem var rænt af hótelherbergi fyrir rúmlega þremur mánuðum. 5.8.2007 18:22 Ólafur Ragnar og Dorrit á Alheimsmóti skáta Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson og forsetafrú, Dorrit Mussaieff heimsóttu í gær íslenska þátttakendur á alheimsmóti skáta sem haldið er í Hyland Park í Essex-héraði í Bretlandi. 5.8.2007 18:10 Hátt settur meðlimur al-Qaeda drepinn í Írak Bandarískir hermenn í Írak segjast hafa drepið hátt settan mann innan al-Qaeda sem skipulagði tvær árásir á gullnu moskuna í Samarra, helgidóm sjíta múslima. Moskan skemmdist talsvert í árásunum og jók það mjög ófriðinn í landinu. Badri var yfirmaður al-Qaeda í Salahuddin héraðinu. 5.8.2007 16:45 Satanískir tónleikar stöðvaðir í Íran Írönsk lögregla handtók minnst 200 manns og lagði hald á áfengi og fíkniefni á tónleikum, sem þarlendir fjölmiðlar lýstu sem ,,satanískum". Þá segist lögregla hafa lagt hald á dónalega geisladiska og ósiðlega kjóla, sem skipuleggjendur tónleikanna gáfu kvenkyns gestum. 5.8.2007 16:30 Lífeyri eftirlifenda helfararinnar mótmælt Fulltrúar 250.000 Ísraela sem lifðu helför Nasista af ætla að mótmæla bágum kjörum þeirra fyrir utan hús Ehuds Olmerts forsætisráðherra í Jerúsalem í dag. Lífeyri eftirlifendanna samsvarar um 1300 íslenskum krónum á mánuði. 5.8.2007 15:26 Maðurinn sem fannst við Hraunberg enn í öndunarvél Maðurinn sem fannst liggjandi í blóði sínu í Breiðholti í gærkvöldi er á batavegi, en er þó enn í öndunarvél. Ekki er vitað hvernig hann hlaut áverkana. 5.8.2007 15:23 Feðgar létu lífið í hringekju í Frakklandi Feðgar létu lífið og tveir slösuðust alvarlega þegar vagn í kraftmikilli hringekju losnaði frá og hrapaði til jarðar í gærkvöldi. Slysið varð í skemmtigarðinum "La Fête des Loges" sem er fjörutíu kílómetrum vestur af París. Hinir slösuðu voru í för með þeim látnu. 5.8.2007 15:20 Bandarískur hermaður dæmdur fyrir nauðgun og morð í Írak Bandarískur hermaður, Jesse Spielman, hefur verið dæmdur í hundrað og tíu ára fangelsi fyrir þátt sinn í að nauðga og myrða 14 ára íraska stúlku og myrða fjölskyldu hennar. 5.8.2007 15:14 Ungum dreng bjargað eftir sex tíma volk í Dauðahafinu Átta ára ísraelskur drengur fannst síðastliðna nótt á lífi, eftir að hafa flotið í Dauðahafinu í sex klukkustundir. Sterkir straumar hrifu drenginn á haf út, þegar hann var á leik á ströndinni með föður sínum og bræðrum. Lögregluþyrla og tugir björgunarmanna leituðu drengsins. Hann fannst um eitt eftir miðnætti, hræddur og þyrstur,en annars heill heilsu, um þrjá og hálfan kílómetra frá ströndu. Dauðahafið inniheldur óvenju hátt magn salts, og hefur það orðið drengnum til lífs, því auðveldara er að fljóta í því. 5.8.2007 14:57 Risapanda elur sinn fjórða hún Hin 16 ára risapanda Bai Yun ól sinn fjórða hún í dýragarði í San Diego á föstudaginn. Ekki er vitað að hvaða kyni húnninn er en það kemur í ljós eftir nokkra mánuði. Húnninn, sem nú er einn þúsundasti af stærð fullvaxta pöndu, grét sama og ekkert þegar hann var kominn í heiminn og þykir það vera til marks um lagni móðurinnar. 5.8.2007 14:27 Manni sem féll í Glerárgljúfur haldið sofandi Karlmaður sem féll í Glerárgljúfur skammt ofan Akureyrar á móts við öskuhaugana í Glerárdal í gær er alvarlega slasaður og haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans. Björgunarsveitarmenn aðstoðuðu lögreglu og sjúkraflutningamenn að ná manninum upp úr gljúfrinu og notuðu til þess sigbúnað. 5.8.2007 11:07 Innkallanir líklega ekki margar hér á landi Egill Jóhannson framkvæmdastjóri Brimborgar segir ólíklegt að margir bílar af þeim tegundum og árgerðum sem Ford bílaframleiðandinn hyggst innkalla séu hér á landi. Ford hyggst innkalla allt að 3.6 milljónir bíla, pallbíla, sendibíla og jepplinga, eftir að galli fannst í rofa sem stýrir sjálfvirkri hraðastýringu. 5.8.2007 10:51 Nokkur erill hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum Nokkur erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í nótt þar sem nú stendur yfir þjóðhátíð. Þrír gistu fangageymslur og tilkynnt var um tvær minniháttar árásir. Lögreglan segir helgina að mestu hafa gengið vel. 5.8.2007 10:07 Vel heppnað unglingalandsmót Unglingalandsmótið sem haldið er á Höfn hefur farið einstaklega vel fram. Í tilkynningu frá lögreglu segir að mótsgestir eru til mikillar fyrirmyndar, sömu sögu sé að segja um framkvæmd mótsins, og umgjörð þess. Talið er að mótsgestir séu tæplega 7000. Eftirlit lögreglu með umferð hefur gengið vel en um 21 ökumaður hefur verið kærður fyrir of hraðan akstur umhverfis Höfn, sem af er helginni. Engin slys hafa verið tilkynnt til lögreglu. 5.8.2007 09:58 Töluverður erill á Neskaupsstað Töluverður erill var hjá lögreglu á Neskaupsstað í nótt. Lögregla lagði hald á töluvert magn áfengis hjá unglingum á tjaldsvæðinu og í miðbænum. Þá var töluvert um slagsmál og stympingar í bænum í nótt, og gistu þrír fangageymslur vegna þessa. Ein líkamsárás var kærð. Einn var stöðvaður um sexleitið í morgun, grunaður um ölvun við akstur. Þá voru 13 voru teknir fyrir of hraðan akstur á Norðfjarðarvegi. Alls hafa því þrjátíu ökumenn verið stöðvaðir fyrir hraðakstur á svæðinu það sem af er helginni. Ekkert fíkniefnamál hefur komið upp á Neskaupsstað það sem af er helgi, en öflugt eftirlit er með slíku í bænum. 5.8.2007 09:52 Gin- og klaufaveiki veiran finnst á rannsóknarstofu Stofn sem er af sama meiði og og stofn gin og klaufaveikinnar sem fannst í nautgripum á býli í Suður-Englandi á föstudag fannst í gær. Hann fannst á rannsóknarstofu í nágrenni býlisins og var notaður í bólusetningarlyf fyrir dýr. Ekki er hægt að staðfesta endanlega að veikin hafi breiðst út frá rannsóknarstofunni en eftirlit með bæjum í kringum hana hefur verið hert til muna. Heilbrigðiseftirlitsmenn munu heimsækja rannsóknarstofuna í dag og kanna möguleikann á því að veikin hafi borist þaðan. 5.8.2007 09:49 Sjá næstu 50 fréttir
Flugvél hlekktist á í Nýjadal Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð að Nýjadal, skammt frá Sprengisandi, á ellefta tímanum í gærkvöld þegar að flugvél þar hlekktist á í flugtaki. Fjórir útlendingar voru um borð í flugvélinni og voru meiðsl þeirra minniháttar að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli. Rannsóknarnefnd flugslysa rannsakar nú aðdraganda slyssins. 6.8.2007 13:42
Abbas og Olmert funda Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, komu saman til viðræðan í Jeríkó á Vesturbakkanum í morgun. Mikil öryggisgæla er við fundarstaðinn en svo háttsettir fulltrúar Ísraela og Palestínumanna hafa ekki fundað í palestínskri borg í mörg ár. 6.8.2007 12:42
Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð á Þjóðhátíð í nótt Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til Vestmannaeyja rétt fyrir klukkan 5 í nótt til að sækja mann sem hafði verið fluttur á sjúkrahúsið með höfuðáverka eftir slys og í framhaldi var hann fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík. 6.8.2007 12:42
190 þúsund byssur týndar Bandarísk hermálayfirvöld hafa týnt 190 þúsund skotvopnum sem sett voru í hendur íraskra lögreglu- og hermanna. Byssurnar átti að nota til að tryggja öryggi íraskra borgara en nú er óttast að þær séu notaðar til að myrða þá og bandaríska hermenn. 6.8.2007 12:31
Átak gegn nauðgunum á Þjóðhátíð Karlahópur Femínistafélags Íslands stóð í fyrsta sinn fyrir forvarnarátakinu Karlmenn segja nei við nauðgunum á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um helgina. Engin nauðgun hefur verið kærð. 6.8.2007 12:24
Neyðarástand vegna elda í Dubrovnik Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í króatísku hafnarborginni Dubrovnik þar sem miklir skógareldar loga nú. Gríðarlegir skógareldar hafa logað í Suður-Evrópu það sem af er sumri og ekki hafa þeir verið verri í þeim hluta álfunnar fyrr. 6.8.2007 12:11
Fluttur á slysadeild eftir að flugeldur sprakk við jörðu Einn drengur var fluttur á slysadeild þegar flugeldur sprakk við jörðu á flugeldasýningu á Akureyri í gær með þeim afleiðingum að drengurinn fékk hluta af honum í kviðinn. Í dagbók lögreglunnar segir að drengurinn hafi ekki slasast alvarlega. 6.8.2007 11:29
Evrópusambandið bannar útflutning á landbúnaðarvörum frá Bretlandi Evrópusambandið hefur ákveðið að banna útflutning á fersku kjöti, lifandi skepnum og mjólkurvörum frá öllu meginlandi Bretlands tímabundið, vegna gin- og klaufaveiki sem greindist á bóndabæ nærri Guildford í Surrey fyrir utan London í síðustu viku. 6.8.2007 11:21
Eldur í sumarbústað við Vesturhópsvatn Lögreglunni á Blönduósi barst tilkynning um eld í sumarbústaði við Vesturhópsvatn klukkan tvö í nótt. Að sögn lögreglumanna gekk vel að slökkva eldinn og engin slys urðu á fólki. 6.8.2007 10:36
Maðurinn sem fannst meðvitundarlaus er vaknaður Rúmlega sextugur karlmaður, sem fannst meðvitundarlaus á miðri götu í Breiðholti í gærkvöldi, er á batavegi. Hann er vaknaður og kominn úr öndunarvél. Ekki er vitað hvað kom fyrir manninn en lögreglan vonast til að geta yfirheyrt hann í dag. 6.8.2007 10:30
Gusmao nýr forsætisráðherra Austur-Tímor Xanana Gusmao, fyrrverandi forseti Austur-Tímor, verður nýr forsætisráðherra landsins. Jose Ramos-Horta, forseti, hefur falið flokkabandalagi undir forystu Gusmaos að mynda nýja ríkisstjórn. Enginn einn flokkur fékk hreinan meirihluta á þingi í kosningum fyrir rúmum mánuði. 6.8.2007 10:29
Ökuréttindalaus á 139 km hraða Lögreglan hafði afskipti af ökumanni á Heiðmerkurvegi á þriðja tímanum í nótt. Maðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglumanna og var honum því veitt eftirför. 6.8.2007 10:27
Uppreisnarhópar í Darfúr óska eftir friðarviðræðum Uppreisnarhópar í Darfúr-héraði í Súdan hafa óskað eftir friðarviðræðum við stjórnvöld í Súdan. Samningamenn á vegum Afríkubandalagsins og Sameinuðu þjóðanna greindu frá þessu í morgun. Fulltrúar hópanna luku funda nú í Tansaníu og munu hafa komist að samkomulagi um sameiginlegar kröfur. 6.8.2007 10:24
Féll af svölum á annarri hæð Maður féll af annarri hæð fjölbýlishúss í Kópavogi rétt fyrir klukkan fjögur í nótt. Maðurinn var í teiti og fór út af svalir hússins til að fá sér frískt loft. Hann klifraði svo upp á svalarhandriðið með fyrrgreindum afleiðingum. Lögreglan segir að hann hafi sloppið ótrúlega vel miðað við aðstæður. 6.8.2007 10:22
Neyðarástand vegna skógarelda í Króatíu Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í króatísku hafnarborginni Dúbrovik þar sem miklir skógareldar loga nú og ógna úhverfum hennar. Björgunarsveitarmenn bíða nú skipana frá borgarstjóra um að byrja að flytja íbúa á brott frá heimilum sínum í hlíðum umhverfis borgina. 6.8.2007 10:19
Maðurinn sem féll í Glerárgljúfur enn hætt kominn Karlmaður sem féll í Glerárgljúfur skammt ofan Akureyrar á móts við öskuhaugana í Glerárdal á laugardagsmorgun er enn alvarlega slasaður og haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítala-Háskólasjúkrahúss. Björgunarsveitarmenn aðstoðuðu lögreglu og sjúkraflutningamenn að ná manninum upp úr gljúfrinu og notuðu til þess sigbúnað. 6.8.2007 10:02
Hátíðarhöld hafa víðast hvar farið vel fram Hátt í ellefu þúsund manns voru í Herjólfsdal í gærkvöldi. Formaður þjóðhátíðarnefndar man varla eftir annari eins þjóðhátíð en veðrið hefur leikið við gesti og allt gengið vonum framar. Nokkur erill hefur þó verið hjá lögreglunni líkt og á Akureyri og Neskaupsstað. 6.8.2007 09:58
Hóta að myrða gíslana Uppreisnarmenn Talíbana hóta því að myrða 21 Suður-Kóreumann sem þeir hafa í gíslingu ef Bush Bandaríkjaforseti og Karzai, forseti Afganistans, fyrirskipi ekki að fangelsaðir Talíbanar fái frelsi. Forsetarnir funda nú í Camp David í Bandaríkjunum um ástandið í Afganistan. 6.8.2007 09:57
Banaslys varð á Laugarvatnsvegi Ungur karlmaður lét lífið þegar hann ók bíl sínum út af og velti honum á Laugarvatnsvegi til móts við Þóroddsstaði á áttunda tímanum í morgun. Ökumaðurinn var einn í bíl sínum en talið er að hann hafi kastast út úr bílnum. 6.8.2007 09:45
Reynt að bjarga sautján námaverkamönnum Björgunarsveitarmenn í Kína reyna nú að bjarga 17 námuverkamönnum sem eru fastir í járnbrautargöngum í Hubei eftir að vatn flæddi inn í þau. Þrjátíuogfimm mönnum var bjargað fljótlega og þeir færðir á sjúkrahús til aðhlynningar. Mennirnir sautján sem enn eru fastir eru sagðir við góða heilsu enn sem komið er og enginn þeirra er í bráðri lífshættu. Fyrir aðeins fjórum dögum var sextíu og níu kínverskum kolanámumönnum bjargað úr námugöngum sem hafði flætt inn í. 5.8.2007 19:36
Bandarískt Uppgjör við Hitaveitu Suðurnesja Bandarísk stjórnvöld hafa gert upp hitareikning sinn við Hitaveitu Suðurnesja. Lokagreiðslan hljóðaði upp á tíu milljónir dollara sem samið var um vegna samningsrofs Bandaríkjahers við brotthvarf varnarliðsins. 5.8.2007 19:34
Brown vonar að hægt sé að koma í veg fyrir faraldur Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, sagði í dag að hann væri vongóður um að hægt væri að hefta útbreiðslu gin- og klaufaveiki sem kom upp á föstudaginn og koma þannig í veg fyrir faraldur. 5.8.2007 19:33
Ýmis umferðarlagabrot á Sauðárkróki Nærri fjörtíu ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur, og önnur umferðarlagabrot í umdæmi lögreglunnar á Sauðárkróki það sem af er helgi. Mikil umferð hefur verið um héraðið, og hefur lögregla verið með nánast samfellt eftirlit með henni. Allmargir ökukmenn hafa verið stöðvaðir til að kanna hvort þeir séu í ökufæru ástandi, en enginn hefur reynst vera undir áhrifum áfengis eða lyfja. 5.8.2007 19:09
Enginn ágreiningur í ríkisstjórninni segir Þorgerður Katrín Nokkur ágreiningsefni hafa komið upp meðal stjórnarflokkanna og telja sumir stjórnmálaskýrendur að tökin á stjórnarliðum séu ekki jafn ákveðin og áður. Menntamálaráðherra segir að einhugur sé í stjórninni og að stjórnarsamstarfið hafi farið vel af stað. 5.8.2007 19:06
Bjóða hátt í hundrað manns í kjötsúpuveislu Um verslunarmannahelgina liðlega tvöfaldast mannfjöldinn í Vestmannaeyjum. Bærinn iðar af lífi og söngurinn er víða. Húsráðendur á Túngötu tuttugu og eitt í Vestmannaeyjum, víla ekki fyrir sér að bjóða hátt í hundrað manns í kjötsúpuveislu. 5.8.2007 18:59
Erill á Neistaflugi í nótt en mannlífið gott í dag og líka á Einni með öllu Erill var hjá lögreglu á Neistaflugi í Neskaupstað í nótt vegna ölvunar, en í dag hefur verið góð stemmning á hátíðarsvæðinu og fjölskyldufólk notið skemmtunar. Sömu sögu er að segja af Akureyri, en lögreglan segir að allt hafi gengið að óskum. 5.8.2007 18:55
Mikið líf í mýrarboltanum á Ísafirði Það gekk mikið á í dag á Ísafirði þegar Evrópumeistaramótið í mýrarbolta fór þar fram í ágætu veðri. Mýrarboltinn líkist knattspyrnu að flestu leyti nema hvað völlurinn er eitt drullusvað og því er oft erfitt að senda boltann milli manna. Mörkin koma líka ekki alltaf á færibandi því boltinn fer stundum hægt í rennblautri forinni. 5.8.2007 18:50
Íslendingur vill gefa ókunnugum Pólverja annað nýra sitt Íslenskur karlmaður vill gefa Pólverja annað nýra sitt en Pólverjinn fékk alvarlega sýkingu við störf sín hér á landi, sem leiddi til þess að bæði nýrun skemmdust og taka þurfti neðan af báðum fótum hans. Læknir á Landspítalanum segir þetta stórmerkileg tíðindi því þetta er í fyrsta sinn sem Íslendingur býðst til að gefa ókunnugum manni líffæri með þessum hætti. 5.8.2007 18:45
Enn flæðir í Suður-Asíu Flóð vegna monsúnregns halda áfram að hrella íbúa Bangladesh og Indlands. Tala látinna er nú komin hátt í þrjúhundruð og fleiri og fleiri neyðast til þess að yfirgefa heimili sín. 5.8.2007 18:30
Madelaine leitað Portúgalska lögreglan hefur sett aukinn kraft í leitina að hinni fjögurra ára gömlu Madeleine McCann sem var rænt af hótelherbergi fyrir rúmlega þremur mánuðum. 5.8.2007 18:22
Ólafur Ragnar og Dorrit á Alheimsmóti skáta Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson og forsetafrú, Dorrit Mussaieff heimsóttu í gær íslenska þátttakendur á alheimsmóti skáta sem haldið er í Hyland Park í Essex-héraði í Bretlandi. 5.8.2007 18:10
Hátt settur meðlimur al-Qaeda drepinn í Írak Bandarískir hermenn í Írak segjast hafa drepið hátt settan mann innan al-Qaeda sem skipulagði tvær árásir á gullnu moskuna í Samarra, helgidóm sjíta múslima. Moskan skemmdist talsvert í árásunum og jók það mjög ófriðinn í landinu. Badri var yfirmaður al-Qaeda í Salahuddin héraðinu. 5.8.2007 16:45
Satanískir tónleikar stöðvaðir í Íran Írönsk lögregla handtók minnst 200 manns og lagði hald á áfengi og fíkniefni á tónleikum, sem þarlendir fjölmiðlar lýstu sem ,,satanískum". Þá segist lögregla hafa lagt hald á dónalega geisladiska og ósiðlega kjóla, sem skipuleggjendur tónleikanna gáfu kvenkyns gestum. 5.8.2007 16:30
Lífeyri eftirlifenda helfararinnar mótmælt Fulltrúar 250.000 Ísraela sem lifðu helför Nasista af ætla að mótmæla bágum kjörum þeirra fyrir utan hús Ehuds Olmerts forsætisráðherra í Jerúsalem í dag. Lífeyri eftirlifendanna samsvarar um 1300 íslenskum krónum á mánuði. 5.8.2007 15:26
Maðurinn sem fannst við Hraunberg enn í öndunarvél Maðurinn sem fannst liggjandi í blóði sínu í Breiðholti í gærkvöldi er á batavegi, en er þó enn í öndunarvél. Ekki er vitað hvernig hann hlaut áverkana. 5.8.2007 15:23
Feðgar létu lífið í hringekju í Frakklandi Feðgar létu lífið og tveir slösuðust alvarlega þegar vagn í kraftmikilli hringekju losnaði frá og hrapaði til jarðar í gærkvöldi. Slysið varð í skemmtigarðinum "La Fête des Loges" sem er fjörutíu kílómetrum vestur af París. Hinir slösuðu voru í för með þeim látnu. 5.8.2007 15:20
Bandarískur hermaður dæmdur fyrir nauðgun og morð í Írak Bandarískur hermaður, Jesse Spielman, hefur verið dæmdur í hundrað og tíu ára fangelsi fyrir þátt sinn í að nauðga og myrða 14 ára íraska stúlku og myrða fjölskyldu hennar. 5.8.2007 15:14
Ungum dreng bjargað eftir sex tíma volk í Dauðahafinu Átta ára ísraelskur drengur fannst síðastliðna nótt á lífi, eftir að hafa flotið í Dauðahafinu í sex klukkustundir. Sterkir straumar hrifu drenginn á haf út, þegar hann var á leik á ströndinni með föður sínum og bræðrum. Lögregluþyrla og tugir björgunarmanna leituðu drengsins. Hann fannst um eitt eftir miðnætti, hræddur og þyrstur,en annars heill heilsu, um þrjá og hálfan kílómetra frá ströndu. Dauðahafið inniheldur óvenju hátt magn salts, og hefur það orðið drengnum til lífs, því auðveldara er að fljóta í því. 5.8.2007 14:57
Risapanda elur sinn fjórða hún Hin 16 ára risapanda Bai Yun ól sinn fjórða hún í dýragarði í San Diego á föstudaginn. Ekki er vitað að hvaða kyni húnninn er en það kemur í ljós eftir nokkra mánuði. Húnninn, sem nú er einn þúsundasti af stærð fullvaxta pöndu, grét sama og ekkert þegar hann var kominn í heiminn og þykir það vera til marks um lagni móðurinnar. 5.8.2007 14:27
Manni sem féll í Glerárgljúfur haldið sofandi Karlmaður sem féll í Glerárgljúfur skammt ofan Akureyrar á móts við öskuhaugana í Glerárdal í gær er alvarlega slasaður og haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans. Björgunarsveitarmenn aðstoðuðu lögreglu og sjúkraflutningamenn að ná manninum upp úr gljúfrinu og notuðu til þess sigbúnað. 5.8.2007 11:07
Innkallanir líklega ekki margar hér á landi Egill Jóhannson framkvæmdastjóri Brimborgar segir ólíklegt að margir bílar af þeim tegundum og árgerðum sem Ford bílaframleiðandinn hyggst innkalla séu hér á landi. Ford hyggst innkalla allt að 3.6 milljónir bíla, pallbíla, sendibíla og jepplinga, eftir að galli fannst í rofa sem stýrir sjálfvirkri hraðastýringu. 5.8.2007 10:51
Nokkur erill hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum Nokkur erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í nótt þar sem nú stendur yfir þjóðhátíð. Þrír gistu fangageymslur og tilkynnt var um tvær minniháttar árásir. Lögreglan segir helgina að mestu hafa gengið vel. 5.8.2007 10:07
Vel heppnað unglingalandsmót Unglingalandsmótið sem haldið er á Höfn hefur farið einstaklega vel fram. Í tilkynningu frá lögreglu segir að mótsgestir eru til mikillar fyrirmyndar, sömu sögu sé að segja um framkvæmd mótsins, og umgjörð þess. Talið er að mótsgestir séu tæplega 7000. Eftirlit lögreglu með umferð hefur gengið vel en um 21 ökumaður hefur verið kærður fyrir of hraðan akstur umhverfis Höfn, sem af er helginni. Engin slys hafa verið tilkynnt til lögreglu. 5.8.2007 09:58
Töluverður erill á Neskaupsstað Töluverður erill var hjá lögreglu á Neskaupsstað í nótt. Lögregla lagði hald á töluvert magn áfengis hjá unglingum á tjaldsvæðinu og í miðbænum. Þá var töluvert um slagsmál og stympingar í bænum í nótt, og gistu þrír fangageymslur vegna þessa. Ein líkamsárás var kærð. Einn var stöðvaður um sexleitið í morgun, grunaður um ölvun við akstur. Þá voru 13 voru teknir fyrir of hraðan akstur á Norðfjarðarvegi. Alls hafa því þrjátíu ökumenn verið stöðvaðir fyrir hraðakstur á svæðinu það sem af er helginni. Ekkert fíkniefnamál hefur komið upp á Neskaupsstað það sem af er helgi, en öflugt eftirlit er með slíku í bænum. 5.8.2007 09:52
Gin- og klaufaveiki veiran finnst á rannsóknarstofu Stofn sem er af sama meiði og og stofn gin og klaufaveikinnar sem fannst í nautgripum á býli í Suður-Englandi á föstudag fannst í gær. Hann fannst á rannsóknarstofu í nágrenni býlisins og var notaður í bólusetningarlyf fyrir dýr. Ekki er hægt að staðfesta endanlega að veikin hafi breiðst út frá rannsóknarstofunni en eftirlit með bæjum í kringum hana hefur verið hert til muna. Heilbrigðiseftirlitsmenn munu heimsækja rannsóknarstofuna í dag og kanna möguleikann á því að veikin hafi borist þaðan. 5.8.2007 09:49