Innlent

Banaslys varð á Laugarvatnsvegi

Af vettvangi
Af vettvangi MYND/Einar

Ungur karlmaður lét lífið þegar hann ók bíl sínum út af og velti honum á Laugarvatnsvegi til móts við Þóroddsstaði á áttunda tímanum í morgun. Ökumaðurinn var einn í bíl sínum en talið er að hann hafi kastast út úr bílnum. Þetta er sjötta banaslysið í umferðinni á árinu.

Lögreglumenn höfðu veitt ökumanninum eftirför skömmu áður þar sem hann ók of hratt. Lögreglan missti sjónar af honum en kom skömmu síðar að slysinu. Hún telur að ökumaður hafi misst stjórn á bifreiðinni í beygju, farið nokkrar veltur og kastast út úr bifreiðinni. Þegar lögreglan kom á vettvang var maðurinn meðvitundarlaus og reyndu þeir lífgunartilraunir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×