Fleiri fréttir

Lagði hald á hundrað skammta af LSD

Hundrað skammtar af LSD fundust á farþega í fólksflutningabíl í Varmahlíð í Skagafirði í gærkvöldi. Farþeginn var á leið til Akureyrar og í tilkynningu frá lögreglunni þar segir að gera megi ráð fyrir því að efnið hafi átt að selja þar. Maðurinn var einnig með lítilræða af hvítum efnum, líklega kókaíni og amfetamíni.

Bann við nektardönsum stenst lög

Sigurður Líndal fyrrverandi lagaprófessor segir bann við nektardönsum á veitingastöðum standast atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrárinnar og segir löggjafanum heimilt að skerða atvinnufrelsi varði það almannaheill.

Missti báða fætur, vantar enn nýra

Pólverji sem missti báða fætur og hlaut töluverðan skaða af vegna blóðeitrunar sem hann fékk við störf hér á landi fyrir tveimur árum þarf einnig á nýju nýra að halda eftir slysið. Hann þarf að fara í nýrnavél á Landspítalanum þrisvar í viku en segist þó ekki geta hugsað sér að snúa aftur til Póllands þar sem íslenska heilbrigðiskerfið hlúi mun betur að sjúklingum en í heimalandinu.

Ekki inni í myndinni að selja RUV segir Þorgerður Katrín

Menntamálaráðherra segir að sér komi spurning Björns Bjarnasonar á óvart um hvort ekki sé best að selja Ríkisútvarpið. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, svarar því játandi að selja eigi RUV en Þorgerður Katrín fullyrðir að það sé alls ekki inni í myndinni.

Mannlíf með besta móti á útihátíðum

Neistaflug fer nú fram í Neskaupstað. Tveir dansleikir voru í bænum í nótt, og fóru þeir að mestu vel fram samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Nokkur erill hefur verið hjá lögreglu í tengslum við ölvun hátíðargesta en lagt var hald á talsvert af áfengi sem unglingar á svæðinu höfðu í fórum sínum.

Bush sýnir lit

George Bush Bandaríkjaforseti sveimaði í dag í þyrlu sinni yfir staðinn þar sem brú yfir Mississippi fljót hrundi síðastliðinn miðvikudag. Eftir það gekk hann um með slökkviliðshatt á vettvangi slyssins og skoðaði aðstæður.

200 látnir í Bangladesh og Indlandi

Rúmlega 200 manns hafa látist í Bangladesh og Indlandi undanfarna daga vegna flóða, en monsúntímabilið stendur nú sem hæst. Heimili og skepnur skolast burt og eina haldreipi fólks er oft á tíðum trjátoppar sem það heldur dauðahaldi í til þess að fara ekki sömu leið.

Hitnar og hitnar í Evrópu

Lengd hitabylgja sem skekja Vestur-Evrópu hefur tvöfaldast síðan árið 1880. Þetta segja vísindamenn sem komust einnig að því að fjöldi ofurheitra daga hefur þrefaldast á sama tíma.

Unglingalandsmótið gengur framar vonum

Um 8000 þúsund manns eru nú á Unglingalandsmóti Íslands á Höfn í Hornarfirði. Hátíðin hefur gengið framar öllum vonum, og að sögn lögreglu er hegðun gesta með eindæmum góð. Þegar á leið nóttina í gær voru til að mynda einungis um 60 manns eftir að skemmta sér, flestir heimamenn. Einhver ölvun og slagsmál voru og var einn fluttur á slysadeild.

Metnaðargjarnir ættu að níðast á undirmönnum

Ný könnun sýnir að ein öruggasta leið til að klífa metorðastigann í vinnunni er að níðast á undirmönnum sínum. Tveir þriðju svarenda í könnun sem vísindamenn við Bond háskóla í Ástralíu létu gera, sögðu að ekki einungis væri geðstirðum og fruntalegum yfirmönnum ekki refsað, heldur væri þeim launaður yfirgangurinn með stöðuhækkunum.

Stærsta dauða svæði hafsins sem fundist hefur

Vísindamenn hafa uppgötvað nærri 10 þúsund fermílna dautt hafsvæði í Mexíkóflóa. Um er að ræða það stærsta sinnar tegundar sem fundist hefur. Lífvana eða dauð hafsvæði eru einskonar eyðimerkur hafsins. Svæðin eru of súrefnissnauð til að fiskar og önnur sjávardýr geti þrifist þar.

Ford innkallar bíla vegna galla í hraðastýringu

Ford bílaframleiðandinn hyggst innkalla allt að 3.6 milljónir bíla, pallbíla, sendibíla og jepplinga, eftir að galli fannst í rofa sem stýrir sjálfvirkri hraðastýringu. Rofinn er talinn tengjast brunum sem tilkynnt hefur verið um í vélum bílanna. Innköllunin nær til fjölda tegunda sem framleiddar voru á árunum 1992 til 2002. Þar á meðal eru gerðirnar Ford Explorer og F 150, sem hafa verið seldar hér á landi. Þetta er í sjötta sinn sem fyrirtækið innkallar bíla vegna galla tengdum hraðastýringu.

Teves verður ekki með á morgun

Argentínumaðurinn Carlos Teves verður ekki kominn með leikheimild á morgun þegar Manchester United mætir Chelsea í árlegum leik deildar- og bikarmeistaranna í ensku knattspyrnunni.

Færri létust en talið var í fyrstu

Mun færri létu lífið en óttast var þegar brú yfir Mississippi fljót hrundi síðaðsliðinn miðvikudag með þeim afleiðingum að tugir bíla féllu átján metra niður í fljótið.

Hátíðin Neistaflug farið vel fram hingað til

Hátíðin Neistaflug á Neskaupsstað hefur að mestu farið vel fram. Nokkur erill hefur þó verið hjá lögreglu í tengslum við ölvun hátíðargesta. Þá lagði lögregla hald á talsvert magn af áfengi hjá unglingum á svæðinu. Einn var tekinn fyrir ölvunarakstur og 17 ökumenn fyrir of hraðan akstur í umdæminu, sá sem hraðast fór ók á rúmlega 120 kílómetra hraða.

Slasaðist mikið við fall í Glerárgljúfur

Maður féll í Glerárgljúfur skammt ofan Akureyrar á móts við öskuhaugana í Glerárdal á tíunda tímanum í morgun. Björgunarsveitin Súlur var kvödd til aðstoðar lögreglu og sjúkraflutningsmönnum við að ná manninum upp úr gljúfrinu. Nota þurfti sigbúnað og var maðurinn hífður upp úr gljúfrinu í körfu og gekk það greiðlega. Í tilkynningu frá lögreglu segir að ekki sé nánar vitað um tildrög slyssins en talið er að maðurinn sé talsvert slasaður. Hann var fluttur á slysadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri.

Þrjár líkamsárásir í miðbænum í nótt

Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í miðbænum í nótt vegna ölvunar. Klukkan hálf þrjú í nótt lentu menn undir tvítugu í átökum á Laugaveginum þar sem annar dró upp hníf og tveir sem hugðust skakka leikinn fengu skurð á hendi. Sá með hnífinn gisti fangageymslur í nótt en hinir voru fluttir á slysadeild til aðhlynningar.

Bílvelta á Suðurlandsvegi

Maður slasaðist lítillega þegar hann velti bíl sínum á Suðurlandsvegi austan Þórisstaða við Ingólfsfjall laust fyrir klukkan áttta í morgun. Talið er að maðurinn hafi kastast út úr bíl sínum. Hann er grunaður um ölvun við akstur, og var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild í Reykjavík. Bíll hans er talinn ónýtur. Tveir aðrir ökumenn voru stöðvaðir í Árnessýslu, grunaðir um ölvun við akstur.

Nautgripaflutningar bannaðir vegna Gin- og klaufaveiki

Yfirvöld í Bretlandi hafa bannað allan flutning á búfénaði í kjölfar þess að gin og klaufaveiki greindist á bóndabæ nærri Guildford í Surrey fyrir utan London. Um 60 dýr reyndust smituð af sjúkdómnum, sem olli mikilli skelfingu í Bretlandi árið 2001.

Kjósa aðrar aðgerðir gegn mengun

Bæjarstjórn Garðabæjar hefur ákveðið að láta kolefnisjafna þær bifreiðir sem sveitarfélagið rekur. Fulltrúar annarra sveitarfélaga hyggjast ekki fylgja fordæmi Garðbæinga.

Umferð minni en á venjulegum föstudegi

Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur umferð gengið vel í þeirra umdæmi í dag og straumur út úr bænum jafnvel verið minni nú í upphafi Verslunarmannahelgar en á venjulegum föstudegi. Svo virðist sem fólk með hjólhýsi og tjaldvagna hafi frekar lagt af stað úr höfuðborginni í gær þar sem spáin fyrir daginn í dag var ekki góð.

Ókeypis heróín handa dönskum fíklum?

Meirihluti danskra þingflokka vilja gera tilraun með að gefa langt leiddum heróínsjúklingum ókeypis heróín. Markmiðið er að draga úr ofneyslu, vændi og götuglæpum. Hugmyndin er að langt leiddir fíknefnaneytendur geti komið á sjúkrahús tvisvar til þrisvar í viku og fengið heróínskammt undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks.

Íþrótta- og æskulýðsþátttaka fólks af erlendum uppruna efld

Ungmennafélag íslands hefur ákveðið að stórefla íþrótta- og æskulýðsþátttöku fólks af erlendum uppruna sem búsett er á íslandi. Þetta var ákveðið á stjórnarfundi félagsins sem haldinn var á Höfn í Hornafirði í gær á 100 ára afmælisdegi hreyfingarinnar.

Bandarískur hermaður dæmdur í fimmtán ára fangelsi

Bandarískur hermaður, Lawrence G. Hutchins III, var í dag dæmdur í fimmtán ára fangelsi í Kaliforníu í Bandaríkjunum fyrir morð á óbreyttum íröskum borgara. Morðið var framið þegar bandarískir hermenn voru að leita að uppreisnarmanni í Írak.

Bush boðar til loftslagsráðstefnu

George W. Bush Bandaríkjaforseti ætlar að boða til alþjóðlegrar ráðstefnu um loftslagsmál. Ráðstefnan verður haldin í Washington í næsta mánuði og hefur Bush boðið Sameinuðu þjóðunum, Evrópusambandinu og fimmtán stærstu efnahagsríkjum heims á hana.

Um hundrað jarðskjálftar við Upptyppinga í dag.

Hátt í hundrað jarðskjálftar hafa mælst við Upptyppinga í dag, í skjálftahrinu sem enn stendur yfir. Rúmlega 300 skjálftar hafa mælst þar í þessari viku og er hópur vísindamanna nú á leið á svæðið. Þá er lögreglan á Húsavík og Seyðisfirði í viðbragðsstöðu ef til eldsumbrota kæmi.

Knútur í megrun

Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að vera frægur og hefur ísbjörninn Knútur fengið að kynnast því. Þessi heimsfrægi ísbjörn hefur nú verið sendur í megrun.

Kampavínsklúbbnum Strawberries lokað

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur afturkallað rekstrarleyfi kampvínsklúbbsins Strawberries í Lækjargötu og hefur staðnum verið lokað.

Yfirfullum bát hvolfdi við strendur Sierra Leone

Að minnsta kosti 65 manns er saknað eftir að bát hvolfdi í stormi við strendur Sierra Leone aðfararnótt föstudags. Lögregla á svæðinu telur að um 85 manns hafi verið um borð en báturinn, sem flutti meðal annars hrísgrjón og pálmolíu, hafði ekki leyfi fyrir svo mörgum farþegum.

Belgíska lögreglan leitar manns vegna hvarfs Madeleine

Belgíska lögreglan hefur dreift teikningu af manni sem talinn er hafa verið í fylgd með Madeleine McCann á veitingastað í landinu á laugardag. Barnasálfræðingur taldi manninn og konu sem með honum var hegða sér grunsamlega og taldi stúlkubarn í fylgd þeirra líkjast Madeleine, sem leitað hefur verið að í þrjá mánuði.

Útlendingar leita réttar síns til Eflingar vegna vangoldinna launa

Yfir hundrað útlendingar hafa leitað til Eflingar vegna vangoldinna launa hjá verktakafyrirtækjum í byggingariðnaði síðustu þrjá mánuði. Um tveir þriðju þeirra sem leita til stéttarfélagsins vegna launakrafna eru útlendingar þrátt fyrir að þeir séu einungis lítill hluti félagsmanna.

Fjórðungur bandarískra brúa úreltur

Einn til viðbótar hefur fundist látinn eftir brúarslysið í Minneapolis-borg í Bandaríkjunum og er tala látinna þá komin í fimm. Það tók tuttugu björgunarmenn heilan dag að ná líkinu úr rústum brúarinnar. Samkvæmt gögnum bandaríska samgönguráðuneytisins er um fjórðungur bandarískra brúa talinn úreltur.

Þúsundir streyma á hátíðar

Þúsundir Íslendinga streyma nú á hátíðar sem haldnar eru víða um land um helgina. Straumurinn þetta árið virðist liggja til Vestmannaeyja og Akureyrar. Umferðin hefur verið að þyngjast út úr höfuðborginni eftir því sem liðið hefur á daginn. Um fimm þúsund manns eru komnir á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.

Bandarísk hjón eignast sitt sautjánda barn

Hin bandaríska Michelle Duggar eignaðist í gær sitt sautjánda barn. Dóttirin Jennifer fæddist í Arkansas eina mínútu yfir tíu og gekk fæðingin hratt og vel fyrir sig. Hún hún tók ekki nema 30 mínútur enda móðirin í góðri æfingu. Hún hefur verið þunguð 11 ár af lífi sínu.

Málverk ranglega eignað Van Gogh

Málverk sem hefur alla tíð verið eignað listmálaranum Vincent van Gogh er alls ekki úr smiðju meistarans. Þrálegar skoðanir hollenskra sérfræðinga á verkinu leiddu til þessarar niðurstöðu. Ekki er vitað hver málaði.

Umferðarstofa biður bílstjóra að gæta vel að mótorhjólamönnum

Umferðarstofa vill benda bílstjórum á að gæta sérstaklega vel að mótorhjólamönnum í umferðinni um helgina. Mótorhjól sjást ekki eins vel og bíll. Þau eru smærri og sýnast oft fjær en raun ber vitni. Umferðarstofa brýnir fyrir ökumönnum að gá að minnsta kosti tvisvar áður en ekið er af stað á gatnamótum.

Vínbúðin í Vestmannaeyjum opin á laugardegi

Vínbúðin í Vestmannaeyjum er opin á morgun, laugardag í fyrsta skipti um verslunarmannahelgi. Þetta er nýmæli, því hingað til hefur hún lokað á hádegi á föstudegi að tilmælum frá Vestmannaeyjarbæ.

Það ætti að kalla þetta nauðgunarströndina

Enn einni sænskri stúlku hefur verið nauðgað á Sunny Beach í Búlgaríu. Barsmíðar, rán, nauðganir og jafnvel morð eru nánast daglegt brauð á þessari strönd, sem er mikið sótt af ungum Norrænum ferðamönnum. Illvirkjarnir nást aldrei. Norsk ferðaskrifstofa leyfir þeim sem vilja að breyta um áfangastað sér að kostnaðarlausu.

Rafmagn komið á í Skuggahverfi

Rafmagn er komið á í Skuggahverfi en bilun varð í háspennustreng hjá Orkuveitu Reykjavíkur klukkan 16.15 í dag. Bilunin orsakaði rafmagnsleysi í hluta Skuggahverfis en rafmagn komst aftur á um klukkan 17.

Sjá næstu 50 fréttir