Innlent

Bandarískt Uppgjör við Hitaveitu Suðurnesja

Bandarísk stjórnvöld hafa gert upp hitareikning sinn við Hitaveitu Suðurnesja. Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta.

Lokagreiðslan hljóðaði upp á tíu milljónir dollara sem samið var um vegna samningsrofs Bandaríkjahers við brotthvarf varnarliðsins. Gera hefði mátt ráð fyrir að upphæðin hefði verið millifærð eins og jafnan er gert, en svo var ekki í þessu tilfelli, heldur fékk hitaveitan senda ávísun upp á tíu milljónir dollara, eða sex hundruð tuttugu og fimm milljónir króna, eins og gengið er núna. Miðað við stöðu krónunnar gagnvart dollar, þarf stjórn Hitaveitu Suðurnesja væntanlega að velja daginn sem ávísunin stóra verður innleyst, vandlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×