Fleiri fréttir Talin hafa eitrað fyrir fólki Ungur hjúkrunarfræðingur var handtekinn í Turku í Finnlandi vegna gruns um að hafa myrt tvo sjúklinga á heimili fyrir geðfatlaða í nágrenni Tampere, að sögn finnska dagblaðsins Helsingin Sanomat. 15.8.2007 05:15 Vatnsverksmiðja rís strax Iceland Glacier Products efh og Snæfellsbær hafa skrifað undir samkomulag þess efnis að fyrirtækið reisi vatnsverksmiðju á Rifi í Snæfellsbæ. Greint hafði verið frá fyrirætlunum um þetta í lok júlí, en beðið hefur verið eftir því að fyrirtækið uppfylli öll skilyrði bæjaryfirvalda, að því er fram kemur á vef Skessuhorns. 15.8.2007 05:00 Maðurinn á batavegi Maðurinn sem hlaut alvarleg brunasár í gassprengingu í Fljótsdal 12. júlí er á batavegi og hefur verið útskrifaður af Landsspítalanum. Samkvæmt vakthafandi lækni á bruna- og lýtalækningadeild útskrifaðist maðurinn af deildinni viku eftir slysið. 15.8.2007 03:00 Peningum og fartölvum stolið Brotist var inn á fjórum stöðum í iðnaðarhverfi á Selfossi í fyrrinótt. Tveimur fartölvum, einhverjum peningum og öðrum smámunum var stolið, að sögn varðstjóra lögreglunnar á Selfossi. 15.8.2007 03:00 Yfir 300 manns rannsakaðir Þrír hafa greinst með berkla á Íslandi það sem af er ári. Þetta kemur fram í nýútkomnum Farsóttafréttum, fréttabréfi sóttvarnalæknis. 15.8.2007 02:00 Skaut samverkamann í augað Ránstilraun tveggja manna í Bandaríkjunum endaði með ósköpum þegar annar ræninginn skaut hinn í augað fyrir misgáning. 15.8.2007 02:00 Íbúðalánasjóður hækkar vexti Forsvarsmenn Íbúðalánasjóðs hafa ákveðið að hækka skuli útlánsvexti íbúðalána um 0,05 prósent. 15.8.2007 02:00 Líklegt að Gul verði forseti Stjórnarflokkur Receps Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, hefur valið utanríkisráðherra landsins, Abdullah Gul, sem forsetaefni flokksins. 15.8.2007 00:45 Skall í fjallshlíðina og lét lífið Ungur ástralskur fallhlífastökkvari lét lífið eftir að hann hoppaði af fjallstindi í Romsdal í Noregi í dag. Maðurinn var í hópi fjögurra annarra manna sem voru að stunda svokallað "base jump". Talið er maðurinn hafi skollið utan í fjallshlíðina áður en hann gat opnað fallhlíf sína. 14.8.2007 23:25 Benjamin Netanyahu endurkjörinn formaður Likud bandalagsins Benjamin Netanyahu sigraði andstæðing sinn, Moshe Feiglin, í kosningum um formannsembætti Likud bandalagsins sem fram fóru í Ísrael í dag. Þegar búið var að telja um 80 prósent atkvæða hafði Netanyahu fengið þrjá fjórðu hluta allra greiddra atkvæða. 14.8.2007 23:05 Rannsaka sannleiksgildi myndbands sem sýnir aftöku Yfirvöld í Rússlandi rannsaka nú hvort að myndband sem sýnir hægri öfgamenn taka tvo menn af lífi sé raunverulegt. Myndbandið var upphaflega sett á Netið en hefur nú verið fjarlægt. Í myndbandinu heilsa böðlarnir að sið þýskra nasista áður en þeir afhöfða annan manninn og skjóta hinn. 14.8.2007 22:28 Útafakstur á Snæfellsnesi Bíll fór útaf veginum við Fróðarafleggjara á Snæfellsnesi um klukkan hálf sjö í kvöld. Tveir voru í bílnum en þá sakaði ekki að sögn lögreglu. 14.8.2007 21:52 Um 175 manns láta lífið í sjálfsmorðsárásum í Írak Að minnsta kosti 175 manns létu lífið og 200 slösuðust í þremur sjálfsmorðssprengjuárásum í Norður-Írak í dag. Sprengjurnar sprungu allar í íbúðarhverfum fólks af Yazidi-ættbálki. 14.8.2007 21:38 Áhöfn Endeavour telur ferjuna búna til lendingar Áhafnarmeðlimir Endeavour-geimferjunnar eru handvissir um að skutla sín geti þotið innum lofthjúp jarðar áfallalaust þrátt fyrir hitateppi hennar hafi skemmst við lofttak. Stýrimaður ferjunnar lýsti þessu yfir í dag. Hann sagði að skemmdirnar væru lítilvægar. 14.8.2007 21:14 Með kókain og hass í fórum sínum Héraðsdómur Reykjaness þingfesti í dag mál gegn karlmanni á 24. aldursári sem ákærður var fyrir vörslu fíkniefna. Lögreglan fann talsvert magn af kannabisefnum og kókaíni í bifreið mannsins í janúar síðastliðinn. Meira magn fannst við leit á heimili mannsins. 14.8.2007 21:00 Rannsaka hugsanlegt gin- og klaufaveikismit í dýragarði Bresk yfirvöld rannsaka nú hvort búfénaður í dýragarði skammt frá Surrey í Suður-Englandi hafi sýkst af gin- og klaufaveiki. Fyrr í dag tilkynntu bresk yfirvöld að þau væru einnig að rannsaka hugsanlegt smit á nautgripabúi í Kent. Óttast menn nú að yfirvöldum hafi mistekist að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdómsins. 14.8.2007 20:53 Hæstiréttur staðfestir gæsluvarðhald yfir síbrotamanni Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir síbrotamanni til 31. október næstkomandi. Maðurinn krafðist þess að úrskurður héraðsdóms yrði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldi yrði markaður skemmri tími. 14.8.2007 20:13 Veitingamenn svara Það er gott að við fáum að vera með í umræðum um miðbæinn um helgar, segja skemmtistaðaeigendur. Það sé hins vegar hvorki þeirra að sjá um löggæslu, né að bera ábyrgð á að koma mjög drukknu fólki heim í uppábúið rúm. Sölvi í Íslandi í dag hitti tvo menn sem þekkja skemmtanalífið betur en flestir. 14.8.2007 20:10 Hnífamaður ákærður Tuttugu og þriggja ára reykvískur karlmaður hefur verið ákærður fyrir vopnalagabrot, en lögregla fann fjaðurhníf við leit á ákærða. Þá var maðurinn einnig ákærður fyrir vörslu fíkniefna og að aka undir áhrifum fíkniefna. Málið var þingfest í héraðsdómi Reykjaness í dag. 14.8.2007 20:00 Grímseyjarhreppur lagðist gegn kaupum á M/V Oilean Arann Sveitarstjórn Grímseyjarhrepps mælti gegn því að gengið yrði frá kaupum á skipinu M/V Oilean Arann vegna endurnýjunar á Grímseyjarferju. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá sveitarstjórninni. Þá vísar sveitarstjórnin því á bug sem fram kemur í skýrslu ríkisendurskoðunar að engar athugasemdir hafi borist frá Grímseyingum vegna málsins. 14.8.2007 19:23 Surtsey skoðuð Fulltrúi Alþjóða náttúruverndarsamtakanna segir Surtsey eiga góða möguleika á að komast á Heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Hann er nú staddur hér á landi fyrir hönd stofnunarinnar til að meta eyjuna og skoðaði hana í gær. 14.8.2007 19:20 Sjálfstæð þjóð í 60 ár 60 ár er í dag frá því Pakistanar brutust undan nýlendustjórn Breta og stofnuðu eigin ríki. Þeim tímamótum var fagnað víða um landið í dag. Indverjar fagna sínu frelsi á morgun. 14.8.2007 19:16 Öllum starfsmönnum Ratsjárstofnunar sagt upp Öllum starfsmönnum Ratsjárstofnunar, þar á meðal forstjóra, verður sagt upp. Þetta er liður í endurskipulagningu en spara á í rekstri loftvarnarkerfisins. Samningi Ratsjárstofnunar við Símann um rekstur og viðhald ljósleiðarakerfis verður einnig sagt upp. Síminn hefur fengið 120 milljónir á ári til að vinna verkið. 14.8.2007 19:13 Undirskriftir gegn blokkum á Nónhæð Íbúar á Nónhæð í Kópavogi safna nú undirskriftum til að mótmæla fyrirhuguðum blokkarturnum á kolli hæðarinnar. Árni Jónsson, formaður íbúasamtaka hverfisins, furðar sig á að réttur íbúa til að verja sig sé minni þegar setja á þúsund manna byggð í bakgarðinn - heldur en þegar nágranninn vill hækka girðinguna sína. 14.8.2007 18:53 Flugorrustur æfðar við Íslandsstrendur á Norðurvíkingi Bandarískir og Norskir orrustuflugmenn börðust á F15 og F16 herþotum í lofthelgi Íslands í dag - en einungis í æfingaskyni. Loftvarnir Íslands voru æfðar suður af Reykjanesi á heræfingunni Norðurvíkingur í dag, en hún hefur tekist vel að sögn talsmanns æfingarinnar. 14.8.2007 18:51 Mistök Vegagerðar að skoða ferjuna ekki betur Vegagerðin taldi ekki réttlætanlegt að eyða meiru fé í að skoða írsku ferjuna áður en hún var keypt til Grímseyjarsiglinga. Það leiddi til þess að kostnaður við ferjuna fór hundruð milljóna fram úr áætlun. Vegamálastjóri segir Vegagerðina bera ábyrgðina. Grímseyjarferjan kostar líklega rúmar fimm milljónir á hvern íbúa eyjunnar. 14.8.2007 18:47 Fimm sinnum dýrara að grilla hér en á Spáni Það er fimm sinnum dýrara að grilla úti á Íslandi en í Suður-Evrópu. Íslendingar greiða fimm sinnum hærra verð fyrir gaskútinn en Spánverjar. Innflytjendur á gasi segja að flutningskostnaður og lítill markaður hér ráði miklu um verðmuninn. 14.8.2007 18:44 Vegrifflur geta fækkað slysum um allt að 60 prósent Vegagerðin hyggst auka öryggi vegfarenda með því að fræsa sérstakar "rifflur" í vegarkanta sem gera ökumönnum viðvart þegar bílar rása út í kantana. Reynslan sýnir að þessi aðgerð getur dregið úr slysum um allt að sextíu prósent. 14.8.2007 18:40 Dregur úr eyðingu skóga Amason Nýlegar skoðanir á regnskógum Amason sýna að dregið hefur úr eyðing skóganna um 25 prósent. Forseti Brasilíu, Luiz Inacio Lula da Silva, fangar þessu og segir að með viðsnúningi þessum sé andrúmloft jarðar laust við miljónir tonna af gróðurhúsalofttegundum. 14.8.2007 18:15 Varað við barnaperrum á barnalandi Dæmi eru um að óprúttnir einstaklingar hlaði niður myndum af börnum sem settar eru á vefsíðuna barnaland.is og dreifi áfram sem barnaklám. Á spjallþráði á barnalandi er fullyrt að fjórtán íslenskar vefsíður með myndum af börnum hafi verið misnotaðar á þennan hátt. Fólk er nú hvatt til að læsa síðunum sínum. 14.8.2007 18:01 Öllum starfsmönnum Ratsjárstofnunar sagt upp Öllum starfsmönnum Ratstjárstofnunar, 46 talsins, verður sagt upp frá og með morgundeginum. Samráð er þegar hafið við starfsmennina á grundvelli laga um hópuppsagnir. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem utanríkisráðuneytið sendi frá sér fyrir stundu. 14.8.2007 17:10 Forseti Írans heimsækir Afganistan Forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad, hitti afganska starfsbróður sinn Hamid Karzai í dag þrátt fyrir eindregnar óskir bandarískra yfirvalda um að Karzai tæki ekki á móti honum. 14.8.2007 16:37 Ákærður fyrir lyfjaakstur Karlmaður á fertugsaldri var í dag ákærður fyrir fíkniefnalagabrot og lyfjaakstur. Málið var þingfest í héraðsdómi Reykjaness í dag. Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og hann sviptur ökuréttindum. 14.8.2007 16:33 Með fjögur pör af handjárnum og loftbyssu Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir vopnalagabrot. Honum er gefið að sök að hafa haft í vörslu sinni 4 pör af handjárnum, loftskammbyssu og kúlur í byssuna. Lögregla fann vopnin við leit í íbúð ákærða í Hafnarfirði og krefst þess að þau verði gerð upptæk. Málið var þingfest fyrir héraðsdómi Reykjaness í dag. 14.8.2007 16:10 Of þurrt í Kína fyrir hveiti-, og hrísgrjónarækt Ein helsta búgrein Kína, hveiti-, og hrísgrjónarækt, gæti heyrt sögunni til því ræktunarskilyrði eru einfaldlega ekki fyrir hendi í landinu. Þrátt fyrir að flóð skeki mörg svæði Kína yfir sumartímann er sextíu prósent hins ræktarlega lands of þurr fyrir hveiti-, og hrísgrjónarækt. 14.8.2007 16:03 Missti fótinn en tók ekki eftir því Japanskur mótorhjólamaður sem lenti í slysi á hjóli sínu áttaði sig ekki á því að hann hafði misst fótlegginn fyrr en hann hafði ekið áfram um tveggja kílómetra leið 14.8.2007 15:39 Þurfti að dúsa uppi í tré í heila viku Ástralskur bóndi þurfti að dúsa uppi í tré í heila viku þegar hann álpaðist inn á svæði sem krökt var af krókódílum. Þegar hann áttaði sig á hættunni rauk hann upp í tré og hafði hann aðeins tvær samlokur til að seðja sárasta hungrið. 14.8.2007 15:27 Mattel leikföngin í Leikbæ skaðlaus Elías Þorvarðarson, framkvæmdastjóri Leikbæjar, segir að engin gölluð Mattel leikföng séu í sölu hjá þeim. Hann segir að Leikbær hafi skrifað bréf til bandaríska leikfangaframleiðandans Mattel eftir að fyrirtækið innkallaði níu milljónir leikfanga. Talið var að leikföngin innihéldu blý og segulstál sem gætu verið hættuleg börnum. 14.8.2007 15:21 Geimgangan gekk vel Skipt var um einn af fjórum snúðvísum í Alþjóðageimstöðinni í gær. Tveir áhafnarmeðlimir geimskutlunnar Endeavour, sem stödd er við stöðina, héldu í geimgöngu í gær og komu 272 kílógramma nýjum snúðvísi á sinn stað. 14.8.2007 14:49 Mattel innkallar milljónir leikfanga Bandaríski leikfangaframleiðandinn Mattel hefur innkallað níu milljónir leikfanga sem framleiddar voru í Kína. Þetta er í annað skiptið á tveimur vikum sem fyrirtækið neyðist til að innkalla leikföng í milljónavís. Um er að ræða leikföng sem talin eru innihalda blý auk þess sem að í sumum leikfangana séu lítil segulstál sem reynt geta hættuleg börnum. 14.8.2007 14:41 Hefur áhyggjur af því að frístundakortin verði misnotuð Björn Ingi Hrafnsson, formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar, segir að borgaryfirvöld hafi áhyggjur af því að einhver félög kunni að nýta sér frístundakort ÍTR til að hækka gjaldskrár sínar. Því hafi borgin kortlagt gjaldskrár aftur í tímann til að koma í veg fyrir óeðlilegar hækkanir. 14.8.2007 14:23 Gul lofar áframhaldandi aðskilnaði Abdullah Gul, forsetaframbjóðandi AK flokksins í Tyrklandi lofaði því í dag að stjórnmál og trúarbrögð verði áfram aðskilin í landinu, nái hann kjöri. 14.8.2007 13:36 Vegagerðin ber ábyrgð á mistökum varðandi nýja Grímseyjarferju Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri segir að Vegagerðin ber ábyrgð á því hvernig málum er komið með endurnýjun á Grímseyjarferjunnar og þar með hann. Hann segist ekki ætla segja upp störfum vegna málsins enn sem komið er. 14.8.2007 13:33 Krafist að Marta Lovísa Noregsprinsessa afsali sér krúnunni Krafan um að Marta Lovísa Noregsdrottning afsali sér titli sínum verður háværari með hverjum deginum. Hún er sökuð um að nota sér titilinn og frægðina sem honum fylgi til að græða peninga. Prinsessan hefur komið á fót skóla þar sem nemendum er kennt að tala við engla. 14.8.2007 13:18 Ritar forstjóra Símans bréf og fer fram á skýringar Bæði slökkviliðsstjórinn og bæjarstjórinn í Bolungarvík gagnrýna harðlega þau vinnubrögð sem Síminn viðhafði þegar símasamband í bænum var rofið í nótt. Bæjarstjórinn ritar nú forstjóra Símans bréf þar sem hann fer fram á skýringar á því hvers vegna bæjaryfirvöld og viðbragðsaðilar hafi ekki vitað af málinu fyrr en í gær. 14.8.2007 13:16 Sjá næstu 50 fréttir
Talin hafa eitrað fyrir fólki Ungur hjúkrunarfræðingur var handtekinn í Turku í Finnlandi vegna gruns um að hafa myrt tvo sjúklinga á heimili fyrir geðfatlaða í nágrenni Tampere, að sögn finnska dagblaðsins Helsingin Sanomat. 15.8.2007 05:15
Vatnsverksmiðja rís strax Iceland Glacier Products efh og Snæfellsbær hafa skrifað undir samkomulag þess efnis að fyrirtækið reisi vatnsverksmiðju á Rifi í Snæfellsbæ. Greint hafði verið frá fyrirætlunum um þetta í lok júlí, en beðið hefur verið eftir því að fyrirtækið uppfylli öll skilyrði bæjaryfirvalda, að því er fram kemur á vef Skessuhorns. 15.8.2007 05:00
Maðurinn á batavegi Maðurinn sem hlaut alvarleg brunasár í gassprengingu í Fljótsdal 12. júlí er á batavegi og hefur verið útskrifaður af Landsspítalanum. Samkvæmt vakthafandi lækni á bruna- og lýtalækningadeild útskrifaðist maðurinn af deildinni viku eftir slysið. 15.8.2007 03:00
Peningum og fartölvum stolið Brotist var inn á fjórum stöðum í iðnaðarhverfi á Selfossi í fyrrinótt. Tveimur fartölvum, einhverjum peningum og öðrum smámunum var stolið, að sögn varðstjóra lögreglunnar á Selfossi. 15.8.2007 03:00
Yfir 300 manns rannsakaðir Þrír hafa greinst með berkla á Íslandi það sem af er ári. Þetta kemur fram í nýútkomnum Farsóttafréttum, fréttabréfi sóttvarnalæknis. 15.8.2007 02:00
Skaut samverkamann í augað Ránstilraun tveggja manna í Bandaríkjunum endaði með ósköpum þegar annar ræninginn skaut hinn í augað fyrir misgáning. 15.8.2007 02:00
Íbúðalánasjóður hækkar vexti Forsvarsmenn Íbúðalánasjóðs hafa ákveðið að hækka skuli útlánsvexti íbúðalána um 0,05 prósent. 15.8.2007 02:00
Líklegt að Gul verði forseti Stjórnarflokkur Receps Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, hefur valið utanríkisráðherra landsins, Abdullah Gul, sem forsetaefni flokksins. 15.8.2007 00:45
Skall í fjallshlíðina og lét lífið Ungur ástralskur fallhlífastökkvari lét lífið eftir að hann hoppaði af fjallstindi í Romsdal í Noregi í dag. Maðurinn var í hópi fjögurra annarra manna sem voru að stunda svokallað "base jump". Talið er maðurinn hafi skollið utan í fjallshlíðina áður en hann gat opnað fallhlíf sína. 14.8.2007 23:25
Benjamin Netanyahu endurkjörinn formaður Likud bandalagsins Benjamin Netanyahu sigraði andstæðing sinn, Moshe Feiglin, í kosningum um formannsembætti Likud bandalagsins sem fram fóru í Ísrael í dag. Þegar búið var að telja um 80 prósent atkvæða hafði Netanyahu fengið þrjá fjórðu hluta allra greiddra atkvæða. 14.8.2007 23:05
Rannsaka sannleiksgildi myndbands sem sýnir aftöku Yfirvöld í Rússlandi rannsaka nú hvort að myndband sem sýnir hægri öfgamenn taka tvo menn af lífi sé raunverulegt. Myndbandið var upphaflega sett á Netið en hefur nú verið fjarlægt. Í myndbandinu heilsa böðlarnir að sið þýskra nasista áður en þeir afhöfða annan manninn og skjóta hinn. 14.8.2007 22:28
Útafakstur á Snæfellsnesi Bíll fór útaf veginum við Fróðarafleggjara á Snæfellsnesi um klukkan hálf sjö í kvöld. Tveir voru í bílnum en þá sakaði ekki að sögn lögreglu. 14.8.2007 21:52
Um 175 manns láta lífið í sjálfsmorðsárásum í Írak Að minnsta kosti 175 manns létu lífið og 200 slösuðust í þremur sjálfsmorðssprengjuárásum í Norður-Írak í dag. Sprengjurnar sprungu allar í íbúðarhverfum fólks af Yazidi-ættbálki. 14.8.2007 21:38
Áhöfn Endeavour telur ferjuna búna til lendingar Áhafnarmeðlimir Endeavour-geimferjunnar eru handvissir um að skutla sín geti þotið innum lofthjúp jarðar áfallalaust þrátt fyrir hitateppi hennar hafi skemmst við lofttak. Stýrimaður ferjunnar lýsti þessu yfir í dag. Hann sagði að skemmdirnar væru lítilvægar. 14.8.2007 21:14
Með kókain og hass í fórum sínum Héraðsdómur Reykjaness þingfesti í dag mál gegn karlmanni á 24. aldursári sem ákærður var fyrir vörslu fíkniefna. Lögreglan fann talsvert magn af kannabisefnum og kókaíni í bifreið mannsins í janúar síðastliðinn. Meira magn fannst við leit á heimili mannsins. 14.8.2007 21:00
Rannsaka hugsanlegt gin- og klaufaveikismit í dýragarði Bresk yfirvöld rannsaka nú hvort búfénaður í dýragarði skammt frá Surrey í Suður-Englandi hafi sýkst af gin- og klaufaveiki. Fyrr í dag tilkynntu bresk yfirvöld að þau væru einnig að rannsaka hugsanlegt smit á nautgripabúi í Kent. Óttast menn nú að yfirvöldum hafi mistekist að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdómsins. 14.8.2007 20:53
Hæstiréttur staðfestir gæsluvarðhald yfir síbrotamanni Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir síbrotamanni til 31. október næstkomandi. Maðurinn krafðist þess að úrskurður héraðsdóms yrði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldi yrði markaður skemmri tími. 14.8.2007 20:13
Veitingamenn svara Það er gott að við fáum að vera með í umræðum um miðbæinn um helgar, segja skemmtistaðaeigendur. Það sé hins vegar hvorki þeirra að sjá um löggæslu, né að bera ábyrgð á að koma mjög drukknu fólki heim í uppábúið rúm. Sölvi í Íslandi í dag hitti tvo menn sem þekkja skemmtanalífið betur en flestir. 14.8.2007 20:10
Hnífamaður ákærður Tuttugu og þriggja ára reykvískur karlmaður hefur verið ákærður fyrir vopnalagabrot, en lögregla fann fjaðurhníf við leit á ákærða. Þá var maðurinn einnig ákærður fyrir vörslu fíkniefna og að aka undir áhrifum fíkniefna. Málið var þingfest í héraðsdómi Reykjaness í dag. 14.8.2007 20:00
Grímseyjarhreppur lagðist gegn kaupum á M/V Oilean Arann Sveitarstjórn Grímseyjarhrepps mælti gegn því að gengið yrði frá kaupum á skipinu M/V Oilean Arann vegna endurnýjunar á Grímseyjarferju. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá sveitarstjórninni. Þá vísar sveitarstjórnin því á bug sem fram kemur í skýrslu ríkisendurskoðunar að engar athugasemdir hafi borist frá Grímseyingum vegna málsins. 14.8.2007 19:23
Surtsey skoðuð Fulltrúi Alþjóða náttúruverndarsamtakanna segir Surtsey eiga góða möguleika á að komast á Heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Hann er nú staddur hér á landi fyrir hönd stofnunarinnar til að meta eyjuna og skoðaði hana í gær. 14.8.2007 19:20
Sjálfstæð þjóð í 60 ár 60 ár er í dag frá því Pakistanar brutust undan nýlendustjórn Breta og stofnuðu eigin ríki. Þeim tímamótum var fagnað víða um landið í dag. Indverjar fagna sínu frelsi á morgun. 14.8.2007 19:16
Öllum starfsmönnum Ratsjárstofnunar sagt upp Öllum starfsmönnum Ratsjárstofnunar, þar á meðal forstjóra, verður sagt upp. Þetta er liður í endurskipulagningu en spara á í rekstri loftvarnarkerfisins. Samningi Ratsjárstofnunar við Símann um rekstur og viðhald ljósleiðarakerfis verður einnig sagt upp. Síminn hefur fengið 120 milljónir á ári til að vinna verkið. 14.8.2007 19:13
Undirskriftir gegn blokkum á Nónhæð Íbúar á Nónhæð í Kópavogi safna nú undirskriftum til að mótmæla fyrirhuguðum blokkarturnum á kolli hæðarinnar. Árni Jónsson, formaður íbúasamtaka hverfisins, furðar sig á að réttur íbúa til að verja sig sé minni þegar setja á þúsund manna byggð í bakgarðinn - heldur en þegar nágranninn vill hækka girðinguna sína. 14.8.2007 18:53
Flugorrustur æfðar við Íslandsstrendur á Norðurvíkingi Bandarískir og Norskir orrustuflugmenn börðust á F15 og F16 herþotum í lofthelgi Íslands í dag - en einungis í æfingaskyni. Loftvarnir Íslands voru æfðar suður af Reykjanesi á heræfingunni Norðurvíkingur í dag, en hún hefur tekist vel að sögn talsmanns æfingarinnar. 14.8.2007 18:51
Mistök Vegagerðar að skoða ferjuna ekki betur Vegagerðin taldi ekki réttlætanlegt að eyða meiru fé í að skoða írsku ferjuna áður en hún var keypt til Grímseyjarsiglinga. Það leiddi til þess að kostnaður við ferjuna fór hundruð milljóna fram úr áætlun. Vegamálastjóri segir Vegagerðina bera ábyrgðina. Grímseyjarferjan kostar líklega rúmar fimm milljónir á hvern íbúa eyjunnar. 14.8.2007 18:47
Fimm sinnum dýrara að grilla hér en á Spáni Það er fimm sinnum dýrara að grilla úti á Íslandi en í Suður-Evrópu. Íslendingar greiða fimm sinnum hærra verð fyrir gaskútinn en Spánverjar. Innflytjendur á gasi segja að flutningskostnaður og lítill markaður hér ráði miklu um verðmuninn. 14.8.2007 18:44
Vegrifflur geta fækkað slysum um allt að 60 prósent Vegagerðin hyggst auka öryggi vegfarenda með því að fræsa sérstakar "rifflur" í vegarkanta sem gera ökumönnum viðvart þegar bílar rása út í kantana. Reynslan sýnir að þessi aðgerð getur dregið úr slysum um allt að sextíu prósent. 14.8.2007 18:40
Dregur úr eyðingu skóga Amason Nýlegar skoðanir á regnskógum Amason sýna að dregið hefur úr eyðing skóganna um 25 prósent. Forseti Brasilíu, Luiz Inacio Lula da Silva, fangar þessu og segir að með viðsnúningi þessum sé andrúmloft jarðar laust við miljónir tonna af gróðurhúsalofttegundum. 14.8.2007 18:15
Varað við barnaperrum á barnalandi Dæmi eru um að óprúttnir einstaklingar hlaði niður myndum af börnum sem settar eru á vefsíðuna barnaland.is og dreifi áfram sem barnaklám. Á spjallþráði á barnalandi er fullyrt að fjórtán íslenskar vefsíður með myndum af börnum hafi verið misnotaðar á þennan hátt. Fólk er nú hvatt til að læsa síðunum sínum. 14.8.2007 18:01
Öllum starfsmönnum Ratsjárstofnunar sagt upp Öllum starfsmönnum Ratstjárstofnunar, 46 talsins, verður sagt upp frá og með morgundeginum. Samráð er þegar hafið við starfsmennina á grundvelli laga um hópuppsagnir. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem utanríkisráðuneytið sendi frá sér fyrir stundu. 14.8.2007 17:10
Forseti Írans heimsækir Afganistan Forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad, hitti afganska starfsbróður sinn Hamid Karzai í dag þrátt fyrir eindregnar óskir bandarískra yfirvalda um að Karzai tæki ekki á móti honum. 14.8.2007 16:37
Ákærður fyrir lyfjaakstur Karlmaður á fertugsaldri var í dag ákærður fyrir fíkniefnalagabrot og lyfjaakstur. Málið var þingfest í héraðsdómi Reykjaness í dag. Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og hann sviptur ökuréttindum. 14.8.2007 16:33
Með fjögur pör af handjárnum og loftbyssu Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir vopnalagabrot. Honum er gefið að sök að hafa haft í vörslu sinni 4 pör af handjárnum, loftskammbyssu og kúlur í byssuna. Lögregla fann vopnin við leit í íbúð ákærða í Hafnarfirði og krefst þess að þau verði gerð upptæk. Málið var þingfest fyrir héraðsdómi Reykjaness í dag. 14.8.2007 16:10
Of þurrt í Kína fyrir hveiti-, og hrísgrjónarækt Ein helsta búgrein Kína, hveiti-, og hrísgrjónarækt, gæti heyrt sögunni til því ræktunarskilyrði eru einfaldlega ekki fyrir hendi í landinu. Þrátt fyrir að flóð skeki mörg svæði Kína yfir sumartímann er sextíu prósent hins ræktarlega lands of þurr fyrir hveiti-, og hrísgrjónarækt. 14.8.2007 16:03
Missti fótinn en tók ekki eftir því Japanskur mótorhjólamaður sem lenti í slysi á hjóli sínu áttaði sig ekki á því að hann hafði misst fótlegginn fyrr en hann hafði ekið áfram um tveggja kílómetra leið 14.8.2007 15:39
Þurfti að dúsa uppi í tré í heila viku Ástralskur bóndi þurfti að dúsa uppi í tré í heila viku þegar hann álpaðist inn á svæði sem krökt var af krókódílum. Þegar hann áttaði sig á hættunni rauk hann upp í tré og hafði hann aðeins tvær samlokur til að seðja sárasta hungrið. 14.8.2007 15:27
Mattel leikföngin í Leikbæ skaðlaus Elías Þorvarðarson, framkvæmdastjóri Leikbæjar, segir að engin gölluð Mattel leikföng séu í sölu hjá þeim. Hann segir að Leikbær hafi skrifað bréf til bandaríska leikfangaframleiðandans Mattel eftir að fyrirtækið innkallaði níu milljónir leikfanga. Talið var að leikföngin innihéldu blý og segulstál sem gætu verið hættuleg börnum. 14.8.2007 15:21
Geimgangan gekk vel Skipt var um einn af fjórum snúðvísum í Alþjóðageimstöðinni í gær. Tveir áhafnarmeðlimir geimskutlunnar Endeavour, sem stödd er við stöðina, héldu í geimgöngu í gær og komu 272 kílógramma nýjum snúðvísi á sinn stað. 14.8.2007 14:49
Mattel innkallar milljónir leikfanga Bandaríski leikfangaframleiðandinn Mattel hefur innkallað níu milljónir leikfanga sem framleiddar voru í Kína. Þetta er í annað skiptið á tveimur vikum sem fyrirtækið neyðist til að innkalla leikföng í milljónavís. Um er að ræða leikföng sem talin eru innihalda blý auk þess sem að í sumum leikfangana séu lítil segulstál sem reynt geta hættuleg börnum. 14.8.2007 14:41
Hefur áhyggjur af því að frístundakortin verði misnotuð Björn Ingi Hrafnsson, formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar, segir að borgaryfirvöld hafi áhyggjur af því að einhver félög kunni að nýta sér frístundakort ÍTR til að hækka gjaldskrár sínar. Því hafi borgin kortlagt gjaldskrár aftur í tímann til að koma í veg fyrir óeðlilegar hækkanir. 14.8.2007 14:23
Gul lofar áframhaldandi aðskilnaði Abdullah Gul, forsetaframbjóðandi AK flokksins í Tyrklandi lofaði því í dag að stjórnmál og trúarbrögð verði áfram aðskilin í landinu, nái hann kjöri. 14.8.2007 13:36
Vegagerðin ber ábyrgð á mistökum varðandi nýja Grímseyjarferju Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri segir að Vegagerðin ber ábyrgð á því hvernig málum er komið með endurnýjun á Grímseyjarferjunnar og þar með hann. Hann segist ekki ætla segja upp störfum vegna málsins enn sem komið er. 14.8.2007 13:33
Krafist að Marta Lovísa Noregsprinsessa afsali sér krúnunni Krafan um að Marta Lovísa Noregsdrottning afsali sér titli sínum verður háværari með hverjum deginum. Hún er sökuð um að nota sér titilinn og frægðina sem honum fylgi til að græða peninga. Prinsessan hefur komið á fót skóla þar sem nemendum er kennt að tala við engla. 14.8.2007 13:18
Ritar forstjóra Símans bréf og fer fram á skýringar Bæði slökkviliðsstjórinn og bæjarstjórinn í Bolungarvík gagnrýna harðlega þau vinnubrögð sem Síminn viðhafði þegar símasamband í bænum var rofið í nótt. Bæjarstjórinn ritar nú forstjóra Símans bréf þar sem hann fer fram á skýringar á því hvers vegna bæjaryfirvöld og viðbragðsaðilar hafi ekki vitað af málinu fyrr en í gær. 14.8.2007 13:16