Innlent

Hæstiréttur staðfestir gæsluvarðhald yfir síbrotamanni

Hæstiréttur.
Hæstiréttur. MYND/GVA

Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir síbrotamanni til 31. október næstkomandi. Maðurinn krafðist þess að úrskurður héraðsdóms yrði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldi yrði markaður skemmri tími.

Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því í janúar á þessu ári. Hann er sakaður um fjölda þjófnaðar- og umferðarlagabrota og voru sum brotin framin þremur dögum eftir að honum var sleppt úr gæsluvarðhaldi í sumar. Hann var dæmdur í 30 mánaða fangelsi í lok júlí en hefur áfrýjað þeim dómi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×