Innlent

Með kókain og hass í fórum sínum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Héraðsdómur Reykjaness þingfesti í dag mál gegn karlmanni á 24. aldursári sem ákærður var fyrir vörslu fíkniefna. Lögreglan fann talsvert magn af kannabisefnum og kókaíni í bifreið mannsins í janúar síðastliðinn. Meira magn fannst við leit á heimili mannsins. Verður þess krafist að þau efni sem hald var lagt á verði gerð upptæk og maðurinn dæmdur til refsingar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×