Fleiri fréttir

Fimm láta lífið í sprengingu í Bagdad

Fimm létust og að minnsta kosti tíu særðust þegar sprengja sprakk á fjölfarinni verslunargötu í Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Sprengjunni var komið fyrir í trukk sem búið var að leggja við bílasölu.

Truflanir á Digital Ísland á höfuðborgarsvæðinu

Svæðisbundinna truflana gætir á útsendingum Digital Íslands á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt tilkynningu frá Vodafone. Ástæðan er rakin til óleyfilegra útsendinga frá fjarskiptabúnaði sem truflar tíðnisvið Digital Íslands. Tæknimenn vinna að því að leysa vandann.

Fjórtán láta lífið vegna flóða á Indlandi og Bangladesh

Að minnsta kosti fjórtán hafa látið lífið í miklum flóðum sem nú geysa á Indlandi og í Bangladesh. Mikil úrkoma hefur verið á svæðinu undanfarna daga og hafa ár hafa flætt yfir bakka sína og hundruðir þúsunda þurft að yfirgefa heimili sín. Þá hefur rafmagn farið af stórum svæðum vegna flóðanna.

Bandaríska þingið boðar aukið eftirlit

Bandaríska þingið hefur samþykkt frumvarp sem felur í sér aukin fjárframlög til þeirra borga sem talin eru í mestri hryðjuverkahættu og verður öryggiseftirlit eflt á öllum sviðum.

Ástralir sleppa meintum hryðjuverkamanni

Indverskum lækni sem sakaður var um að vera einn höfuðpaura í bílsprengjutilraun í Bretlandi var í gær sleppt í Ástralíu eftir að yfirvöld þar í landi felldu niður málið vegna sönnunarskorts.

Einn lætur lífið í skotárás í Manchester

Rúmlega tvítugur maður var skotinn til bana og þrír særðust í skotárás í Manchester í Bretlandi í nótt. Maðurinn var skotinn í Medlock sýslu í Manchester nálægt háskólanum í borginni á miðnætti í gær. Maðurinn lést þegar hann kom á spítalann.

NATO samþykkir reglubundið eftirlit með lofthelgi Íslands

Fastaráð Atlantshafsbandalagsins, NATO, hefur samþykkt áætlun um reglubundið eftirlit með lofthelgi Íslands. Í Blaðinu í dag kemur fram að áætlunin feli í sér að herþotur frá NATO-ríkjunum muni hafa viðveru á Íslandi að minnsta kosti ársfjórðungslega.

Tveir menn handteknir á Blöndósi í nótt

Lögreglan á Blöndósi handtók einn mann í nótt vegna ölvunaraksturs og þá var annar handtekinn vegna óláta í heimahúsi. Fékk hann að sofa úr sér í fangageymslu.

Gekk tvisvar í skrokk á sama manninum

Á Ísafirði var maður tekinn fyrir ölvun við akstur og annar handtekinn undir morgun vegna líkamsárásar. Árásarmaðurinn réðst á mann í heimahúsi og fór í framhaldi af því í burtu en virðist hafa fengið einhverja bakþanka og efast um að barsmíðarnar hefðu skilað nægjanlega miklu því hann kom á nýjan leik í sama hús og réðst aftur á sama mann.

Eldur í ruslageymslu í Grafarvogi

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út um klukkan hálffjögur í nótt eftir að eldur kom upp í ruslageymslu við fjölbýlishús í Grafarvogi. Í fyrstu var óttast að kviknað væri í húsinu og var allt tiltækt slökkvilið kallað á staðinn. Fljótlega kom þó í ljós að íbúðarhúsum stæði ekki hætta af eldinum. Engan sakaði í eldsvoðanum.

Flugdólgar handteknir á Keflavíkurflugvelli

Lögreglan á Suðurnesjum þurfti að fjarlægja tvo menn á fimmtugsaldri úr flugvél Icelandair síðdegis í gær vegna ölvunar. Þeir létu að sögn lögreglu ófriðlega og hafði annar þeirra danglað í farþega. Mennirnir gistu fangageymslu í nótt þar sem þeir fengu að sofa úr sér.

Endurvann sjálfa sig

Konu í bænum Sittingbourne á Englandi var bjargað af slökkviliðsmönnum eftir að hún féll ofan í tunnu sem notuð er til endurvinnslu. Konan hafði ætlað að endurvinna föt þegar henni snérist hugur og reyndi hún að teygja sig eftir þeim ofan í tunnuna.

Sjónvarpsþyrlur rákust saman í Phoenix

Tvær sjónvarpsþyrlur rákust saman er þær voru að mynda bílaeltingarleik lögreglu í Phoenix í dag. Flugmaður og myndatökumaður voru í hvorri vél fyrir sig og létust allir. Við áreksturinn kviknaði í þyrlunum og hröpuðu þær til jarðar. Engin slys urðu á fólki á jörðu niðri.

Truflanir á útsendingum Digital Ísland

Svæðisbundinna truflana gætir á útsendingum Digital Íslands á höfuðborgarsvæðinu. Ástæðan er rakin til óleyfilegrar útsendingar frá fjarskiptabúnaði er truflar tíðnisvið Digital Ísland.

Fíkniefnapeningum varið í meðferðarúrræði

Lögregla í Bandaríkjunum handtók á miðvikudag Zhenli Ye Gon, mexíkóskan mann af kínverskum uppruna, fjórum mánuðum eftir að einn stærsti peningafundur fíkniefnasögunnar var gerður á heimili hans í Mexíkóborg. Peningar sem samsvara 205 milljónum Bandaríkjadala fundust þar bak við falska veggi.

Mokveiði í Elliðaánum

Tæplega tvöhundruð laxar voru veiddir í Elliðaánum í síðustu viku og eru árnar aflahæstu ár landsins sé miðað við lax á hverja stöng. Í gær hafði 427 löxum verið landað úr Elliðaánum samkvæmt samantekt sem birt er á vef Landssambands veiðifélaga.

Engin göng til Eyja - Árni Johnsen vill rannsaka áfram

Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögu samgönguráðherra um að hætta öllum áformum um jarðgöng til Vestmannaeyja vegna mikils kostnaðar og óvissu. Árni Johnsen, alþingismaður, telur alla flokka hafa svikið kosningaloforð um að ljúka rannsóknum vegna málsins. Samkomulag hefur náðst um fimmtán aukaferðir á ári með Herjólfi.

Virkjanir teknar fastari tökum í framtíðinni

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra telur að Múlavirkjun á Snæfellsnesi hefði ekki átt að vera undanþegin umhverfismati á sínum tíma. Hann segir virkjanir af þessari stærðargráðu verða teknar fastari tökum í framtíðinni. Nýtt virkjanaleyfi Múlavirkjunar verður takmarkað til fjögurra eða fimm ára.

Rigningum spáð á flóðasvæðum í Bretlandi um helgina

Íbúar flóðasvæðanna í Bretlandi búa sig nú undir miklar rigningar sem spáð er um helgina. Fjölmargir hafa snúið aftur til síns heima en margir eru þó enn án drykkjavatns. Karl Bretaprins og eiginkona hans Kamilla heimsóttu íbúa flóðasvæðanna í dag.

Bjartsýnn á að bjór komist í búðir

Formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, Borgar Þór Einarsson, er bjartsýnn á að núverandi ríkisstjórn leyfi sölu á léttvíni og bjór í matvöruverslunum - þrátt fyrir að einn ötulasti baráttumaður þess á þingi, Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, hafi lýst því yfir að hann muni ekki beita sér í málinu.

Simpsons á íslensku

Sveinn Ernir fréttamaður hjá Baugsmiðlinum Stöð 6 verður rekinn í kvöld og upphefst þá barátta hans gegn miðlinum. Hómer, Marge, Bart og Magga flækjast í málið en eigandi miðilsins er herra Burns. Þetta er meðal þess sem gerist í fjögur hundraðasta þættinum af Simpson fjölskyldunni sem í kvöld verður í fyrsta skipti á íslensku.

Mjólkursamsalan vill að Samkeppnisstofnun víki

Mjólkursamsalan, Auðhumla og Osta- og smjörsalan hafa farið fram á það í Héraðsdómi Reykjavíkur að forstjóra Samkeppniseftirlitsins og öðrum starfsmönnum þess verði gert að víkja sæti við meðferð stjórnsýslumáls sem höfðað hefur verið gegn fyrirtækjunum.

Ætla að halda Smartkortunum

Reykjavíkurborg mun ekki hætta þróun og vinnu við uppsetningu Smartkorta hvort sem Strætó dregur sig út úr samstarfinu eður ei. Þar er litið á kortin sem tæki til sóknar í markaðssetningu.

Unglingar myrtir í Lundúnum

Sautján unglingar hafa verið skotnir eða stungnir til bana í Lundúnum á þessu ári. Breska lögreglan leitar nokkurra unglinga sem taldir eru tilheyra glæpagengi en þeir eru grunaðir um að hafa myrt sextán ára pilt í suðurhluta Lundúna í gær. Piltarnir eltu fórnarlambið uppi á hjólum í ninjubúningum og skutu til bana.

Svona eru lögin

Dómsmálaráðherra sér ekki ástæðu til að breyta því að fólki sem dæmdar eru bætur vegna ofbeldis, þurfi sjálft að sækja bæturnar í hendur ofbeldismanna.

Fallið frá ákæru á hendur indverskum lækni

Fallið hefur verið frá ákæru á hendur Mohamed Haneef, indverskum lækni, sem grunaður var um aðild að hinum misheppnuðu sprengjutilræðum í London og Glasgow í síðasta mánuði. Haneef hefur verið sleppt úr haldi áströlsku lögreglunnar en bíður eftir að ákvörðun verði tekin um vegabréfsáritun hans.

Keyrt á gangandi vegfaranda í Hafnarfirði

Keyrt var á gangandi vegfaranda á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði um fimmleytið í dag. Að sögn sjónarvotta er um að ræða unglingsstúlku sem var að fara yfir gangbraut á grænu ljósi.

Forsætisráðherra á Íslendingadögum í Kanada

Geir H. Haarde forsætisráðherra og Inga Jóna Þórðardóttir, eiginkona hans, eru á leið í opinbera heimsókn til Kanada þar sem þau munu dvelja dagana 28. júlí til 8. ágúst næstkomandi. Þau munu fara til Nova Scotia, Nýfundnalands, Labrador og Manitoba. Forsætisráðherra mun funda með ráðamönnum, fulltrúum félagasamtaka og fyrirtækja.

Engin göng til Eyja

Öll áform um gerð jarðganga milli lands og Vestmannaeyja verða lögð á hilluna. Þetta var tillaga Kristjáns L. Möller samgönguráðherra, sem ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag, þegar ráðherran kynnti skýrslu um mat á kostnaði á gerð jarðganga milli Vestmannaeyja og lands.

Kaþólskir trúboðar í Second Life

Kaþólskir trúboðar hafa ávallt farið á ókannaða og hættulega staði á jörðinni til þess að boða orð drottins. Núna er verið að hvetja þá til þess að fara inn í sýndarveruleikaheiminn Second Life til þess að bjarga sýndarveruleikasálum.

Páfagarður varar við sókn múslima í Evrópu

Páfagarður hefur varað við útbreiðslu islamstrúar í Evrópu. Sagt er að evrópubúar megi ekki vera blindir fyrir því að múslimar ógni sjálfsímynd þeirra. Það var einkaritari Benedikts sextánda páfa sem lét þessi orð falla í viðtali við þýska blaðið Süddeutsche Zeitung, sem birt er í dag.

Tvennt slasaðist í mótorhjólaslysi á Öxnadalsheiði

Ökumaður og farþegi á mótorhjóli slösuðust þegar hjól þeirra datt ofarlega í Bakkaselsbrekku á Öxnadalsheiði fyrr í dag. Að sögn lögreglunnar á Akureyri var fólkið á vesturleið þegar það reyndi að taka fram úr bíl, en datt þá af hjólinu. Fólkið var flutt á slysadeild en mun ekki vera alvarlega slasað.

Ritskoðun á internetinu breiðist út

Ritskoðanir á vegum ríkisstjórna á notkun internetsins hafa nú breiðst út til fleiri en 20 landa sem nota ýmsar reglugerðir til þess að koma í veg fyrir að fólk sé á netinu og kæfa hverskonar pólitíska andstöðu. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar skýrslu frá OSCE, Öryggis- og framfarastofnun Evrópu, sem ber heitið „Að stjórna internetinu.“

Ríkisstjórnin leggur áform um Vestmannaeyjagöng á hilluna

Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögu Kristjáns Möller samgönguráðherra um að leggja öll áform um gerð Vestmannaeyjaganga á hilluna. Tillagan var gerð í ljósi hins mikla kostnaðar og óvissu vegna jarðfræðilegra aðstæðna við gerð jarðganganna, sem gerð var grein fyrir í nýrri skýrslu um málið frá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf. um mat á kostnaði á gerð jarðganga milli Vestmannaeyja og lands. Samgönguráðherra gerði grein fyrir þessari niðurstöðu ríkisstjórnarinnar á fréttamannafundi áðan.

Fleiri barnabílstólar í bílaleigubílum

Fjöldi barnabílstóla hjá bílaleigunum hefur verið aukinn eftir að ný reglugerð um búnað barna í bílum var gefin út. Reglugerðin gerir auknar kröfur um verndarbúnað barna.

Tour de France er sjúkur sirkus

Fulltrúi Danmerkur í alþjóða Ólympíunefndinn kallar Tour de France hjólreiðakeppnina sjúkan sirkus sem ætti að leggja niður. Áður en Daninn Michael Rasmussen var rekinn úr keppninni fyrir að mæta ekki í lyfjapróf var Kai Holm þeirrar skoðunar að dómnefnd ætti að skera úr um hvað gert yrði við hann.

Sko- ég vil hafa mínar kellingar

Arabískur höfðingi frá Katar seinkaði flugi British Airways frá Linate flugvellinum í Mílanó um nærri þrjá tíma þar sem þrjár konur skyldar honum sátu við hlið karlmanna sem þær þekktu ekki.

Bandaríkin og Indland ljúka viðræðum um samstarf í kjarnorkumálum

Bandaríkin og Indland sögðu í dag að þau hefði lokið viðræðum um samvinnu í kjarnorkumálum. Þau segja að samningurinn muni færa báðum löndum umtalsverðan ávinning. Hvorugur aðilinn var þó tilbúinn til þess að ljóstra upp atriðum samningsins en þau viðurkenndu þó að enn ætti eftir að ljúka nokkrum atriðum áður en samningurinn gæti tekið gildi.

Danir reka Íraka úr landi

Danir hafa rekið fjóra íraska afbrotamenn úr landi og sent þá til Norður-Íraks, þaðan sem þeir voru. Ekkert er sagt um aldur eða stöðu mannanna eða hvort þeir frömdu brot sín í Danmörku eða í Írak. Alls bíða 150 Írakar í Danmörku eftir því að vera sendir heim.

Krónprinsessa Noregs - Marta Lovísa læknaði mig

Norska krónprinsessan Mette-Marit hefur upplýst að Marta Lovísa prinsessa sem er mágkona hennar hafi læknað sig af slæmum nýrnakvilla með því að leggja yfir sig hendur. Mette-Marit segir frá þessu í opinberri ævisögu Mörtu Lovísu, sem er í vinnslu. Það vakti mikla athygli um allan heim þegar Marta Lovísa skýrði frá því að hún gæti talað bæði við engla og dýr.

11 létust og 43 særðust í sprengjuárás í Islamabad

Að minnsta kosti 11 manns létust og fleiri en 43 særðust þegar sprengja sprakk á veitingastað ekki langt frá Rauðu moskunni í Islamabad í Pakistan í morgun. Samkvæmt fyrstu fregnum frá lögreglunni á staðnum var um sjálfsmorðsárás að ræða en rannsókn er þegar hafin á atvikinu.

Rottur herja á flóðasvæði í Englandi

Rottur herja nú á flóðahús í Bretlandi á sama tíma og eigendur þeirra hafa sumir hverjir haldið heim á ný. Karl Bretaprins heimsækir íbúa á flóðasvæðinu í dag en þúsundir eru enn án rafmagns og vatns.

Sjá næstu 50 fréttir