Fleiri fréttir

Hálfur milljarður í súginn

Allt útlit er fyrir að greiðslukortakerfi sem sett var upp hjá Strætó verði aldrei tekið í notkun. Nálægt hálfum milljarði króna hefur verið varið í verkefnið en fyrirtækið sem hannaði það varð gjaldþrota.

Á 125 km hraða í Hvassahrauni

Lögreglan í Reykjavík stöðvaði franskan ökumann á 125 kílómetra hraða á Reykjanesbraut við Hvassahraun á ellefta tímanum í morgun. Þegar manninum var tilkynnt að hann yrði sektaður um 70 þúsund krónur brást hann hinn versti við og kvaðst mjög ósáttur við íslenskar reglur um hámarkshraða. Hann neitar að greiða sektina en vafalaust munu mótbárurnar skila honum litlu.

Ítölsk stjórnvöld fordæma ákvörðun FIA

Stjórnvöld á Ítalíu fordæmdu í dag ákvörðun FIA að refsa ekki McLaren liðinu þrátt fyrir að það hafi haft undir höndum leynilegar upplýsingar um vélbúnað Ferrari keppnisbílana. FIA, Aþjóðasamband bifreiða, sagði að þó svo að McLaren hafi haft gögnin undir höndum sé ekki hægt að sýna fram á að liðið hafi hagnast af því.

Geimfarar hátt uppi

Sérstök rannsóknarnefnd bandarísku Geimferðastofnunarinnar NASA hefur komist að því að geimfarar hafa að minnsta kosti tvisvar sinnum farið á dúndrandi fyllerí innan við tólf tímum fyrir geimferð. Nefndin var sett á fót eftir að geimfarinn Lisa Nowak réðst á annan kvengeimfara vegna afbrýðisemi. Hlutverk nefndarinnar var að kanna geðheilsu bandarískra geimfara.

Putin segir enga lausn í Kosovo án aðkomu Serbíu

Friður kemst aðeins á í Evrópu ef að landamæri ríkja eru virt og þá sérstaklega Serbíu. Þetta sagði Vladimir Putin, forseti Rússlands, í morgun þegar hann var að svara spurningum um hugsanlegt sjálfstæði Kosovo.

Laug um fjarvistarsönnun þegar Madeleine var rænt

Þrjú ný vitni halda því fram að Robert Murat hafi logið til um fjarvistarsönnun sína þegar bresku telpunni Madeleine McCann var rænt í Portúgal þriðja maí. Murat sem er búsettur í Portúgal var sterklega grunaður og tekinn til yfirheyrslu í upphafi rannsóknarinnar. Hann gaf þá fjarvistarsönnun að hann hefði verið að borða kvöldmat með móður sinni þegar Madeleine litlu var rænt af hótelherbergi sínu.

Engan sakaði í sprengingu í rússneskum kafbáti

Lítil sprenging varð í morgun í rússneskum kafbáti sem talið er að sé kjarnorkuknúinn en engin geislun lak frá kafbátnum. Kafbáturinn var í höfn í Severodvinsk, við Hvíta hafið, vegna viðgerða þegar atvikið átti sér stað. Engan sakaði í sprengingunni. Umhverfisstofnanir segjast ekki hafa fundið neina geislun og Norðmenn eru einnig að fylgjast með hugsanlegri geislun vegna sprengingarinnar.

Höfða mál gegn umhverfisráðherra vegna vegar í gegnum Teigsskóg

Landeigendur, Náttúruverndarsamtök Íslands og Fuglaverndarfélag Íslands hafa ákveðið að höfða mál gegn umhverfisráðherra til að láta reyna á hvort fyrrverandi umhverfisráðherra hafi brotið lög er hún féllst á vegalagningu Vestfjarðavegar 60 í gegnum Teigsskóg.

Kínverjar hvetja Vesturlönd til þess að sýna þolinmæði vegna Darfur

Kína varði í morgun afstöðu sína til mála í Darfur-héraði Súdan og hvatti Vesturlönd til þess að sýna þolinmæði í málefnum þess. Á sama tíma gagnrýndu Vesturlönd Kína og sögðu að afstaða þeirra gæti dregið úr þeirri velvild sem landið fær vegna Ólympíuleikanna sem fara fram í Peking á næsta ári.

Neytendur kannabisefna líklegir til að fá geðklofa

Neytendur kannabisefna eru 40% líklegri en aðrir til þess að fá geðsjúkdóma á borð við geðklofa. Þetta kemur fram í nýrri grein eftir sérfræðinga við háskóla í Bristol og Cardiff í Bretlandi.

Nýr formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna

Örn Friðriksson hefur tekið við formennsku í VM - Félagi vélstjóra og málmtæknimanna af Helga Laxdal sem nú gegnir stöðu varaformanns. Þetta er í samræmi við samkomulag sem gert var við sameiningu Félags járniðnaðarmanna og Vélstjórafélags Íslands í VM – Félag vélstjóra og málmtæknimanna.

Villipen sætir rannsókn

Formleg rannsókn er hafin á framferði Dominiques de Villepin, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands í tengslum við meinta rógsherferð gegn Nicolas Sarkozy fyrir síðustu forsetakosningar. Dreift var fölsuðum lista yfir menn sem áttu innistæðu í fjármálafyrirtæki í Luxembourg. Nafn Sarkozys var á þeim lista.

Nýr togari Brims getur dregið þrjú troll í einu

Nýi togarinn Brimnes, sem kom til heimahafnar í Reykjavík í gær, getur dregið þrjú troll í einu, en venjulegur togari dregur aðeins eitt. Þá er hann með liðlega átta þúsund hestafla vél, sem er stærsta vél í íslenskum togara og er togkrafturinn um hundrað tonn.

Tveir létust þegar sprenging sprakk í geimflaugaverksmiðju

Tveir létust og fjórir slösuðust alvarlega þegar sprengja sprakk í Mojave geimflaugaverksmiðjunni í Kalíforníufylki í Bandaríkjunum í gær. Ekki er ljóst hvað olli sprengingunni en slökkviliðsmenn á staðnum sögðu að í verksmiðjunni væri unnið með níturoxíð sem sé mjög eldfimt efni. Þar er verið að þróa geimskip sem ætlað er að gefa ferðamönnum tækifæri til að skoða geiminn.

Sérstakt Prúðuleikarasafn

Fjölskylda Jims Henson, höfundar Prúðuleikaranna, hefur ákveðið að gefa brúðusafni í Atlanta allar brúður Hensons. Opnuð verður ný deild innan safnsins sem tileinkað verður honum.

Varp sjófugla misfórst í Færeyjum

Varp sjófugla hefur misfarist eitt árið enn í Færeyjum og óttast Færeyingar að sumir stofnanna, þeirra á meðal lundinn, séu við það að deyja út, ef ekki verður breyting á. Líkt og hér á Íslandi virðist vera fæðuskortur í hafinu þannig að ungar komast ekki á legg. Þá er talið að ofbeit sauðfjár í sumum eyjunum kunni að skerða lífslíkur unganna, því þeir hafa ekki skjól af grasi þegar vargfuglinn leitar fanga.

Rússar aðstoða Grikki í baráttunni við skógarelda

Rússar ætla að senda fimm flugvélar til Grikklands sem eiga að aðstoða við að slökkva skógarelda sem geisa í landinu. Karamanlis, forsætisráðherra Grikklands, hafði samband við Vladimir Putin, forseta Rússlands, og bað hann um aðstoð við að slökkva skógareldana.

Rúta með ferðamönnum nærri oltin

Rúta með 26 ferðamönnum innanborðs var nálægt því að velta á grjótgarði sem liggur að Dyrhólaey rétt eftir klukkan átta í kvöld. Rútan vék út í kannt þegar hún var að mæta fólksbíl með þeim afleiðingum að kanturinn gaf sig.

Fullir geimfarar

Geimfarar hjá Nasa hafa að minnsta kosti tvisvar farið út í geim undir áhrifum áfengis. Þetta kemur fram í rannsókn sem stendur nú yfir á starfsemi stofnunarinnar og sagt er frá í tímaritinu Aviation Week & Space Technology.

Búlgörsk börn boðin til sölu

Búlgörsk börn eru boðin til sölu á um 60 þúsund evrur með loforði um að þeim verði smyglað til annarra landa. Þetta kemur fram í nýjum sjónvarpsþætti sem fréttamenn á vegum BBC hafa unnið.

Tugir gætu átt von á ákærum frá Helga Rafni

Helgi Rafn Brynjarsson, sá sem sakaður var um hrottalegt morð á hundinum Lúkasi á spjallsíðum internetsins, hefur kært þá sem harðast gengu fram í hótunum þegar málið stóð sem hæst.

Grátbað um hjálp

Suður-kóresk kona, sem Talibanar hafa haldið í gíslingu í rúma viku, grátbað um hjálp í símaviðtali sem bandaríska sjónvarpsstöðin CBS spilaði í dag. Konan er ein af 23 Suður-Kóreubúum sem Talibanar rændu fyrir viku síðan. Talibanarnir myrtu einn gíslanna í gær.

Eyjagöng aldrei í einkaframkvæmd

Vestmannaeyjagöng verða aldrei fjármögnuð með einkafé, slík er óvissan og stærðargráðan á verkefninu, segir Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar. Hann segir eyjagöng tæplega raunhæf í náinni framtíð.

Höfða mál gegn umhverfisráðherra

Landeigendur í Þorskafirði, Náttúruverndarsamtök Íslands og Fuglaverndarfélag Íslands hafa ákveðið að höfða mál gegn umhverfisráðherra vegna ákvörðunar um að heimila lagningu Vestfjarðavegar um Þorskafjörð með þverun Djúpafjarðar og Gufufjarðar.

Heilbrigðisráðherra vill bjór í búðir

Heilbrigðisráðherra styður sölu léttvíns og bjórs í matvöruverslunum. Þjóðin drekkur í dag tæplega þriðjungi meira en markmið heilbrigðisáætlunar stjórnvalda gerir ráð fyrir.

Uppáferðir eða bílferðir?

Travelling in Iceland? Need a ride? Þannig hljómar auglýsing sem Goldfinger birti í blaði Víkingahátíðarinnar í Hafnarfirði í júní. Gömul auglýsing sem gerð var til að auglýsa limmósínu, segir Ásgeir Þór Davíðsson, eigandi Goldfinger.

Vikan nú hættulegust í umferðinni

Vikan nú er sú hættulegasta í umferðinni, en rúmlega 24 einstaklingur slasast að meðaltali á viku hverri í umferðinni. Hættulegasti dagurinn í umferðinni er 21. júlí og sá öruggast 26. janúar að því er tölur Umferðarstofu um slysatíðni síðustu ára sýna.

Krefjast ákæru á hendur foreldrum Madeleine

Portúgalskir fjölmiðlar beina nú spjótum sínum að foreldrum Madeleine McCann og vinum þeirra sem voru með þeim kvöldið örlagaríka þegar stúlkunni var rænt. Þá hefur þess verið krafist að ákæra verði gefin út á hendur þeim fyrir að skilja börnin eftir.

Fjörtíu ára bindindi lokið

Fjörtíu ára sögu bindindishreyfingarinnar í Galtalækjarskógi er lokið með sölu landsins til systkyninanna Ingunnar, Karls og Steingríms Wernersbarna. Það eina sem ákveðið er með framtíð landsins er að halda þar áfram skógrækt en ekki er ljóst hvort svæðið verði opið almenningi í framtíðinni.

Þrír látnir í flóðunum í Bretlandi

Hitarnir í Suðaustur Evrópu og flóðin í Bretlandi eru talin afleiðing þess að loftstraumar og lægðir ganga nú sunnar en verið hefur. Þetta hefur orsakað einmuna veðurblíðu hér á landi í sumar. Þrír eru látnir í flóðunum í Bretlandi í dag. Hundruð íbúa flóðasvæðanna í Bretlandi snúa nú til síns heima, en flóðin eru í rénun.

Vegið að viðkvæmum stofni górilla

Fjórar skepnur af hinum fágætu fjallagórillum fundust drepnar í þjóðgarðinum Virunga í Lýðveldinu Kongó á sunnudaginn. Górillurnar eru friðaðar enda í bráðri útrýmingarhættu með stofn sem telur um 700 skepnur. Um er að ræða eitt karldýr, eða silfurbak, og þrjú kvendýr.

Mótmælaborðar hengdir upp í Hafnarfirði

Hópur fólks hengdi í dag upp mótmælaborða á Ráðhús Hafnarfjarðar með áletruninni: Nei þýðir nei – stækkun er glæpur. Hópurinn strengdi einnig borða á verslunarmiðstöðina Fjörð með eftirfarandi skilaboðum til Hafnfirðinga: Kæru Hafnfirðingar. Nietzsche drap guð - Lúðvík drap lýðræðið.

4 1/2 árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps

Héraðsdómur Vestfjarða dæmdi í dag Ólaf Þór Guðmundsson í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps, en Ólafur skaut af haglabyssu að konu sinni á heimili þeirra í Hnífsdal í síðasta mánuði. Þá var Ólafi gert að greiða konunni eina milljón í miskabætur og tæplega eina og hálfa milljón króna í sakarkostnað.

Shambo færður til slátrunar

Farið var með heilaga nautið Shambo til slátrunar í dag. Shambo sem er í eigu munka í hindúaklaustri í Wales greindist með berkla í apríl og hefur áfrýjunardómstóll skipað svo fyrir að honum skuli slátrað til að koma í veg fyrir smit.

Ferðamenn misstu eigur sínar í eldunum á Ítalíu

Níu hjálparbeiðnir hafa borist til Evrópusambandsins frá löndum í suðaustur Evrópu þar sem skógareldar geisa. Þrír létust í Grikklandi í morgun og ferðamenn þufa að yfirgefa sumarleyfisstaði af völdum eldanna. Íslendingur sem býr á svæðinu er kominn til Íslands og segir ástandið nánast óbærilegt vegna reyks og hita.

Evrópsk dagblöð vilja stöðva Tour de France

Dagblöð víðs vegar um Evrópu vilja flauta Tour de France keppninna af vegna mikils hneykslis sem við kemur lyfjanotkun hjólreiðkappa. Þrír keppendur hafa verið dæmdir úr leik vegna þessa, tveir féllu á lyfjaprófi og einn mætti ekki í lyfjapróf. Michael Rasmussen, Cristian Moreni og Alexandre Vinokourov hafa verið dæmdir úr leik.

Raul Castro tilbúinn að opna landið fyrir erlendri fjárfestingu

Sitjandi forseti Kúbu, Raul Castro, lofaði í dag því að bæta efnahaginn á Kúbu og bauð viðræður við Bandaríkjastjórn þegar að ríkisstjórn George W. Bush væri farin frá völdum. Í dag var byltingardagur Kúbu en þá er haldið upp á fyrstu árás Fidels Castro á herstöð stjórnarinnar árið 1953.

Tvö björgunarskip kölluð út í morgun

Björgunarskipin Húnabjörg á Skagaströnd og Þór í Vestmannaeyjum voru kölluð út í morgun til að aðstoða báta sem að þurftu aðstoð. Húnabjörgin aðstoðaði fiskibátinn Hópsnes sem að strandaði á skeri skammt frá innsiglingunni til Skagastrandar.

Íslenskir karlmenn eru sko alls engar gungur

Íslenskir karlmenn lifa lengst allra karlmanna, eða 79,4 ár. Í öðru sæti koma Japanir með 79 ár slétt. Japanskar konur lifa hins vegar lengst kvenna, eða 85,8 ár. Á eftir þeim koma konur frá Taívan, Spáni og síðan Sviss. Þær íslensku geta vænst þess að lifa 82,6 ár.

Brim hf. keypti nýjan togara

Brim hf. tók í dag á móti fullkomnum frystitogara sem hefur fengið heitið Brimnes. Skipið lagði að bryggju í Reykjavík á hádegi. Kaupverð skipsins er rúmir 2 milljarðar króna.

Sjá næstu 50 fréttir