Innlent

Fleiri barnabílstólar í bílaleigubílum

Fjöldi barnabílstóla hjá bílaleigunum hefur verið aukinn eftir að ný reglugerð um búnað barna í bílum var gefin út. Reglugerðin gerir auknar kröfur um verndarbúnað barna.

Í tilkynningu frá Forvarnarhúsi Sjóvár segir að það hafi í samstarfi við bílaleiguna Hertz og Bílaleigu Akureyrar og N1 nýlega fest kaup á nokkrum tugum Britax barnabílstóla til að bæta öryggisbúnað barna í útleigubílum sínum og mæta þar með auknum kröfum um aðbúnað barna í bílum.

Í samstarfi við Sjóvá Forvarnahúsið hafa í vor og sumar verið haldin námskeið meðal starfsmanna Bílaleigu Akureyrar og Hertz bílaleigunnar til að auka öryggi erlendra ökumanna auk þess sem Sjóvá Forvarnahúsið hefur yfirfarið þá barnabílstóla sem notaðir eru og ráðlagt um val á nýjum stólum.  Þá mun Forvarnahúsið leiðbeina starfsmönnum um meðferð barnabílstóla á næstunni og gera sérstakar notkuknarleiðbeiningar fyrir erlenda ferðamenn sem þeir fá afhentar með barnabílstólunum svo tryggja megi að stólarnir séu rétt spenntir í bílinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×