Innlent

Tveir stöðvaðir fyrir ölvunarakstur í gær og nótt

Lögreglan tók tvo ökumenn fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu í gær og nótt. Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að karlmaður á sjötugsaldri hafi verið stöðvaður í Hafnarfirði og 19 ára piltur tekinn í miðborginni.

Liðlega þrítug kona var stöðvuð við akstur í austurborginni en hún var undir áhrifum fíkinefna.

Þá var 17 ára piltur tekinn við akstur án ökuréttinda í Grafarvogi. Kauði hefur áður verið stöðvaður við þessa iðju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×