Fleiri fréttir Dreamliner þotan kynnt Boeing flugvélaverksmiðjurnar í Bandaríkjunum kynntu í gær fyrstu nýju þotuna sína í 12 ár - 787 Dreamliner kallast hún. Vélin er að mestu gerð úr klefnistrefjum og sögð umhverfisvænni en aðrar þotur. Icelandair hefur pantað 4 slíkar. 9.7.2007 19:15 Rannsaka þarf tilurð og upphaf Baugsmálsins Dómsmálayfirvöld þurfa að rannsaka tilurð og upphaf Baugsmálsins segir Valgerðar Sverrisdóttur, fyrrverandi ráðherra og varaformanns Framsóknarflokksins. Allir eigi að vera jafnir fyrir lögum og hún hafi upplifað hvernig Sjálfstæðismenn hafi talað um Baugsmenn. 9.7.2007 19:06 „Breiðavíkursamtökin björguðu lífi mínu“ Breiðavíkursamtökin björgðu lífi míni segir einn þeirra manna sem dvöldu í Breiðavík í æsku. Hann lýsir dvölinni sem helvíti á jörð. Heimasíða Breiðavíkursamtakanna var opnuð í dag en með henni vilja samtökin upplýsa fólk um það sem gerðist á Breiðavík, deila reynslu sinni og hjálpa þeim sem þar dvöldu. 9.7.2007 19:00 Fordæma matreiðslumenn Dýravinir hafa fordæmt matreiðslumeistara í Taívan sem hafa tekið upp á því að djúpsteikja vatnakarfa og bera fram lifandi. Gestir gæða sér á honum um leið og hausinn á fisknum kippist til. Herramanns matur segja sumir, villimennska telja aðrir. 9.7.2007 19:00 Stórfellt framboð atvinnuhúsnæðis í vændum Tugir þúsunda fermetra atvinnuhúsnæðis koma inná leigumarkaðinn á næstu mánuðum. Byggingaaðilar hafa ekki áhyggjur af verðhruni. Verktakar hafa ekki áhyggjur af verðfalli þrátt fyrir stórfellda aukningu á framboði. 9.7.2007 18:50 Búið að opna Miklubraut Búið er að opna Miklabraut að nýju, en henni var lokað í austurátt frá Grensás vegna umferðarslyss sem varð á sjöunda tímanum í kvöld. 9.7.2007 18:46 Fólskuleg árás á unglinga úr Borgarnesi Unglingar úr vinnuskóla Borgarness urðu fyrir fólskulegri árás unglingagengis við tívolíið í Kópavogi í dag. Lögregla skarst í leikinn á fjölda lögreglubíla og handtók fjóra ólögráða unglingspilta fyrir brot á lögum og lögreglusamþykktum. 9.7.2007 18:45 Álver fylgi ódýrri orku Forstjóri álfyrirtækisins Alcoa segir nauðsynlegt að byggja áttatíu ný álver víða um heim næstu árin til að svara aukinni eftirspurn eftir áli. Hann spáir því að álverum víða í Evrópu og Norður-Ameríu verði lokað og önnur byggð á Íslandi og annars staðar þar sem ódýra orku sé að fá. 9.7.2007 18:45 Flugmenn íhuga að grípa til harðra aðgerða gegn Icelandair Félag Íslenskra atvinnuflugmanna íhugar að grípa til harðra aðgerða gegn Icelandair vegna uppsagna atvinnuflugmanna. Þeir deila hart á félagið og telja það ganga á svig við samninga. 9.7.2007 18:42 Vill að Valgerður útskýri ummæli sín betur Gestur Jónsson lögmaður, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, vill að Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra skýri betur þau ummæli sem hún lét falla í viðtali sem birtist í Viðskiptablaðinu síðastliðinn föstudag. 9.7.2007 18:27 Tekinn á 173 kílómetra hraða Lögreglan á Hvolsvelli stöðvaði 74 ökumenn fyrir of hraðan akstur í vikunni sem leið. Sá sem hraðast ók var á 173 km hraða og var sviptur ökuleyfi á staðnum. Hann á von á að minnsta kosti 160 þúsund króna sekt. Einnig er möguleiki á að bifreiðin verði tekin af manninum. 9.7.2007 17:50 Veittust að krökkum við Smáralind Fjögur ungmenni veittust að krökkum úr vinnuskóla Borgarness sem voru að skemmta sér í Tívolíinu við Smáralind í dag. Ungmennin, sem eru á aldrinum 14-16 ára, voru færð á lögreglustöð og sótt þaðan af foreldrum sínum. Að sögn lögreglu verða þau líklega kærð fyrir líkamsárás. 9.7.2007 17:39 Vilja flýta uppbyggingu Vatnajökulsþjóðgarðs Bæjarráð Hornafjarðar vill flýta uppbyggingu Vatnajökulsþjóðgarðs til að draga úr áhrifum af skerðingu aflaheimilda. Þetta kemur fram í bókun ráðsins frá því í morgun. Að mati bæjarráðsins mun skerðing aflaheimilda hafa víðtækar afleiðingar á atvinnulíf sveitarfélagsins til hins verra. Þá leggur ráðið til að stjórnvöld flytji náttúruverndar- og matvælasvið Umhverfisstofnunar til héraðsins. 9.7.2007 16:50 Íbúi á Hlíð styrkir Öldrunarheimili Akureyrar um þrjár milljónir Öldrunarheimilum Akureyrar hefur verið færð höfðingjalega peningagjöf. Margeir Steingrímsson, íbúi á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri hefur gefið öldrunarheimilinum þrjár milljónir króna. Gjöfin rennur í gjafasjóð Öldrunarheimila Akureyrar og á að nýta til að bæta og endurnýja húsbúnað og tæki heimilanna. 9.7.2007 16:29 Rannsóknarleiðangri til Seres og Vesta frestað Geimferðastofnun Bandaríkjanna, Nasa, hefur slegið ferð könnunarfarsins Dawn á frest. Dawn átti í þessum mánuði að leggja af stað í rannsóknarleiðangur til smástirnisins Vesta og dvergplánetunnar Seres og kanna byggingu og efnasamsetningu þeirra. 9.7.2007 16:05 Engin lausn í sjónmáli í deilu flugmanna og Icelandair Engin sátt liggur fyrir í deilu flugmanna og Icelandair í tengslum við uppsagnir og meint brot á starfsréttindum flugmanna. Forráðamenn fyrirtækisins funduðu með fulltrúum flugmanna í dag en þeim fundi lauk fyrir skemmstu án niðurstöðu. Engir aðrir fundir hafa verið boðaðir en flugmenn hafa boðað til félagsfundar í kvöld. 9.7.2007 15:52 Eitraðar brennisteinsgufur taldar hafa banað sex skólabörnum Talið er að eitraðar brennisteinsgufur frá indónesísku eldfjalli hafi orðið sex skólabörnum að bana. Börnin voru í hópi 20 skólabarna frá höfuðborg Indónesíu, Djakarta, sem höfðu klifrað á brún eldgígsins en það er yfirleitt ekki hægt samkvæmt yfirvöldum. 9.7.2007 15:51 Hreinn Loftsson vonar að fleiri opni sig um Baugsmál Hreinn Loftsson, fyrrum stjórnarfomaður Baugs Group, segist sammála Valgerði Sverrisdóttur fyrrum viðskiptaráðherra um þörfina á sérstakri rannsókn á tilurð Baugsmálsins. Hreinn sagði í samtali við Vísi í dag, að sérstaklega þyrfti að skoða allt í kringum það sem kallað er Bolludagsmálið. "Þar keyrði um þverbak," segir Hreinn. "Það mál var hreinlega rugl." 9.7.2007 15:47 Dæmdur fyrir að skjóta í átt að ketti Karlmaður var í Héraðsdómi Austurlands í dag dæmdur til að greiða 100 þúsund krónur í sekt fyrir vopnalagabrot og brot gegn lögreglusamþykkt. Maðurinn skaut úr riffli út um glugga á heimili sínu á Egilsstöðum í átt að ketti sem var í garðinum. Riffill mannsins var gerður upptækur. 9.7.2007 15:27 Samtals 29 ára fangelsi fyrir frelsissviptingu og misþyrmingar Þrennt var dæmt í samtals 29 ára fangelsi fyrir að svipta annan mann frelsinu í fjóra mánuði áður en hann lést. Englendingurinn Kevin Davies, 29 ára, var ítrekað laminn, brenndur og niðurlægður af David Lehane, Amanda Baggus og Scott Andrews. 9.7.2007 15:07 Slæmt skyggni og lélegur vegur möguleg orsök banaslyss Frumrannsóknir benda til þess að slæmt skyggni og lélegt ásigkomulag vegar hafi verið þess valdandi að ungur ökumaður lét lífið rétt við mynni Norðurárdals í gærmorgun. Sævarr Helgi Lárusson, sérfræðingur hjá Rannsóknarnefnd umferðarslysa, segir vegmerkingar í góðu lagi við slysstað. 9.7.2007 14:52 Evrópubandalagið skipar Póllandi að hætta þorskveiðum í austurhluta Eystrasalts Evrópubandalagið bannaði í dag Pólverjum að stunda togveiðar á þorski í austurhluta Eystrasalts. Pólland hafði misreiknað aflaheimildir sínar og veitt umfram því sem leyfilegt er. 9.7.2007 14:06 Dómsmálayfirvöld þurfa að rannsaka tilurð og upphaf Baugsmálsins Dómsmálayfirvöld þurfa að rannsaka tilurð og upphaf Baugsmálsins að mati Valgerðar Sverrisdóttur, varaformanns Framsóknarflokksins og fyrrverandi viðskiptaráðherra. Þetta kom fram í viðtali við Valgerði sem birtist í Viðskiptablaðinu síðastliðinn föstudag. Valgerður segir hátt hafa verið reitt til höggs í Baugsmálinu og segir málið allt með endemum. 9.7.2007 14:01 Fyrsta einbýlishúsið tekið í notkun að Sólheimum Fyrsta einbýlishúsið sem byggt er gagngert fyrir fólk með þroskahömlun var tekið í notkun að Sólheimum síðastliðinn fimmtudag. Styrktarsjóður Sólheima á húsið, en sjóðurinn hefur staðið fyrir uppbyggingu íbúðarhúsnæðis að Sólheimum síðastliðin 20 ár. Húsið er 117 fermetrar að stærð. 9.7.2007 13:48 Þriðja nautahlaupið fór vel fram Þriðja nautahlaupið fór fram í bænum Pamplona á Spáni í morgun. Enginn meiddist alvarlega en um sex manns hafa þurft að leita læknis eftir að hafa komist í návígi við nautin. Smellið á „Spila“ hnappinn hér að neðan til þess að sjá myndir frá hlaupinu. 9.7.2007 12:49 Handtekinn fyrir fjársvik Karl og kona voru handtekin á Selfossi á þriðjudaginn í síðustu viku fyrir fjársvik. Þau voru staðin að því að taka um 70 þúsund krónur útaf greiðslukorti sem var ekki í þeirra eigu. 9.7.2007 12:47 Flugmenn og Icelandair deila um uppsagnir Forráðamenn Icelandair og stjórnarmenn úr Félagið íslenskra atvinnuflugmanna sitja nú á fundi þar sem þeir ræða alvarlega deilu sem upp er komin um starfsréttindi flugmanna. 9.7.2007 12:41 Hundur aflífaður eftir að hann beit barn Lögreglan á Selfossi þurfti að láta aflífa hund eftir að hann hafði bitið barn. Atburðurinn átti sér stað þar síðustu helgi en lögreglunni barst tilkynning um málið á miðvikudaginn í síðustu viku. 9.7.2007 12:35 Hjólbarðaþjófar gripnir á Selfossi Lögreglan á Selfossi handtók fimm menn í nótt fyrir stela hjólbörðum af Lexus bifreið. Lögreglunni barst tilkynning um tvo grunsamlega menn við bílasölu Heklu í Hrísmýri á Selfossi. Þegar lögregluna bar að garði fundu þeir Lexus bifreið á kviðnum þar sem öll hjöl höfðu verið tekin undan henni. 9.7.2007 12:28 Enginn hvalkvóti gefinn út Ekkert er gert ráð fyrir neinum hvalveiðum í nýrri reglugerð sjávarútvegsráðherra um leyfilegan heildarafla á næsta fiskveiðiári. Stjórnvöld ætla ekki að gefa út hvalkvóta fyrir næsta fiskveiðiár fyrr en ljóst verður með sölu á kjötinu. LÍÚ vill að hvalveiðar verði áfram leyfðar burtséð frá sölu þar sem hvalurinn éti mikið af æti þorsksins. 9.7.2007 12:12 Powell reyndi að telja Bush ofan af Íraksstríði Colin Powell, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur sagt frá því að hann reyndi að telja George W. Bush, bandaríkjaforseta, ofan af því að ráðast inn í Írak. Powell segist þá einnig telja að bandaríski herinn geti ekki komið á stöðugleika í landinu. 9.7.2007 11:57 Afgreiðslustúlkurnar báðar undir átján ára aldri Afgreiðslustúlkurnar sem voru við störf þegar ránið var framið voru báðar undir átján ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir ekki venju að ráða yngra starfsfólk en átján ára en slíkt hafi verið gert á tímabili vegna erfiðleika við að fá starfsfólk. 9.7.2007 11:35 Viðræður hafnar við vígamenn í Rauðu moskunni Pervez Musharraf, forseti Pakistan, hefur skipað samninganefnd til þess að ræða við vígamennina í Rauðu moskunni. Nefndin var skipuð eftir samráðsfund með áhrifamiklum klerkum sem réðu honum gegn því að ráðast inn í moskuna. Umsátrið um moskuna hefur nú staðið yfir í heila viku. 9.7.2007 11:18 Bruni í Tréverkshúsinu á Bíldudal rannsakaður sem íkveikja Vettvangsrannsókn lögreglunnar á Vestfjörðum sýnir að eldur hafi verið borinn að Tréverkshúsinu að Litlu Eyri á Bíldudal þann 20. febrúar síðastliðinn. Málið er því rannsakað sem íkveikja. Eldsvoðans varð vart skömmu fyrir hádegi og brann tæplega 600 fermetra iðnaðarhúsnæði til grunna. 9.7.2007 11:03 Jarðskjálfti í morgun Jarðskjálfti að stærð 3,5 á Richterskvarða varð í morgun klukkan 07:42. Skjálftinn átti sér upptök við Krísuvík á Reykjanesskaga. Fáeinir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið. Jarðskjálftinn fannst í Reykjanesbæ. Skjálftar eru algengir við Krísuvík. 9.7.2007 10:49 Náði ekki að synda yfir Ermasundið Sundkappinn Benedikt LaFleur náði ekki markmiði sínu að synda yfir Ermasundið milli Englands og Frakklands. Benedikt lét af áformum sínum í nótt eftir 21 klukkutíma sund vegna mikilla strauma við strönd Frakklands. Hann segir það vonbrigði að ekki náðist að klára sundið en segist þó vera reynslunni ríkari. 9.7.2007 10:42 Breiðavíkursamtökin opna heimasíðu Vefslóð Breiðavíkursamtakanna verður opnuð formlega í dag og hefst dagskrá klukkan 13:30 með ávarpi formanns samtakanna, Páls Elíassonar. Klukkan 13:45 mun Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra opna heimasíðuna formlega. Athöfnin verður í safnaðarheimilinu við Laugarneskirkju. 9.7.2007 10:24 Varað við vegaskemmdum á Þingvallavegi Talsverðar skemmdir eru á vegaklæðningu á 1,5 kílómetra kafla á Þingvallavegi við Grafningsvegamót samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni. Eru ökumenn beðnir um að aka varlega á þessum kafla og hefur hraða verið takmarkaður við fimmtíu kílómetra. 9.7.2007 09:34 Farþegum um flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgar Um 17 þúsund fleiri farþegar fóru um flugstöð Leifs Eiríkssonar á fyrstu sex mánuðum þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra. Alls fjölgaði farþegum um rúm 7 prósent. 9.7.2007 09:28 Ofnæmisviðbrögð vegna katta algeng Rannsókn vísindamanna við The Imperial College í Lundúnum sýnir að ekki aðeins þeir sem hafa ofnæmi fyrir köttum sýni við þeim ofnæmisviðbrögð sem líkjast astma á byrjunarstigi. 9.7.2007 09:00 Eiga enn eftir að finna eftirmann Rato Fjármálaráðherrar Evrópusambandsins segjast ekki tilbúnir að tilnefna eftirmann Rodrigo de Rato, forseta Alþjóðagjaldeyrissjóðins (IMF) en þeir funda um málið á morgun. Rato er spænskur og hefur gegnt embættinu síðan 2004 en hann tilkynnti á fimmtudaginn að hann ætlaði að segja af sér vegna persónulegra ástæðna. 9.7.2007 08:16 Heita vatnið rennur á ný í Fossvogi Verið er að hleypa heitu vatni aftur á heitavatnsæð í Eyrarlandi í Fossvogi eftir að viðgerð á æðinni lauk um níu-leytið í kvöld. Um fimmtán sentimetra rifa hafði komið á rörið vegna tæringar og fossaði vatn þar út um stokkana. Erfitt reynist að finna skemmdina, en það tókst að lokum og er vonast til að fullur þrýstingur verði kominn á um kl. 22:00. 8.7.2007 21:32 Stígvél rokseljast á Hróarskeldu keyptu gestir á Hróarskeldur hátíðinni í Danmörku sér stígvél um helgina og talið að aldrei hafi selst jafn mörg slík á hátíðinni síðan hún var haldin fyrst 1971. Rignt hefur á tónleikagesti og þeir því þurft að vaða eðju milli sviða til að berja hljómsveitir augu og hlýða á þær. 8.7.2007 20:24 Ráðstefna fjölburaforeldra í Chicago Um helgina komu bandarískir fjölburaforeldrar saman með börnum sínum á árlegri ráðstefnu í Chicago. Tvíburum var þó ekki boðið - aðeins þríburum hið minnsta. 8.7.2007 20:21 Fjöldi manns í gleðigöngu samkynhneigðra Talið er að um sex hundruð þúsund manns hafi tekið þátt í árlegri gleðigöngu samkynhneigðra í Köln í Þýskalandi. Gangan þar er ein sú fjölmennasta í Evrópu og rekur sögu sína aftur til níunda áratugar síðustu aldar. 8.7.2007 20:18 Sjá næstu 50 fréttir
Dreamliner þotan kynnt Boeing flugvélaverksmiðjurnar í Bandaríkjunum kynntu í gær fyrstu nýju þotuna sína í 12 ár - 787 Dreamliner kallast hún. Vélin er að mestu gerð úr klefnistrefjum og sögð umhverfisvænni en aðrar þotur. Icelandair hefur pantað 4 slíkar. 9.7.2007 19:15
Rannsaka þarf tilurð og upphaf Baugsmálsins Dómsmálayfirvöld þurfa að rannsaka tilurð og upphaf Baugsmálsins segir Valgerðar Sverrisdóttur, fyrrverandi ráðherra og varaformanns Framsóknarflokksins. Allir eigi að vera jafnir fyrir lögum og hún hafi upplifað hvernig Sjálfstæðismenn hafi talað um Baugsmenn. 9.7.2007 19:06
„Breiðavíkursamtökin björguðu lífi mínu“ Breiðavíkursamtökin björgðu lífi míni segir einn þeirra manna sem dvöldu í Breiðavík í æsku. Hann lýsir dvölinni sem helvíti á jörð. Heimasíða Breiðavíkursamtakanna var opnuð í dag en með henni vilja samtökin upplýsa fólk um það sem gerðist á Breiðavík, deila reynslu sinni og hjálpa þeim sem þar dvöldu. 9.7.2007 19:00
Fordæma matreiðslumenn Dýravinir hafa fordæmt matreiðslumeistara í Taívan sem hafa tekið upp á því að djúpsteikja vatnakarfa og bera fram lifandi. Gestir gæða sér á honum um leið og hausinn á fisknum kippist til. Herramanns matur segja sumir, villimennska telja aðrir. 9.7.2007 19:00
Stórfellt framboð atvinnuhúsnæðis í vændum Tugir þúsunda fermetra atvinnuhúsnæðis koma inná leigumarkaðinn á næstu mánuðum. Byggingaaðilar hafa ekki áhyggjur af verðhruni. Verktakar hafa ekki áhyggjur af verðfalli þrátt fyrir stórfellda aukningu á framboði. 9.7.2007 18:50
Búið að opna Miklubraut Búið er að opna Miklabraut að nýju, en henni var lokað í austurátt frá Grensás vegna umferðarslyss sem varð á sjöunda tímanum í kvöld. 9.7.2007 18:46
Fólskuleg árás á unglinga úr Borgarnesi Unglingar úr vinnuskóla Borgarness urðu fyrir fólskulegri árás unglingagengis við tívolíið í Kópavogi í dag. Lögregla skarst í leikinn á fjölda lögreglubíla og handtók fjóra ólögráða unglingspilta fyrir brot á lögum og lögreglusamþykktum. 9.7.2007 18:45
Álver fylgi ódýrri orku Forstjóri álfyrirtækisins Alcoa segir nauðsynlegt að byggja áttatíu ný álver víða um heim næstu árin til að svara aukinni eftirspurn eftir áli. Hann spáir því að álverum víða í Evrópu og Norður-Ameríu verði lokað og önnur byggð á Íslandi og annars staðar þar sem ódýra orku sé að fá. 9.7.2007 18:45
Flugmenn íhuga að grípa til harðra aðgerða gegn Icelandair Félag Íslenskra atvinnuflugmanna íhugar að grípa til harðra aðgerða gegn Icelandair vegna uppsagna atvinnuflugmanna. Þeir deila hart á félagið og telja það ganga á svig við samninga. 9.7.2007 18:42
Vill að Valgerður útskýri ummæli sín betur Gestur Jónsson lögmaður, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, vill að Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra skýri betur þau ummæli sem hún lét falla í viðtali sem birtist í Viðskiptablaðinu síðastliðinn föstudag. 9.7.2007 18:27
Tekinn á 173 kílómetra hraða Lögreglan á Hvolsvelli stöðvaði 74 ökumenn fyrir of hraðan akstur í vikunni sem leið. Sá sem hraðast ók var á 173 km hraða og var sviptur ökuleyfi á staðnum. Hann á von á að minnsta kosti 160 þúsund króna sekt. Einnig er möguleiki á að bifreiðin verði tekin af manninum. 9.7.2007 17:50
Veittust að krökkum við Smáralind Fjögur ungmenni veittust að krökkum úr vinnuskóla Borgarness sem voru að skemmta sér í Tívolíinu við Smáralind í dag. Ungmennin, sem eru á aldrinum 14-16 ára, voru færð á lögreglustöð og sótt þaðan af foreldrum sínum. Að sögn lögreglu verða þau líklega kærð fyrir líkamsárás. 9.7.2007 17:39
Vilja flýta uppbyggingu Vatnajökulsþjóðgarðs Bæjarráð Hornafjarðar vill flýta uppbyggingu Vatnajökulsþjóðgarðs til að draga úr áhrifum af skerðingu aflaheimilda. Þetta kemur fram í bókun ráðsins frá því í morgun. Að mati bæjarráðsins mun skerðing aflaheimilda hafa víðtækar afleiðingar á atvinnulíf sveitarfélagsins til hins verra. Þá leggur ráðið til að stjórnvöld flytji náttúruverndar- og matvælasvið Umhverfisstofnunar til héraðsins. 9.7.2007 16:50
Íbúi á Hlíð styrkir Öldrunarheimili Akureyrar um þrjár milljónir Öldrunarheimilum Akureyrar hefur verið færð höfðingjalega peningagjöf. Margeir Steingrímsson, íbúi á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri hefur gefið öldrunarheimilinum þrjár milljónir króna. Gjöfin rennur í gjafasjóð Öldrunarheimila Akureyrar og á að nýta til að bæta og endurnýja húsbúnað og tæki heimilanna. 9.7.2007 16:29
Rannsóknarleiðangri til Seres og Vesta frestað Geimferðastofnun Bandaríkjanna, Nasa, hefur slegið ferð könnunarfarsins Dawn á frest. Dawn átti í þessum mánuði að leggja af stað í rannsóknarleiðangur til smástirnisins Vesta og dvergplánetunnar Seres og kanna byggingu og efnasamsetningu þeirra. 9.7.2007 16:05
Engin lausn í sjónmáli í deilu flugmanna og Icelandair Engin sátt liggur fyrir í deilu flugmanna og Icelandair í tengslum við uppsagnir og meint brot á starfsréttindum flugmanna. Forráðamenn fyrirtækisins funduðu með fulltrúum flugmanna í dag en þeim fundi lauk fyrir skemmstu án niðurstöðu. Engir aðrir fundir hafa verið boðaðir en flugmenn hafa boðað til félagsfundar í kvöld. 9.7.2007 15:52
Eitraðar brennisteinsgufur taldar hafa banað sex skólabörnum Talið er að eitraðar brennisteinsgufur frá indónesísku eldfjalli hafi orðið sex skólabörnum að bana. Börnin voru í hópi 20 skólabarna frá höfuðborg Indónesíu, Djakarta, sem höfðu klifrað á brún eldgígsins en það er yfirleitt ekki hægt samkvæmt yfirvöldum. 9.7.2007 15:51
Hreinn Loftsson vonar að fleiri opni sig um Baugsmál Hreinn Loftsson, fyrrum stjórnarfomaður Baugs Group, segist sammála Valgerði Sverrisdóttur fyrrum viðskiptaráðherra um þörfina á sérstakri rannsókn á tilurð Baugsmálsins. Hreinn sagði í samtali við Vísi í dag, að sérstaklega þyrfti að skoða allt í kringum það sem kallað er Bolludagsmálið. "Þar keyrði um þverbak," segir Hreinn. "Það mál var hreinlega rugl." 9.7.2007 15:47
Dæmdur fyrir að skjóta í átt að ketti Karlmaður var í Héraðsdómi Austurlands í dag dæmdur til að greiða 100 þúsund krónur í sekt fyrir vopnalagabrot og brot gegn lögreglusamþykkt. Maðurinn skaut úr riffli út um glugga á heimili sínu á Egilsstöðum í átt að ketti sem var í garðinum. Riffill mannsins var gerður upptækur. 9.7.2007 15:27
Samtals 29 ára fangelsi fyrir frelsissviptingu og misþyrmingar Þrennt var dæmt í samtals 29 ára fangelsi fyrir að svipta annan mann frelsinu í fjóra mánuði áður en hann lést. Englendingurinn Kevin Davies, 29 ára, var ítrekað laminn, brenndur og niðurlægður af David Lehane, Amanda Baggus og Scott Andrews. 9.7.2007 15:07
Slæmt skyggni og lélegur vegur möguleg orsök banaslyss Frumrannsóknir benda til þess að slæmt skyggni og lélegt ásigkomulag vegar hafi verið þess valdandi að ungur ökumaður lét lífið rétt við mynni Norðurárdals í gærmorgun. Sævarr Helgi Lárusson, sérfræðingur hjá Rannsóknarnefnd umferðarslysa, segir vegmerkingar í góðu lagi við slysstað. 9.7.2007 14:52
Evrópubandalagið skipar Póllandi að hætta þorskveiðum í austurhluta Eystrasalts Evrópubandalagið bannaði í dag Pólverjum að stunda togveiðar á þorski í austurhluta Eystrasalts. Pólland hafði misreiknað aflaheimildir sínar og veitt umfram því sem leyfilegt er. 9.7.2007 14:06
Dómsmálayfirvöld þurfa að rannsaka tilurð og upphaf Baugsmálsins Dómsmálayfirvöld þurfa að rannsaka tilurð og upphaf Baugsmálsins að mati Valgerðar Sverrisdóttur, varaformanns Framsóknarflokksins og fyrrverandi viðskiptaráðherra. Þetta kom fram í viðtali við Valgerði sem birtist í Viðskiptablaðinu síðastliðinn föstudag. Valgerður segir hátt hafa verið reitt til höggs í Baugsmálinu og segir málið allt með endemum. 9.7.2007 14:01
Fyrsta einbýlishúsið tekið í notkun að Sólheimum Fyrsta einbýlishúsið sem byggt er gagngert fyrir fólk með þroskahömlun var tekið í notkun að Sólheimum síðastliðinn fimmtudag. Styrktarsjóður Sólheima á húsið, en sjóðurinn hefur staðið fyrir uppbyggingu íbúðarhúsnæðis að Sólheimum síðastliðin 20 ár. Húsið er 117 fermetrar að stærð. 9.7.2007 13:48
Þriðja nautahlaupið fór vel fram Þriðja nautahlaupið fór fram í bænum Pamplona á Spáni í morgun. Enginn meiddist alvarlega en um sex manns hafa þurft að leita læknis eftir að hafa komist í návígi við nautin. Smellið á „Spila“ hnappinn hér að neðan til þess að sjá myndir frá hlaupinu. 9.7.2007 12:49
Handtekinn fyrir fjársvik Karl og kona voru handtekin á Selfossi á þriðjudaginn í síðustu viku fyrir fjársvik. Þau voru staðin að því að taka um 70 þúsund krónur útaf greiðslukorti sem var ekki í þeirra eigu. 9.7.2007 12:47
Flugmenn og Icelandair deila um uppsagnir Forráðamenn Icelandair og stjórnarmenn úr Félagið íslenskra atvinnuflugmanna sitja nú á fundi þar sem þeir ræða alvarlega deilu sem upp er komin um starfsréttindi flugmanna. 9.7.2007 12:41
Hundur aflífaður eftir að hann beit barn Lögreglan á Selfossi þurfti að láta aflífa hund eftir að hann hafði bitið barn. Atburðurinn átti sér stað þar síðustu helgi en lögreglunni barst tilkynning um málið á miðvikudaginn í síðustu viku. 9.7.2007 12:35
Hjólbarðaþjófar gripnir á Selfossi Lögreglan á Selfossi handtók fimm menn í nótt fyrir stela hjólbörðum af Lexus bifreið. Lögreglunni barst tilkynning um tvo grunsamlega menn við bílasölu Heklu í Hrísmýri á Selfossi. Þegar lögregluna bar að garði fundu þeir Lexus bifreið á kviðnum þar sem öll hjöl höfðu verið tekin undan henni. 9.7.2007 12:28
Enginn hvalkvóti gefinn út Ekkert er gert ráð fyrir neinum hvalveiðum í nýrri reglugerð sjávarútvegsráðherra um leyfilegan heildarafla á næsta fiskveiðiári. Stjórnvöld ætla ekki að gefa út hvalkvóta fyrir næsta fiskveiðiár fyrr en ljóst verður með sölu á kjötinu. LÍÚ vill að hvalveiðar verði áfram leyfðar burtséð frá sölu þar sem hvalurinn éti mikið af æti þorsksins. 9.7.2007 12:12
Powell reyndi að telja Bush ofan af Íraksstríði Colin Powell, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur sagt frá því að hann reyndi að telja George W. Bush, bandaríkjaforseta, ofan af því að ráðast inn í Írak. Powell segist þá einnig telja að bandaríski herinn geti ekki komið á stöðugleika í landinu. 9.7.2007 11:57
Afgreiðslustúlkurnar báðar undir átján ára aldri Afgreiðslustúlkurnar sem voru við störf þegar ránið var framið voru báðar undir átján ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir ekki venju að ráða yngra starfsfólk en átján ára en slíkt hafi verið gert á tímabili vegna erfiðleika við að fá starfsfólk. 9.7.2007 11:35
Viðræður hafnar við vígamenn í Rauðu moskunni Pervez Musharraf, forseti Pakistan, hefur skipað samninganefnd til þess að ræða við vígamennina í Rauðu moskunni. Nefndin var skipuð eftir samráðsfund með áhrifamiklum klerkum sem réðu honum gegn því að ráðast inn í moskuna. Umsátrið um moskuna hefur nú staðið yfir í heila viku. 9.7.2007 11:18
Bruni í Tréverkshúsinu á Bíldudal rannsakaður sem íkveikja Vettvangsrannsókn lögreglunnar á Vestfjörðum sýnir að eldur hafi verið borinn að Tréverkshúsinu að Litlu Eyri á Bíldudal þann 20. febrúar síðastliðinn. Málið er því rannsakað sem íkveikja. Eldsvoðans varð vart skömmu fyrir hádegi og brann tæplega 600 fermetra iðnaðarhúsnæði til grunna. 9.7.2007 11:03
Jarðskjálfti í morgun Jarðskjálfti að stærð 3,5 á Richterskvarða varð í morgun klukkan 07:42. Skjálftinn átti sér upptök við Krísuvík á Reykjanesskaga. Fáeinir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið. Jarðskjálftinn fannst í Reykjanesbæ. Skjálftar eru algengir við Krísuvík. 9.7.2007 10:49
Náði ekki að synda yfir Ermasundið Sundkappinn Benedikt LaFleur náði ekki markmiði sínu að synda yfir Ermasundið milli Englands og Frakklands. Benedikt lét af áformum sínum í nótt eftir 21 klukkutíma sund vegna mikilla strauma við strönd Frakklands. Hann segir það vonbrigði að ekki náðist að klára sundið en segist þó vera reynslunni ríkari. 9.7.2007 10:42
Breiðavíkursamtökin opna heimasíðu Vefslóð Breiðavíkursamtakanna verður opnuð formlega í dag og hefst dagskrá klukkan 13:30 með ávarpi formanns samtakanna, Páls Elíassonar. Klukkan 13:45 mun Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra opna heimasíðuna formlega. Athöfnin verður í safnaðarheimilinu við Laugarneskirkju. 9.7.2007 10:24
Varað við vegaskemmdum á Þingvallavegi Talsverðar skemmdir eru á vegaklæðningu á 1,5 kílómetra kafla á Þingvallavegi við Grafningsvegamót samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni. Eru ökumenn beðnir um að aka varlega á þessum kafla og hefur hraða verið takmarkaður við fimmtíu kílómetra. 9.7.2007 09:34
Farþegum um flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgar Um 17 þúsund fleiri farþegar fóru um flugstöð Leifs Eiríkssonar á fyrstu sex mánuðum þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra. Alls fjölgaði farþegum um rúm 7 prósent. 9.7.2007 09:28
Ofnæmisviðbrögð vegna katta algeng Rannsókn vísindamanna við The Imperial College í Lundúnum sýnir að ekki aðeins þeir sem hafa ofnæmi fyrir köttum sýni við þeim ofnæmisviðbrögð sem líkjast astma á byrjunarstigi. 9.7.2007 09:00
Eiga enn eftir að finna eftirmann Rato Fjármálaráðherrar Evrópusambandsins segjast ekki tilbúnir að tilnefna eftirmann Rodrigo de Rato, forseta Alþjóðagjaldeyrissjóðins (IMF) en þeir funda um málið á morgun. Rato er spænskur og hefur gegnt embættinu síðan 2004 en hann tilkynnti á fimmtudaginn að hann ætlaði að segja af sér vegna persónulegra ástæðna. 9.7.2007 08:16
Heita vatnið rennur á ný í Fossvogi Verið er að hleypa heitu vatni aftur á heitavatnsæð í Eyrarlandi í Fossvogi eftir að viðgerð á æðinni lauk um níu-leytið í kvöld. Um fimmtán sentimetra rifa hafði komið á rörið vegna tæringar og fossaði vatn þar út um stokkana. Erfitt reynist að finna skemmdina, en það tókst að lokum og er vonast til að fullur þrýstingur verði kominn á um kl. 22:00. 8.7.2007 21:32
Stígvél rokseljast á Hróarskeldu keyptu gestir á Hróarskeldur hátíðinni í Danmörku sér stígvél um helgina og talið að aldrei hafi selst jafn mörg slík á hátíðinni síðan hún var haldin fyrst 1971. Rignt hefur á tónleikagesti og þeir því þurft að vaða eðju milli sviða til að berja hljómsveitir augu og hlýða á þær. 8.7.2007 20:24
Ráðstefna fjölburaforeldra í Chicago Um helgina komu bandarískir fjölburaforeldrar saman með börnum sínum á árlegri ráðstefnu í Chicago. Tvíburum var þó ekki boðið - aðeins þríburum hið minnsta. 8.7.2007 20:21
Fjöldi manns í gleðigöngu samkynhneigðra Talið er að um sex hundruð þúsund manns hafi tekið þátt í árlegri gleðigöngu samkynhneigðra í Köln í Þýskalandi. Gangan þar er ein sú fjölmennasta í Evrópu og rekur sögu sína aftur til níunda áratugar síðustu aldar. 8.7.2007 20:18