Innlent

Varað við vegaskemmdum á Þingvallavegi

Talsverðar skemmdir eru á vegaklæðningu á 1,5 kílómetra kafla á Þingvallavegi við Grafningsvegamót samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni. Eru ökumenn beðnir um að aka varlega á þessum kafla og hefur hraða verið takmarkaður við fimmtíu kílómetra.

Þá stendur enn yfir viðgerð á vegaköntum í Langadal í Húnavatnssýslu og eru vegfarendur beðnir að aka varlega þar um.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×