Fleiri fréttir

Lyftukláfur upp í Eyrarfjall

Ferðamenn geta farið með lyftukláfi upp á Eyrarfjall, ofan við Ísafjörð, áður en langt um líður. Þeir sem eru að vinna í málinu benda á að á Vestfjörðum þurfi menn að nýta öllu atvinnutækifæri sem bjóðast. Þeir segja að ef allir útgerðarkallar vestra láta tvö þorskígildistonn í fyrirtækið, dugi það til.

Óléttur fíkill á götunni

Eva Rut er tuttugu og fjögurra ára gömul, hún er ólétt og hefur verið í fíkniefnum frá þrettán ára aldri. Hún neytti fíkniefna fram á tuttugustu viku meðgöngunnar, þegar hún komst að því að hún væri þunguð.

Hálsbrotinn í 10 ár

14 ára drengur í Dorset á suður Englandi var hálsbrotinn í 10 ár. Hann spilaði rúgbý, lék sér á brimbretti og hjólaði um á fjallahjóli án þess að hafa hugmynd um brotið. 14 ára gamall fór hann að finna til og upplifði jafnvægisleysi. Þegar hann missti skyndilega meðvitund komust læknar að því að hann væri hálsbrotinn.

Samvinna þó skiptar skoðanir um Írak

Nicholas Burns, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, segist harma það að margir Íslendingar hafi talið Bandaríkjamenn hegað sér með dónalegum hætti þegar varnarliðið var kallað heim frá Íslandi í fyrra. Samvinna þjóðanna verði styrkt. Hann segir skiptar skoðanir um málefni Íraks vel rúmast í samskiptum þjóðanna.

Meira fjármagn þarf til rannsókna efnahagsbrota

Hvítflibbaglæpir verða algengari með auknu flæði fjármagns í alþjóðasamfélaginu. Arðbærasti glæpurinn í dag er sala á eftirlíkingum tískuvara sem færir mun meiri hagnað en fæst af flutningi og sölu fíkniefna. Mun meira fjármagn þarf til efnahagsrannsókna hér á landi til að takast á við glæpi af þessu tagi.

Skipið sem fann Titanic rannsakar eldvirkni við Ísland

Skipið sem fann Titanic á hafsbotni fyrir 22 árum mun næstu þrjátíu daga rannsaka eldvirkni á Reykjaneshrygg í samstarfsverkefni Háskóla Íslands og Háskólans á Hawaii. Rannsóknin er talin geta svarað spurningum um uppruna Íslands.

Sárið morandi í lirfum

Öldruð kona sem legið hefur rúmföst árum saman var flutt ásamt eiginmanni sínum á spítala fyrir þremur dögum eftir að nágrannar höfðu fundið megna ólykt frá íbúð þeirra. Aðkoman var skelfileg en þau gatu enga björg sér veitt. Konan var með sár á fæti sem var alsett lirfum.

Ellilífeyrir gæti hækkað verulega hjá mörgum

Lagabreytingin, sem tekur gildi um næstu mánaðamót, og afnemur tekjuskerðingu ellilífeyris hjá sjötugum og eldri, gæti þýtt allt að 126 þúsund króna viðbótargreiðslu til einstaklinga á mánuði og 207 þúsund króna viðbótargreiðslu til hjóna. Fjármálaráðuneytið áætlar að lagabreytingin kosti ríkið allt að 700 milljónir króna á ári.

Þjóðstjórn leyst upp

Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, ætlar að leysa upp þriggja mánaða þjóðstjórn Palestínumanna og lýsa yfir neyðarástandi á Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu. Blóðugir bardagar hafa geisað á Gaza síðustu daga og allt stefnir í að Hamas-samtökin nái þar yfirráðum.

Hver á tugmilljarða eignir Samvinnutrygginga?

Lokaður hópur eignarhaldsfélags Samvinnutrygginga hittist á aðalfundi á morgun en eignir félagsins nema tugum milljarða króna. Lögmaður veltir því upp í blaðagrein í dag hver eigi eiginlega þessar stóreignir, en það virðist engan vegin ljóst.

Flóahreppur hafnar Urriðafossvirkjun

Sveitarstjórn Flóahrepps hefur samþykkt að taka Urriðafossvirkjun út úr drögum að aðalskipulagi. Landsvirkjunarmenn segja þetta koma mjög á óvart og hyggjast ræða betur við hreppinn.

Skora á ráðherra að endurskoða lög um torfæruhjól

Umferðarstofa og forráðamenn Forvarnarhússins skora á samgönguráðherra að endurskoða undanþágu frá umferðarlögum sem leyfa börnum niður í sex ára að keyra torfæruhjól sem ná allt að 100 kílómetra hraða. Um er að ræða undanþágu frá umferðarlögum sem tók gildi í byrjun júnímánaðar. Hún kveður á um að börn niður í sex ára aldur megi nota mótorhjólin til æfinga og keppni.

Keyrði undir áhrifum fíkniefna

karlmaður á fimmtugsaldri var handtekinn í gærmorgun grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Maðurinn hafði ekið sendibifreið sinni fram af vegkanti þar sem bifreiðin sat síðan föst.

Ókeypis sprautunálar fyrir fíkla?

Haraldur Briem sóttvarnarlæknir segir í samtali við Vísi.is að skoða þurfi ítarlega þann kost að fíklar geti nálgast ókeypis sprautunálar. Hann segir það sérstaklega mikilvægt í ljósi aukinna lifrarbólgu C smita hér á landi.

Dæmdur fyrir bjórauglýsingu

Hæstiréttur dæmdi í dag Ásgeir Johansen, framkvæmdastjóra Rolf Johansen & Company, til að greiða 500 þúsund króna sekt fyrir brot á áfengislögum. Fréttablaðið birti bjórauglýsingar frá fyrirtækinu fyrir ári síðan undir fyrirsögninni „Flott og sexý" með mynd af Heineken bjór.

Alþjóðleikar ungmenna í næstu viku

Alþjóðaleikar ungmenna verða haldnir í Laugardal í næstu viku og hefjast þeir með glæsilegri opnunarhátíð fimmtudaginn 21. júní. Keppni fer fram föstudag og laugardag og úrslitakeppni verður sunnudaginn 24. júní.

Grænlenskum þingmönnum meinað að lenda á Húsavík

Flugvél með fulltrúum grænlenska þjóðþingsins innanborðs var snúið fyrirvaralaust frá lendingu á Húsavíkurflugvelli fyrir skemmstu og henni gert að lenda Akureyrarflugvelli til að fara í gegnum tollskoðun. Sérstök opinber móttökunefnd var mætt á Húsavíkurflugvöll til að taka móti þingmönnunum og kom það henni verulega á óvart þegar vélinni var snúið til Akureyrar.

Eins og hálfs árs fangelsi fyrir kókaínsmygl

Hæstiréttur hefur staðfest eins og hálfs árs fangelsisdóm yfir karlmanni sem sakfelldur var fyrir stórfellt fíkniefnabrot með því að hafa staðið að innflutningi á nærri 700 grömmum af kókaíni til Íslands sem ætluð voru til sölu.

Breskum réttardómstjóra falið að rannsaka banaslys í Hallormsstaðarskógi

Réttarrannsókn á Englandi sem staðið hefur yfir vegna banaslyss í Hallormsstaðarskógi í ágúst 2005 hefur verið frestað. Beðið er eftir frekari upplýsingum frá íslenskum yfirvöldum. Ættingjar hjóna sem létust þegar bíll þeirra lenti í árekstri við flutningabíl eru ósátt við að bílstjórinn skuli ekki hafa verið kærður.

Sýknaður af áfengislagabroti í Hæstarétti

Hæstiréttur sýknaði í dag mann af ákæru um að hafa brotið áfengislög með því að hafa sem starfandi stjórnarformaður heildsölu látið birta auglýsingu á léttvíni í Gestgjafanum árið 2003.

Þriggja ára fangelsi fyrir fjölmörg brot

Hæstiréttur dæmdi í dag Ívar Smára Guðmundsson í þriggja ára fangelsi fyrir ýmis brot, þar á meðal fyrir tvö rán, líkamsárás, eignaspjöll og fíkniefna- og umferðalagabrot. Hann var meðal annars ákærður fyrir rán í Bónusvídeó í Hafnarfirði í júlí fyrra en þar komst hann á brott með hátt í tvær milljónir króna.

Reynir íhugar að kæra Gunnar

Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, íhugar að kæra Gunnar Birgisson, bæjarstóra í Kópavogi fyrir ummæli hans á Vísi fyrr í dag. Hann segist hafa falið lögfræðingum að fara yfir málið og skoða hvort Gunnar hafi gerst brotlegur við meiðyrðalöggjöf.

Fjórir Palestínumenn létust í sprengingu

Fjórir ungir Palestínumenn létust í sprengingu í bænum Rafah á suðurhluta Gasastrandarinnar í dag. Reuters-fréttastofan hefur eftir talsmönnum sjúkrahúss á svæðinu að piltarnir hafi allir verið yngri en 18 ára og að sprengin hafi orðið nærri stöðvum Ísraelshers.

Hinn þýski Hrói höttur dæmdur í fangelsi

Dómstóll í Suður-Þýskalandi dæmdi í dag fyrrverandi bankastarfsmann í tveggja ára og tíu mánaða fangelsi fyrir að hafa í starfi sínu fært fjármuni frá ríkum til fátækra. Maðurinn, sem nefndur hefur verið hinn þýski Hrói höttur, færði jafnvirði rúmlega 170 milljóna króna frá reikningum efnaðri viðskiptavina bankans yfir á reikninga þeirra fátækari.

Fyrstu trén gróðursett á Geitasandi

Fyrstu trén í svokölluðum Kolviðarskógi voru gróðursett á Geitasandi í dag. Skógurinn er hluti af Kolviðarsjóðsverkefninu sem miðar að því að binda kolefni úr andrúmsloftinu og vinna þannig gegn loftlagsbreytingum í heiminum.

Gunnar Birgisson ætlar að kæra Mannlíf og Ísafold

Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi ætlar að kæra umfjallanir tímaritanna Ísafoldar og Mannlífs en bæði blöðin hafa fjallað ítarlega um meint hneyklismál sem Gunnar er bendlaður við. Gunnar segir umfjöllun Mannlífs mestu lágkúru íslenskrar blaðamennsku og hann ætlar ekki að svara efnislega þeim ávirðingum sem á hann eru bornar í blaðinu.

Byggingarkrani féll á götuna

Hluti af stórum byggingarkrana féll á götuna og skemmdi gangstétt við gatnamót Lönguhliðar og Flókagötu. Engin slys urðu á fólki en ökumaður sem á eftir krananum ók þurfti að hafa snör handtök til að forða árekstri.

Ókeypis í strætó í Kópavogi

Gera á strætivagna í Kópavogi gjaldfrjálsa fyrir alla íbúa bæjarins frá og með næstu áramótum samkvæmt tillögu meirihluta bæjarráðs Kópavogs. Tillagan var samþykkt á fundi ráðsins í dag og henni vísða til afgreiðslu bæjarstjórnar. Gert er ráð fyrir því að kostnaður vegna þessa nemi um 90 milljónum króna.

Bandaríkjamenn styðja ekki þjóðir til framboðs í öryggisráð

Nicholas Burns, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir það stefnu Bandaríkjanna að lýsa ekki stuðningi við nokkurt ríki til setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Þetta kom fram á blaðamannafundi eftir fund Burns með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra og Geir H. Haarde forsætisráðherra í Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu í dag.

Leggja niður vinnu til að mótmæla uppsögnum

Fréttamenn danska ríkisútvarpsins, Danmarks Radio, lögðu í dag niður vinnu til að sýna félögum sínum sem sagt var upp í dag stuðning. Þetta þýðir samkvæmt dönskum vefmiðlum að hvorki verða kvöldfréttir í útvarpi né sjónvarpi og þá verður lágmarksfréttaflutningur á vef Danmarks Radio.

Pólverjar fjölmennir á Íslandi

Tæplega þriðjungur erlendra ríkisborgara sem búsettir eru hér á landi koma frá Póllandi samkvæmt vefriti fjármálaráðuneytisins. Alls voru 18.652 erlendir ríkisborgarar búsettir hér landi um síðustu áramót þar af um 6 þúsund Pólverjar. Á síðastliðnum tveimur áratugum hafa 8.300 Pólverjar flutt hingað til lands.

Kurt Waldheim látinn

Austurríkismaðurinn Kurt Waldheim, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og forseti Austurríkis, lést í dag 88 ára að aldri. Að sögn austurrískra fjölmiðla lést hann úr hjartabilun en hann hafði legið á sjúkrahúsi vegna sýkingar frá því í síðasta mánuði.

Styttir gæsluvarðhald yfir meintum kókaínsmyglurum

Hæstiréttur hefur stytt gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um að hafa reynt að smylga ríflega 3,7 kílóum af kókaíni til landsins sem ætlað var til sölu.

Tvö torfæruslys á sólarhring

Ungur maður lærbrotnaði þegar hann ók torfæruhjóli sínu á kyrrstæðan bíl í íbúðahverfi á Akranesi í gærkvöldi. Þetta er annað slysið af þessu tagi á einum sólarhring.

Burns fundar með íslenskum ráðamönnum

Nicholas Burns, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom í gærkvöldi í heimsókn til Íslands í boði Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra.

Færri teknir með fölsuð vegabréf

Kona á fimmtugsaldri, ættuð frá Srí Lanka og Hvít-Rússi á fertugsaldri voru dæmd í 30 daga fangelsi í Héraðsdómi Suðurnesja í gær fyrir að hafa framvísað fölsuðum vegabréfum við komuna til landsins um helglina. Samkvæmt upplýsingum lögreglu og tollgæslu á Keflavíkurflugvelli hefur heldur dregið úr svona tilvikum upp á síðkastið.

Skoða olíuhreinsistöð í Þýskalandi

Hópur sveitarstjórnarmanna frá Vestfjörðum fer til Þýskalands innan tíðar til að kynna sér rekstur olíhreinsistöðvar. Mikill áhugi er vestra fyrir hugmyndinni um slíka stöð sem annaðhvort yrði í Dýrafirði eða Arnarfirði.

706 sjóliðar í Reykjavík um helgina

706 bandarískir, spænskir og þýskir sjóliðar verða í Reykjavík um helgina. Þrjú herskip Atlantshafsbandalagsins komu til hafnar í morgun og verða til sýnis fyrir almenning laugardag og sunnudag.

Þarf meira fjármagn til að takast á við hvítflibbaglæpi

Hvítflibbaglæpir verða algengari með auknu flæði fjármagns í alþjóðasamfélaginu. Arðbærasti glæpurinn í dag er sala á eftirlíkingum tískuvara sem færir mun meiri hagnað en fæst af flutningi og sölu fíkniefna. Mun meira fjármagn þarf til efnahagsrannsókna hér á landi til að takast á við glæpi af þessu tagi.

Segja skýrslu um íslenska háskóla rangtúlkaða

Úttekt Ríkisendurskoðunar á íslenskum háskólum er ekki endanlegur mælikvarði á ágæti skólana heldur viðleitni til að opna umræðuna um hvernig megi meta þá. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Ríkisendurskoðun. Stofnunin telur að umræðan í fjölmiðlum um úttektina hafi í sumum tilfellum verið röng og hvetur til þess að menn ræði hana á málefnalegum forsendum.

Forsætisráðherrar funda í Punkaharju

Forsætisráðherrar Norðurlandanna hittast á sumarfundi sínum í bænum Punkaharju í Finnlandi í byrjun næstu viku. Matti Vanhanen forsætisráðherra Finnlands er gestgjafi á fundinum og mun taka á móti starfsbræðrum sínum, þeim Fredrik Reinfeldt, Jens Stoltenberg, Anders Fogh Rasmussen og Geir H. Haarde.

Segir Írana sjá talibönum fyrir vopnum

Bandaríkjamenn hafa óhrekjanlegar sannanir fyrir því að yfirvöld í Íran sjái uppreisnarmönnum talibana í Afganistan fyrir vopnum í baráttu þeirra gegn afgönskum hersveitum og sveitum NATO. Þetta segir Nicholas Burns, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, í samtali við fréttastöðina CNN.

Sjá næstu 50 fréttir