Innlent

Ókeypis í strætó í Kópavogi

Kostar Kópavog 90 milljónir króna að hafa ókeypis í strætó.
Kostar Kópavog 90 milljónir króna að hafa ókeypis í strætó. MYND/VG

Gera á strætivagna í Kópavogi gjaldfrjálsa fyrir alla íbúa bæjarins frá og með næstu áramótum samkvæmt tillögu meirihluta bæjarráðs Kópavogs. Tillagan var samþykkt á fundi ráðsins í dag og henni vísða til afgreiðslu bæjarstjórnar. Gert er ráð fyrir því að kostnaður vegna þessa nemi um 90 milljónum króna.

Í tilkynningu frá Kópavogsbæ kemur fram að umferðarþungi sé sífellt að verða stærra vandamál í samgöngum á svæðinu. Til að bregðast við því sé mikilvægt að kanna hvort hvort gjaldfrjáls aðgangur að þjónustu Strætó geti ýtt undir notkun almennningssamgangna og þannig dregið úr umferðarþunga.

Þá kemur einnig fram í tilkynningu Kópavogsbæjar að nauðsynlegt sé að verkefnið vari að minnsta kosti í eitt ár til að kanna áhrif þess. Þetta kalli á aukið framlag til almenningssamgangna en reiknað er með því að verkefnið kosti um 90 milljónir króna að frádreginni hagræðingu í skólaakstri sem gæti numið um 20 milljónum króna.

Ómar Stefánsson, formaður bæjarráðs Kópavogs, sagði í samtali við Vísi að ekki væri enn búið að útfæra nákvæmlega framkvæmd verkefnisins með tilliti til þess þegar fólk ferðast á milli bæjarfélag. „Við munum finna einhverja lausn á því. Hins vegar virðist þróunin vera sú að innan fárra ára verði almennt ókeypis í Strætó á öllu höfuðborgarsvæðinu.“

Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi Vinstri grænna, sagðist í samtali við Vísi fagna tillögunni. Hann benti á að hún væri fullu samræmi við tillögu Vinstri grænna frá því í febrúar á þessu ári. „Þá lögðum við fram svipaða tillögu. Hins vegar var henni hafnað af meirihlutanum á þeim forsendum að ekki væri hægt að hafa allt ókeypis.“

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×