Innlent

Þriggja ára fangelsi fyrir fjölmörg brot

Hæstiréttur dæmdi í dag Ívar Smára Guðmundsson í þriggja ára fangelsi fyrir ýmis brot, þar á meðal fyrir tvö rán, líkamsárás, eignaspjöll og fíkniefna- og umferðalagabrot. Hann var meðal annars ákærður fyrir rán í Bónusvídeó í Hafnarfirði í júlí fyrra en þar komst hann á brott með hátt í tvær milljónir króna.

Ívar hafði tvívegis áður verið dæmdur fyrir auðgunarbrot, þrívegis gerst sekur um akstur án ökuréttinda og einu sinni líkamsárás og þá var honum einnig virt til refsiþyngingar að ránið í Bónusvídeó var augljóslega skipulagt. Hins vegar horfði til mildunar refsingar að hann játaði flest brotin greiðlega og var samvinnuþýður.

Héraðsdómur hafði dæmt Ívar Smára í fjögurra ára fangelsi en Hæstiréttur mildaði hann sem sagt. Frá fangelsisdómnum dregst gæsluvarðhald sem hann hefur sætt vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×