Innlent

Pólverjar fjölmennir á Íslandi

Alls bjuggu um 6 þúsund Pólverjar hér á landi um síðustu áramót.
Alls bjuggu um 6 þúsund Pólverjar hér á landi um síðustu áramót. MYND/365

Tæplega þriðjungur erlendra ríkisborgara sem búsettir eru hér á landi koma frá Póllandi samkvæmt vefriti fjármálaráðuneytisins. Alls voru 18.652 erlendir ríkisborgarar búsettir hér landi um síðustu áramót þar af um 6 þúsund Pólverjar. Á síðastliðnum tveimur áratugum hafa 8.300 Pólverjar flutt hingað til lands.

Fram kemur í vefriti fjármálaráðuneytisins að um síðustu áramót voru 5.996 pólskir ríkisborgarar búsettir hér á landi. Þar af voru rúmlega 1.600 konur og um 4 þúsund karlar. Frá árinu 1991 hafa 858 pólskir ríkisborgarar fengið íslenskt ríkisfang.

Af þeim 18.652 erlendu ríkisborgurum sem búsettir eru hér á landi eru Litháar næst fjölmennastir eða um eitt þúsund.

Erlendir ríkisborgarar á Íslandi teljast nú vera um 6 prósent af heildarfjölda landsmanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×