Innlent

Reynir íhugar að kæra Gunnar

MYND/GVA

Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, íhugar að kæra Gunnar Birgisson, bæjarstóra í Kópavogi fyrir ummæli hans á Vísi fyrr í dag. Hann segist hafa falið lögfræðingum að fara yfir málið og skoða hvort Gunnar hafi gerst brotlegur við meiðyrðalöggjöf.

Reynir er sérstaklega ósáttur við ummæli Gunnars þar sem hann sagði Mannlíf og Ísafold vera gefin út undir verndarvæng auðhrings, og átti þar við Baug, og að blaðamenn þeirra fengju óáreittir að taka menn af lífi á síðum blaðsins.

Reynir segist í samtali við Vísi standa við hvert orð í greininni í Mannlífi og að Gunnar ætti frekar að svara greininni efnislega.


Tengdar fréttir

Gunnar Birgisson ætlar að kæra Mannlíf og Ísafold

Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi ætlar að kæra umfjallanir tímaritanna Ísafoldar og Mannlífs en bæði blöðin hafa fjallað ítarlega um meint hneyklismál sem Gunnar er bendlaður við. Gunnar segir umfjöllun Mannlífs mestu lágkúru íslenskrar blaðamennsku og hann ætlar ekki að svara efnislega þeim ávirðingum sem á hann eru bornar í blaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×