Innlent

Sakfelldur fyrir vörslu fíkniefna og umferðarlagabrot

Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir þrítugum karlmanni sem var dæmdur fyrir vörslu fíkniefna, þjófnað og að hafa ekið þrívegis ölvaður og án ökuréttinda. Maðurinn var dæmdur í 15 mánuði fangelsi og var hann sviptur ökurétti í 5 ár. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða allan kostnað vegna áfrýjunar málsins að upphæð 242.633 krónur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×