Innlent

Eins og hálfs árs fangelsi fyrir kókaínsmygl

MYND/GVA

Hæstiréttur hefur staðfest eins og hálfs árs fangelsisdóm yfir karlmanni sem sakfelldur var fyrir stórfellt fíkniefnabrot með því að hafa staðið að innflutningi á nærri 700 grömmum af kókaíni til Íslands sem ætluð voru til sölu. Fíkniefnin hafði maðurinn falið í tölvu sem hann flutti frá Orlando í Bandaríkjunum sem flugfarþegi en efnin fundust við leit í farangri hans á Keflavíkurflugvelli. Maðurinn játaði brot sitt skýlaust fyrir dómi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×