Fleiri fréttir Walid Eido grafinn í dag Jarðarför líbanska þingmannsins Walids Eido fór fram í Líbanon í morgun. Hann var harður andstæðingur Sýrlendinga og stefnu þeirra gagnvart Líbanon. Eido var jafnframt sjötti líbanski þingmaðurinn, sem er á móti Sýrlandi, sem myrtur er á tveimur síðustu árum. Bankar, verslanir og skólar eru lokaðir í dag. Eido var grafinn í Beirút, innan við sólarhring eftir að hann lést en það er samkvæmt múslimskri hefð. 14.6.2007 10:30 Samkomulag næst um viðskipti með fílabein Afríkulönd hafa náð samkomulagi um kaup og sölu og á fílabeini á næstu árum. Ríki í suðurhluta Afríku fá leyfi fyrir sérstakri sölu á fílabeinum sem þau hafa komist yfir löglega en síðan verða öll viðskipti með fílabein bönnuð í níu ár. 14.6.2007 10:18 Meira atvinnuleysi meðal kvenna Atvinnuleysi á landinu mældist 1,1 prósent í síðasta mánuði samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Þetta jafngildir því að 1.759 manns hafi að jafnaði verið atvinnulausir í mánuðinum. Atvinnuleysi mældist meira hjá konum en körlum. 14.6.2007 10:08 Sjítar mótmæla sprengjuárás í Írak Sjíar í Manama, höfuðborg Bahrain, mótmæltu í dag sprengjuárás á eina helgustu mosku sjía múslíma, al-Askari í Írak. Þeir beindu mótmælum sínum að Bandaríkjunum og flokkadráttum í íslam. 13.6.2007 22:36 Sterkur jarðskjálfti í Guatemala og El Salvador Jarðskjálfti sem mældist 6.8 á ricter varð í Guatemala og El Salvador í dag. Upptök skjálftans voru í Kyrrahafinu um 70 km sunnan við höfuðborg Guatemala. Byggingar skulfu í um 30 sekúndur og skelfingu lostið fólk hljóp út á götur. Engar fregnir hafa borist af manntjóni. 13.6.2007 21:40 Baráttan harðnar á milli McCain og Romney John McCain, forsetaframbjóðandi repúblikana, gagnrýnir kosningabaráttu flokksbróðurs síns Mitt Romney. Hann segir afstöðu hans til fóstureyðinga misvísandi. Rommney hefur greint frá því að hann vilji engu breyta um fóstureyðingarlög einstakra fylkja og er hlynntur réttinum til fóstureyðinga. 13.6.2007 20:18 Nýr forstjóri Baugs Gunnar Sigurðsson nýr forstjóri Baugs var í viðtali í Íslandi í dag í kvöld. Hann kippir sér lítið upp við uppnefni eins og Baugsstjórn og segist ætla að láta aðra um pólitík. 13.6.2007 20:03 Baugsmál lagt í dóm Málflutningi í Baugsmálinu, hinu síðara, lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag og er dóms að vænta fyrir mánaðamót. Í dag var tekist á um ákæruliði sem vísað var frá fyrir rúmum mánuði. 13.6.2007 19:28 Höft á innflutningi afar forneskjuleg Tilboð í tollkvóta vegna innflutnings á ostum fyrir næsta kvótaár verða opnuð næstkomandi mánudag. Tollkvótarnir nú nema rösklega 100 tonnum af erlendum osti. Innflytjendur á þessari vöru telja að höft á innflutningi séu afar forneskjuleg aðferð til að stýra neyslunni sem bitni mest á neytendum. 13.6.2007 19:25 Háskólaskýrslunni breytt í lokavinnslu Ríkisendurskoðun breytti úttekt sinni á gæðum háskólanna á milli frumskýrslu og lokaskýrslu. Felldar voru út mælistikur sem voru Háskóla Íslands óhagstæðar. Fullyrt er af Háskólanum í Reykjavík að þetta hafi verið gert þvert á ráðleggingar erlendra sérfræðinga. 13.6.2007 19:21 Friðarverðlaunahafi forseti Ísraels, en óöldin heldur áfram Enginn endir virðist á óöldinni í miðausturlöndum. Sautján létust á Gasa í dag og tíu í Beirút í bardögum og sprengjutilræðum. En maðurinn sem hlaut friðarverðlaun Nóbels fyrir þátt sinn í friðarferli sem kvað á um brotthvarf Ísraelshers frá Gaza, er nú öruggur með að verða næsti forseti Ísraels. 13.6.2007 19:00 Breskir barnaníðingar í lyfjameðferð Kynferðisafbrotamenn í Bretlandi eiga nú yfir höfði sér að vera settir á lyfjameðferð til að draga úr kynhvöt og hjálpa þeim að hætta að níðast á börnum. Frumvarpið verður lagt fyrir þingið af innanríkisráðherra landsins sem segir að koma verði í veg fyrir síendurtekin brot barnaníðinga. 13.6.2007 18:45 Ríkisstjórn hins ófullgerða stjórnarsáttmála Tveggja vikna sumarþingi Alþingis lauk nú síðdegis með samþykkt frumvarpa um afnám tekjutengingar á atvinnutekjum aldraðra og um sameiningu ráðuneyta. Stjórnarandstaðan segir þingstörfin hafa leitt í ljós að landsmenn búa við ríkisstjórn hins ófullgerða stjórnarsáttmála. 13.6.2007 18:43 Lóðir í Úlfarsárdal umsetnar Samtals bárust 374 umsóknir um lóðir í Úlfarsárdal en umsóknarfrestur rann út í dag kl. 16:15. Í boði voru samtals 115 lóðir og gat hver umsækjandi sótt um eina lóð. 266 sóttust eftir einbýlishúsalóð, 47 eftir parhúsalóð, 24 eftir raðhúsalóð og 37 eftir fjölbýlishúsalóð. 13.6.2007 18:37 Barist í Drangey Barist var í Drangey í gær í fyrsta sinn í síðan Grettir Ásmundarson var þar veginn árið 1031 en þá lögðu á fimmta tug víkinga undir sig eyjuna. 13.6.2007 18:31 Sexburamóðirin á batavegi Móðir sexbura sem fæddust á mánudag í Arisona í Bandaríkjunum varð fyrir hjartabilun eftir fæðinguna, en er nú á batavegi. Faðir barnanna segir hamingjuna ólýsanlega, en börnin eru komin úr öndunarvélum. 13.6.2007 18:30 Allt niður í þriggja ára börn á torfæruhjólum Hægt er að fá bensíndrifin torfæruhjól fyrir allt niður í þriggja ára börn sem komast á allt að fjörtíu kílómetra hraða. Fimmtán ára piltur hlaut í gærkvöldi opið beinbrot á lærlegg og úlnliðsbrotnaði, þegar hann missti stjórn á torfæruhjóli innanbæjar í Hveragerði. 13.6.2007 18:23 Átta létust í Beirút í dag Að minnsta kosti átta manns létu lífið í dag þegar sprengja sprakk í Beirút í Líbanon í dag. Níu aðrir særðust. Á meðal fórnarlambanna var Walid Eidom, þingmaður á líbanska þinginu. Auk hans létust elsti sonur hans og tveir af lífverðir, auk fjögurra annarra. 13.6.2007 18:16 Stefnumótun Orkuveitunnar fyrir útivistarsvæði Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefur kosið sérstaka stjórn yfir þau útivistarsvæði sem fyrirtækið á eða hefur umsjón með og almenningur nýtir sér. Á meðal þessara svæða er Elliðaárdalurinn, stór hluti Heiðmerkur, verulegur hluti hinna vinsælu útivistarsvæða við Hengilinn og í Grafningi auk umhverfis Deildartunguhvers í Borgarfirði. 13.6.2007 18:15 Ungabarn fannst látið á árbotni í Óðinsvéum Ungabarn fannst látið á árbotni í Óðinsvéum í Danmörku í gær. Verið var að hreinsa ána þegar það fannst. Barnið var drengur, 50 cm langur. Hann var í hvítum plastpoka sem hafði verið þyngdur með steini. Á steininum stendur: "Fyrirgefðu. Hvíl í friði. Mamma og pabbi elska þig, litli drengurinn minn". 13.6.2007 17:51 Eimskip styrkir Fjöltækniskólann Eimskip og Fjöltækniskólinn hafa gert með sér samning um samstarf á sviði fræðslumála. Samningurinn felur í sér að Eimskip styrkir Fjöltækniskólann að fjárhæð kr. 1.000.000 og styrkir nokkra útvalda nemendur hans á hverju ári. 13.6.2007 17:44 Lögreglan í Tokyo lak rannsóknargögnum Lögregluþjónn í Tokyo lak níu þúsund skjölum á Internetið fyrir skömmu. Skjölin innihéldu meðal annars þar á meðal gögn úr yfirheyrslum og 1000 ljósmyndir. Einnig voru upplýsingar um staðsetningu á umferðarmyndavélum og nöfn á afbrotaungmennum sem lögreglan var með til rannsóknar. 13.6.2007 17:35 Greiðslukortavelta jókst í síðasta mánuði Greiðslukortavelta jókst í maí frá fyrri mánuði og var svipuð hækkun á kredit- og debetkortaveltu. Debetkortavelta jókst um 7,7% milli mánaða og var í maí 35 milljarðar króna. 13.6.2007 17:05 Dóms að vænta í Baugsmálinu í lok mánaðar Málsflutningi í Baugsmálinu lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Dóms er að vænta fyrir næstu mánaðamót. 13.6.2007 16:38 Kosið í bankaráð Seðlabankans á Alþingi Nýtt bankaráð Seðlabankans var kjörið á Alþingi nú fyrir stundu. Sjálfstæðisflokkur tilnefndi Halldór Blöndal, Ernu Gísladóttir og Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Fyrir hönd Samfylkingar sitja í ráðinu Jón Sigurðsson og Jón Þór Sturluson. Framsóknarflokkur tilnefndi Jónas Hallgrímsson og Vinstri grænir Ragnar Arnalds. 13.6.2007 16:35 Vill efla baráttuna gegn mansali Mikilvægt er að aðildarríki Eystrasaltsráðsins vinni náið saman í baráttunni gegn mansali og ráðist sameiginlega gegn efnhagslegum og félagslegum rótum vandamálsins. Þetta kom fram í ræðu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, utanríkisráðherra, á fundi utanríkisráðherra ríkja Eystrasaltsráðsins í Malmö í Svíþjóð í dag. Á fundinum ræddur ráðherrarnir meðal annars efnhags- og viðskiptamál og mannréttindi og eflingu lýðræðislegs stjórnarfars. 13.6.2007 16:18 Vísbending í máli Madeleine Mest selda dagblaði í Hollandi barst nafnlaust bréf með lýsingu um hvar lík hinnar fjögurra ára gömlu Madeleine væri að finna. Í bréfinu stóð að telpuna væri að finna undir grjóthrúgu í 15 kílómetra fjarlægð frá staðnum þar sem henni var rænt. Nú er liðinn 41 dagur síðan stelpunni var rænt í Portúgal. 13.6.2007 15:55 Heimildirnar féllu úr gildi 2004 Heimildir sem Íslendingar veittu Bandaríkjamönnum til yfirflugs og lendinga á Keflavíkurflugvelli í tengslum við innrásina í Írak runnu út vorið 2004. Grétar Þór Sigurðsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu segir að heimildirnar hafi runnið út þegar innrásinni lauk og fjölþjóðaherlið tók við í Írak. 13.6.2007 15:37 Keyrði fullur niður Spænsku tröppurnar Ungur maður var handtekinn í Róm fyrir að keyra niður Spænsku tröppurnar. Tröppurnar eru á meðal vinsælustu staða í Róm fyrir ferðamenn að skoða, og þar er meðal annars bannað að drekka og syngja. 13.6.2007 15:10 Varðhald yfir byssumanni í Hnífsdal framlengt Héraðsdómur Vestfjarða hefur framlengt gæsluvarðhald yfir manninum sem olli umsátursástandi í Hnífsdal á laugardaginn var þegar hann hleypti af haglabyssu með þeim afleiðingum að kona hans særðist í andliti. Hann skal sæta varðhaldi til 3. júlí næstkomandi. 13.6.2007 15:00 Fá ekki pláss í leikskóla sökum þess að erlend börn hafa forgang Dæmi eru um að börn íslenskra foreldra fái ekki pláss í leikskólum í Hafnarfirði þar sem erlend börn ganga fyrir. Fræðslustjóri Hafnarfjarðarbæjar segir æskilegast að börn af erlendum uppruna komist sem fyrst inn í leikskóla til að flýta fyrir aðlögun að íslensku samfélagi. 13.6.2007 14:57 Hraðlestrarskólinn styrkir ABC barnahjálp um milljón krónur Hraðlestarskólinn hefur styrkt ABC barnahjálp um milljón krónur með þriggja vikna hraðlestarnámskeiði sem hefst í dag. Markmið með söfnuninni er að byggja heimavist fyrir 200 stúlkur frá Úganda. 13.6.2007 14:31 Níu sóttu um embætti sóknarprests í Tjarnaprestakalli Níu umsækjendur eru um embætti sóknarprests í Tjarnaprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi. Embættið veitist frá 1. september næskomandi til fimm ára. 13.6.2007 13:49 700 sjóliðar á vegum NATO væntanlegir til Reykjavíkur Herskip á vegum NATO munu leggjast að bryggju í Sundahöfn og á Miðbakka í fyrramálið. Um er að ræða skip frá bandaríska flotanum, USS Normandy, eitt frá Spáni, SPS Patino og þýska skipið FGS Sachsen. Rúmlega 700 sjóliðar eru um borð í skipunum. 13.6.2007 13:48 FBI býður hjálp fyrir Ólympíuleikana í Peking Alríkislögregla Bandaríkjana, FBI, hefur boðið Kínverjum hjálp við öryggismál í kringum ólympíuleikana sem fram fara í Peking á næsta ári. Búist er við hundruðum þúsunda manna sem ferðast til Kína til að fylgjast með leikunum. 13.6.2007 13:33 Bifhjólamenn staðnir að ofsaakstri á Þingvallavegi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gerði árangurslausa tilraun í gærkvöldi til að stöðva hóp bifhjólamanna eftir að þeir mældust á 174 kílómetra hraða á Þingvallavegi. Hluti hópsins virti ekki stöðvunarmerki lögreglunnar og ók áfram en hinn sneri við. 13.6.2007 13:25 Góð þátttaka í veðurleik Stöðvar 2 og Vísis Vel á annað þúsund manns hafa skráð sig til leiks í veðurleik Stöðvar 2 og Vísis. Leikurinn hófst um síðustu mánaðamót og lýkur í lok ágústmánaðar. 13.6.2007 13:21 Staða barna og unglinga styrkt með aðgerðaáætlun Tillaga Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra til þingsályktunar um aðgerðaáætlun til að styrkja stöðu barna og ungmenna fyrir árin 2007–2011 var samþykkt óbreytt á Alþingi í dag með 47 samhljóða atkvæðum. 13.6.2007 13:19 Tvær systur myrtar á Englandi Lík tveggja táningssystra fundust í húsi í Cambridgeshire á Englandi í dag. 39 ára gömul kona sem talin er vera móðir þeirra hefur verið handtekin, grunuð um morðin. Lögreglan á Englandi verst allra frétta af málinu að svo stöddu. 13.6.2007 13:00 Missti stjórn á torfæruhjóli og lærbrotnaði Fimmtán ára piltur hlaut opið beinbrot á lærlegg og úlnliðsbrotnaði, þegar hann missti stjórn á óskráðu torfæruhjóli, innanbæjar í Hveragerði í gærkvöldi og hafnaði á ljósastaur. 13.6.2007 12:49 Tekist á um arðsemi Kárahnjúkavirkjunar Tekist var á um hvort arðsamt hafi verið að reisa Kárahnjúkavirkjun á fundi Framtíðarlandsins í morgun. Fulltrúi Landsvirkjunar og fulltrúi Framtíðarlandsins sem sátu fyrir svörum voru þó sammála um að réttast væri að einkavæða fyrirtækið 13.6.2007 12:13 Fékk hjartaáfall eftir fæðingu sexbura Móðir sexbura sem fæddust á mánudag í Arisona í Bandaríkjunum fékk hjartaáfall eftir fæðinguna en er nú á batavegi. Sexburarnir voru teknir með keisaraskurði tíu vikum fyrir tímann og vógu frá tæpum fjórum mörkum til rúmlega fimm marka. Fimm þeirra fá hjálp við öndun en allir eru í hitakassa, þar sem þeir eru ekki enn úr hættu. 13.6.2007 12:04 Guðni segir Samfylkingu henda handsprengjum Samfylkingarþingmenn eru hver og einn með handsprengjur í vösum sem þeir henda hiklaust á ráðherra Sjálfstæðisflokksins, sagði Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, í umræðum á Alþingi í morgun þegar upplýst var um einn eitt átakamálið sem stjórnarflokkarnir hafa ekki samið um. 13.6.2007 12:02 Sakar stuðningsmenn Saddams um árásina Forsætisráðherra Íraks, Nuri al-Maliki, sagði í dag að stuðningsmenn Saddams Hússeins og al-Kaída hefðu staðið á bak við sprengjuárásina á al-Askariya moskuna í Samarra í morgun. Þetta kom fram í sjónvarpsviðtali við hann í morgun. Þá sagðist hann óttast að hryðjuverkamennirnir ætluðu sér að ráðast gegn öðrum moskum í Bagdad og því hefði hann aukið öryggisráðstafanir við þær. 13.6.2007 11:45 Vatnstjón í húsnæði Elko við Smáratorg Söluvörur skemmdust í verslun Elko við Smáratorg í nótt þegar einn krani í úðarakerfi verslunarinnar fór í gang. Verslunarstjóri segir skemmdirnar óverulegar og tjónið ekki mikið í krónum talið. 13.6.2007 11:44 Sjá næstu 50 fréttir
Walid Eido grafinn í dag Jarðarför líbanska þingmannsins Walids Eido fór fram í Líbanon í morgun. Hann var harður andstæðingur Sýrlendinga og stefnu þeirra gagnvart Líbanon. Eido var jafnframt sjötti líbanski þingmaðurinn, sem er á móti Sýrlandi, sem myrtur er á tveimur síðustu árum. Bankar, verslanir og skólar eru lokaðir í dag. Eido var grafinn í Beirút, innan við sólarhring eftir að hann lést en það er samkvæmt múslimskri hefð. 14.6.2007 10:30
Samkomulag næst um viðskipti með fílabein Afríkulönd hafa náð samkomulagi um kaup og sölu og á fílabeini á næstu árum. Ríki í suðurhluta Afríku fá leyfi fyrir sérstakri sölu á fílabeinum sem þau hafa komist yfir löglega en síðan verða öll viðskipti með fílabein bönnuð í níu ár. 14.6.2007 10:18
Meira atvinnuleysi meðal kvenna Atvinnuleysi á landinu mældist 1,1 prósent í síðasta mánuði samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Þetta jafngildir því að 1.759 manns hafi að jafnaði verið atvinnulausir í mánuðinum. Atvinnuleysi mældist meira hjá konum en körlum. 14.6.2007 10:08
Sjítar mótmæla sprengjuárás í Írak Sjíar í Manama, höfuðborg Bahrain, mótmæltu í dag sprengjuárás á eina helgustu mosku sjía múslíma, al-Askari í Írak. Þeir beindu mótmælum sínum að Bandaríkjunum og flokkadráttum í íslam. 13.6.2007 22:36
Sterkur jarðskjálfti í Guatemala og El Salvador Jarðskjálfti sem mældist 6.8 á ricter varð í Guatemala og El Salvador í dag. Upptök skjálftans voru í Kyrrahafinu um 70 km sunnan við höfuðborg Guatemala. Byggingar skulfu í um 30 sekúndur og skelfingu lostið fólk hljóp út á götur. Engar fregnir hafa borist af manntjóni. 13.6.2007 21:40
Baráttan harðnar á milli McCain og Romney John McCain, forsetaframbjóðandi repúblikana, gagnrýnir kosningabaráttu flokksbróðurs síns Mitt Romney. Hann segir afstöðu hans til fóstureyðinga misvísandi. Rommney hefur greint frá því að hann vilji engu breyta um fóstureyðingarlög einstakra fylkja og er hlynntur réttinum til fóstureyðinga. 13.6.2007 20:18
Nýr forstjóri Baugs Gunnar Sigurðsson nýr forstjóri Baugs var í viðtali í Íslandi í dag í kvöld. Hann kippir sér lítið upp við uppnefni eins og Baugsstjórn og segist ætla að láta aðra um pólitík. 13.6.2007 20:03
Baugsmál lagt í dóm Málflutningi í Baugsmálinu, hinu síðara, lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag og er dóms að vænta fyrir mánaðamót. Í dag var tekist á um ákæruliði sem vísað var frá fyrir rúmum mánuði. 13.6.2007 19:28
Höft á innflutningi afar forneskjuleg Tilboð í tollkvóta vegna innflutnings á ostum fyrir næsta kvótaár verða opnuð næstkomandi mánudag. Tollkvótarnir nú nema rösklega 100 tonnum af erlendum osti. Innflytjendur á þessari vöru telja að höft á innflutningi séu afar forneskjuleg aðferð til að stýra neyslunni sem bitni mest á neytendum. 13.6.2007 19:25
Háskólaskýrslunni breytt í lokavinnslu Ríkisendurskoðun breytti úttekt sinni á gæðum háskólanna á milli frumskýrslu og lokaskýrslu. Felldar voru út mælistikur sem voru Háskóla Íslands óhagstæðar. Fullyrt er af Háskólanum í Reykjavík að þetta hafi verið gert þvert á ráðleggingar erlendra sérfræðinga. 13.6.2007 19:21
Friðarverðlaunahafi forseti Ísraels, en óöldin heldur áfram Enginn endir virðist á óöldinni í miðausturlöndum. Sautján létust á Gasa í dag og tíu í Beirút í bardögum og sprengjutilræðum. En maðurinn sem hlaut friðarverðlaun Nóbels fyrir þátt sinn í friðarferli sem kvað á um brotthvarf Ísraelshers frá Gaza, er nú öruggur með að verða næsti forseti Ísraels. 13.6.2007 19:00
Breskir barnaníðingar í lyfjameðferð Kynferðisafbrotamenn í Bretlandi eiga nú yfir höfði sér að vera settir á lyfjameðferð til að draga úr kynhvöt og hjálpa þeim að hætta að níðast á börnum. Frumvarpið verður lagt fyrir þingið af innanríkisráðherra landsins sem segir að koma verði í veg fyrir síendurtekin brot barnaníðinga. 13.6.2007 18:45
Ríkisstjórn hins ófullgerða stjórnarsáttmála Tveggja vikna sumarþingi Alþingis lauk nú síðdegis með samþykkt frumvarpa um afnám tekjutengingar á atvinnutekjum aldraðra og um sameiningu ráðuneyta. Stjórnarandstaðan segir þingstörfin hafa leitt í ljós að landsmenn búa við ríkisstjórn hins ófullgerða stjórnarsáttmála. 13.6.2007 18:43
Lóðir í Úlfarsárdal umsetnar Samtals bárust 374 umsóknir um lóðir í Úlfarsárdal en umsóknarfrestur rann út í dag kl. 16:15. Í boði voru samtals 115 lóðir og gat hver umsækjandi sótt um eina lóð. 266 sóttust eftir einbýlishúsalóð, 47 eftir parhúsalóð, 24 eftir raðhúsalóð og 37 eftir fjölbýlishúsalóð. 13.6.2007 18:37
Barist í Drangey Barist var í Drangey í gær í fyrsta sinn í síðan Grettir Ásmundarson var þar veginn árið 1031 en þá lögðu á fimmta tug víkinga undir sig eyjuna. 13.6.2007 18:31
Sexburamóðirin á batavegi Móðir sexbura sem fæddust á mánudag í Arisona í Bandaríkjunum varð fyrir hjartabilun eftir fæðinguna, en er nú á batavegi. Faðir barnanna segir hamingjuna ólýsanlega, en börnin eru komin úr öndunarvélum. 13.6.2007 18:30
Allt niður í þriggja ára börn á torfæruhjólum Hægt er að fá bensíndrifin torfæruhjól fyrir allt niður í þriggja ára börn sem komast á allt að fjörtíu kílómetra hraða. Fimmtán ára piltur hlaut í gærkvöldi opið beinbrot á lærlegg og úlnliðsbrotnaði, þegar hann missti stjórn á torfæruhjóli innanbæjar í Hveragerði. 13.6.2007 18:23
Átta létust í Beirút í dag Að minnsta kosti átta manns létu lífið í dag þegar sprengja sprakk í Beirút í Líbanon í dag. Níu aðrir særðust. Á meðal fórnarlambanna var Walid Eidom, þingmaður á líbanska þinginu. Auk hans létust elsti sonur hans og tveir af lífverðir, auk fjögurra annarra. 13.6.2007 18:16
Stefnumótun Orkuveitunnar fyrir útivistarsvæði Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefur kosið sérstaka stjórn yfir þau útivistarsvæði sem fyrirtækið á eða hefur umsjón með og almenningur nýtir sér. Á meðal þessara svæða er Elliðaárdalurinn, stór hluti Heiðmerkur, verulegur hluti hinna vinsælu útivistarsvæða við Hengilinn og í Grafningi auk umhverfis Deildartunguhvers í Borgarfirði. 13.6.2007 18:15
Ungabarn fannst látið á árbotni í Óðinsvéum Ungabarn fannst látið á árbotni í Óðinsvéum í Danmörku í gær. Verið var að hreinsa ána þegar það fannst. Barnið var drengur, 50 cm langur. Hann var í hvítum plastpoka sem hafði verið þyngdur með steini. Á steininum stendur: "Fyrirgefðu. Hvíl í friði. Mamma og pabbi elska þig, litli drengurinn minn". 13.6.2007 17:51
Eimskip styrkir Fjöltækniskólann Eimskip og Fjöltækniskólinn hafa gert með sér samning um samstarf á sviði fræðslumála. Samningurinn felur í sér að Eimskip styrkir Fjöltækniskólann að fjárhæð kr. 1.000.000 og styrkir nokkra útvalda nemendur hans á hverju ári. 13.6.2007 17:44
Lögreglan í Tokyo lak rannsóknargögnum Lögregluþjónn í Tokyo lak níu þúsund skjölum á Internetið fyrir skömmu. Skjölin innihéldu meðal annars þar á meðal gögn úr yfirheyrslum og 1000 ljósmyndir. Einnig voru upplýsingar um staðsetningu á umferðarmyndavélum og nöfn á afbrotaungmennum sem lögreglan var með til rannsóknar. 13.6.2007 17:35
Greiðslukortavelta jókst í síðasta mánuði Greiðslukortavelta jókst í maí frá fyrri mánuði og var svipuð hækkun á kredit- og debetkortaveltu. Debetkortavelta jókst um 7,7% milli mánaða og var í maí 35 milljarðar króna. 13.6.2007 17:05
Dóms að vænta í Baugsmálinu í lok mánaðar Málsflutningi í Baugsmálinu lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Dóms er að vænta fyrir næstu mánaðamót. 13.6.2007 16:38
Kosið í bankaráð Seðlabankans á Alþingi Nýtt bankaráð Seðlabankans var kjörið á Alþingi nú fyrir stundu. Sjálfstæðisflokkur tilnefndi Halldór Blöndal, Ernu Gísladóttir og Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Fyrir hönd Samfylkingar sitja í ráðinu Jón Sigurðsson og Jón Þór Sturluson. Framsóknarflokkur tilnefndi Jónas Hallgrímsson og Vinstri grænir Ragnar Arnalds. 13.6.2007 16:35
Vill efla baráttuna gegn mansali Mikilvægt er að aðildarríki Eystrasaltsráðsins vinni náið saman í baráttunni gegn mansali og ráðist sameiginlega gegn efnhagslegum og félagslegum rótum vandamálsins. Þetta kom fram í ræðu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, utanríkisráðherra, á fundi utanríkisráðherra ríkja Eystrasaltsráðsins í Malmö í Svíþjóð í dag. Á fundinum ræddur ráðherrarnir meðal annars efnhags- og viðskiptamál og mannréttindi og eflingu lýðræðislegs stjórnarfars. 13.6.2007 16:18
Vísbending í máli Madeleine Mest selda dagblaði í Hollandi barst nafnlaust bréf með lýsingu um hvar lík hinnar fjögurra ára gömlu Madeleine væri að finna. Í bréfinu stóð að telpuna væri að finna undir grjóthrúgu í 15 kílómetra fjarlægð frá staðnum þar sem henni var rænt. Nú er liðinn 41 dagur síðan stelpunni var rænt í Portúgal. 13.6.2007 15:55
Heimildirnar féllu úr gildi 2004 Heimildir sem Íslendingar veittu Bandaríkjamönnum til yfirflugs og lendinga á Keflavíkurflugvelli í tengslum við innrásina í Írak runnu út vorið 2004. Grétar Þór Sigurðsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu segir að heimildirnar hafi runnið út þegar innrásinni lauk og fjölþjóðaherlið tók við í Írak. 13.6.2007 15:37
Keyrði fullur niður Spænsku tröppurnar Ungur maður var handtekinn í Róm fyrir að keyra niður Spænsku tröppurnar. Tröppurnar eru á meðal vinsælustu staða í Róm fyrir ferðamenn að skoða, og þar er meðal annars bannað að drekka og syngja. 13.6.2007 15:10
Varðhald yfir byssumanni í Hnífsdal framlengt Héraðsdómur Vestfjarða hefur framlengt gæsluvarðhald yfir manninum sem olli umsátursástandi í Hnífsdal á laugardaginn var þegar hann hleypti af haglabyssu með þeim afleiðingum að kona hans særðist í andliti. Hann skal sæta varðhaldi til 3. júlí næstkomandi. 13.6.2007 15:00
Fá ekki pláss í leikskóla sökum þess að erlend börn hafa forgang Dæmi eru um að börn íslenskra foreldra fái ekki pláss í leikskólum í Hafnarfirði þar sem erlend börn ganga fyrir. Fræðslustjóri Hafnarfjarðarbæjar segir æskilegast að börn af erlendum uppruna komist sem fyrst inn í leikskóla til að flýta fyrir aðlögun að íslensku samfélagi. 13.6.2007 14:57
Hraðlestrarskólinn styrkir ABC barnahjálp um milljón krónur Hraðlestarskólinn hefur styrkt ABC barnahjálp um milljón krónur með þriggja vikna hraðlestarnámskeiði sem hefst í dag. Markmið með söfnuninni er að byggja heimavist fyrir 200 stúlkur frá Úganda. 13.6.2007 14:31
Níu sóttu um embætti sóknarprests í Tjarnaprestakalli Níu umsækjendur eru um embætti sóknarprests í Tjarnaprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi. Embættið veitist frá 1. september næskomandi til fimm ára. 13.6.2007 13:49
700 sjóliðar á vegum NATO væntanlegir til Reykjavíkur Herskip á vegum NATO munu leggjast að bryggju í Sundahöfn og á Miðbakka í fyrramálið. Um er að ræða skip frá bandaríska flotanum, USS Normandy, eitt frá Spáni, SPS Patino og þýska skipið FGS Sachsen. Rúmlega 700 sjóliðar eru um borð í skipunum. 13.6.2007 13:48
FBI býður hjálp fyrir Ólympíuleikana í Peking Alríkislögregla Bandaríkjana, FBI, hefur boðið Kínverjum hjálp við öryggismál í kringum ólympíuleikana sem fram fara í Peking á næsta ári. Búist er við hundruðum þúsunda manna sem ferðast til Kína til að fylgjast með leikunum. 13.6.2007 13:33
Bifhjólamenn staðnir að ofsaakstri á Þingvallavegi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gerði árangurslausa tilraun í gærkvöldi til að stöðva hóp bifhjólamanna eftir að þeir mældust á 174 kílómetra hraða á Þingvallavegi. Hluti hópsins virti ekki stöðvunarmerki lögreglunnar og ók áfram en hinn sneri við. 13.6.2007 13:25
Góð þátttaka í veðurleik Stöðvar 2 og Vísis Vel á annað þúsund manns hafa skráð sig til leiks í veðurleik Stöðvar 2 og Vísis. Leikurinn hófst um síðustu mánaðamót og lýkur í lok ágústmánaðar. 13.6.2007 13:21
Staða barna og unglinga styrkt með aðgerðaáætlun Tillaga Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra til þingsályktunar um aðgerðaáætlun til að styrkja stöðu barna og ungmenna fyrir árin 2007–2011 var samþykkt óbreytt á Alþingi í dag með 47 samhljóða atkvæðum. 13.6.2007 13:19
Tvær systur myrtar á Englandi Lík tveggja táningssystra fundust í húsi í Cambridgeshire á Englandi í dag. 39 ára gömul kona sem talin er vera móðir þeirra hefur verið handtekin, grunuð um morðin. Lögreglan á Englandi verst allra frétta af málinu að svo stöddu. 13.6.2007 13:00
Missti stjórn á torfæruhjóli og lærbrotnaði Fimmtán ára piltur hlaut opið beinbrot á lærlegg og úlnliðsbrotnaði, þegar hann missti stjórn á óskráðu torfæruhjóli, innanbæjar í Hveragerði í gærkvöldi og hafnaði á ljósastaur. 13.6.2007 12:49
Tekist á um arðsemi Kárahnjúkavirkjunar Tekist var á um hvort arðsamt hafi verið að reisa Kárahnjúkavirkjun á fundi Framtíðarlandsins í morgun. Fulltrúi Landsvirkjunar og fulltrúi Framtíðarlandsins sem sátu fyrir svörum voru þó sammála um að réttast væri að einkavæða fyrirtækið 13.6.2007 12:13
Fékk hjartaáfall eftir fæðingu sexbura Móðir sexbura sem fæddust á mánudag í Arisona í Bandaríkjunum fékk hjartaáfall eftir fæðinguna en er nú á batavegi. Sexburarnir voru teknir með keisaraskurði tíu vikum fyrir tímann og vógu frá tæpum fjórum mörkum til rúmlega fimm marka. Fimm þeirra fá hjálp við öndun en allir eru í hitakassa, þar sem þeir eru ekki enn úr hættu. 13.6.2007 12:04
Guðni segir Samfylkingu henda handsprengjum Samfylkingarþingmenn eru hver og einn með handsprengjur í vösum sem þeir henda hiklaust á ráðherra Sjálfstæðisflokksins, sagði Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, í umræðum á Alþingi í morgun þegar upplýst var um einn eitt átakamálið sem stjórnarflokkarnir hafa ekki samið um. 13.6.2007 12:02
Sakar stuðningsmenn Saddams um árásina Forsætisráðherra Íraks, Nuri al-Maliki, sagði í dag að stuðningsmenn Saddams Hússeins og al-Kaída hefðu staðið á bak við sprengjuárásina á al-Askariya moskuna í Samarra í morgun. Þetta kom fram í sjónvarpsviðtali við hann í morgun. Þá sagðist hann óttast að hryðjuverkamennirnir ætluðu sér að ráðast gegn öðrum moskum í Bagdad og því hefði hann aukið öryggisráðstafanir við þær. 13.6.2007 11:45
Vatnstjón í húsnæði Elko við Smáratorg Söluvörur skemmdust í verslun Elko við Smáratorg í nótt þegar einn krani í úðarakerfi verslunarinnar fór í gang. Verslunarstjóri segir skemmdirnar óverulegar og tjónið ekki mikið í krónum talið. 13.6.2007 11:44