Innlent

Sýknaður af áfengislagabroti í Hæstarétti

Hæstiréttur sýknaði í dag mann af ákæru um að hafa brotið áfengislög með því að hafa sem starfandi stjórnarformaður heildsölu látið birta auglýsingu á léttvíni í Gestgjafanum árið 2003.

Þar með sneri Hæstiréttur dómi héraðsdóms sem dæmt hafði manninn til greiðslu 200 þúsund króna í sekt. Taldi Hæstiréttur að auglýsingin væri andstæð áfengislögum en þar sem hvorki maðurinn né heildsalan voru nafngreind í auglýsingunni var ekki talið að maðurinn bæri refsiábyrgð og var hann því sýknaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×