Innlent

Grundarfjörður vill kvótann fyrr

Bæjarstjórn Grundarfjarðar hefur sent sjávarútvegsráðuneytinu tillögu um að kvóta verði úthlutað fyrr á árinu. Telur hún að með ríkjandi fyrirkomulag, þar sem kvótanum er úthlutað svo seint, nýtist hann lítið á fiskveiðiárinu; þegar kvótinn liggur fyrir séu bátarnir komnir í land.

Fyrir skömmu lagði Bolungarvík einnig fram svipaða tillögu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×