Innlent

Skammt í að leikur Íslendinga og Svía hefjist

Kátur stuðningsmaður íslenska landsliðsins.
Kátur stuðningsmaður íslenska landsliðsins. MYND/ÞJ

Skammt er þangað til leikur Íslendinga og Svía í riðlakeppni Evrópumeistaramótsins í knattspyrnu hefst í Stokkhólmi. Góð stemning er meðal stuðningsmanna íslenska landsliðsins þrátt fyrir að sparksérfræðingar telji möguleika Íslands frekar litla.

Nokkur hundruð Íslendingar verða á vellinum í kvöld til að styðja landsliðið. Stuðningsmenn Svía munu væntanlega skipta þúsundum.

Samkvæmt spá erlendra sparksérfræðinga eru möguleikar Íslands frekar litlir og reikna flestir með auðveldum sigri Svía.

Leikurinn hefst klukkan 18.15 að íslenskum tíma og verður sýndur beint á Sýn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×