Innlent

Fiskvinnsla áfram á Flateyri

Fiskvinnsla verður áfram á Flateyri þrátt fyrir sölu fiskvinnslufyrirtækisins Kambs. Fyrirtækið Oddatá hefur keypt allar fasteignir og tæki Kambs og ætlar að viðhalda vinnslu í byggðarlaginu. Fyrirtækið á engan kvóta en forstjórinn er þó bjartsýnn á framtíð þess.

Það var tilkynnt um miðjan síðasta mánuð að Kambur á Flateyri ætlaði að loka og selja allar eignir sínar, þar með taldar aflaheimildir. Fréttirnar voru reiðarslag fyrir íbúa bæjarins en eitt hundrað og tuttugu manns störfuðu hjá fyrirtækinu.

Í dag tilkynnti svo fyrirtækið Oddatá að það hefði keypt allar fasteignir og tæki Kambs og hygðist halda áfram fiskvinnslu í byggðinni.

Í tilkynningu frá Oddatá kemur fram að markmiðið með kaupunum sé fyrst og fremst að viðhalda og efla blómlega byggð á Flateyri og hafa eigendur Kambs með aðkomu sinni að samningnum lagt sitt af mörkum til að gera það framkvæmanlegt.

Kristján Erlingsson, forstjóri Oddatáar, segir fyrirtækið ekki eigan neinn kvóta en hann er þó bjartsýnn á framtíð þess. Hann segir ekki ljóst á þessari stundu hversu margir fá vinnu í vinnslunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×