Fleiri fréttir Breyttur landsliðshópur Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Svíum í kvöld. Nokkrar breytingar eru á liðinu frá því í leiknum gegn Lichtenstein á laugardaginn. 6.6.2007 13:11 Fjármálaráðherra Svíþjóðar hyggst berjast fyrir áfengisskatti Fjármálaráðherra Svíþjóðar, Anders Borg segir í viðtali við Dagens industri að leitað verði allra leiða til að sjá til þess að kaupendur greiði skatt af áfengi sem keypt er í gegnum netið. 6.6.2007 13:04 Afurðarstöðvar geta haft með sér samráð Afurðastöðvar í mjólkuriðnaði geta sameinast án afskipta samkeppnisyfirvalda og haft með sér samráð segir forstjóri Samkeppniseftirlitsins. 6.6.2007 13:00 Ísafjarðarbær kærður vegna ráðningar Pétur Björnsson hefur kært Ísafjarðarbæ til félagsmálaráðuneytisins. Pétur sótti um stöðu forstöðumanns skóla- og fjölskylduskrifstofu. Hann þótti ekki uppfylla skilyrði sem sett voru í auglýsingu um starfið. Pétur telur að á sér hafi verið brotið við ráðninguna. 6.6.2007 12:49 Komu hjálpargögnum í búðirnar Hjálparsamtökum tókst í gær að koma hjálpargögnum inn Nahr el-Bared flóttamannabúðirnar í Líbanon. Það er í fyrsta sinn frá því að sókn líbanska hersins gegn herskáum múslimum, sem halda þar til, hófst í síðasta mánuði. Um hundrað manns hafa fallið í átökunum aðallega almennir borgarar. 6.6.2007 12:45 Gætu orðið mistök að hafa keypt gamalt skip Kristján Möller samgönguráðherra segir að skoðun á Grímseyjarferjumálinu gæti leitt í ljós að mistök hafi verið að kaupa gamalt skip. Hann skoðaði ástand skipsins nú í morgun í Hafnarfjarðarhöfn. 6.6.2007 12:37 Búist við deilum á G8 fundi Búast má við að deilur Rússa og Bandaríkjamanna um eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjamanna í Austur-Evrópu setji svip sinn á fund leiðtoga átta helstu iðnríkja heims sem hefst í Þýskalandi í dag. Gríðarleg öryggisgæsla er viðhöfð vegna heimsóknar helstu þjóðarleiðtoga. 6.6.2007 12:15 Aðgerðir ríkisstjórnar í velferðarmálum verði vel tímasettar Davíð Oddsson seðlabankastjóri segir brýnt að ný aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í þágu barna og ungmenna sé vel tímasett. Hann segir skynsamlegt að hægja á, því mikil innspýting fjármuna sé ekki heppileg miðað við efnahagsástandið í landinu. 6.6.2007 12:14 Nýliðar í Norðurlandaráði Sex af þeim sjö fulltrúum sem Íslendingar tilnefna í sendinefnd Íslands í Norðurlandaráði hafa ekki setið í nefndinni áður og tæpur helmingur þeirra eru nýjir þingmenn. Kjartan Ólafsson, varaformaður sendinefndarinnar, er eini þingmaðurinn sem sæti átti í nefndinni fyrir kosningar. Árni Páll Árnason, Samfylkingu, verður nýr formaður sendinefndarinnar. 6.6.2007 12:14 Heitavatnsbruni leitt til þriggja dauðsfalla Á undanförnum árum hafa að minnsta kosti þrír látist hér á landi vegna brunasára sem þeir hlutu af of heitu vatni. Byggingarreglugerð á að koma í veg fyrir að fólk geti brennt sig á þennan hátt. 6.6.2007 12:12 Eigið fé smærri útgerða gufar upp við niðurskurð á þorskskvóta Eigið fé margra smærri útgerða gufar upp verði farið að tillögum Hafrannsóknastofnunar um þriðjungs niðurskurð á þorskkvótanum. Óttast er að bankarnir muni ganga að þeim fyrirtækjum og að margvíslegar kvótatilfærslur séu framundan. 6.6.2007 12:00 Tvær ungar íslenskar konur fengu blóðtappa vegna Yasmín pillunnar Tvær ungar íslenskar konur segjast hafa fengið blóðtappa í lungun eftir að hafa verið á Yasmin getnaðarvarnarpillunni. Lyfjastofnun og Icepharma segjast ekki hafa fengið tilkynningar um alvarlegar aukaverkanir vegna hennar. Danska Lyfjastofnunin segir Yasmin pilluna ekki valda meiri aukaverkunum en aðrar getnaðarvarnarpillur. 6.6.2007 11:56 Kristján Leósson hlaut hvatningarverlaun Kristján Leósson eðlisverkfræðingur hlaut í morgun hvatningarverðlaun vísinda og tækniráðs fyrir rannsóknir á sviði örtækni. Geir H. Haarde, formaður vísinda og tækniráðs veitti verðlaunin á Rannsóknarþingi sem sett var í morgun. Kristján fékk 2.5 milljónir króna í sinn hlut. 6.6.2007 11:48 Hafna því að hafa nýtt sér fjölmiðla um of Foreldrar bresku stúlkunnar Madeleine McCann, sem rænt var í Portúgal fyrir um mánuði, hafna því að þeir hafi nýtt sér fjölmiðla um of í leit sinni að dóttur sinni. Gerry og Kate McCann hafa undanförnu ferðast um Evrópu til að vekja athygli á leitinni að fjögurra ára dóttur þeirra sem numin var á brott í Praia da Luz þann 3. maí. 6.6.2007 11:31 Hengd fyrir framhjáhald Um sexhundruð manns fylgdust með þegar þrjár konur og einn karlmaður var tekinn af lífi fyrir framhjáhald í bænum Bara í Pakistan. Það var öldungaráð þorpsins sem kvað upp dauðadóminn. Talsmaður þess Jan Gul sagði í samtali við AP fréttastofuna að refsingar í bænum færu eftir hefðum og venjum. Auk þess að halda framhjá hefði fólkið neytt áfengis. 6.6.2007 11:25 Stúdentar vilja frítt í strætó á öllu höfuðborgarsvæðinu Stúdentaráð Háskóla Íslands og Bandalag íslenskra námsmanna hafa sent stjórn Strætó bs. erindi þess efnis að frítt verði í strætó fyrir alla námsmenn á höfuðborgarsvæðinu á komandi skólaári. Aðeins níu prósent nemenda við Háskóla Íslands taka strætó í skólann eins og staðan er í dag. 6.6.2007 11:09 Reyndi að stökkva upp í bílinn til páfa Maður nokkur reyndi að stökkva upp í bílinn hjá Benedikt páfa fyrir stundu. Hann var kominn alveg að bílnum þegar öryggisverðir réðust á hann og sneru hann niður. Ekki er enn vitað hver maðurinn er eða hvað honum gekk til. 6.6.2007 11:03 Útskrifaður af gjörgæslu eftir slys á Suðurlandsvegi Unga konan sem slasaðist í bílslysi á Suðurlandsvegi fyrir viku er enn í öndunarvél á gjörgæslu Landsspítalans í Fossvogi. Maðurinn sem var með henni í bílnum hefur verið útskrifaður af gjörgæsludeild og hefur verið fluttur á skurðdeild. Að sögn vakthafandi læknis er hann á batavegi. 6.6.2007 10:44 Vextir Íbúðarlánasjóðs hækka Vextir lána Íbúðalánasjóðs hafa verið hækkaðir um 0,05% í kjölfar útboðs á Íbúðabréfum í gær. Vextir lána með uppgreiðsluálagi eru nú 4,70%, en vextir lána án uppgreiðsluálags eru nú 4,95%. 6.6.2007 10:40 Hvað eru Íslendingar að gera í Danmörku? Flestir þeirra Íslendinga sem búsettir eru í Danmörku og stunda vinnu á annað borð starfa við að veita ýmiskonar þjónustu við atvinnurekstur. Í þessum geira starfa 530 Íslendingar en í tölum dönsku hagstofunnar vekur það athygli að aðeins 19 Íslendingar stunda sjóinn í Danmörku. 6.6.2007 10:34 Össur vill Nýsköpunarmiðstöð í Vatnsmýrina Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra setti Rannsóknarþing í morgun. Í ræðu hans kom fram að eitt af markmiðum hans sem iðnaðarráðherra væri að Nýsköpunarmiðstöð atvinnulífsins sem tekur til starfa 1. ágúst fái framtíðarhúsnæði í Vatnsmýrinni. 6.6.2007 10:01 Þrír Finnar handteknir í Íran Þrír Finnar eru í varðhaldi í Íran eftir að til þeirra sást á siglingu í íranskri lögsögu í Persaflóa um helgina. Utanríkisráðherra Finna segir við CNN að mennirnir hafi verið við veiðar og ekki vitað hvar þeir voru. 6.6.2007 09:57 Fundi Abbas og Olmerts frestað Fyrirhugðum fundi Ehuds Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, sem fram átti að fara á morgun hefur verið frestað að beiðni Palestínumanna. Frá þessu greindi í tilkynningu frá Olmerts í dag. 6.6.2007 09:55 Vespur valda vandræðum í Vestmannaeyjum Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur ítrekað þurft að hafa afskipti af ökumönnum léttra bifhjóla, svokölluðum vespum. Fjórir voru stöðvaðir við akstur á vespum nýverið þar sem þeir höfðu ekki réttindi til að aka þeim. 5.6.2007 23:35 Bíll fauk útaf Vesturlandsvegi Jeppabifreið með kerru í afturdragi fór útaf Vesturlandsvegi við Hafnarfjall laust fyrir klukkan tíu í kvöld. Tveir voru í bílnum en þá sakaði ekki. Talið er vindhviða hafi feykt kerrunni til með þeim afleiðingum að ökumaður missti stjórn á bílnum. Nokkuð hvasst er á svæðinu að sögn lögreglu. 5.6.2007 22:21 Stal veski af roskinni konu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir manni sem hrifsaði handtösku af roskinni konu á Leifsgötu í hádeginu í dag. Maðurinn komst undan á hlaupum en konuna sakaði ekki. 5.6.2007 22:01 Útafkeyrsla í Keflavík Ungur ökumaður slapp með skrekkinn þegar að bíll sem hann keyrði fór útaf veginum á mótum Flugvallarvegs og Skólavegs í Keflavík um sjöleytið í kvöld. Pilturinn er 17 ára gamall en hann sakaði ekki. 5.6.2007 21:53 Telur samning Orkuveitunnar við Norðurál óráðlegan Orkusölusamningur Orkuveitu Reykjavíkur við Norðurál er ótímabær og óráðlegur að mati Dags B. Eggertssonar, oddvita Samfylkingarinnar í Reykjavík. Þetta kom fram í máli hans í viðtali í Íslandi í dag. Hann greiddi atkvæði gegn samninginum þegar stjórn orkuveitunnar samþykkti hann í dag. Svandís Svavarsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna í stjórn Orkuveitunnar, gekk út af fundinum þegar tillaga hennar um að leynd á orkuverði yrði aflétt var felld. 5.6.2007 20:58 Stakk dómara með hníf eftir að henni var synjað um forræði Frakkar íhuga nú að herða öryggi í réttarsölum eftir að dómari í borginni Metz varð fyrir árás trylltrar móður. Dómarinn var nýbúinn að kveða upp úrskurð sinn í máli konunnar þegar hún réðst að honum og stakk hann þrisvar með hníf. Hann var fluttur á sjúkrahús þar sem hann gekkst undir skurðaðgerð. Líðan hans er nú stöðug og hann er ekki í lífshættu. 5.6.2007 20:18 Ætlunin ekki að skaða atvinnulífið heldur ná niður verðbólgunni Davíð Oddsson seðlabankastjóri segir að bankinn eigi að sæta samfelldri gagnrýni og sé ekki yfir hana hafinn að neinu leyti. Markmið bankans sé hins vegar að ná verbólgunni niður og hækkun stýrivaxta sé eina tækið til þess. Ætlunin sé alls ekki að skaða atvinnulífið eins og Samtök atvinnulífsins vilji meina. 5.6.2007 19:35 Framleiðendur vilja skýrar reglur um notkun íslenska fánans Íslenskir framleiðendur hafa beðið í níu ár eftir reglugerð sem segir hvernig nota má íslenska fánann á umbúðir íslenskrar framleiðslu. Ekkert bólar á reglugerðinni og formaður samtaka iðnaðarins kallar eftir skýrum línum. 5.6.2007 19:31 Íslendingar áberandi í Stokkhólmi Íslendingar gerðu sig gildandi á götum Stokkhólms í dag en karlalið Íslendinga og Svía í knattspyrnu mætast þar í undankeppni EM á morgun. Upphitunarhátíð var haldin á Norrmalstorgi um miðjan dag þar sem keppt var í ýmsum aflraunaþrautum. Síðdegis hófust svo tónleikar við Berzelii garð þar sem fólk fær að heyra eitthvað íslenskt. Stuðmenn, Björgvinn Halldórsson, KK og Ragnheiður Gröndal skemmta og búa landann og Svía undir tuðruspark morgundagsins. 5.6.2007 19:30 Rökstuddur grunur um brot á samkeppnislögum Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að húsleit hjá Mjólkursamsölunni í morgun hafi verið gerð vegna rökstudds gruns um brot á samkeppnislögum. Ólafur Magnús Magnússon hjá Mjólku hf, segist fagna þessari aðgerð og treysta á réttláta niðurstöðu. Magnús Ólafsson, aðstoðarforstjóri MS, segist ekkert hafa að fela. 5.6.2007 19:24 Börnin í sérstökum forgangi Foreldrar eru hvattir til að hafa börnin í sérstökum forgangi í sumar svo forða megi þeim frá böli víns og vímuefna. Auglýsingaherferð SAMAN hópsins þess efnis var kynnt í dag. Heilbrigðisráðherra segir samvinnu einu leiðina í forvarnarstarfi. 5.6.2007 19:15 Megrun borgar sig Rúmlega helmingur þeirra einstaklinga sem fara í megrun viðhalda þyngdartapinu að einhverju leyti ári eftir að megruninni lýkur samkvæmt nýrri bandarískri rannsókn. Niðurstöðurnar eru á skjön við aðrar rannsóknir sem hafa sýnt fram á hið gagnstæða. Um 59 prósent þeirra sem tóku þátt í rannsókninni voru enn undir sinni upprunalegu þyngd ári eftir að þeir hættu í megrun. 5.6.2007 19:08 Svört skýrsla um bráðnun Lífsviðurværi hundruð milljóna manna er ógnað vegna snjó- og ísbráðununar af völdum hlýnunar jarðar. Að óbreyttu skerðist aðgangur fólks að drykkjarvatni um leið og sjávarborð hækkar. 5.6.2007 18:53 Stefnumótun gegn einangrun innflytjenda Upplýsingaflæði til foreldra grunnskólabarna af erlendum uppruna verður bætt samkvæmt stefnumótun sem kynnt var af menntaráði Reykjavíkur í dag. Aðstoð við aðlögun og virkni barnanna verður að auki stórefld. Þetta þykir mikilvægur þáttur í að sporna gegn mögulegri einangrun fjölskyldna af erlendum uppruna. 5.6.2007 18:40 Orkuveita Reykjavíkur gerir orkusölusamning við Norðurál Stjórn Orkuveitur Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í gær orkusölusamning við Norðurál vegna fyrirhugaðs álvers í Helguvík. Þetta kemur fram á heimasíðu Orkuveitu Reykjavíkur. Haft er eftir Guðmundi Þóroddssyni, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, að með samninginum sé orkusala frá varmastöðinni á Hellisheiði tryggð. 5.6.2007 18:14 Engin svefnlyf skilin eftir í mávavarpi Engin svefnlyf í tengslum við fyrirhugaðar svæfingar máva í vísindaskyni verða skilin eftir í vörpunum eftir að verkefninu lýkur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Umhverfisstofnun. Svæfa á 600 pör máva í tilraun með svefnlyf í mávavörpum við Garðarholt, Korpúlfsstaðahólm og Þerney í júní. Íbúi á svæðinu undirbýr kæru til umhverfisráðuneytisins. 5.6.2007 17:49 Borgarfulltrúar setja sér siðareglur Stefnt verður að því að taka upp siðareglur fyrir borgarfulltrúa næsta haust en tillaga þessa efnis var samþykkt í borgarstjórn Reykjavíkur í dag. Reglunum er ætlað að skilgreina það hátterni sem kjörnir fulltrúar sýni að sér við störf sín fyrir hönd borgarinnar eins og segir í drögum að siðareglunum. 5.6.2007 17:27 Rannsókn á andláti manns í Hveragerði lokið Rannsókn lögreglunnar á andláti manns í Hveragerði þann 27. apríl er lokið. Niðurstöður úr krufningu benda ekki til að innvortis blæðingar mannsins og áverkar á nefi hans sé tilkomið vegna árásar eða átaka. 5.6.2007 17:15 Fyrrum ritstjórar DV dæmdir fyrir meiðyrði Páll Baldvin Baldvinsson og Björgvin Guðmundsson, fyrrum ritstjórar DV voru í dag dæmdir í Héraðsdómi Reykjaness til að greiða Geir Hlöðveri Ericssyni 500 þúsund krónur í miskabætur vegna ummæla sem birtust í DV í apríl á síðasta ári. Málsatvik voru þau að í fréttum í DV var sagt frá aðgerðum fíkniefnalögreglunnar og víkingasveitarinnar þegar ráðist var inn í húsnæði við Ármúla, þar sem sagt var að fundist hefðu fíkniefni. 5.6.2007 17:05 Rannsókn á mannsláti í Hveragerði lokið Lögreglan á Selfossi hefur lokið rannsókn á mannsláti í heimahúsi í Hveragerði hinn 27. apríl. Samkvæmt niðurstöðu krufningar var um miklar innvortis blæðingar að ræða. 5.6.2007 16:40 Surtseyjarsýning í Þjóðmenningarhúsinu Í tilefni af því að 40 ár eru liðin frá lokum Surtseyjargossins stendur nú yfir sýning í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu sem ber heitið: Surtsey - jörð úr ægi. Þar er myndunar- og þróunarsaga Surtseyjar rakin frá myndun hennar og fram til dagsins í dag. 5.6.2007 16:30 Libby í 30 mánaða fangelsi 5.6.2007 16:18 Sjá næstu 50 fréttir
Breyttur landsliðshópur Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Svíum í kvöld. Nokkrar breytingar eru á liðinu frá því í leiknum gegn Lichtenstein á laugardaginn. 6.6.2007 13:11
Fjármálaráðherra Svíþjóðar hyggst berjast fyrir áfengisskatti Fjármálaráðherra Svíþjóðar, Anders Borg segir í viðtali við Dagens industri að leitað verði allra leiða til að sjá til þess að kaupendur greiði skatt af áfengi sem keypt er í gegnum netið. 6.6.2007 13:04
Afurðarstöðvar geta haft með sér samráð Afurðastöðvar í mjólkuriðnaði geta sameinast án afskipta samkeppnisyfirvalda og haft með sér samráð segir forstjóri Samkeppniseftirlitsins. 6.6.2007 13:00
Ísafjarðarbær kærður vegna ráðningar Pétur Björnsson hefur kært Ísafjarðarbæ til félagsmálaráðuneytisins. Pétur sótti um stöðu forstöðumanns skóla- og fjölskylduskrifstofu. Hann þótti ekki uppfylla skilyrði sem sett voru í auglýsingu um starfið. Pétur telur að á sér hafi verið brotið við ráðninguna. 6.6.2007 12:49
Komu hjálpargögnum í búðirnar Hjálparsamtökum tókst í gær að koma hjálpargögnum inn Nahr el-Bared flóttamannabúðirnar í Líbanon. Það er í fyrsta sinn frá því að sókn líbanska hersins gegn herskáum múslimum, sem halda þar til, hófst í síðasta mánuði. Um hundrað manns hafa fallið í átökunum aðallega almennir borgarar. 6.6.2007 12:45
Gætu orðið mistök að hafa keypt gamalt skip Kristján Möller samgönguráðherra segir að skoðun á Grímseyjarferjumálinu gæti leitt í ljós að mistök hafi verið að kaupa gamalt skip. Hann skoðaði ástand skipsins nú í morgun í Hafnarfjarðarhöfn. 6.6.2007 12:37
Búist við deilum á G8 fundi Búast má við að deilur Rússa og Bandaríkjamanna um eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjamanna í Austur-Evrópu setji svip sinn á fund leiðtoga átta helstu iðnríkja heims sem hefst í Þýskalandi í dag. Gríðarleg öryggisgæsla er viðhöfð vegna heimsóknar helstu þjóðarleiðtoga. 6.6.2007 12:15
Aðgerðir ríkisstjórnar í velferðarmálum verði vel tímasettar Davíð Oddsson seðlabankastjóri segir brýnt að ný aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í þágu barna og ungmenna sé vel tímasett. Hann segir skynsamlegt að hægja á, því mikil innspýting fjármuna sé ekki heppileg miðað við efnahagsástandið í landinu. 6.6.2007 12:14
Nýliðar í Norðurlandaráði Sex af þeim sjö fulltrúum sem Íslendingar tilnefna í sendinefnd Íslands í Norðurlandaráði hafa ekki setið í nefndinni áður og tæpur helmingur þeirra eru nýjir þingmenn. Kjartan Ólafsson, varaformaður sendinefndarinnar, er eini þingmaðurinn sem sæti átti í nefndinni fyrir kosningar. Árni Páll Árnason, Samfylkingu, verður nýr formaður sendinefndarinnar. 6.6.2007 12:14
Heitavatnsbruni leitt til þriggja dauðsfalla Á undanförnum árum hafa að minnsta kosti þrír látist hér á landi vegna brunasára sem þeir hlutu af of heitu vatni. Byggingarreglugerð á að koma í veg fyrir að fólk geti brennt sig á þennan hátt. 6.6.2007 12:12
Eigið fé smærri útgerða gufar upp við niðurskurð á þorskskvóta Eigið fé margra smærri útgerða gufar upp verði farið að tillögum Hafrannsóknastofnunar um þriðjungs niðurskurð á þorskkvótanum. Óttast er að bankarnir muni ganga að þeim fyrirtækjum og að margvíslegar kvótatilfærslur séu framundan. 6.6.2007 12:00
Tvær ungar íslenskar konur fengu blóðtappa vegna Yasmín pillunnar Tvær ungar íslenskar konur segjast hafa fengið blóðtappa í lungun eftir að hafa verið á Yasmin getnaðarvarnarpillunni. Lyfjastofnun og Icepharma segjast ekki hafa fengið tilkynningar um alvarlegar aukaverkanir vegna hennar. Danska Lyfjastofnunin segir Yasmin pilluna ekki valda meiri aukaverkunum en aðrar getnaðarvarnarpillur. 6.6.2007 11:56
Kristján Leósson hlaut hvatningarverlaun Kristján Leósson eðlisverkfræðingur hlaut í morgun hvatningarverðlaun vísinda og tækniráðs fyrir rannsóknir á sviði örtækni. Geir H. Haarde, formaður vísinda og tækniráðs veitti verðlaunin á Rannsóknarþingi sem sett var í morgun. Kristján fékk 2.5 milljónir króna í sinn hlut. 6.6.2007 11:48
Hafna því að hafa nýtt sér fjölmiðla um of Foreldrar bresku stúlkunnar Madeleine McCann, sem rænt var í Portúgal fyrir um mánuði, hafna því að þeir hafi nýtt sér fjölmiðla um of í leit sinni að dóttur sinni. Gerry og Kate McCann hafa undanförnu ferðast um Evrópu til að vekja athygli á leitinni að fjögurra ára dóttur þeirra sem numin var á brott í Praia da Luz þann 3. maí. 6.6.2007 11:31
Hengd fyrir framhjáhald Um sexhundruð manns fylgdust með þegar þrjár konur og einn karlmaður var tekinn af lífi fyrir framhjáhald í bænum Bara í Pakistan. Það var öldungaráð þorpsins sem kvað upp dauðadóminn. Talsmaður þess Jan Gul sagði í samtali við AP fréttastofuna að refsingar í bænum færu eftir hefðum og venjum. Auk þess að halda framhjá hefði fólkið neytt áfengis. 6.6.2007 11:25
Stúdentar vilja frítt í strætó á öllu höfuðborgarsvæðinu Stúdentaráð Háskóla Íslands og Bandalag íslenskra námsmanna hafa sent stjórn Strætó bs. erindi þess efnis að frítt verði í strætó fyrir alla námsmenn á höfuðborgarsvæðinu á komandi skólaári. Aðeins níu prósent nemenda við Háskóla Íslands taka strætó í skólann eins og staðan er í dag. 6.6.2007 11:09
Reyndi að stökkva upp í bílinn til páfa Maður nokkur reyndi að stökkva upp í bílinn hjá Benedikt páfa fyrir stundu. Hann var kominn alveg að bílnum þegar öryggisverðir réðust á hann og sneru hann niður. Ekki er enn vitað hver maðurinn er eða hvað honum gekk til. 6.6.2007 11:03
Útskrifaður af gjörgæslu eftir slys á Suðurlandsvegi Unga konan sem slasaðist í bílslysi á Suðurlandsvegi fyrir viku er enn í öndunarvél á gjörgæslu Landsspítalans í Fossvogi. Maðurinn sem var með henni í bílnum hefur verið útskrifaður af gjörgæsludeild og hefur verið fluttur á skurðdeild. Að sögn vakthafandi læknis er hann á batavegi. 6.6.2007 10:44
Vextir Íbúðarlánasjóðs hækka Vextir lána Íbúðalánasjóðs hafa verið hækkaðir um 0,05% í kjölfar útboðs á Íbúðabréfum í gær. Vextir lána með uppgreiðsluálagi eru nú 4,70%, en vextir lána án uppgreiðsluálags eru nú 4,95%. 6.6.2007 10:40
Hvað eru Íslendingar að gera í Danmörku? Flestir þeirra Íslendinga sem búsettir eru í Danmörku og stunda vinnu á annað borð starfa við að veita ýmiskonar þjónustu við atvinnurekstur. Í þessum geira starfa 530 Íslendingar en í tölum dönsku hagstofunnar vekur það athygli að aðeins 19 Íslendingar stunda sjóinn í Danmörku. 6.6.2007 10:34
Össur vill Nýsköpunarmiðstöð í Vatnsmýrina Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra setti Rannsóknarþing í morgun. Í ræðu hans kom fram að eitt af markmiðum hans sem iðnaðarráðherra væri að Nýsköpunarmiðstöð atvinnulífsins sem tekur til starfa 1. ágúst fái framtíðarhúsnæði í Vatnsmýrinni. 6.6.2007 10:01
Þrír Finnar handteknir í Íran Þrír Finnar eru í varðhaldi í Íran eftir að til þeirra sást á siglingu í íranskri lögsögu í Persaflóa um helgina. Utanríkisráðherra Finna segir við CNN að mennirnir hafi verið við veiðar og ekki vitað hvar þeir voru. 6.6.2007 09:57
Fundi Abbas og Olmerts frestað Fyrirhugðum fundi Ehuds Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, sem fram átti að fara á morgun hefur verið frestað að beiðni Palestínumanna. Frá þessu greindi í tilkynningu frá Olmerts í dag. 6.6.2007 09:55
Vespur valda vandræðum í Vestmannaeyjum Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur ítrekað þurft að hafa afskipti af ökumönnum léttra bifhjóla, svokölluðum vespum. Fjórir voru stöðvaðir við akstur á vespum nýverið þar sem þeir höfðu ekki réttindi til að aka þeim. 5.6.2007 23:35
Bíll fauk útaf Vesturlandsvegi Jeppabifreið með kerru í afturdragi fór útaf Vesturlandsvegi við Hafnarfjall laust fyrir klukkan tíu í kvöld. Tveir voru í bílnum en þá sakaði ekki. Talið er vindhviða hafi feykt kerrunni til með þeim afleiðingum að ökumaður missti stjórn á bílnum. Nokkuð hvasst er á svæðinu að sögn lögreglu. 5.6.2007 22:21
Stal veski af roskinni konu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir manni sem hrifsaði handtösku af roskinni konu á Leifsgötu í hádeginu í dag. Maðurinn komst undan á hlaupum en konuna sakaði ekki. 5.6.2007 22:01
Útafkeyrsla í Keflavík Ungur ökumaður slapp með skrekkinn þegar að bíll sem hann keyrði fór útaf veginum á mótum Flugvallarvegs og Skólavegs í Keflavík um sjöleytið í kvöld. Pilturinn er 17 ára gamall en hann sakaði ekki. 5.6.2007 21:53
Telur samning Orkuveitunnar við Norðurál óráðlegan Orkusölusamningur Orkuveitu Reykjavíkur við Norðurál er ótímabær og óráðlegur að mati Dags B. Eggertssonar, oddvita Samfylkingarinnar í Reykjavík. Þetta kom fram í máli hans í viðtali í Íslandi í dag. Hann greiddi atkvæði gegn samninginum þegar stjórn orkuveitunnar samþykkti hann í dag. Svandís Svavarsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna í stjórn Orkuveitunnar, gekk út af fundinum þegar tillaga hennar um að leynd á orkuverði yrði aflétt var felld. 5.6.2007 20:58
Stakk dómara með hníf eftir að henni var synjað um forræði Frakkar íhuga nú að herða öryggi í réttarsölum eftir að dómari í borginni Metz varð fyrir árás trylltrar móður. Dómarinn var nýbúinn að kveða upp úrskurð sinn í máli konunnar þegar hún réðst að honum og stakk hann þrisvar með hníf. Hann var fluttur á sjúkrahús þar sem hann gekkst undir skurðaðgerð. Líðan hans er nú stöðug og hann er ekki í lífshættu. 5.6.2007 20:18
Ætlunin ekki að skaða atvinnulífið heldur ná niður verðbólgunni Davíð Oddsson seðlabankastjóri segir að bankinn eigi að sæta samfelldri gagnrýni og sé ekki yfir hana hafinn að neinu leyti. Markmið bankans sé hins vegar að ná verbólgunni niður og hækkun stýrivaxta sé eina tækið til þess. Ætlunin sé alls ekki að skaða atvinnulífið eins og Samtök atvinnulífsins vilji meina. 5.6.2007 19:35
Framleiðendur vilja skýrar reglur um notkun íslenska fánans Íslenskir framleiðendur hafa beðið í níu ár eftir reglugerð sem segir hvernig nota má íslenska fánann á umbúðir íslenskrar framleiðslu. Ekkert bólar á reglugerðinni og formaður samtaka iðnaðarins kallar eftir skýrum línum. 5.6.2007 19:31
Íslendingar áberandi í Stokkhólmi Íslendingar gerðu sig gildandi á götum Stokkhólms í dag en karlalið Íslendinga og Svía í knattspyrnu mætast þar í undankeppni EM á morgun. Upphitunarhátíð var haldin á Norrmalstorgi um miðjan dag þar sem keppt var í ýmsum aflraunaþrautum. Síðdegis hófust svo tónleikar við Berzelii garð þar sem fólk fær að heyra eitthvað íslenskt. Stuðmenn, Björgvinn Halldórsson, KK og Ragnheiður Gröndal skemmta og búa landann og Svía undir tuðruspark morgundagsins. 5.6.2007 19:30
Rökstuddur grunur um brot á samkeppnislögum Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að húsleit hjá Mjólkursamsölunni í morgun hafi verið gerð vegna rökstudds gruns um brot á samkeppnislögum. Ólafur Magnús Magnússon hjá Mjólku hf, segist fagna þessari aðgerð og treysta á réttláta niðurstöðu. Magnús Ólafsson, aðstoðarforstjóri MS, segist ekkert hafa að fela. 5.6.2007 19:24
Börnin í sérstökum forgangi Foreldrar eru hvattir til að hafa börnin í sérstökum forgangi í sumar svo forða megi þeim frá böli víns og vímuefna. Auglýsingaherferð SAMAN hópsins þess efnis var kynnt í dag. Heilbrigðisráðherra segir samvinnu einu leiðina í forvarnarstarfi. 5.6.2007 19:15
Megrun borgar sig Rúmlega helmingur þeirra einstaklinga sem fara í megrun viðhalda þyngdartapinu að einhverju leyti ári eftir að megruninni lýkur samkvæmt nýrri bandarískri rannsókn. Niðurstöðurnar eru á skjön við aðrar rannsóknir sem hafa sýnt fram á hið gagnstæða. Um 59 prósent þeirra sem tóku þátt í rannsókninni voru enn undir sinni upprunalegu þyngd ári eftir að þeir hættu í megrun. 5.6.2007 19:08
Svört skýrsla um bráðnun Lífsviðurværi hundruð milljóna manna er ógnað vegna snjó- og ísbráðununar af völdum hlýnunar jarðar. Að óbreyttu skerðist aðgangur fólks að drykkjarvatni um leið og sjávarborð hækkar. 5.6.2007 18:53
Stefnumótun gegn einangrun innflytjenda Upplýsingaflæði til foreldra grunnskólabarna af erlendum uppruna verður bætt samkvæmt stefnumótun sem kynnt var af menntaráði Reykjavíkur í dag. Aðstoð við aðlögun og virkni barnanna verður að auki stórefld. Þetta þykir mikilvægur þáttur í að sporna gegn mögulegri einangrun fjölskyldna af erlendum uppruna. 5.6.2007 18:40
Orkuveita Reykjavíkur gerir orkusölusamning við Norðurál Stjórn Orkuveitur Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í gær orkusölusamning við Norðurál vegna fyrirhugaðs álvers í Helguvík. Þetta kemur fram á heimasíðu Orkuveitu Reykjavíkur. Haft er eftir Guðmundi Þóroddssyni, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, að með samninginum sé orkusala frá varmastöðinni á Hellisheiði tryggð. 5.6.2007 18:14
Engin svefnlyf skilin eftir í mávavarpi Engin svefnlyf í tengslum við fyrirhugaðar svæfingar máva í vísindaskyni verða skilin eftir í vörpunum eftir að verkefninu lýkur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Umhverfisstofnun. Svæfa á 600 pör máva í tilraun með svefnlyf í mávavörpum við Garðarholt, Korpúlfsstaðahólm og Þerney í júní. Íbúi á svæðinu undirbýr kæru til umhverfisráðuneytisins. 5.6.2007 17:49
Borgarfulltrúar setja sér siðareglur Stefnt verður að því að taka upp siðareglur fyrir borgarfulltrúa næsta haust en tillaga þessa efnis var samþykkt í borgarstjórn Reykjavíkur í dag. Reglunum er ætlað að skilgreina það hátterni sem kjörnir fulltrúar sýni að sér við störf sín fyrir hönd borgarinnar eins og segir í drögum að siðareglunum. 5.6.2007 17:27
Rannsókn á andláti manns í Hveragerði lokið Rannsókn lögreglunnar á andláti manns í Hveragerði þann 27. apríl er lokið. Niðurstöður úr krufningu benda ekki til að innvortis blæðingar mannsins og áverkar á nefi hans sé tilkomið vegna árásar eða átaka. 5.6.2007 17:15
Fyrrum ritstjórar DV dæmdir fyrir meiðyrði Páll Baldvin Baldvinsson og Björgvin Guðmundsson, fyrrum ritstjórar DV voru í dag dæmdir í Héraðsdómi Reykjaness til að greiða Geir Hlöðveri Ericssyni 500 þúsund krónur í miskabætur vegna ummæla sem birtust í DV í apríl á síðasta ári. Málsatvik voru þau að í fréttum í DV var sagt frá aðgerðum fíkniefnalögreglunnar og víkingasveitarinnar þegar ráðist var inn í húsnæði við Ármúla, þar sem sagt var að fundist hefðu fíkniefni. 5.6.2007 17:05
Rannsókn á mannsláti í Hveragerði lokið Lögreglan á Selfossi hefur lokið rannsókn á mannsláti í heimahúsi í Hveragerði hinn 27. apríl. Samkvæmt niðurstöðu krufningar var um miklar innvortis blæðingar að ræða. 5.6.2007 16:40
Surtseyjarsýning í Þjóðmenningarhúsinu Í tilefni af því að 40 ár eru liðin frá lokum Surtseyjargossins stendur nú yfir sýning í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu sem ber heitið: Surtsey - jörð úr ægi. Þar er myndunar- og þróunarsaga Surtseyjar rakin frá myndun hennar og fram til dagsins í dag. 5.6.2007 16:30