Innlent

Rausnargjöf til Krabbameinsfélagsins

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Krabbameinsfélagi Íslands barst ómetanleg gjöf 19. maí síðastliðinn þegar fjölskylda Jóhönnu Jóreiðar Þorgeirsdóttur færði félaginu stórgjöf til minningar um hana. Jóhanna lést 21. apríl 2006. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Krabbameinsfélaginu.

Fjölskyldan vildi ekki greina frá því hver upphæð þessarar gjafar væri en henni er ætlað að fjármagna að hluta hugbúnað fyrir stafræn brjóstaröntgentæki sem Krabbameinsfélagið er að kaupa til að endurnýja núverandi búnað.

Í fréttatilkynningunni segir jafnframt að Krabbameinsfélaginu hafi þegar borist rausnarlegar gjafir að andvirði 200 milljónir króna til að kaupa fimm slík tæki.

Guðrún Agnarsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélagsins, segir að gjafir sem þessar séu ómetanlegar og sýni stórhug gefenda. Þær geri Krabbameinsfélaginu kleift að bæta enn frekar góðan árangur sinn af brjóstakrabbameinsleit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×