Innlent

Bað þingmenn um setjast og hafa þögn við upphaf fundar

Sturla Böðvarsson, nýkjörinn forseti Alþingis, beindi þeim tilmælum til þingmanna að sitja hljóðir í sætum sínum í þingsal. Þessi orð lét hann falla við upphaf þingfundar í dag.

„Ég vil biðja háttvirta þingmenn um að minnast þess í framtíðinni að þegar að sá tími er kominn að fundur skuli hefjast, að allir háttvirtir þingmenn séu þá sestir og sitji hljóðir," sagði Sturla, sjálfsagt að gefnu tilefni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×