Innlent

Stal veski af roskinni konu

MYND/RE

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir manni sem hrifsaði handtösku af roskinni konu á Leifsgötu í hádeginu í dag. Maðurinn komst undan á hlaupum en konuna sakaði ekki.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gat konan gefið greinargóða lýsingu á manninum. Um er að ræða karlmann á aldrinum 20 til 25 ára. Hann var klæddur í dökkan jakka, gráa hettupeysu og í bláum gallabuxum. Hann var um 170 sentimetrar á hæð.

Þeir sem geta gefið upplýsingar um þetta mál er bent á að hafa samband við lögregluna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×