Innlent

Engin svefnlyf skilin eftir í mávavarpi

Mávar á Austurvelli.
Mávar á Austurvelli. MYND/GV

Engin svefnlyf í tengslum við fyrirhugaðar svæfingar máva í vísindaskyni verða skilin eftir í vörpunum eftir að verkefninu lýkur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Umhverfisstofnun. Svæfa á 600 pör máva í tilraun með svefnlyf í mávavörpum við Garðarholt, Korpúlfsstaðahólm og Þerney í júní. Íbúi á svæðinu undirbýr kæru til umhverfisráðuneytisins.

Fram kom í Fréttablaðinu í dag að Arnór Sigfússon, fuglafræðingur, hefur fengið leyfi til að nota tímabundið blöndu af svefnlyfjum til að svæfa máva á hreiðrum. Verða brauðmolar með lyfi settir í mávahreiðrin í þessu skyni

Íbúi á svæðinu hefur mótmælt rannsókninni og óttast að eitthvað geti farið úrskeiðis.

Í tilkynningu sem Umhverfisstofnun sendi frá sér í dag kemur fram að í leyfi stofnunarinnar til Arnþórs sé skýrt tiltekið að þess verði gætt að hvorki dauðir fuglar eða svæfðir né svefnlyf verði skilin eftir í vörpunum. Þá verði svæðið vaktað á meðan á tilrauninni stendur og unnin verði skýrsla sem Umhverfisstofnun fái aðgang að.

Notuð verða blanda af svefnlyfjunum Alphachlorolose og Seconal til að svæfa mávana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×