Innlent

Össur vill Nýsköpunarmiðstöð í Vatnsmýrina

Vera Einarsdóttir skrifar

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra setti Rannsóknarþing í morgun. Í ræðu hans kom fram að eitt af markmiðum hans sem iðnaðarráðherra væri að Nýsköpunarmiðstöð atvinnulífsins sem tekur til starfa 1. ágúst fái framtíðarhúsnæði í Vatnsmýrinni.

Markmiðið er að hin nýja stofnun starfi í nánu samstarfi við háskólana á svæðinu. Nýsköpunarmiðstöðin verður til við sameiningu Rannsóknarmiðstöðvar byggingariðnaðarins og Iðntæknistofnunar sem nú hafa aðsetur í Keldnaholti. Á morgun, fimmtudag, verður greint frá því hver verður forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×