Innlent

Útafkeyrsla í Keflavík

MYND/RE

Ungur ökumaður slapp með skrekkinn þegar að bíll sem hann keyrði fór útaf veginum á mótum Flugvallarvegs og Skólavegs í Keflavík um sjöleytið í kvöld. Pilturinn er 17 ára gamall en hann sakaði ekki.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum var pilturinn einn í bílnum sem er af gerðinn Hyundai. Ekki liggur fyrir hvað olli því að bíllinn fór út af en grunur leikur á að pilturinn hafi keyrt aðeins of hratt. Bíllinn er lítið skemmdur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×